Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum rmúla 24 • S. 585 2800Á VIENDA FLEX borðlampi BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Netverslun samhliða hefðbundinni verslun í búðum Nettó færist sífellt í aukana. Í vikunni hóf starfsfólk Nettó í Hafnarfirði að tína til vörur af inn- kaupalistum fólks af netinu í körfur og senda heim en fyrir var aðeins starfsfólk Nettó í Mjódd og á Granda sem það gerði. Í ljósi auk- innar netsölu þurfti hins vegar að bæta í. Að sögn Halls Geirs Heiðarssonar, rekstrarstjóra hjá Samkaupum, sem á Nettó-búðirnar, er sífelldur vöxtur í netverslun fyrirtækisins en hún hófst í september á síðasta ári. Netsöluvelta fyrirtækisins í október var t.a.m. fjór- föld á við veltuna í janúar á þessu ári. Sala þrefaldaðist í október „Við bættum við Granda í vor því Mjóddin réð ekki við meira af pönt- unum. Við sjáum verulega aukningu í þessum búðum þar sem þetta er í boði og náum að nýta hillurnar og fermetr- ana betur,“ segir Hallur. Hallur segir að fyrst um sinn hafi verið rólegt í netversluninni en á með- an hafi fyrirtækið náð að læra betur inn á verklag og útfærslu. „Svo hefur verið stanslaus aukning frá því í vor. Salan eykst með hverjum mánuðinum og t.d. var salan í október þrefalt meiri en salan í september,“ segir Hallur Geir við Morgunblaðið. Hallur bindur einnig vonir við það að það muni færast í aukana að fólk panti vörur á netinu og sæki sjálft í sjálfvirka afgreiðslukassa sem fyrir- tækið tekur í gagnið í Mjóddinni. Þar fær fólk kóða sendan í símann sem það skannar inn og við það opnast rétt hólf. „Netverslun með matvörur er að vaxa gríðarlega mikið,“ segir Hallur og bendir á að í nýlegri skýrslu Rann- sóknaseturs verslunarinnar komi fram að netverslun með mat hafi vax- ið um 170% ef bornir eru saman fyrstu sex mánuðir ársins 2017 við fyrstu sex mánuði ársins 2018. Þó ber að hafa í huga að inni í þeim tölum eru einnig máltíðapakkar frá fyrirtækjum á borð við Eldum rétt, þar sem gríð- arlegur vöxtur hefur verið eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá. „Við ákváðum að vera með í þessu og riðum á vaðið,“ segir Hallur. Matvöruverslun á netinu færist sífellt í aukana Netverslun Biðraðir við búðarkassa munu væntanlega minnka með aukinni netverslun. Frá opnun Nettó á Granda.  Netverslun hjá Nettó þrefaldaðist á milli mánaða og hefur aldrei verið meiri Hallur Geir Heiðarsson Velta í virðisaukaskattskyldri starf- semi, fyrir utan lyfjaframleiðslu (virðisaukaskattsskyld velta er birt tímabundið án veltu í lyfjaframleiðslu þar sem verið er að yfirfara og sann- reyna gögn í þeirri atvinnugrein), var samtals 4.443 milljarðar á tímabilinu september 2017 til ágúst 2018, sem er 8,9% hækkun miðað við næstu 12 mánuði þar á undan. Þá segir að á tímabilinu júlí-ágúst 2018 hafi veltan verið 811 milljarðar eða 8,8% hærri en sömu mánuði árið áður. Þetta kemur fram í frétt á vef Hag- stofu Íslands. Þegar litið er á lista yfir atvinnu- greinarnar hjá Hagstofunni má sjá að mesta veltuaukningin á milli ára varð í framleiðslu málma, 16,1%, næstmest veltuaukning milli ára var í flokknum fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða, eða 14,5%, og þriðja mesta aukningin var svo í at- vinnugreinaflokknum flutningar og geymsla, en þar inni er m.a. allt milli- landaflug. Góð mynd á útflutning Að sögn Sigrúnar Halldórsdóttur, sérfræðings hjá Hagstofu Íslands, þá má skoða undanþegna veltu sérstak- lega í tölum um virðisaukaskatt og fá þannig góða mynd á stöðu útflutn- ingsgreinanna. Einkum er þar um að ræða útflutning á vöru og þjónustu, en einnig beingreiðslur til bænda. Sigrún segir að mikið sé rætt um að farið sé að hægja á í hagkerfinu, þó að þessar tölur bendi ekki til þess. „Ég er spennt að sjá tölurnar sem koma eftir tvo mánuði, og hvort við munum sjá samdrátt þar.“ to- bj@mbl.is Útflutningur Álverin á Íslandi flytja mikið af vörum til útlanda. VSK-skyld velta jókst um 8,9%  Mest aukning í framleiðslu málma Ljóst er að netverslun með alls kyns vörur færist sífellt í aukana en inn- kaup matvara á netinu hefur í för með sér ýmsar áskoranir. Fólk vill eðli- lega virða fyrir sér þær ferskvörur sem það hyggst neyta og velur oftar en ekki þær vörur sem innstar og nýjastar eru í hillunni. Hallur tekur fram að það hafi komið þeim hjá Nettó mest á óvart að fólk verslar nánast eins og það væri í búðinni en í því felst stærsta áskorunin: Að skila þeim gæð- um sem fólk býst við. „Það getur orðið erfitt en við höfum fengið góð viðbrögð og höfum staðið okkur vel. Það er þessi mannlegi þáttur í keðjunni. Það er fólk að tína til vörurnar. Starfsfólkið sem er að tína þarf að setja sig í spor neyt- andans,“ segir Hallur. Áskoranir við matarinnkaup NETVERSLUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.