Morgunblaðið - 17.11.2018, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fram-úr-keyrslur í
opinberum fram-
kvæmdum eru
viðvarandi
vandamál. Svo
virðist sem úti-
lokað sé að halda áætlanir
og skekkjan er nánast und-
antekningarlaust á einn
veg. Verkið verður dýrara
en ætlað var í upphafi.
Nóg er af dæmum. Upp á
síðkastið hafa bragginn í
Nauthólsvíkinni og Vaðla-
heiðargöngin verið í frétt-
um. Sumir mega ekki sjá
Hörpuna án þess að rifjist
upp fyrir þeim að kostn-
aður við hana var 188% um-
fram áætlun.
Erfitt er að átta sig á
hvernig á þessu getur stað-
ið, en orð eins og sjálftaka
og eftirlitsleysi koma upp í
hugann í verstu tilfellunum.
Ætla mætti að þeir, sem
gera áætlanir, myndu læra
af reynslunni. Ef síðasta
áætlun þeirra var röng
myndu þeir reyna að hafa
þá næstu rétta vilji þeir að
mark sé á þeim tekið. Áætl-
anir eru ekki gerðar frítt
þannig að það hlýtur að
vera hægt að ætlast til hóf-
legra skekkjumarka. En í
þessum efnum virðist úti-
lokað að læra af reynslunni.
Stundum er yfirkeyrslan
með þeim hætti að jafnvel
þótt öll bönd séu tekin af
ímyndunaraflinu er hún of-
ar skilningi og sú spurning
vaknar hvers vegna enginn
sagði hingað og ekki lengra.
Opinberar framkvæmdir
eiga ekki að vera óútfyllt
ávísun á sjóði skattborg-
aranna.
Í Morgunblaðinu í gær er
fjallað um kynningu Þórðar
Víkings Friðgeirssonar,
lektors við tækni- og verk-
fræðideild Háskólans í
Reykjavík, á fundi Verk-
fræðingafélagsins í fyrra-
dag. Hann greindi frá því
að 89% af þeim stærri
framkvæmdum ríkis og
sveitarfélaga, sem HR hefði
gögn um, hefðu farið fram
úr áætlun. Almennt væri
framúrkeyrslan um 60% yf-
ir kostnaðaráætlun. Eitt
verkefnið var meira að
segja 300% dýrara en gert
var ráð fyrir í áætlunum.
Aðeins einu sinni kom fyrir
að verk væri undir áætlun.
Þórður Víkingur segir oft
vísað til skorts á upplýs-
ingum til að skýra framúr-
keyrslur, en
bendir réttilega
á að slíkar skýr-
ingar séu ekki
fullnægjandi þar
sem þá væri
hlutfall fram-
kvæmda yfir og
undir áætlun jafnara. Hann
telur vandann félagslegan
og hann sé ekki sér-
íslenskur. Margvíslegir
hagsmunir stangist á, hvort
sem það séu stjórnmála-
menn, kjósendur, þrýsti-
hópar eða aðrir hags-
munaaðilar.
Hann nefnir einnig
vitsmunaskekkju; á hug-
myndastigi ríki bjartsýni,
sem leitt geti til sjálfs-
blekkingar og þegar fram-
kvæmdir hefjist geti þrýst-
ingur ólíkra hópa flækt
málin.
Þórður Víkingur bendir á
að Norðmönnum hafi tekist
að lækka kostnað við opin-
berar framkvæmdir um
14% með því að innleiða
opinbera gæðatryggingu.
Huga mætti að því hér auk
þess að skilgreina betur at-
huganir á hagkvæmni og
setja skýrari reglur um
samskipti verktaka, hönn-
uða og annarra við hið op-
inbera.
Framúrkeyrslur í opin-
berum framkvæmdum eru
leiður plagsiður. Á meðan
aðhald í rekstri stofnana á
borð við skóla er þannig að
það er engin miskunn, jafn-
vel þótt ljóst sé að þeim sé
svo naumt skammtað að
þær eigi í vandræðum með
að sinna lögbundnu hlut-
verki sínu, virðist ríkja al-
gert refsileysi þegar kemur
að framúrkeyrslu við fram-
kvæmdir. Ósiðir geta verið
fljótir að komast í vana.
Ljóst er að í ýmsar fram-
kvæmdir yrði einfaldlega
ekki ráðist ef vitað væri
fyrirfram hver kostnaður-
inn yrði í raun. Vonandi má
ekki ætla að það sé ástæðan
fyrir bjartsýnisáætlunum.
Hvernig á að meta áætlanir
um kostnað við nýjan Land-
spítala? Eða borgarlínu?
Samkvæmt niðurstöðum
lektorsins er óhætt að taka
einfaldlega hverja fyrirhug-
aða framkvæmd og bæta
60% við til að fá út raun-
verulegan kostnað. Svo
mætti líka hafa uppi á þess-
um eina, sem var undir
áætlun (og það meira að
segja fjórðungi), og fela
honum fleiri verkefni.
Opinberar fram-
kvæmdir eiga ekki
að vera óútfyllt ávís-
un á sjóði skatt-
borgaranna}
Fram úr á fullri ferð
N
úverandi og fyrrverandi ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins
virðast annaðhvort haldnir
minnisleysi af nýrri gráðu eða
þá að þeir velja hinn svokallaða
„alternative truth“ eða „hinn sannleikann“
sem áhrifamenn vestan við Ísland segja jafn
réttan og sjálfan sannleikann.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra,
sem nú er orðinn einn helsti talmaður Evr-
ópusambandsins, vílar ekki fyrir sér að nota
„hinn sannleikann“ til að fá íslenska þjóð til
að kyngja svokölluðum þriðja orkupakka
Evrópusambandsins.
Björn telur undirritaðan og Sigmund Davíð
Gunnlaugsson hafa tryggt innleiðingu þessa
pakka, sem er vitanlega ósatt. Þá ákvað nú-
verandi utanríkisráðherra að skipa sér í hóp
með þessum helsta ráðgjafa sínum og klappstýru þess að
í lagi sé að ganga endalaust að fullveldinu.
Að minnsta kosti frá árinu 2012 hafa verið uppi við-
ræður við Evrópusambandið um þennan pakka. Í júlí
2012 var líklega fyrst komið fram með óskir um undan-
þágur og þeirri umleitan haldið áfram næstu árin.
Í maí 2014 ritar iðnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins
vel rökstutt bréf til Evrópusambandsins þar sem enn er
áréttað að Ísland þurfi sérlausnir. Allt frá upphafi þessa
máls hafa íslensk stjórnvöld reynt að fá undanþágur sem
henta Íslendingum. Því hefur hins vegar verið hafnað.
Það sem er líka athyglisvert við þetta mál og snertir
hinn valkvæða sannleika þeirra pakkabræðra er að frá
árinu 2013 hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í ráðu-
neyti orkumála séð um efnislegan þátt málsins enda er
það svo að í fagráðuneytinu eru sérfræðing-
arnir. Telji þeir bræður að ráðherrar þeirra
hafi ekki staðið sig þá hljóta þeir að ræða við
þá.
Fram kemur í minnisblaði frá árinu 2015 að
það var aðallega tvennt sem gerði það erfitt
að fá undanþágur. Í fyrsta lagi, þá segir ESB
að undanþágur vegna lítilla einangraða raf-
orkukerfa eigi ekki við þar sem framleiðsla
raforku sé yfir ákveðnu viðmiði. Í öðru lagi er
ljóst að Ísland hefur innleitt 2. raforkutilskip-
unina (orkupakka 2) að fullu og án vandkvæða
og gengið lengra en kröfur tilskipunar með
uppskiptingu dreififyrirtækja. Ef þetta eru
helstu rökin þá eru þau fátækleg.
Þótt hinum annars ágæta utanríkis-
ráðherra Noregs hafi tekist að fá kollega sinn
á Íslandi í lið með sér getum við hin haldið
uppi vörnum og spurt eðlilegra spurninga.
Hvað verður í orkupakka 4? Eða þá nr. 5? Hvaða kröf-
ur verða þar?
Bæði íslenskir og erlendir fræðimenn í lögum hafa
varað við innleiðingunni vegna þess framsals sem í henni
getur falist. Á að hunsa það?
Er ekki rétt að láta fullveldið njóta vafans?
Til hvers er 103. gr. EES-samningsins ef ekki er hægt
að láta reyna á hana?
Ef það rétt að 3. orkupakkinn skipti engu fyrir Ísland,
hvers vegna fengum við þá ekki undanþáguna?
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Pakkabræður
Höfundur er alþingismaður fyrir SV-kjördæmi
og varaformaður Miðflokksins.
gunnarbragi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á
síðasta fundi borg-
arráðs var kynnt að-
gerðaáætlun gegn há-
vaða í Reykjavík og mun
hún ná til áranna 2018-
2023. Næstu fimm árin verður horft
til svæða þar sem umferðarhávaði
veldur íbúum verulegu ónæði og
reiknast yfir 68 dB (desibel), t.d. á
stöðum þar sem byggð er í nágrenni
við stofnbrautir. Hljóðvarnaraðgerðir
verða metnar og framkvæmdar eftir
því sem aðstæður og fjárveitingar
leyfa.
Tilskipun Evrópusambandsins
um umhverfishávaða var innleidd árið
2005 á Íslandi með reglugerð. Sam-
kvæmt henni skal kortleggja hávaða
og útbúa aðgerðaáætlanir fyrir þétt-
býlissvæði með yfir 100.000 íbúa og
vegna hávaða frá fjölförnum vegum
með ársdagsumferð yfir 8.000 öku-
tæki (3 milljónir ökutækja á ári).
Reykjavík fellur undir þessa reglu-
gerð, enda var íbúafjöldi þar kominn í
123.246 hinn 1. janúar 2017.
Niðurstöður hávaðakortlagning-
arinnar gefa upplýsingar um hversu
margar íbúðir og íbúar verða fyrir
áhrifum vegna umferðarhávaða.
Hávaðinn kortlagður
Hávaðakortlagningu fyrir
Reykjavík var lokið fyrr á þessu ári.
Þar var hávaði reiknaður við alla vegi
og götur í þéttbýli. Hávaði reyndist
mestur í íbúðabyggð frá þjóðvega- og
stofnbrautakerfi í borginni. Hann
mældist 55-65 dB utan við íbúðir hjá
um 29.500 íbúum og yfir 65 dB hjá um
6.000 íbúum. Niðurstöður hávaða-
kortlagningar sýna að hjá 62 skólum
eða leikskólum var hávaði yfir 55 dB
og þar af voru 11 þeirra yfir 65 dB.
Þegar ráðist verður í aðgerðir
gegn hávaða næstu fimm árin verður
horft til svæða þar sem umferðar-
hávaði veldur íbúum verulegu ónæði
og reiknast 68 dB, t.d. á stöðum þar
sem byggð er í nágrenni við stofn-
brautir. Á þeim svæðum verða skoð-
aðar mögulegar hljóðvarnir eða lag-
færingar á þegar byggðum hljóð
vörnum. Áhersla verður lögð á að
bæta hljóðstig á íbúðalóðum.
Svæði í forgangi samkvæmt
hinni nýju aðgerðaráætlun eru:
Svæði við gatnamót Miklu-
brautar/Vesturlandsvegar og Sæ-
brautar/Reykjanesbrautar. Þær íbúð-
ir sem um ræðir standa við Ásenda,
Byggðarenda, Blesugróf og Jöldu-
gróf.
Svæði í nágrenni gatnamóta
Kringlumýrarbrautar og Miklubraut-
ar. Þær íbúðir sem um ræðir standa
við Skaftahlíð, Stigahlíð, Bólstaðahlíð,
Skipholt, Álftamýri og Neðstaleiti.
Svæði við Miklubraut. Þær
íbúðir sem um ræðir standa við Heið-
argerði og Fellsmúla.
Svæði við Sæbraut. Þær íbúð-
ir sem um ræðir standa við Njörva-
sund, Barðavog og Kleppsveg.
Svæði á Ártúnsholti. Þær
íbúðir sem um ræðir standa við
Álakvísl, Birtingakvísl, Bröndukvísl
og Urriðakvísl.
Svæði í nágrenni við gatnamót
Hringbrautar og Snorrabrautar. Þær
íbúðir sem um ræðir standa við Gunn-
arsbraut , Lönguhlíð og Miklubraut.
Til stendur að kynna aðgerða-
áætlunina á vef Reykjavíkur borgar
þegar hún verður tilbúin.
Á árunum 2013-2018 voru settar
upp hljóðvarnir á þremur stöðum í
borginni. Er áætlað að þær hafi haft
áhrif til lækkunar hljóðstigs hjá u.þ.b.
1.000 íbúum skv. upplýsingum um-
hverfis- og skipulagssviðs.
Enn verður dregið úr
hávaða frá umferð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðgerðir gegn hávaða Meðal aðgerða sem borgin hefur gripið til eru
miklir steinveggir nálægt Rauðagerði. Framkvæmdir þar eru á lokastigi.
Reykjavíkurborg hóf árið 1997
að veita styrki til úrbóta á hljóð-
vist til íbúa sem höfðu hljóðstig
65dB við húsvegg og mun borg-
in halda áfram að veita slíka
styrki. Er þeim ætlað að fækka
þeim íbúðum þar sem óvið-
unandi hljóðstig er innanhúss,
m.a. með því að endurnýja
glugga. Íbúðum er skipt í þrjá
flokka og er fjárstyrkur breyti-
legur milli flokka, þ.e. lægri fjár-
hæð eftir því sem hljóðstigið er
lægra.
Árið 1999 höfðu eigendur 371
íbúðar sótt um úrbætur til borg-
arinnar og 173 íbúðir fengið fyr-
irheit um styrk. Árið 2009
höfðu ca. 1100 umsóknir borist
um styrkveitingu til úrbóta og
af þeim hafa um 600 íbúðir
uppfyllt skilyrði fyrir fjárstyrk. Í
þetta verkefni voru greiddar
180 milljónir á árabilinu 1997-
2009. Árin 2013-2018 hafa ver-
ið afgreiddar 75 styrkumsóknir,
samtals um 55 milljónir króna.
Styrkir til að
bæta hljóðvist
REYKJAVÍKURBORG