Morgunblaðið - 17.11.2018, Side 28

Morgunblaðið - 17.11.2018, Side 28
Ég sótti ráðstefnu í Ljúbljana, höf-uðborg Slóveníu, dagana 13.-15. nóvember. Hún hét „Skuggahlið tunglsins“ og var um minningar þeirra þjóða Mið- og Austur-Evrópu, sem lentu undir stjórn kommúnista eftir seinni heimsstyrjöld. Fyrirlestur minn var um, hvernig raddir fórn- arlambanna fengju að heyrast. Eins og Elie Wiesel sagði, drepur böðullinn alltaf tvisvar, í seinna skiptið með þögninni. Ég benti á, að kommúnism- inn væri ekki fordæmdur eins skilyrð- islaust og nasisminn, þótt til þess væri full ástæða: hungursneyðir af manna- völdum, fjöldamorð, nauðungar- flutningar þjóðflokka, rekstur þræla- búða, ógnarstjórn og eymd. Ég reifaði sex ráð til að rjúfa þögn- ina. Háskólar, sérstaklega félags- og hugvísindadeildir, hefðu verið her- teknir af vinstrimönnum. Þess vegna þyrfti að búa frjálslyndum fræði- mönnum athvarf og aðstöðu í sjálf- stæðum stofnunum. Í annan stað yrði að tryggja, að nemendur í skólum fengju fræðslu um ódæði allra alræð- issinna, ekki síður kommúnista en nasista. Ekki mætti til dæmis þegja um það, að Stalín hefði verið banda- maður Hitlers fyrstu tvö styrjald- arárin. Í þriðja lagi þyrfti að reisa minnismerki og reka söfn eins og hið merkilega safn í Varsjá um uppreisn- ina 1944. Í fjórða lagi ætti að ógilda alla þá opinberu viðurkenningu, sem valdsmenn úr röðum kommúnista hefðu víða hlotið. Myndastyttur af Bería væru jafnóeðlilegar og af Himmler, svo að ekki sé minnst á göt- unöfn og heiðursmerki. Í fimmta lagi þyrfti að halda reglulega ráðstefnur til að kynna forvitnilegar rannsóknir. Til dæmis hefði prófessor Frank Dikötter varpað ljósi á ógnarstjórn Maós í Kína í þremur stórfróðlegum bókum, og Svartbók kommúnismans hefði markað tímamót árið 1997. Í sjötta lagi þyrfti að gera vönduð rit um alræðisstefnuna aðgengileg að nýju, jafnt á prenti og á netinu, eins og Almenna bókafélagið á Íslandi beitti sér fyrir með Safni til sögu kommúnismans, en þegar hafa tíu rit birst í þeirri ritröð. Á þessu ári koma út þrjú rit, Framtíð smáþjóðanna: Er- indi á Íslandi og öðrum Norður- löndum 1946-1948 eftir norska skáldið Arnulf Øverland, Guðinn sem brást eftir sex rithöfunda, þar á meðal Arth- ur Koestler, André Gide og Ignazio Silone, og Til varnar vestrænni menn- ingu: Ræður sjö rithöfunda 1950- 1958, en höfundar eru Tómas Guð- mundsson, Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guðmundsson, séra Sig- urður Pálsson í Hraungerði, Guð- mundur G. Hagalín, séra Sigurður Einarsson í Holti og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvað sagði ég í Ljúbljana? 28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 Ábókmenntahátíð árið 1987 talaði Frakkinn Alain Robbet-Grillet, einn af upphafsmönnum nýju skáldsögunnar, um þáranghugmynd að rugla saman daglegu tungutaki og tungutakiskáldskaparins. Enda þótt orðin í skáldskap væru þau sömu og í mæltu máli yrði að ætla þeim aðra og meiri merkingu þegar þau birtust í skáldverkum. Mér varð hugsað til þessa þegar ég las nýja skáldsögu Þórdísar Gísladóttur, Horfið ekki í ljósið; ekki síst eftir að ég hlustaði á umfjöllun um bókina í Kiljunni þar sem kvart- að var undan því að þarna væru samhengislausar upprifjanir á ævi konu með skemmtilegum lýsingum á stemmningunni á 9. áratugnum. Sjálfum fannst mér langt síðan ég hafði lesið jafn hnitmiðaða frásögn í kringum meginhugsun einnar bókar – eins og hún birtist í titlinum. Þeir atburðir sem sagt er frá tengjast að vísu ekki neinu sem hægt er að kalla söguþráð en þeir spretta allir af djúpri hugsun um tungumálið, hvernig það mótar okkur og sýn okkar á það sem gerist í kringum okkur – og margvíslegar afleiðingar atburð- anna. Við megum aldrei horfa í ljósið (sem er vísun í leiðbeiningar um við- brögð við kjarnorkusprengingu á Keflavíkurflugvelli), þ.e. sjálfan kjarna atburðanna, heldur tölum við í kringum þá; um það sem gerist á undan og á eftir. Það sem raunverulega gerist get- ur verið of ógnvænlegt eða óbærilegt til að horfast í augu við það, hvað þá að segja frá því þótt það komi í bakið á okkur löngu síðar. Til að undirstrika þá margræðni og ólíku sjónarhorn sem unnið er með í því sem virðist vera blátt áfram frásögn á yfirborðinu starfar sögukonan við rannsóknir í félagslegum málvísindum við erlendan háskóla og kannar sérstaklega „hvernig tungumálið tengist sjálfsmyndinni og hvernig staða fólks innan ólíkra hópa ræðst að miklu leyti af notkun málsins“. Þetta við- fangsefni sögukonunnar í fræðunum er lykill að túlkun sögunnar af ólík- um kynslóðum kvenna, ömmunni sem flyst til Íslands frá Þýskalandi á millistríðsárunum og nær aldrei góðum tökum á málinu, þunglyndri móð- ur sögukonunnar og öðrum persónum og ástmönnum í kringum hana. Tungumálið leikur stórt hlutverk og ekki síður sjónarhorn ólíkra kyn- slóða og kynja á þann veruleika sem við búum í en segjum frá hvert á sinn hátt. Oftar en ekki mótast frásögnin af yfirborðsmynd þar sem eitthvað annað og óvænt býr undir þegar tíminn flettir ofan af fortíðinni. Tungu- takið er bæði leið til að skilja heiminn og til að misskilja hann; viðhalda blekkingunni um hvernig heimurinn er og afvegaleiða fólk. Þetta á ekki bara við um upprifjun ungrar konu á ævi sinni í skáldsögu heldur ekki síð- ur um hvaðeina í kringum okkur: Valdi á tungumálinu fylgir vald yfir veruleikanum sem er búinn til úr þeim orðum sem við notum. Engum er þetta betur ljóst en valdsmönnum heimsins sem komast nú upp með að ljúga upp veruleika sem upplýst fólk kannast ekkert við. Veruleikinn er frásögn Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Horfið ekki í ljósið Varað er við ofbirt- unni sem stafar af kjarnanum. Hið pólitíska andrúmsloft í landinu er heldurandsnúið ríkisstjórninni um þessar mundir.Þar kemur ýmislegt til, í fyrsta lagi ákvarð-anir kjararáðs fyrir tveimur árum sem ásamt öðrum ákvörðunum sem teknar hafa verið um launahækkanir fámennra hópa hafa sett kjaraviðræður sem eru að hefjast í alvarlegan hnút. Í öðru lagi opin uppreisn innan, alla vega Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, gegn samþykkt þriðja orkupakkans frá ESB og nú síðast afar klaufaleg framsetning á fjárveit- ingum til öryrkja í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Öryrkjar upplifa breytingar á upphaflegum tillögum um fjárveitingar til þeirra sem svik sem þýðir að þeir sem kjósendahópur eru líklegir til að skipa sér í sveit með lægst launaða fólkinu innan verkalýðsfélaganna í þeim átökum sem framundan eru. Þótt ekki kæmi annað til er ljóst að stjórnmálamenn þurfa að taka þær skyldur sínar sem kjörnir fulltrúar alvarlegar en þeir hafa gert að stuðla að víðtækum sáttum í samfélaginu. Og það á ekki sízt við um for- ystumenn stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar. Þeirra er ábyrgðin á landstjórninni. Stöðug átök í svona litlu sam- félagi verða þreytandi. Á fjölmennri sjávarútvegsráðstefnu sem stóð í gær og fyrradag kom þessi þáttur landsmála lítillega til umræðu en það er auðvitað ljóst að sjávarútveg- urinn sem atvinnugrein þarf að vera aðili að slíkri samfélagssátt og löngu orðið bæði tíma- bært og nauðsynlegt að leysa það sem eftir stendur af ágreiningi þeirrar atvinnugreinar og samfélagsins. Það á að vera hægt ekki sízt vegna þess að telja verður að nú sé til staðar víðtæk þjóðarsátt um auðlindagjöld sem grundvallarþátt í samfélagsskipan okkar og tími til kominn að útfæra þá stefnu til fleiri atvinnugreina, eins og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra ferða- mála, hefur m.a. haft orð um. Víðtæk samfélagssátt er enn brýnni vegna þess að nú steðja að þessari litlu þjóð ný og áður að mestu óþekkt vandamál sem þarf að takast á við með sam- stöðu en ekki þannig að valdi sundurlyndi. Fyrst ber að nefna að fíkniefnavandi er orðinn stór- fellt vandamál og þá aðallega í yngri aldursflokkum. Þetta er alvarlegur heilbrigðisvandi eins og bezt sést á fréttum af tilviki á Akureyri þegar ung stúlka var talin „of veik“ til að vera lögð inn á geðdeild. Er hægt að vera „of veikur“ til að leggjast inn á sjúkrahús? Auðvit- að er ljóst að þarna hafa fíkniefni komið við sögu með þeim hætti að sjúkrahúsið hefur ekki talið sig hafa að- stöðu til að takast á við þann vanda. Getur verið að það eigi við um samfélagið allt vegna þess að við höfum of lengi lokað augunum fyrir því sem er að gerast í kringum okkur? Fíkniefnavandanum fylgir glæpastarfsemi sem er augljóslega byrjuð að taka á sig þá mynd sem við höf- um hingað til haldið að ætti bara við úti í hinum stóra heimi og í bíómyndum. Þær myndir eru hins vegar orðnar að veruleika hér þegar það er farið að gerast í raunveruleikanum á Íslandi að handrukkarar fing- urbrjóti fólk í innheimtuaðgerðum sínum. Þessi vandi er ekki lengur einhver jaðarvandi, sem pólitíkin getur leitt hjá sér. Faraldur fíkniefna og glæpastarfsemi sem tengist honum er orðin að þjóð- félagsvanda, sem Alþingi og ríkisstjórn hljóta að taka afstöðu til. Í annan stað má nefna verulega fjölgun fólks frá öðr- um löndum og heimshlutum sem sækist eftir búsetu hér. Hingað til hefur þessum nýbúum á Íslandi verið tekið vel og við höfum ekki orðið vör við andúð á því fólki að ráði. Samtöl við fólk af öðrum litarhætti en þeim sem tíðkast í okkar heimshluta benda hins vegar til að slíkrar andúðar gæti í meira mæli en áður. Og jafn- framt er augljóslega hætta á að nýir íbúar lands okkar eigi erfitt með að aðlagast okkar samfélagi, bæði vegna tungumálaerfiðleika og af fjölmörgum öðrum ástæð- um. Þetta er líka orðið viðfangsefni sem pólitíkin þarf að taka alvarlegar en hún hefur gert. Auk þess er ljóst að það eru takmörk fyrir því hvað svona lítið samfélag eins og okkar ræður við mikinn fjölda aðfluttra. Það er ekki orðið vandamál enn en getur orðið það í nálægri framtíð. Þessi hlið málsins er einfaldlega ekki rædd hér. Og enn og aftur skiptir máli að það takist að móta sameignlega afstöðu til þessara mála sem víðtæk sátt geti náðst um. Og loks er þriðja nýja viðfangsefnið, sem við stönd- um frammi fyrir, sem eru þær breytingar sem eru að verða á samskiptum þjóða í milli og þá m.a. í okkar heimshluta. Ljót mynd þess er orðahnippingar á milli forseta Frakklands og Bandaríkjanna. Macron sagði fyrir skömmu að Evrópuþjóðir yrðu að koma sér upp sameiginlegum her til þess að verjast ógn frá Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum. Þetta var undarlega sagt þó að ekki væri nema í ljósi sögu síð- ustu hundrað ára. En ekki voru viðbrögð Trumps betri þegar hann talaði niður til Frakka á þann veg að þeir hefðu verið byrjaðir að læra þýzku þegar Bandaríkja- menn komu til skjalanna. Hver er staða örþjóðar í svona undarlegum og and- styggilegum heimi? Það er ekki til neitt einfalt svar við því. Þess vegna verðum við að hefja okkur yfir hið daglega þras og ill- mælgi og snúa bökum saman til þess að takast á við þau nýju, erfiðu og alvarlegu vandamál sem eru hand- an við hornið. Ný og alvarleg vandamál eru handan við hornið Faraldur fíkniefna og glæpastarfsemi þeim tengd orðin að veruleika Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þriggja herbergja íbúð á annarri hæð í vel staðsett fjölbýli. Stærð 83,7 m2. Verð kr. 23.500.000. 6 herbergja einbýli með bílskúr. Stærð 188,8 m2. Bílskúr innréttaður sem íbúð. Verð kr. 38.800.000. Fífumói 3, 260 Reykjanesbæ Lyngbraut 8, 250 Garði Nánari upplýsingar á skrifstofu s 420 6070 eða eignasala@eignasala.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.