Morgunblaðið - 08.11.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.11.2018, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að út- hluta Minjavernd lóð og bygging- arrétti fyrir flutningshús við Star- haga 1 í Reykjavík. Umrædd lóð er á mótum Starhaga og Suðurgötu, skammt frá Reykjavíkurflugvelli. Hún er á hægri hönd þegar Suður- gatan er ekin í átt að Skerjafirði. Minjavernd greiðir samtals krónur 27.912.120 fyrir byggingarréttinn og gatnagerðargjaldið. Skrifstofa eigna og atvinnuþróun- ar Reykjavíkurborgar auglýsti lóð- ina Starhaga 1 lausa til umsóknar í október 2017 fyrir flutningshús. Lóðin var boðin á föstu verði sam- kvæmt mati tveggja löggiltra fast- eignasala. Engar tillögur um flutn- ingshús bárust á auglýsinga- tímanum en nokkrar tillögur bárust um að byggja þarna nýtt hús í göml- um stíl. Í grein- argerð skrifstou eigna og at- vinnuþróunar kemur fram að haft var samband við tvo aðila sem vitað var að ættu flutningshús. Sóttu þeir báðir um, annar aðilinn var Laug ehf. en hinn var Minja- vernd með flutningshúsið sem áður stóð við Laugaveg 36. Í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.1. 2018 var komist að þeirri niður- stöðu að húsið Laugavegur 74 félli betur að lóðinni en Laugavegur 36 og úthlutaði borgarráð Laug ehf. lóðinni hinn 17. maí 2018. Laug féll frá úthlutun á lóðinni þar sem Laugavegur 74 skemmdist í eldi á geymslustað úti á Granda. Var því óskað eftir úthlutun lóðarinnar til Minjaverndar fyrir flutningshúsið sem áður stóð á Laugavegi 36. Minjavernd hefur á undanförnum árum staðið myndarlega að upp- byggingu gamalla húsa víða um landið. Húsin þurftu að víkja Að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar, var húsið sem stóð upphaflega á Laugavegi 36 orðið fyrir vegna fyr- irhugaðra framkvæmda við hótel- byggingu á lóðinni árið 2014. Þar hjá stóð einnig húsið Grettisgata 17a sem einnig var fyrir vegna fram- kvæmdanna. Minjastofnun, Borgarsögusafn og Reykjavíkurborg lögðu áherslu á að húsin yrðu ekki rifin og þeim fargað. Minjavernd tók þá að sér að beiðni Reykjavíkurborgar að flytja húsin, finna þeim framtíðarstað í samvinnu við Reykjavíkurborg og annast og kosta endurgerð þeirra. Húsin voru fyrst flutt út á Grandagarð haustið 2014, en síðar að aðstöðu Minja- verndar á Esjumelum. Að endur- gerð lokinni verða þau seld. Húsið af Grettisgötu 17 verður sett niður á lóð að Grettisgötu 9a. Unnið hefur verið að niðurstöðu með framtíðar- stað fyrir Laugavegshúsið og kann- aðir nokkrir kostir. „Þegar það atvikast svo að húsið af Laugavegi 74 brennur að hluta á geymslustað á Grandagarði og að niðurstöðu verður að það fari ekki á Starhaga 1 var sú lóð skoðuð á ný fyrir þetta hús og Minjavernd boðin lóðin með það í huga. Félagið hefur ákveðið að taka því og verður stað- setningin nú skoðuð í ljósi fyrirliggj- andi skipulagsheimilda á Starhaga,“ segir Þorsteinn. Minjavernd hefur þegar endur- byggt húsið að hluta til og var sú lagfæring unnin í samráði við Minja- stofnun og Borgarsögusafn. Húsið stendur á athafnasvæði Minjavernd- ar á Kistumel og var endurbyggt þar. Nú þegar í stefnir að það fari á Starhaga 1 verður skoðað hvernig það falli best innan þeirra skipulags- heimilda sem þegar eru fyrir hendi á þeim stað, segir Þorsteinn. Gera megi ráð fyrir að þar verði m.a. kannað hvort rétt sé að byggja eitt- hvað við húsið. Í dag er grunnflötur þess rúmur 51 fermetri og gert ráð fyrir kjall- ara, hæð og risi eða tæpum 150 fer- metrum, en á Starhaga er heimild fyrir stærra húsi eða allt að 240 fer- metrum. Það liggur ekki fyrir hve- nær Minjavernd mun hefjast handa við frekari undirbúning eða flutning hússins að Starhaga, en líklega verð- ur það á næsta ári, að sögn Þor- steins. Ljósmynd/Minjavernd Laugavegur 36 Stendur nú á Kistumel og verður brátt tilbúið til flutnings á nýjan stað. Morgunblaðið/sisi Starhagi Lóðin við Skerjafjörð, þangað sem húsið verður flutt. Gula húsið heitir Túnsberg, Starhagi 5. Gamalt hús flutt á lóð við Starhaga  Minjavernd fær lóð undir hús sem áður stóð við Laugaveg 36  Hefur verið endurbyggt að hluta Þorsteinn Bergsson Í bók Guðjóns Friðrikssonar sagn- fræðings, Litbrigði húsanna, kemur fram að húsið Laugavegur 36 hafi verið byggt árið 1896 fyrir Guð- mund Einarsson. Tveimur árum síðar, 1898, selur hann húsið Torf- hildi Þ. Hólm rit- höfundi. Þar mun hún hafa ritað sín- ar sögulegu skáld- sögur m.a. um þá biskupa Jón Vídal- ín og Brynjólf Sveinsson og gefið út ársritið Draupni og mánaðarblaðið Dvöl. Þetta hús verður því að teljast mik- ilvægt í bókmenntasögunni. Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm (1845-1918) er jafnan kölluð fyrsti atvinnurithöfundur Íslands. „Hún var brautryðjandi á mörg- um sviðum íslenskra bókmennta; hún var fyrsta íslenska konan sem skrifaði og gaf út skáldsögur; hún var fyrsti íslenski rithöfundurinn sem skrifaði sögulegar skáldsögur; hún var fyrsta íslenska konan sem hlaut skáldastyrk frá alþingi. Styrk- inn hlaut hún fyrst árið 1891 og var upphæðin 500 krónur,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir í ritgerð um Torf- hildi. Torfhildur bjó í Ingólfsstræti 18 síðustu æviárin, en hún lést úr spænsku veikinni árið 1918. Húsið Laugavegur 36 stóð upp- haflega fremst á þeirri lóð í götu- línu. Þetta var frekar lítið timbur- hús á hlöðnum sökkli. Árið 1925 er núverandi hús byggt á lóðinni, Sandholtsbakarí, teiknað af Einari Erlendssyni arkitekt, og fyrir þá framkvæmd var húsið flutt aftast á lóðina og sett undir það hæð af steinsteypu. Þar stóð húsið fram til ársins 2014. Sem átti og við um fleiri lítil hús þess tíma – og síðar – var það með mansardþaki, segir Þorsteinn Bergsson. Það var ein leið til að ná fram betri nýtingu á efri hæð sök- um þess hvað húsin voru jafnaðar- lega lítil. „Við höfum gætt þess að halda í karaktereinkenni hússins við þá endurgerð sem lokið er og á sama máta eigum við allt nýtanlegt efni innan úr húsinu tilbúið til end- urnýtingar. Ástand þess var orðið ákaflega bágborið og rétt á mörk- um þess að það væri flutningshæft, en til þess stóð vilji og var gert. Að endurbyggingu lokinni verður þetta svosum bara vinalegt hús, held ég,“ segir Þorsteinn. Lóðin Starhagi 3 er óbyggð. Hún er í einkaeigu. Við Starhaga 5 stendur reisulegt gult timburhús sem heitir Túnsberg. Fyrstu sögulegu skáldsög- urnar voru ritaðar í húsinu LAUGAVEGUR 36 MIKILVÆGUR Í BÓKMENNTASÖGUNNI Torfhildur Hólm Þurr augu! Fæst í öllum helstu apótekum. Tvöföld virkni Sex sinnum lengri ending Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur beint til náttúrunnar. Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna notum við náttúrulegu efnin trehalósa sem verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar og hýalúronsýru sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka. Augnheilbrigði TREHALÓSI Finnst í mörgum jurtum og hjálpar þeim að þrífast við þurrar aðstæður. Trehalósi verndar frumurnar og gerir þeim kleift að starfa með fullum afköstum. HÝALÚRONSÝRA Er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans. Án rotvarnarefna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.