Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 41
DÆGRADVÖL 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Í dag er hætt við togstreitu við fólk með völd. Eðlileg sanngirni er sjálf- sögð en svo þurfa menn að passa sitt. Gættu orða þinna. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur hugsjónir og vilt vinna að umbótum í heiminum. Þú býrð bæði yfir frumleika og hugmyndaauðgi og kannt að meta frelsi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er einhver fiðringur í þér. Leitaðu eftir hverju tækifæri til að gjalda góðmennsku sem þér hefur verið sýnd nýlega. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt hart sé gengið eftir svari frá þér, skaltu taka það rólega og velta hlut- unum vandlega fyrir sér. Það getur tekið tímann sinn að vinna aðra á sitt band. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samskipti þín við vini þína gætu gengið eitthvað stirðlega í dag. Reyndu að leysa vandamálið með því að prófa nýja aðferð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að standa á rétti þínum en gæta þess um leið að gera ekki meira úr hlutunum en nauðsyn krefur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að ganga ekki svo harka- lega fram að þú eigir á hættu að fá allt saman í hausinn aftur. Eldmóðurinn gæti breyst í óánægju. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu þér ekki bregða þótt gömul mál dúkki upp og þú þurfir að eyða tíma í að koma þeim á hreint. Þótt bjartsýni sé góð máttu ekki láta hana leiða þig í gönur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gefðu þér tíma til þess að velta fyrir þér samböndum þínum og vina þinna. Vandamálin munu gufa upp og sambönd þín við yfirmenn þína og sam- starfsfólk batna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu ekki smáatriðin taka þig heljartökum þannig að þú náir ekki að klára nokkurn skapaðan hlut. Vertu bjart- sýnn en hafðu varann á þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þú gætir þess að hafa allt á hreinu, þá máttu vænta þess að þér verði umbunað fyrir vel unnin verk. Leyfðu lífs- gleði þinni að njóta sín. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú vekur athygli annarra hvað sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Skoðaðu vandlega þau tilboð sem þér hafa borist. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Þjóðskáldið bjó þarna lengi. Þetta er ótiltekið mengi. Öskufok, sem eyddi löndum. Ótalmörg á sjávarströndum. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Guðmundur skáld átti son á Sandi. Sandar í heimi myndast og eyðast. Öskufokssandur eyðir landi. Á ótal sandkorn strandlök breiðast. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Bragsnillingur bjó á Sandi. Birtist þarna sandur manna. Áður sandfok eyddi landi. Er þar grúi sandkornanna. Þá er limra: Einn andríkur óðinshani var alltaf á harða spani, hann skrifaði ljóð, oft skínandi góð, í sandinn um villta svani. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Vont er þetta veðurfar, vindasamt og eilíft rok, gjarnan þá við gáturnar glíma má í vikulok: Fræknastur í flokknum er. Fer sér jafnan hægt á reitum. Á sér konu kæra ver. Kallast bústólpi í sveitum. Í Vísnahorni 10. október misrit- aðist gáta Guðmundar með því að smáorðið „með“ skaust inn í aðra hendinguna svo að hún varð mein- ingarleysa. Þar stóð „hún er með skeifu framan á“ í staðinn fyrir „ hún er skeifu framan á“. Viku síðar eða 17. október var gátan rétt, þannig: Hún er stór og hún er smá. Hún er skeifu framan á. Stafar henni fnykur frá. Fram sig teygir út í sjá. Í orðskýringum um tá stendur m.a.: „fremsti hluti skeifu, skeifu- bugða“. Guðmundur og lesendur Vísnahorns eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Kötturinn Jósefína Meulengracht Dietrich yrkir gagaraljóð: Gjafarans er gæskan slík að gaf mér bæði tönn og kló, og augu sem að engum lík eru full af birtu og ró. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skrifað í sandinn Í klípu „ÞAÐ ER GOTT AÐ HAFA EINKAÞJÁLFARA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERTU ´OPINN´?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að muna alltaf hvernig þú leist út þennan dag. KATTA- BALLETT SJÁÐU, HELGA! ÉG ER Í BAÐI! JÁ, JÁ ÉG HÉLT AÐ ÞAÐ MYNDI GLEÐJA ÞIG! FYRIRGEFÐU! MÉR LEIÐIST BARA AÐ SJÁ ANNAÐ ÁR LÍÐA HJÁ! Víkverji hefur oft velt því fyrir sérhvernig á því standi að ekki sé urmull af mállýskum á Íslandi. Í Evr- ópu er návígið mikið en þó eru mál- lýskur margar og fjölbreytni mikil, þótt jafnt og þétt dragi úr. Í Þýska- landi má oft heyra glöggt hvaðan fólk er. Það má reyndar líka heyra á Ís- landi hvort sá sem mælir er að norð- an eða vestan, en munurinn er mun meiri á milli þess hvernig fólk talar eftir því hvort það er frá Berlín, Hannover, Köln eða München, jafn- vel svo mikill að erfitt getur verið fyr- ir þann sem talar eina mállýskuna að skilja þegar hin er töluð. Svo mikill verður munurinn ekki í íslensku. Langt í frá. x x x Mest mun þó fjölbreytnin vera íPapúu Nýju-Gíneu. Þar er talað 841 tungumál auk litríks samskipta- máls. Í frétt fréttaveitunnar AFP um tungumálafjölbreytni segir að hún sé hvergi meiri en þar. Sum þessara tungumála tali aðeins nokkrar hræð- ur, jafnvel ein stórfjölskylda, en önn- ur tali milljónir manna dreifðar um héruð og svæði. Þessa miklu fjöl- breytni rekja sérfræðingar til veiks stjórnvalds, djúpra dala, gróðurs, sem nánast ógerningur er að komast í gegnum, og rúmlega 600 eyja. Á þeim búa um átta milljónir manna. Það eru færri en búa á Spáni og láta Spánverjar sér nægja 12 tungumál. x x x Í frétt AFP segir að mörg tungumál-anna hafi þróast án utanaðkom- andi áhrifa í tugþúsundir ára og megi kalla Papúu Nýju-Gíneu Galapagos- eyjar málvísindanna. Daglega megi gera ráð fyrir að í daglegu lífi þurfi íbúarnir að tala þrjú til fimm tungu- mál og þeir skilji margar mállýskur til viðbótar. Samskiptamálið nefnist tok pisin og er eitt af þremur opin- berum tungumálum landsins. Tok pisin er 80-85% enska, en í málinu er einnig að finna þýsku og portúgölsku og má einnig finna áhrif frá Taívan og úr súlú, sem talað er víða í suð- austurhluta Afríku. Íslenska er ekki auðveld, en búseta hér krefst í það minnsta ekki fjöltyngi, þótt heila- leikfimin sem henni fylgir kunni að vera æskileg. vikverji@mbl.is Víkverji Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. (Sálm: 100.3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.