Morgunblaðið - 17.11.2018, Síða 4
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Mæðgur Þær Ellen og Anne Claire Wilson heimsóttu Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja í vikunni þar sem hin síðarnefnda fæddist óvænt fyrir 60 árum.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Árið 1958 voru Ellen B. Wilson og
eiginmaður hennar Gordon Wilson
um borð í flugvél frá París til New
York þegar Ellen, sem var komin
um átta mánuði á leið, missti vatnið.
Vegna veðurs gat vélin ekki lent í
Bretlandi og var því ákveðið að
fljúga 600 mílur af leið til Keflavík-
ur. Þar fæddist stúlkan Anne Claire
Wilson Hemingway. Þær mæðgur
ákváðu nú 60 árum seinna að heim-
sækja landið í tilefni af sextugs-
afmæli Anne Claire.
„Í sannleika sagt hélt ég að ég
myndi aldrei koma hingað. Þegar
ég ólst upp heyrði ég sögur af fæð-
ingu minni. Þetta hljómaði eins og
ævintýri og að koma hingað hefur
verið æðisleg upplifun,“ segir Anne
Claire og bætir við í gríni að nafnið
hennar ætti í raun að vera Gordons-
dóttir. Þær heimsóttu í vikunni
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
(HSS) þar sem Anne Claire fædd-
ist.
„Við skoðuðum einnig bandaríska
sendiráðið en þangað fór faðir minn
þegar ég fæddist til að skrá fæð-
inguna og ég vildi sjá hvert hann
fór. Sendiráðið hefur verið á sama
stað frá því að hann var þarna.“
Ljósmæður á „mjólkurbíl“
Ellen segist muna vel eftir þess-
ari ævintýralegu nótt þegar hún
fæddi sitt fyrsta barn í ókunnugu
landi. „Við fórum í loftið frá París
og við héldum þokkalega að við
myndum ekki lenda neinsstaðar
nema í New York. Vélin var komin
of langt til að geta snúið við þegar
ég missti vatnið. Það er þá sem allt
breyttist. Þeir fóru með okkur 600
mílur af leið til að lenda í Keflavík.
Tvær ljósmæður mættu okkur á
flugvellinum og fóru með mig í
sjúkrabíl sem líktist gömlum banda-
rískum mjólkurbíl,“ segir Ellen og
hlær. „Þegar við vorum hálfnuð á
spítalann varð sjúkrabíllinn bens-
ínlaus. Það var einn bensíntankur í
miðjum óbyggðunum og þeir þurftu
að ýta sjúkrabílnum að bens-
íntanknum. Þeir náðu að fylla á og
fóru síðan með mig á spítalann og
þar fæddist dóttir mín.“
Ellen var á ferðalagi ásamt eig-
inmanni sínum Gordon en hann var
verkfræðingur og sá um skoðun á
orkuverum m.a. í Bretlandi. „Þetta
var meira ævintýrið. Ég var sett
þann 15.desember en nokkrum
mánuðum áður var eiginmaður
minn sendur til London. Þar vakn-
aði hann á hverjum morgni til að
taka lest í lítinn bæ fyrir utan
London og ég og aðrar eiginkonur
vorum eftir heima. Hann var verk-
fræðingur og sá um skoðun á
spennubreytum í orkuverum,“ segir
Ellen en þau hjónin ferðuðust einn-
ig til Zürich, Mílanó og Vatíkansins
áður en þau héldu til Parísar.
Þegar kom að því að fljúga heim
til Bandaríkjanna var flugi þeirra
seinkað af einhverjum ástæðum og
minnist Ellen þess að það var orðin
mið nótt þegar þau hjónin fóru loks
í loftið. Í bréfi sem flugmaður vél-
arinnar skrifaði þeim hjónum
seinna meir segir hann að slæmt
skyggni hafi valdið því að ómögu-
legt hafi verið að lenda í Bretlandi
og eina glufan í gegnum skýin var
að beina vélinni til Íslands.
Hvar er læknirinn?
Ellen þakkar íslensku ljósmæðr-
unum sem tóku á móti henni í
„mjólkurbílnum“ en segist hafa ver-
ið afar hissa á því að ljósmæðurnar
einar ætluðu að aðstoða hana við
barnsburðinn. „Ég vissi ekki að
þessar ljósmæður myndu taka á
móti henni. Þannig að ég var allan
tímann að öskra á lækni og það var
læknir þarna. Eiginmaður minn bað
lækninn á endanum að standa í dyr-
unum svo ég gæti séð hann. Lækn-
irinn gerði það og þá þagði ég.
Næsta sem ég veit, þá var hún
þarna, fallega dóttir mín.“
Hittu þær mæðgur í heimsókn-
inni eina ljósmóðir sem var viðstödd
fæðinguna og var í þjálfun á þessum
tíma á HSS og segir Ellen að hún
hafi munað eftir sér. Saga þeirra
mæðgna vakti athygli fjölmiðla hér-
lendis og Ellen segir að þetta hafi
verið umtalað í litla bænum sem
hún bjó í þeim tíma.
Heimsóttu Ísland 60 árum eftir fæðingu
Röð tilviljana leiddi til þess að Ellen B. Wilson fæddi stúlku á Íslandi árið 1958 Missti vatnið í
flugi frá París til New York og endaði í Keflavík Ljósmæður HSS komu til bjargar á flugvellinum
Flug Fæðingin vakti athygli á sínum tíma. Anne segist finna mikla tengingu
við land og þjóð og segist þakklát þeim sem aðstoðuðu við fæðinguna.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
Stúdenta-
myndatökur
Veður víða um heim 16.11., kl. 18.00
Reykjavík 4 alskýjað
Hólar í Dýrafirði 1 léttskýjað
Akureyri 1 skýjað
Egilsstaðir 0 heiðskírt
Vatnsskarðshólar 6 alskýjað
Nuuk -5 léttskýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 8 skýjað
Kaupmannahöfn 6 heiðskírt
Stokkhólmur 6 heiðskírt
Helsinki 9 skýjað
Lúxemborg 6 heiðskírt
Brussel 5 þoka
Dublin 13 skýjað
Glasgow 13 alskýjað
London 9 þoka
París 6 þoka
Amsterdam 4 þoka
Hamborg 7 heiðskírt
Berlín 5 heiðskírt
Vín 7 heiðskírt
Moskva -2 heiðskírt
Algarve 19 léttskýjað
Madríd 15 skýjað
Barcelona 16 skýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 15 léttskýjað
Aþena 12 skýjað
Winnipeg -10 snjókoma
Montreal -4 snjókoma
New York 4 léttskýjað
Chicago 3 þoka
17. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:04 16:23
ÍSAFJÖRÐUR 10:29 16:07
SIGLUFJÖRÐUR 10:13 15:49
DJÚPIVOGUR 9:38 15:47
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag Suðlæg átt, víða 10-18 m/s, en allt að
23 m/s til fjalla. Talsverð rigning sunnan- og vest-
antil fyrri hluta dags, en dregur smám saman úr úr-
komu og vindi þegar líður á daginn. Hiti 5 til 10 stig.
Hvöss sunnanátt og vætusamt víða á landinu, annars þurrt og bjart veður á köflum norðaustan-
lands. Hiti víða 8 til 13 stig.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þegar maður er kominn í þetta al-
þjóðlega umhverfi þá rekst maður á
menningarmun. Þessi ástarsaga
stendur svolítið í Bretunum,“ segir
Lilja Sigurðardóttir rithöfundur.
Nýlega kom önnur bók Lilju, Net-
ið, út í Bretlandi. Eins og íslenskir
spennusagnaunnendur þekkja vel er
hún hluti af þríleik þar sem ást-
arsaga tveggja kvenna kemur við
sögu. Þegar unnið var að útgáfu bók-
anna í Bretlandi kom það Lilju nokk-
uð á óvart að ritstjórinn vildi gera
minna úr lesbísku ástarsögunni af
ótta við viðbrögð lesenda þar í landi.
„Það eru nettar kynlífssenur í bók-
unum, enginn dónaskapur að mínu
mati. Bara eitthvað sem er hluti af
lífinu, krydd í tilveruna. Frökkunum
finnst þetta æði, alveg geggjað en
þetta stendur í Bretunum. Ég hef
þurft að vinna með breska forlaginu í
að snyrta þetta aðeins,“ segir Lilja í
samtali við Morgunblaðið.
Hún segist hafa komist að því að
bæði sé yfir höfuð mikil andstæða við
kynlífslýsingar í glæpasögum í Bret-
landi og eins sé forleggjari hennar
alls ekkert fyrir kynlífslýsingar í
bókum yfirleitt. „Ég hélt reyndar
fyrst að þetta væri einhver tepru-
skapur af því að um lesbíur væri að
ræða en svo er ekki. Það hafa fleiri
höfundar lent í þessu,“ segir Lilja.
Hún segist reyndar hafa fengið at-
hugasemdir frá breskum lesendum
um að þeim þyki óþægilegt að lesa
um lesbíur og telur að slík viðbrögð
kunni að stafa af því að aðallesendur
glæpasagna í Bretlandi eru eldri
konur. „Þarna er greinilega
kynslóðamunur sem maður finnur
ekki fyrir á Íslandi hvað þetta varðar
svo og blæbrigðamunur milli menn-
ingarheima. Á Íslandi þakkar fólk
mér fyrir að fá innsýn í samband
tveggja kvenna og Frakkarnir eru
æstir í þetta en aðrir eiga kannski
eftir að venjast þessum minna hefl-
aða stíl í norræna krimmanum. Ég
hef heyrt að lesbíska ástarsagan
standi í útgefendum víðar en í Bret-
landi.“
Athygli vekur þó að Lilja er komin
með arabískan útgefenda og mun
Gildran koma út í Egyptalandi á
næsta ári. Það er nokkuð áhugavert í
því ljósi að söguhetjan er lesbískur
dópsmyglari en það telst vart al-
gengt í bókum þar um slóðir.
Vildu tóna niður lesbíska ástarsögu
Breskur útgefandi bóka Lilju Sigurðardóttur óttaðist viðbrögð við kynlífssenum lesbía Menningar-
munur, segir höfundurinn Þurfti að snyrta textann Frakkar afar hrifnir og vilja engu breyta
Morgunblaðið/Hari
Útgáfa „Ég hélt reyndar fyrst að þetta væri einhver tepruskapur af því að
um lesbíur væri að ræða en svo er ekki,“ segir Lilja Sigurðardóttir.