Morgunblaðið - 17.11.2018, Page 17

Morgunblaðið - 17.11.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 að koma málatilbúnaði sínum áfram gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, sem síðar hefur komið í ljós að byggðist á afar veikum grunni. Mögnuð bók um einstakt tímabil í sögu þjóðarinnar. Í senn spennandi og ógnvekjandi lesning. Ógnvekjandi bók! Á bak við l eyriseftirlits Seðlabankans leynist örlagasaga. Forsvarsmenn e labankans notfærðu sér lögreglu, fjölmiðla og dómskerfi til Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mun meira seldist af jólabjór fyrsta söludaginn í ár en fyrir ári. Salan hófst á fimmtudag, 15. nóvember, og alls seldust 30.296 lítrar af jóla- bjór fyrsta daginn í Vínbúðunum. Fyrir ári seldust 25.772 lítrar og nemur aukningin 17,5%. „Það skal haft í huga að í fyrra byrjaði salan á miðvikudegi og al- mennt hefur salan fyrsta daginn verið aðeins minni þegar salan hefst fyrr í vikunni þ.e. frá mánu- degi til miðvikudags,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor- stjóri ÁTVR. Venju samkvæmt nýtur Tuborg jólabjórinn mestra vinsælda meðal jólabjóranna. Alls seldust 13.262 lítrar af Tuborg Julebryg fyrsta daginn. Það eru tæplega 44% af sölu dagsins. Næstvinsælastur var jólabjórinn frá Víking en af honum seldust 2.323 lítrar. Þar á eftir kom Jólagull en alls seldust 1.698 lítrar. Ekki eru allar tegundir jólabjórs- ins komnar í sölu og enn sem komið er hefur engin tegund selst upp, eins og stundum vill verða. Hægt er að fylgjast með úrvalinu á vef Vín- búðanna en þar er líka hægt að panta vörur. Pantanir í vefverslun voru um 150 fyrsta sólarhringinn eftir að sala á jólabjór hófst, ívið færri en fyrsta söludaginn í fyrra, að sögn Sigrúnar Óskar. Jólabjórinn seldist vel á fyrsta degi  17,5% meiri sala en fyrir ári Morgunblaðið/Eggert Jólabjór 17,5% meiri sala á fyrsta degi en í fyrra. Tuborg vinsælastur. Gripið verður til sértækra aðgerða til að gera ungu og tekjulágu fólki kleift að kaupa sér íbúðar- húsnæði. Ríkis- stjórnin sam- þykkti í gær tillögu Ásmundar Einars Daðason- ar, félags- og jafnréttismálaráðherra, um skipun starfshóps sem á að útfæra ákveðnar aðgerðir í þessu skyni sem hafa gefist vel hjá grannþjóðum. Einkum er horft til leiða sem farnar hafa verið í Sviss og Noregi. Í Sviss má nota uppsafnaðan líf- eyrissparnað til að afla eiginfjár- framlags vegna íbúðakaupa. Ýmist er hægt að fá sparnaðinn fyrirfram- greiddan eða veðsetja hann. Al- mennur lífeyrissparnaður má vera allt að 90% kaupverðs en viðbótarlíf- eyrissparnaður allt að 100%. Husbanken í Noregi, systur- stofnun Íbúðalánasjóðs, býður sér- stakan húsnæðisstuðning, startlán, til að aðstoða afmarkaðan hóp tekju- lágra heimila við að kaupa sér íbúð. Startlán eru íbúðalán með lægri vöxtum og lægri eiginfjárkröfu en tíðkast. gudni@mbl.is Auðveldari íbúðakaup til skoðunar Ásmundur Einar Daðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.