Morgunblaðið - 17.11.2018, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Einstök gæði frá
40 ár
á Íslandi
Sterkir og
notendavænir
sláttutraktorar
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri,
segir mikla fjölgun byggingarreita
sem eru komnir á framkvæmdastig
vera stóru tíðindin í húsnæðismálum
í ár. Nú séu framkvæmdir hafnar á
stórum svæðum eins og Vogabyggð
og Kirkjusandi og fleiri reitum sem
áður voru deiliskipulagsáætlanir.
„Í mínum huga eru síðan ein
stærstu tíðindin að Bjarg, bygging-
arfélag verkalýðshreyfingarinnar,
klárar fyrstu íbúðirnar sínar á næsta
ári. Þá koma inn leiguíbúðir á viðráð-
anlegu verði fyrir fólk með lægri
tekjur. Félagsstofnun stúdenta er að
klára stærsta stúdentagarð sem hef-
ur verið í byggingu á Íslandi, líka á
næsta ári. Þannig að við fáum á
næsta ári hundruð íbúða á viðráð-
anlegu verði inn á leigumarkaðinn.
Það sama mun endurtaka sig 2020 og
aftur 2021,“ segir Dagur sem ræddi
húsnæðismálin á opnum fundi í gær.
Þessi framkvæmdataktur muni
ekki aðeins skila íbúðum á kaup- og
sölumarkað „heldur líka inn á leigu-
markaðinn og inn á hluta markaðar-
ins sem kemur til móts við hópa sem
hafa verið mjög klemmdir og í mjög
miklum vanda í húsnæðismálum“.
Stuðli að betra jafnvægi
– Þú nefndir greiningu frá 2012
um að eldra fólk sæi fyrir sér að
flytja í minna og ódýrara húsnæði.
Síðan höfum við séð hvað verktakar
hafa byggt. Þeir virðast hafa metið
stöðuna svo að það væri eftirspurn
eftir dýrari íbúðum. Framboð og
greining er sitthvað. Hvernig eiga
borgarbúar að geta treyst því að
framboð íbúða verði nú dreifðara?
„Við stjórnum auðvitað ekki verð-
lagningu verktaka en í gegnum
skipulag, og það sem í okkar valdi
stendur til að tryggja að það séu
nógu margir reitir að byggjast upp,
þá teljum við að við séum að stuðla
að því að dempa þennan markað, að
það komist betra jafnvægi á hann.
Þá erum við bæði að tala um þennan
kaupendamarkað og líka leigumark-
aðinn. Við viljum líka að þeir sem
vilja velja búseturétt geti gert það.
Þannig að húsnæðisstefna borgar-
innar gengur út á að þjóna öllum
hópum og reyna að mæta eftirspurn-
inni betur en gert hefur verið. Við
höfum líka kallað eftir því að önnur
sveitarfélög verði líka að koma inn í
þennan félagslega hluta húsnæðis-
byggingar, þannig að sá hluti liggi
ekki allur á Reykjavík.“
Áhyggjur af fyrstu kaupendum
– Brynjar Harðarson, þáv. fram-
kvæmdastjóri Vals, sagði í sumar
sem leið að nýjar íbúðir á B-reit á
Hlíðarenda væru fyrir fyrstu kaup-
endur. Þær kostuðu frá 39,8 og upp í
72,9 milljónir. Hafa verktakar metið
markaðinn öðruvísi en borgin?
„Ég átta mig ekki á því … En það
sem vekur athygli í greiningu Capa-
cent er að hlutfall fyrstu kaupenda
sem eru að koma inn á markaðinn
hefur verið að hækka töluvert. Og
hefur ekki verið hærra lengi. Ná-
kvæmlega á hvaða reit þeir eru að
kaupa veit ég ekki, en við höfum haft
áhyggjur af stöðu fyrstu kaupenda
og ungs fólks. Þess vegna erum við
að fara út með ein sjö svæði í sam-
vinnu við níu hópa en við viljum að
þar byggist yfir 500 íbúðir fyrir ungt
fólk og fyrstu kaupendur.“
– Nú hefur þú verið borgarstjóri
lengi. Margir muna ekki eftir öðrum
borgarstjóra. Litið aftur – er eitt-
hvað sem þú hefðir viljað gera öðru-
vísi í húsnæðismálunum?
„Mér finnst þeir hlutir sem hafa
lotið að fjármögnuninni hafi tekið of
langan tíma. Fjármögnunin fyrir til
dæmis stofnframlög, sem hefur gert
uppbyggingu verkalýðshreyfingar-
innar að veruleika og þann hluta
húsnæðisuppbyggingarinnar, tafðist
til dæmis í tvö ár í meðförum Alþing-
is. Þannig að íbúðir … og lóðir sem
við vorum tilbúin með í deiliskipulagi
á árunum 2014 og 2015 komu ekki til
úthlutunar fyrr en 2017 vegna þess
að löggjöfin tafðist frá 2014 til 2016 í
þinginu. Vissulega er þetta flókið
mál. Auðvitað taka svona mál tíma
en þarna fannst mér við tapa tveim-
ur árum í þessari uppbyggingu.
Síðan buðum við strax eftir hrun
öllum uppbyggingaraðilum og
þróunaraðilum í samstarf við að
minnka íbúðir og fækka bílum í bíla-
kjöllurum. Við urðum vör við
ákveðna íhaldssemi og að aðilar á
byggingarmarkaði höfðu kannski
ekki alveg trú á því að einstaklingar
væru tilbúnir að kaupa íbúðir í upp-
byggingu með færri bílastæðum í
kjallara, eða minni íbúðir, fyrr en
það reyndist síðan raunin.
Við byggðum okkar mat einmitt á
könnunum á högum fólks í gegnum
skoðanakannanir Gallup og Capa-
cent sem voru sérstaklega gerðar
fyrir okkur. Það virðist taka tíma að
snúa þessu olíuskipi og ég er að vona
það að sú uppbygging sem er í gangi
núna, og það skipulag sem liggur
henni til grundvallar, sé í betri takt
við þær óskir og kröfur sem eru á
húsnæðismarkaðnum, sem er fjöl-
breyttur, heldur en áður,“ segir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Verktakar og ríkið hafi brugðist
Borgarstjóri segir verktaka ekki hafa orðið við óskum markaðarins Borgin hafi viljað minni íbúðir
en verktakar verið íhaldssamir Þá hafi hægagangur á Alþingi tafið fyrir byggingu félagslegra íbúða
Almennar íbúðir
Húsnæðisfélag
Alls: 1.013 íbúðir
983
614 667
348
159 10
113 356
614 597
923
1.344 1.400 1.300 1.250
440
72
15
87
6
75
6
99
138
72
Fjöldi íbúða á lóðum sem úthlutað
hefur verið í Reykjavík á árinu
Gufunes
Skógarvegur
Vesturgata
3Grettisgata/Starhagi
Árskógar
Rökkvatjörn
Hraunbær
Vogabyggð
Vigdísarlundur
Úlfarsárdalur
Skyggnisbraut
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
926 922
Nýbyggingar
íbúða í Reykjavík
2005-2021
Fjöldi íbúða sem hafin er bygging á
Fjöldi skv. húsnæðisáætlun
H
ei
m
ild
: R
ey
kj
av
ík
ur
bo
rg
n
óv
. 2
01
8
Borgin áætlar að 70% íbúða séu fullgerð
innan tveggja ára frá því bygging hefst
„Mér finnst þetta allt vera að koma.
Ég er kominn til vinnu. Þarf bara að
passa mig,“ segir Dagur B. Eggerts-
son um baráttuna við gigt en hann
var í veikindaleyfi í haust.
„Ég á ungan frænda sem fékk
sambærilega gigt þegar hann var í
kringum tvítugt. Hann sagði að
einn af ljósu punktunum við að vera
með gigt væri að maður fengi aldrei
hjartaáfall. Ef maður færi fram úr
sér kippti gigtin í mann. Hún héldi
manni í skefjum,“ segir Dagur og
hlær við. Hann reiknar aðspurður
með að ná fullum kröftum.
„Ég er með fylgigigt sem mjög
margir eru lausir við eftir eitt til tvö
ár en auðvitað ekki allir. Ég er sjálf-
ur að læra á þetta. Ég fæ mjög
mörg góð ráð, hlýja strauma og
hvatningu mjög víða að. Eins og ég
vissi eru þúsundir einstaklinga í
alls konar störfum að glíma við
gigt. Nú er ég einn af þeim.“
– Breytti þetta sýn þinni á lífið?
„Já, ég er ekki frá því. Þótt ég í
fyrra starfi mínu sem læknir þætt-
ist vita ýmislegt er það svo að
þegar það kemur að manni sjálfum
dettur manni eiginlega ekki í hug
að maður eigi eftir að leggjast veik-
ur fyrr en það gerist. Það var ákveð-
ið áfall. Maður auðvitað hugsar
ýmislegt, m.a.
um það sem
gefur lífinu
gildi. Svo ég
vitni aftur í
frænda minn,
sem fékk gigt-
ina um tvítugt,
þá orðaði hann
þetta svo vel.
Hann sagði:
Mér var hrint í
óumbeðið þroskastökk í gegnum
þetta. Þegar fram líður get ég von-
andi sagt eitthvað svipað,“ segir
Dagur sem kveðst aðspurður hafa
breytt skipulaginu á sinni vinnu.
M.a. deili hann verkefnum meira.
Hann hafi frábært samstarfsfólk.
„Nýr meirihluti hefur komið inn
af mjög miklum krafti. Þannig að
fólk hefur verið mjög reiðubúið og
viljugt að taka að sér allskonar
verkefni, og hafa gaman af, sem ég
hefði hugsanlega sinnt áður. Þá hef
ég getað einbeitt mínum tíma
meira í önnur mál, eins og fjárhags-
áætlun og húsnæðismálin og lang-
tímaáætlanir fyrir borgina sem við
erum að vinna að,“ segir Dagur.
Hann kveðst aðspurður reyna að
beina kröftum sínum í færri áttir og
deila álaginu eftir bestu getu.
Stýrir borginni á annan hátt
eftir glímuna við sjúkdóminn
BORGARSTJÓRI REIKNAR MEÐ AÐ NÁ FULLUM STYRK
Dagur B.
Eggertsson