Morgunblaðið - 30.11.2018, Side 8

Morgunblaðið - 30.11.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is 2097/30 Króm / Brass verð 199.000,- Svart takmörkuð útgáfa verð 265.000,- Hönnuður Gino Sarfatti Það er löngu ljóst orðið að al-mennir sjálfstæðismenn eiga samleið með Landsfundi flokks þeirra sem ályktaði gegn því að áfram yrði gengið í agúrkusneið- ingum af stjórnarskrá og nú með hnullungssneið 3. orkupakkans.    Viðbrögð ein-stakra þing- manna hafa með fá- einum undantekn- ingum verið fremur dauf.    En það hefur ver-ið að breytast eftir því sem þeir setja sig betur inn í málið.    Nú seinast skrifaði Jón Gunn-arsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, grein í Morgunblaðið um málið. Þótt greinin sé varfærin fer niðurstaðan ekki á milli mála eins og Páll Vil- hjálmsson bendir á:    Í eftirhruninu urðu okkur á þaumistök að sækja um ESB-aðild. Þriðji orkupakkinn er afgangurinn af þeirri vegferð sem hófst með ESB-umsókn Samfylkingar 2009.    Greining Jóns Gunnarssonar ástöðu mála er hárrétt. Við er- um ótengd raforkuneti Evrópusam- bandsins og ættum því ekki að inn- leiða neina orkupakka þaðan. Þriðji orkupakkinn gefur tilefni til að afturkalla innleiðingu tveggja fyrstu orkupakkanna.    Þeir eiga ekki við íslenskar að-stæður.    ESB-umsóknin var afturkölluð ára- mótin 2012/2013. Notum næstu áramót til að afturkalla aðild okkar að orkustefnu ESB. Jón Gunnarsson Afganginn í fötuna STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Magnús Heimir Jónasson Erla María Markúsdóttir Tekjur.is telur ákvörðun stjórnar Persónuverndar um að loka vefnum vera í andstöðu við lög og mun vef- urinn skoða réttarstöðu sína. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Tekjur- .is Stjórn Persónu- verndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að birting opinberra upplýs- inga úr skattskrá á vefsíðunni væri óheimil. Vefurinn Tekjur.is var opnaður í október en þar var veittur aðgangur gegn gjaldi að upplýsingum um tekjur allra einstaklinga á árinu 2016 Persónuvernd hefur það til skoðunar hvort sekta eigi fyrirtækið fyrir að gera upplýsingarnar aðgengilegar. Ásamt því var síðunni lokað en Per- sónuvernd fer einnig fram á að rekstraraðili síðunnar eyði öllum tengdum gögnum. Tekjur.is segir að þessi ákvörðun komi verulega á óvart. Spurð um til- kynningu Tekjur.is og möguleikann á dómsmáli segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, það einu leiðina ef aðilar eru ósáttir með niður- stöðuna. „Það var að koma stjórnar- niðurstaða í gær [fyrradag] og hún bara stendur. Eina leiðin, ef fólk er ekki sátt með hana, er að fara með það fyrir dómstóla,“ segir Helga. Telst ekki fjölmiðill Meðal þess sem Persónuvernd skoðaði í athugun sinni á síðunni var hvort hún gæti talist vera fjölmiðill. Niðurstaðan er að svo er ekki og það telja rekstaraðilar síðunnar varhuga- vert fyrir stöðu tjáningarfrelsisins og frjálsrar fjölmiðlunar í landinu. Í til- kynningu frá Tekjur.is segir að þessi túlkun Persónuverndar sé áhyggju- efni. „Sú túlkun stjórnar Persónu- verndar að gagnagrunnar falli ekki undir fjölmiðlun er áhyggjuefni og er varhugaverð fyrir stöðu tjáningar- frelsins og frjálsrar fjölmiðlunar í landinu.“ Þakkar vefurinn almenningi fyrir góðar viðtökur og gagnlega umræðu um tekjuskiptingu og skattlagningu í landinu. Tekjur.is skoða réttarstöðu sína  Vefnum lokað af Persónuvernd Helga Þórisdóttir Um 40% álvera í heiminum eru rekin með tapi, miðað við álverð og hráefnis- kostnað. Kom þetta fram á haustfundi evrópsku álsamtakanna í október. Ál- verð hefur lækkað um 200 dollara síð- an og þó að meðalverð áls á þessu ári sé hærra en á síðasta ári er verðið núna komið undir meðaltal síðasta árs. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álfyrirtækja á Ís- landi, upplýsir þetta. Norðurál á Grundartanga sagði í fyrradag upp 20 starfsmönnum. Ástæðan var sögð þróun innlendra og erlendra kostnaðarþátta. Þrjú álver eru hér á landi. Hjá þeim eru rúmlega 1.500 starfsmenn og rúm- lega 500 að auki í föstum störfum hjá verktökum og þjónustufyrirtækjum á álverssvæðum. Laun og launatengdur kostnaður er 18,5 milljarðar. Pétur upplýsir að hækkun fram- leiðslukostnaðar áls á þessu ári megi rekja til hækkunar á hráefniskostnaði. Þá hafi laun og annar innlendur kostn- aður hækkað mikið. „En það er vonandi bjartara fram undan. Það er 4-5% umframeftirspurn eftir áli í heiminum og fyrirséð að hún haldist árið 2019. Það þýðir að birgðir fara minnkandi og sú hefur raunar verið raunin í heiminum utan Kína undanfarin ár,“ segir Pétur. Aukin notkun áls við framleiðslu á bifreiðum knýr eftirspurnina áfram. helgi- @mbl.is 40% álvera heims eru rekin með tapi Morgunblaðið/Golli Álstangir Framleitt til útflutnings.  Álverð undir meðaltali síðasta árs  4-5% umframeftirspurn eftir áli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.