Morgunblaðið - 17.11.2018, Page 33
ustu konu sem ég hef kynnst, fót-
spor hennar Huldu ömmu
minnar.
Helen Halldórsdóttir.
„Hún var einstök perla. Afar
fágæt perla, skreytt fegurstu
gimsteinum sem glitraði á og
gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.“ Svo
segir í ljóði eftir Sigurbjörn Þor-
kelsson. Það er varla hægt að
komast betur að orði þegar hugs-
að er til ömmu okkar, Huldu.
Hún var svo sannarlega afar fá-
gæt perla sem gerði líf okkar svo
um munaði bæði innihaldsríkara
og fegurra.
Heim til ömmu og afa á Engja-
vegi vorum við ávallt velkomin.
Það voru mikil forréttindi að búa
við sömu götu, á móti ömmu og
afa og nutum við systkinin góðs
af því.
Henni fylgdi einstök hlýja og
ró, enda hefur alltaf verið róandi
að koma til ömmu og afa, hvort
heldur í Trostan eða á Engjaveg-
inn.
Amma var líka þeim kostum
gædd að hún gat hrósað og sam-
glaðst fólki í því sem það tók sér
fyrir hendur. Samband þeirra
hjóna var afar fallegt og farsælt
og þau voru mjög samrýnd.
Blessuð sé minning einstakrar
konu sem umlukti okkur um-
hyggju sinni og hlýju.
Með miklu þakklæti fyrir allt,
elsku amma. Þú verður í hjarta
okkar alla tíð.
Þín,
Arnar, Jón Guðni og Hulda.
Með söknuð í hjarta skrifum
við þessi orð um elsku Huldu
ömmu sem er búin að kveðja
þennan heim. Fjöldi af yndisleg-
um minningum um frábæra
ömmu fer í gegnum hugann.
Sem börn áttum við systurnar
heima í Svíþjóð en dvöldum oft
hjá Huldu ömmu og Jóni Páli afa
á sumrin. Við ferðuðumst mikið
um Vestfirðina með þeim. Amma
kenndi okkur heitin á íslensku
jurtunum og afi kenndi okkur
staðarheiti og rakti sögu stað-
anna sem við fórum á. Í bílnum
sungum við á sænsku fyrir ömmu
og afa en lagið „Vem kan segla fö-
rutan vind“ var í miklu uppá-
haldi. Þau kenndu okkur líka
skátasöngva sem við sungum
saman.
Alltaf þegar við komum til Ísa-
fjarðar byrjaði amma á því að
fara með okkur í bókhlöðuna og
við máttum velja litabækur og liti
sem við höfðum mjög gaman af.
Ef amma sá eldra fólk með inn-
kaupapoka bað hún okkur syst-
urnar að fara og hjálpa því að
bera pokana. Amma var svo góð-
hjörtuð og alltaf að hjálpa öðrum.
Við kvörtuðum yfir því að amma
talaði við svo marga á leiðinni og í
eitt skipti tókum við loforð af
henni að tala ekki við neinn á leið-
inni og amma reyndi það sem hún
gat til að standa við það.
Þegar heim var komið fórum
við að lita við eldhúsborðið og
amma tók rúmfötin inn af snúr-
unni og straujaði á meðan við
hlustuðum á Rás 1. Það var svo
notalegt að fara að sofa um kvöld-
ið í nýþvegnum og straujuðum
rúmfötum. Á kvöldin las amma
fyrir okkur ævintýrasögur.
Það var alltaf nóg að borða hjá
ömmu og maturinn yfirleitt sex
rétta yfir daginn. Við hátíðleg til-
efni fengum við að drekka
„ömmu spes“ en það var rauður
drykkur og amma sagði að upp-
skriftin væri algjört leyndarmál.
Við fengum síðan að vita að þetta
hefði verið Egils djús með mat-
arlit. Hún átti alltaf til brjóstsyk-
ur og brenni uppi í skáp.
Við fórum oft í göngutúra með
ömmu og í eitt skiptið tíndum við
mikið af fífukollum. Við systurn-
ar lögðum síðan fífukollurnar í
bleyti í baðkarinu því við ætluð-
um að búa til bómull úr þeim. Við
fengum engar skammir fyrir
heldur virtist amma spennt yfir
þessu uppátæki okkar. Amma
leyfði okkur oft að gera alls konar
hluti. Við systurnar söfnuðum frí-
merkjum og í eitt skipti fengum
við öll umslögin af skrifstofunni
hans afa og lögðum undir okkur
eldhúsið við að leggja umslögin í
bleyti til að ná frímerkjunum af.
Amma var alltaf vel tilhöfð, fal-
lega greidd og með varalit. Hún
var alltaf í kjól og kápu en afi
keypti oft föt á ömmu þegar hann
fór utan.
Sumir líktu henni við Breta-
drottningu. Hún var líka alltaf í
hælaskóm þegar við gengum nið-
ur í bæ. Einu sinni festi hún hæl-
inn í brunni svo hann brotnaði af
en hún gerði bara grín að því.
Amma var svo góð og ósérhlíf-
in og talaði oft um það hvað það
væri mikilvægt að vera þakklátur
fyrir það sem maður hefði. Hún
talaði um hvað hún væri rík að
eiga fjölskylduna sína og afkom-
endur.
Hún kallaði okkur systurnar
jólarós, sumarrós og vorrós eftir
því hvenær við vorum fæddar á
árinu.
Elsku amma, við erum svo
þakklátar fyrir þann tíma sem við
áttum með þér og þú munt alltaf
eiga þinn stað í hjörtum okkar.
Þínar ömmustelpur,
Ingibjörg, Hulda og Heiðdís.
Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.
(KJ)
Fölnað er fallegasta blómið,
hún frænka mín. Elsku Hulda
frænka mín og afasystir, tenging
okkar við Ögurnesið og Ísa-
fjarðardjúp.
Það eru forréttindi að hafa al-
ist upp í sjónrænni tengingu við
Huldu frænku og Jón Pál, að hafa
getað skotist gegnum garðinn og
gegnum opið á jólatrjánum og
beint inn í hlýja faðminn. Alltaf
svo hjartanlega velkomin, hvort
sem það var að leika við frænd-
fólkið eða koma í árlegu aðfanga-
dagsheimsóknina. Og þess á milli
tengd gegnum útiljósið sem log-
aði fyrir okkur á U19 í vetrar-
myrkrinu.
Það er dýrmætt fyrir okkur að
hafa haft tengingu við Huldu
frænku og þar með Ögurneslegg
fjölskyldunnar. Ómetanlegt fyrir
ömmu heitna og pabba heitinn að
eiga Huldu svilkonu og Huldu
föðursystur, sem þeim þótti svo
undurvænt um.
Svo falleg að utan sem innan,
svo heil í gegn, sem alltaf smitaði
út frá sér með jákvæðni og lífs-
gleði. Hvort sem það voru sögur
af tímunum með Vípsu í Dan-
mörku eða sögur úr nútímanum
dró Hulda frænka alltaf fram það
skoplega og jákvæða við hvert at-
vik. Ég heyri blíða hláturinn óma
og minnist samverustundanna
fullra af gleði, birtu og hlýju, inn-
rammaðra í fallegu umgjörðina á
Engjavegi 14, enda var Hulda
frænka mikill fagurkeri. Og alltaf
jafn gaman að upplifa þær
mömmu skiptast á aðfangadags-
glaðningnum sem var hvor öðr-
um fallegri, en umfram allt fullur
af kærleik og áminningu um
langa og góða vináttu og tryggð.
Það er með þennan kærleik í
huga að ég kveð yndislegu Huldu
frænku mína með miklum sökn-
uði og þakklæti frá okkur öllum á
U19. Ég sendi Jóni Páli, Halldóri,
Guðfinnu, Pálma og frændfólkinu
mínu öllu innilegar samúðar-
kveðjur.
Hafdís Sunna
Hermannsdóttir.
Látin er kær móðursystir og
uppáhaldsfrænka, Hulda Pálma-
dóttir, Ísafirði. Hún var yngst í
kraftmikla og glaðværa systkina-
hópnum frá Ögurnesi við Ísa-
fjarðardjúp þar sem sjórinn réð
svo miklu um afkomu og lífshlaup
fólks fyrrum og gerir enn. Í fá-
tæklegum línum langar mig að
þakka Huldu og fjölskyldu henn-
ar fyrir yndislegar samveru-
stundir.
Það var ætíð svo gott að koma
til Huldu og fjölskyldu hennar á
Engjaveginn þegar ég dvaldi á
sumrin hjá Guðfinnu ömmu og
Pálma í litla húsinu þeirra í
Tangagötunni. Minningarnar lifa
um skemmtileg sumur og enda-
laust gott veður, sól, hopp og
skopp út um allt og lífið var gott
og áhyggjulaust. Það sama er
með djúpið tignarlega þar sem
fjöllin háu vöktu aðdáun í vor- og
sumarblámanum með endur-
speglun á spegilsléttan pollinn á
lygnum sumarkvöldum.
Alltaf var Hulda jákvæð og
blíð til lífsins eins og hennar glað-
væra og kæra fjölskylda en gat
verið föst fyrir og ákveðin þegar
á þurfti að halda. Slíkri nærveru
og umhverfi fylgir þroski sem
gott var að búa að á yngri árum
og áfram. Um Huldu og hennar
góðu verk væri hægt að skrifa
langa grein sem verður að bíða
betri tíma.
Elsku Hulda, þökk fyrir ljúfu
samverustundirnar, umhyggjuna
og fallega skrifuðu bréfin og jóla-
kortin sem hlýjuðu ætíð mjög á
jólahátíðum sem oftar.
Megi Guð vernda Huldu og
minningu hennar, foreldra,
systkini og maka þeirra og gefa
fjölskyldunni styrk og ljós til
framtíðar. Innilegar samúðar-
kveðjur til Jóns Páls, Halldórs,
Guðfinnu, Pálma og fjölskyldna
þeirra og vina.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Ágústa S. Gunnlaugsdóttir
(Gústa Bogga) og fjölskylda.
Fleiri minningargreinar
um Huldu Pálmadóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÖRN ÆVARR MARKÚSSON
lyfjafræðingur,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
7. nóvember. Útförin fer fram frá
Langholtskirkju mánudaginn 19. nóvember klukkan 15.
Halla Valdimarsdóttir
Ragnheiður Elfa Arnardóttir Guðjón Ketilsson
Snorri Björn Arnarson Aðalheiður Svanhildardóttir
Halla Sigrún Arnardóttir Hannes Birgir Hjálmarsson
og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÞORKELS SKÚLASONAR,
endurskoðanda.
Ólafía Katrín Hansdóttir
Valdís Brynja Þorkelsdóttir
Ingiríður H. Þorkelsdóttir
Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson
Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför sambýliskonu minnar,
móður, ömmu og langömmu,
BIRNU ÓSKAR BJÖRNSDÓTTUR,
Efstahjalla 7,
Kópavogi.
Ingvar Óskarsson
Helena Valtýsdóttir
Vala Valtýsdóttir Gísli Óskarsson
Valtýr Björn Valtýsson
barnabörn og barnabarnabörn
ERLINGUR SIGURÐARSON
frá Grænavatni
dó á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn
12. nóvember. Útförin fer fram frá
Akureyrarkirkju fimmtudaginn 22.
nóvember klukkan 13.30.
Sigríður Stefánsdóttir
Erna Erlingsdóttir
Sigurður Erlingsson Regina Vogt
Kári Erlingsson Margrét Kristín Helgadóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐNÝ MARÍA JÓHANNSDÓTTIR
frá Þórshöfn,
lést í faðmi ástvina á hjartadeild
Landspítalans 14. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Jóhann A. Jónsson Rósa Daníelsdóttir
Rafn Jónsson Kristín Alda Kjartansdóttir
Hreggviður Jónsson Hlín Sverrisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, amma, langamma og
tengdamóðir,
KRISTÍN ÁRNADÓTTIR
frá Ormarsstöðum,
síðast til heimilis í Mosarima,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í
Reykjavík, föstudaginn 9. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
21. nóvember klukkan 13.
Þórdís Vilhjálmsdóttir
Þuríður Ósk Sveinsdóttir Ölvir Styrr Sveinsson
Kjaran Sveinsson Frederikke Bang
Benedikt Sveinsson
Halldóra L. Þórðardóttir Steindór Gunnlaugsson
Okkar ástkæri
VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON
lést mánudaginn 12. nóvember.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 21. nóvember klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans.
Kristín María Thorarensen
Jón Þór Víglundsson Birna Ósk Björnsdóttir
Þorsteinn Víglundsson Lilja Karlsdóttir
Björn Víglundsson Helga Árnadóttir
Axel Örn Ársælsson Sigríður Sveinsdóttir
Ásdís María Thorarensen Þröstur Þórhallsson
og barnabörn
Bróðir okkar,
AGNAR TRAUSTASON
frá Hörgshóli,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
11. nóvember. Útförin fer fram frá
Breiðabólsstaðarkirkju í Vesturhópi
föstudaginn 23. nóvember klukkan 14:00
Björn Traustason
Þorkell Traustason
Þráinn Traustason
Guðbjörg Traustadóttir
Hörður Traustason
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT HELGA PÉTURSDÓTTIR,
Garðatorgi 4a, Garðabæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans mánudaginn 12. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju í Garðabæ, miðvikudaginn
21. nóvember klukkan 15.
Hannes Grétar Helgason
Ragnar Pétur Hannesson Margrét Sigurbjörnsdóttir
Bryndís Helga Hannesdóttir Eggert Guðjónsson
Fríður Sólveig Hannesdóttir Ragnar Valur Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn