Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 26

Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 ✝ Tricia SignýMcKay fæddist 7. janúar 1977 í Selkirk í Manitoba- fylki í Kanada. Hún lést á heimili sínu 28. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar voru Carmen Patricia Gail (Johnson) McKay og Hugh Cuthbert McKay. Tricia Signý var yngst í sínum systkinahópi. Hin eru Darla, búsett í Toronto, Sandra, búsett í York, Prince Edward Island, og Donald, bú- settur í Nanaimo í Bresku- Kólumbíu. Sambýlismaður Triciu Sig- nýjar var Glen Einarson, f. 17. júlí 1965. Foreldrar: Emil Kári Einarson, f. 13. janúar 1932, og Rubina Einarson, f. 11. desem- ber 1933, d. 14. janúar 2018. Tricia og Glen voru barnlaus en eiga kött sem heitir Þakka. af sínum íslenska uppruna sem fjölskylda hennar, og þá sérstaklega Rúna amma henn- ar, hvatti hana til að rækta. Sem barn sótti hún íslenskar sumarbúðir í Gimli, Manitoba, og sumarið 2001 tók hún þátt í Snorraverkefninu í sex vikur. Þar dvaldi hún hjá ættingjum í Bolungarvík og vann á Hest- eyri. Sama ár var hún kjörin fyrsti formaður Nemendasam- bands Snorraverkefnisins (Snorri Alumni Association) og gegndi hún því embætti í tvö ár. Hún var félagi í Þjóðrækn- isfélagi Íslendinga í Vestur- heimi (INLNA) í 30 ár, fyrst í Brúnni í sínum heimabæ en síð- ar í Gimli. Auk þess sat hún í stjórn INLNA í eitt kjörtímabil. Tricia Signý lagði stund á ís- lensku fyrir erlenda nemendur við Háskóla Íslands veturinn 2002-2003 með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Hún ræktaði íslenskan menningar- arf sinn til dánardags og elsk- aði allt íslenskt hvort sem um var að ræða bókmenntir, menn- ingu eða ættfræði. Útför Triciu Signýjar fer fram frá Selkirk Evangelican Lutheran Church í dag, 30. nóvember 2018, klukkan 13. Tricia Signý var af íslenskum ætt- um í móðurætt en skosk métis í föðurætt. Lang- amma og -afi henn- ar fluttust vestur um haf frá Bolungarvík og eignuðust 13 börn. Amma Triciu Sig- nýjar, Guðrún Friðbjörg Magn- ússon (1918-1999), var yngst þeirra. Afi Triciu var Gustaf Johnson (1905-1954), ættaður úr Jökuldal og Hlíðarhreppi N-Múlasýslu. Tricia Signý ólst upp í Sel- kirk þar sem hún fór í skóla. Hún var sjóherskadett, eða for- ingi í þjálfaraliði liðforingja- efnis kanadíska hersins og meðlimur í Royal Canadian Le- gion, sambandi hermanna, í 25 ár. Til margra ára kenndi hún siglingar hjá Manitoba Sail Centre. Tricia Signý var stolt „Fjöllin skyggja á útsýnið,“ sagði Tricia Signý, hnyttið stelpuskott frá sléttum Mani- toba, í fyrsta sinn sem hún steig fæti á íslenska jörð. Hún sá heiminn með mun kímnari aug- um en við flest og ég var svo heppin að vera hluti af honum. Allir sem henni kynntust voru ekki lengi að átta sig á að það er hægt að snúa gjörsamlega öllu upp í grín. En Tricia var ekki einungis fyndin og hlátur- mild heldur var hún eldklár, gagnrýnin og djúpt hugsandi. Við Tricia kynntumst sum- arið 1998 en það var amma hennar, Guðrún Magnússon, sem leiddi okkur saman. Ég hafði þá gerst sjálfboðaliði í sumarbúðum fyrir börn í Gimli í Kanada. Skömmu áður en ég hélt þangað í fyrsta sinn frétti ég að langömmusystir mín hefði flust vestur um haf frá Bolung- arvík. Þegar Rúna, eins og hún var kölluð, fékk þessar fréttir var hún staðráðin í að hitta þessa frænku sína. Við mæltum okkur mót í The Forks í Winni- peg þar sem um 20 ættingjar mættu, auk Triciu. Þessi kvöld- stund breytti lífi mínu. Því miður lést Rúna þann 17. ágúst ári síðar. Ef hún bara hefði vitað hversu mikil áhrif ást hennar á uppruna sínum hafði á mig og hefur enn. Þessi tryggð við upprunann lifði í Tri- ciu sem tók þátt í Snorraverk- efninu árið 2001. Hún hélt til m.a. í Bolungarvík og á Hest- eyri. Þegar hún kom þaðan sagði hún: „Ég er mjög þakklát fyrir menningarsjokkið.“ Tricia bjó svo hjá mér í eitt ár á meðan hún var í HÍ. Þetta var skrautlegt ár fyllt af hlátri, köldum ofnum, reykfylltu húsi, brotnu klósetti, nokkrum rifr- ildum og tali um gamla kær- asta, í orðsins fyllstu merkingu. Amma mín sagði alltaf að dýrin hefðu þau forréttindi yfir mennina að fá að deyja þegar þau þjáðust óbærilega. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi minnast þessara orða hennar með þeim hætti sem ég nú geri. Tricia hringdi í mig 5. nóvember og tilkynnti mér að hún hefði valið sér dánardag, 28. nóvember. Meðan á símtal- inu stóð sló hún engu að síður á létta strengi og fékk mig til að hlæja. Húmor, léttleiki og lífs- gleði, í bland við mikla kald- hæðni er nefnilega það sem lýs- ir persónuleika Triciu best. Tricia var auðvitað í engri forréttindastöðu en hún hafði í sex ár glímt við sjúkdóminn ALS, blandaða hreyfitauga- hrörnun, sem fljótlega hefði leitt hana til dauða. Ég skil því val hennar vel, að vilja kveðja á virðingarverðan hátt og áður en allt annað en andardrátturinn væri farið. Elsku Tricia. Ég mun sjá minningu þína í litlu hlutunum; bláa hnífnum sem þú sagðir að væri bestur í heimi en ég tímdi ekki að gefa þér, bolnum sem þér fannst fara mér illa og fjólubláu handklæðunum sem þú gafst mér í brúðkaupsgjöf. Með hverri annarri mun ég pissa í mig af hlátri, hver önnur getur látið mig hlæja þegar ég er döpur og hver önnur ætlar að tjalda í garðinum hjá mér? Mundu að við ætlum að hitt- ast í draumum mínum af og til og ég mun fagna afmælisdegi þínum 7. janúar ár hvert. „Því miður mun húmorinn deyja með mér“ voru ein af síð- ustu orðum þínum til mín en ég mun aldrei gleyma þér, hlátri þínum né hlýju, elsku hjartans Tricia. Þú verður alltaf hluti af mér. Ásta Sól Kristjánsdóttir. Það er erfið reynsla og sorg- legt að sjá ættingja og vini kveðja þetta jarðlíf. Það er þó sýnu erfiðara þegar dauðinn ber að dyrum á unga aldri. Nú er Tricia Signý McKay látin, aðeins 41 árs að aldri, úr ill- vígum Lou Gehrig’s-tauga- hrörnunarsjúkdómi. Ég kynntist Triciu Signýju sumarið 2001 þegar hún var þátttakandi í Snorraverkefninu. Það var þá tiltölulega nýtt til- boð til ungs fólks af íslenskum ættum frá Bandaríkjunum og Kanada um sex vikna dvöl á Ís- landi til að finna rætur sínar og kynnast ættingjum sínum og landi og þjóð. Á þessum árum kynntist ég þessu unga fólki býsna vel vegna aðildar minnar að und- irbúningi og framkvæmd Snorraverkefnisins. Sumum þeirra kynntist ég nánar en öðrum og úr urðu sterk og var- anleg vinatengsl. Þar var ekk- ert kynslóðabil þótt sumir þátt- takendanna þ. á m. Tricia ákvæðu í gamni að kalla mig afa sinn. Tricia Signý var ein þeirra þátttakenda sem sýndu okkur aðstandendum verkefnisins strax fram á hversu bráðnauð- synlegt og tímabært það hafði verið að koma Snorraverkefn- inu á fót til að efla tengsl ungs fólks að vestan við land forfeðra og -mæðra sinna. Enn fremur kom fljótt í ljós að draumur okkar, að ungu Snorrarnir myndu láta til sín taka í fé- lagsstarfi þjóðræknisdeildanna í sínum heimabyggðum, rættist fyllilega. Þegar hópurinn 2001 útskrif- aðist í lok júlí það ár hafði verið rætt um að stofna þyrfti nem- endasamband Snorraverkefnins til að tryggja sem best varanleg tengsl ungu Snorranna innbyrð- is og við Ísland. Boðað var til stofnfundar nemendasambands- ins á Íslendingadeginum í byrj- un ágúst 2001 og reyndist auð- velt að finna fyrsta formann þess. Tricia bauð fram krafta sína og fögnuðu allir. Hún naut sín vel í þessu hlutverki með sinni miklu lífsgleði og einlæg- um vilja til að láta gott af sér leiða. Tricia Signý McKay var verðugur fulltrúi heimabyggðar sinnar í Selkirk, Manitoba. Hún greindist með hinn illvíga sjúk- dóm fyrir sex árum og glímdi við hann af miklu æðruleysi. Tricia var sannkölluð hetja og fyrirmynd um hvernig horfast má í augu við óumflýjanlegan dauðann. Hún hélt opnum öllum samskiptaleiðum við ættingja og vini nær og fjær til hins síð- asta. Með dauða Triciu Signýjar McKay er fyrsta skarð höggvið í hóp hinna 300 ungu þátttak- enda sem hafa lokið Snorra- verkefninu í 20 ára sögu þess. Triciu verður sárt saknað en minningin um hana mun lifa. Almar Grímsson. Sumt fólk kemur inn í líf manns óvænt, eins og ferskur andblær, og áður en maður nær að blikka augunum er það horf- ið aftur í rykmekki. Tricia Signý McKay kom til Íslands alla leið frá Kanada til að finna ættingja sína og við vorum svo heppin að vera hluti af hennar ættboga hér á landi. Tricia var stolt af íslenskum uppruna sín- um og margir hér hugsa til hennar með hlýju og söknuði nú þegar komið er að leiðarlokum. Hvíl í friði, kæra frænka. Bryndís Jónsdóttir, Friðgerður Sigríður Benediktsdóttir, Gyða Björk Jónsdóttir, Ísak Jónsson. Tricia Signý McKay ✝ Sigbjörn Jóns-son fæddist 4. febrúar 1957. Hann lést 1. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Jón Sig- björnsson deildar- stjóri hjá RÚV og Vigdís Sverris- dóttir verslunar- maður, bæði látin. Systkini Sigbjörns eru Anna Vigdís, Sigurlaug og Sverrir. Eftir skólagöngu í Mýrarhúsaskóla fór Sigbjörn í Hagaskóla. Hann lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskóla Breið- holts og byggingarverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi. Hann rak verkfræði- og hugbúnaðarfyrir- tækið Snertil um árabil. Fyrri kona Sig- björns var Guð- björg Gísladóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru Arna og Jón sem bæði eru búsett í Svíþjóð. Arna er í sambúð með Jacob Magnell og eiga þau einn son, Kasper. Seinni kona Sigbjörns er Valgerður Hildibrandsdóttir. Leiðir þeirra skildi fyrir ári síðan. Útför Sigbjörns fer fram frá Neskirkju við Hagatorg í dag, 30. nóvember 2018, klukkan 15. Fréttin um andlát bróður okkar Sigbjörns kom ekki alveg á óvart því hann var búinn að eiga við veikindi að stríða. Þau veikindi hófust fyrir tæpum áratug þegar hann greindist með parkinsons-sjúkdóminn. Það var samt ekki fyrr en á síð- asta árinu sem hann lifði sem við systkinin og fjölskyldur gerðum okkur ljóst hversu langt sjúkdómurinn var geng- inn. Bjössi, eins og hann var yfir- leitt kallaður, bjó öll sín upp- vaxtarár á Seltjarnarnesi. Hann var yngstur af fjórum systkinum. Óhætt er að segja að við eldri börnin höfum verið stolt af litla bróður enda var hann bæði fallegur og skemmtilegur strákur. Það var gott að alast upp á Nesinu. Þegar við vorum börn var uppbygging að hefjast þar og við höfðum óþrjótandi tæki- færi til útileikja í ört stækkandi hópi leikfélaga. Við áttum ynd- islega foreldra og nutum þess í ríkum mæli að búa við öryggi og ástúð. Móðuramma okkar Sigur- laug bjó lengi hjá okkur. Þau Bjössi nutu samvistanna. Það kom sér vel fyrir lítinn stubb að hafa okkar góðu ömmu á heimilinu og var afar kært á milli þeirra. Bjössi lauk námi í bygg- ingarverkfræði frá Tæknihá- skólanum í Lundi. Á námsárun- um í Svíþjóð kynntist hann fyrri eiginkonu sinni, Guð- björgu. Börn þeirra eru Arna og Jón. Bjössi var einstaklega ástríkur og góður faðir. Hann elskaði börn. Þess fengu dætur mínar að njóta þegar hann dvaldi hjá mér og eiginmanni mínum Hallgrími á námsárum okkar í Gautaborg. Þeir Bjössi og Hallgrímur tengdust góðum vinaböndum þegar Bjössi var rétt innan við fermingu og kynni okkar Hall- gríms hófust. Þótti okkur harla gott að fá að hafa hann tíma- bundið hjá okkur í Svíþjóð. Vináttan var þeim báðum mik- ilvæg og söknuður Bjössa aug- ljós þegar Hallgrímur féll skyndilega frá á vordögum 2015. Hallgrímur sem var læknir var vissulega ekki læknirinn hans Bjössa þegar herra Park- inson var annars vegar. En sem læknir brann hann alla tíð fyrir því að aðstoða fólk í veikindum þess við að finna leiðir til að auka lífsgæðin. Þar tel ég að hann hafi getað veitt Bjössa ómetanlegan stuðning. Ferðir Bjössa og eiginkonu hans urðu margar til okkar í Biskups- tungurnar. Við nutum þess að fá þau í heimsókn og saman áttum við góðar stundir á heimilum okkar en einnig á ferðalögum innan lands og utan. Eftir skilnað við fyrri eig- inkonu flutti Bjössi á höfuð- borgarsvæðið en hafði áður bú- ið á Hellu á Rangárvöllum. Þá hafði hann stofnað Verkfræði- og hugbúnaðarfyrirtækið Sner- til. Hann kynntist seinni eigin- konu sinni Valgerði og tengdist henni og þremur börnum henn- ar fjölskylduböndum. Óhætt er að segja að Bjössi hafi verið mikill fjölskyldumaður eins fé- lagslyndur og góðhjartaður og hann var. Öll nutum við um- hyggju hans og örlætis. Það er erfitt að kveðja nána ástvini. Af einskærri eigingirni kýs maður að hafa þá sem lengst hjá sér. Þegar ég frétti andlát Bjössa sem bar fremur brátt að fann ég samt mest fyrir friði og ró í mínu hjarta. Það er þungbært fyrir úr- ræðagóðan og dugmikinn karl að missa tökin. Ég trúi því að Bjössi minn hafi fengið lausn frá vanlíðan og ömurlegum aðstæðum. Að nú bíði hans betri vist á æðra tilverustigi. Ég kveð kæran bróður. Sigurlaug Jónsdóttir (Dista). Það er þyngra en tárum taki að sitja hér og skrifa minning- arorð um vin minn og æsku- félaga, Sigbjörn Jónsson, Bjössa á Skólabrautinni, sem hefur verið kallaður frá okkur langt fyrir aldur fram. Við Bjössi höfum fylgst að í lífinu frá því að við vorum þriggja eða fjörurra ára gamlir, en við bjuggum hlið við hlið á Skólabrautinni á Seltjarnarnes- inu þar sem við ólumst upp. Nesið var á þessum árum æv- intýraland fyrir börn að alast upp á, aðeins nokkrar götur voru komnar og fáeinir sveitabæir. Á þessum árum var Valhúsa- hæðin þakin trönum sem til- heyrðu Ísbirninum. Þetta varð leiksvæði fyrir okkur börnin á Nesinu, en þarna lékum við okkur í endalausum káboj- og indíána-leikjum. Ég og Bjössi byggðum okkur á þessu tímabili nokkra kofa á Valhúsahæðinni, sem voru not- aðir í alls kyns brall, leiki og prakkarastrik. Einu sinni prófuðum við að reykja njóla, það var ekki reynt aftur. Við byggðum okkur dúfna- kofa og söfnuðum dúfum. Best þótti ef maður eignaðist „topp- ara“ en þær voru flottastar með kamb á hausnum. Ýmislegt var brallað á þess- um árum en Skólabrautin og Melabrautin voru fjölmennustu göturnar á Nesinu og þaðan kom skari af krökkum. Oft var efnt til bardaga á milli Skóla- púka og Melapúka. Þá var safn- að liði og settir upp skylm- ingabardagar við trönurnar á Valhúsahæðinni. Já, þetta voru sannarlega áhyggjulausir dagar æskunnar. Unglingsárin, ég gekk í Val- húsaskóla á meðan Bjössi fór í Melaskóla, en eftir gagnfræða- skóla hófust djammárin og við tókum vel á því félagarnir og skemmtum okkur með öllu Nes- og Vesturbæjarliðinu. Margt sem brallað var á þess- um tíma þolir illa dagsljósið og þær sögur bíða bara betri tíma. Bjössi var mikill gleðimaður og kunni sannarlega að skemmta sér, húmoristi og hrókur alls fagnaðar í partíum. Hann var fjallmyndarlegur og vinsæll hjá kvenþjóðinni, svo vinsæll að okkur hinum stóð stundum ekki alveg á sama. Eftir uppvaxtarárin skildi leiðir, Bjössi fluttist til Svíþjóð- ar og fór þar í nám, ég fór til sjós um tíma og hélt síðan til náms í Bretlandi. Eftir heimkomu tókum við upp þráðinn, spiluðum meðal annars hnit í hverri viku yfir vetrartímann. Bjössi stofnaði fljótlega fyr- irtækið Snertil en það fyrirtæki stóð framarlega í hönnun landsupplýsingakerfa. Það var fróðlegt að hlusta á Bjössa þeg- ar hann var að lýsa fyrir mér vinnunni sinni, hann hafði mikla ástríðu fyrir sínu starfi. Fyrir nokkrum árum tók ég eftir því að vinur minn gekk ekki alveg heill til skógar, þau veikindi reyndust vera parkin- sons-sjúkdómurinn. Þú átt góða að og ég veit að hann Sverrir bróðir þinn er bú- inn að reynast þér mikil stoð og stytta í gegnum veikindin. Þú sagðir mér að mágur þinn, Hallgrímur heitinn læknir, hefði reynst þér ómetanlegur í að reyna að gera þér lífið með þessum sjúkdómi léttara. Hann var óþreytandi í að prófa eitt- hvað nýtt þar sem læknavísindi voru stopp. Það var þér þungbært þegar Hallgrímur féll óvænt frá fyrir nokkrum árum. Ég gæti haldið hér endalaust áfram, en ætla að láta hér stað- ar numið. Hvíldu í friði, kæri vinur, og guð blessi þig. Sigurður I. Sigurgeirsson. Sigbjörn Jónsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.