Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 36

Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Á undanförnum árum hefur Ármann Jakobs- son sent frá sér nokkrar skáldsögur ólíkar; barnabók, nútímaskáldsögu, sögulega skáld- sögu og eina til sem gagnrýnandi lýsti svo: „mannýgur draugur talar úr nautsskrokki“. Fyrir stuttu kom svo enn skáldsaga frá honum, að þessu sinni nútímalegur reyfari sem segir frá því er ungur maður, óþekktur, finnst látinn í húsagarði í litlum bæ úti á landi og nýstofnuð morðrannsóknardeild lögreglunnar tekur málið að sér. Morðrannsóknadeildin er skipuð fjöl- breyttum flokki lögreglumanna og kveikir þá spurningu hvort Ármann sé með bókaröð í bí- gerð. Aðspurður segir hann að svo gæti farið: „Ég reyndi að skrifa persónurnar þannig að þær gætu nýst í fleiri bækur ef svo bæri undir. Ég stilli mig um að segja allt sem hægt væri að segja um hverja persónu, ef ske kynni að þær yrðu aftur með í bók.“ Eins og getið er í upphafi þá hefur Ármann skrifað fjölbreyttar bækur í gegnum tíðina sem hann segir að spegli lestraáhuga sinn, hann lesi allskonar bækur sér til skemmtunar, þar með taldar glæpasögur. „Þetta er afþreyingarbók og spennusaga og fylgir þeim lögmálum, maður þarf að passa sig að hafa hana í forminu og það þýðir að það á að vera létt að lesa hana. Það má segja að allar bækur sem ég hef skrifað séu dæmi um bækur sem ég hef gaman af að lesa og þá reyni ég að skrifa eitthvað svipað og ég les jöfnum höndum — afþreyingarbækur og öðruvísi bækur, eins og margir gera.“ — Varstu lengi með reyfara í kollinum? „Í raun og veru byrjaði ég á sögunni fyrir sjö árum, en sú tilraun heppnaðist ekki nógu vel. Þá voru samt sömu lögreglumennirnir komnir til sögunnar, en voru að leysa sakamál sem var aðeins öðruvísi en málið sem er í Útlagamorð- unum. Sú bók náði þó einhvern veginn aldrei að fæðast, kiknaði undan eigin þyngslum. Kannski var ég að segja of mikið um persón- urnar á of fáum blaðsíðum. Ég reyndi svo aftur fyrir þremur árum og komst aðeins lengra, en var samt ekki ánægður. Nú í ár var aftur á móti hennar tími kominn og ég held að ég hafi skrifað bókina á tveimur mánuðum eða svo þegar ég var loksins búinn að skilja hvað ég gerði vitlaust.“ — Þó bókin fengi svo langan aðdraganda þá talar hún inn í nútímann. „Já, það er þarna ímyndað bæjarfélag, sem er dæmigert fyrir Ísland nútímans að ein- hverju leyti. Upphaflega átti sagan að gerast í tilteknum bæ á Íslandi, en svo breytti ég því, ákvað að hafa þetta bæ í minni ímyndun. Það er mikið af útlendingum í þjónustustörfum í bænum, eins og er víða í dag og sá veruleiki endurspeglast í bókinni.“ — Þú gerðir þrjár atrennur að bókinni, varstu alltaf með sama glæpinn í huga? „Nei, það kom núna — ég ákvað að nota morð sem væri ekki endilega með skýrum rök- legum forsendum og sjá hvernig það virkaði, glæp sem hafði ekki skýra orsök og hvernig lögreglunni gengi þá að leysa það, hversu langt sé hægt að komast í að leysa þannig glæp. Ég var með annarskonar sakamál fyrst, en nota það kannski seinna í öðrum bókum.“ — Þú nefnir að þér hafi þótt mikilvægt að létt væri að lesa bókina og það er líka talsverð kímni í henni. „Mér finnst mikilvægt að það sé gaman að lesa bækur. Maður er alltaf að skrifa fyrir ímyndaðan lesanda sem hefur sama smekk fyrir bókum og maður sjálfur og mér finnst gaman að lesa bækur sem hægt er að hafa gaman af óháð lausn sakamálsins, að persón- urnar séu lifandi og samfélagið sem er lýst sé áhugavert. Það er talsverð skemmtun í mann- lífinu, á hverjum degi er maður að rekast á eitt- hvað sem er skondið og hvers vegna ekki líka í þessum kringumstæðum? Ég vil ekki að lesandinn verði vitni að morð- inu, það var ákveðið frá byrjun að lesandinn er ekki með þegar morðið er framið, enda er það form sem mér finnst ekki henta mér. Eins eru lögreglumennirnir manneskjur með sín per- sónulegu vandamál, en þau yfirkeyra ekki glæpina, fjölskyldulíf þeirra er ekki svo erfitt að það liggur við að glæpurinn gleymist — það er enginn alkóhólisti sem leysir morðið í þess- ari bók.“ — Þó glæpurinn sé leystur er ýmsum spurn- ingum ósvarað um aðalpersónurnar, er fram- hald í smíðum? „Ég er að hugsa um aðra bók og er með hug- mynd að henni. Ég er yfirleitt með nokkrar bækur í kollinum, það er bara spurning hvernig þær raðast upp og hvað mig langar mest til að gera.“ Mikilvægt að það sé gaman að lesa  Í nýrri glæpasögu kynnir Ármann Jakobsson til leiks lögreglusveit sem orðið gæti grunnur bókaraðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölbreytt Ármann Jakobsson er yfirleitt með nokkrar bækur í kollinum. Útbreiðsla kristinnar trúará fyrstu áratugunum ogöldunum eftir krossfest-inguna er undrunarefni. Talið er að um 300 hafi kristnir menn verið um sex milljónir, fjölgað úr um 200.000 um aldamótin 200. Árið 312 taldi Constantínus mikli keisari að kristni guðinn hefði veitt honum brautar- gengi í valdabar- áttu í Rómaveldi. Hann lét skírast og tilkynnti árið 313 að engar höml- ur ættu lengur að vera á trúariðkun kristinna manna. Undir lok aldarinnar er talið að um helmingur 60 milljón íbúa keisara- dæmisins hafi aðhyllst kristna trú. Við dauða Krists árið 30 mynduðu lærisveinar hans og fáeinar konur, um 20 manns, Jesúhreyfinguna. Hafi félagafjöldi í henni verið um 30 millj- ónir árið 400 má kenna það við sigur- göngu. Í bókinni Kristur lýsir dr. Sverrir Jakobsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, því sem gerðist. Hann segist í inngangi fjalla um það „hvernig þetta hófst allt saman, hvernig rótgrónar hugmyndir um Krist urðu til, hvernig þær mótuðust og af hverju þær eru svo eðlisólíkar“. Sverrir veitir sögu- legt yfirlit en verður að sjálfsögðu einnig að bregða ljósi á guðfræðileg álitaefni. Sagan hefst á lýsingu á stjórnkerfi Rómaveldis og stöðu Pontíusar Pílat- usar innan þess. Henni lýkur árið 800 þegar Karlamagnús er krýndur af páfa og Hið heilaga rómverska keis- aradæmi kemur til sögunnar en það rann ekki á enda fyrr en árið 1806. Þetta er saga um grundvöll menn- ingar okkar Íslendinga og annarra þjóða sem búa við stjórnkerfi mótað af kristnum viðhorfum. Sverrir er ekki knúinn áfram af sannfæringar- þörf gagnvart lesandanum um gildi boðskaparins um Krist. Þvert á móti er texti hans hófstilltur og aldrei er gengið lengra en finna má stað í heimildum. Er þeirra oft getið innan sviga í textanum sjálfum. Lesandinn sannfærist um að Sverrir hefur velt hverjum steini. Fyrir honum vakir að skýra menn- ingarlegt samhengi okkar og upplýsa lesandann um „hvernig hugmyndin um Krist varð til og hvernig hún þró- aðist þar til hún tók á sig mynd sem er kunnugleg okkur sem búum í kristnum samfélögum,“ eins og segir í aðfaraorðum. Lögð er áhersla á að draga fram samfellu í hugmynda- og trúarheimi en algjör sérstaða Jesús verður strax ljós. Þótt hann sé úr röðum Gyðinga hikar hann ekki við að rísa gegn lög- máli þeirra. Helstu andstæðingar hans eru farísearnir, úr þeirra röðum kom þó sá sem réð mestu um út- breiðslu kristninnar, Páll postuli. Upprisinn Kristur birtist honum og snerist Páll þá til trúar á hann og hóf boðun hennar meðal annarra en Gyð- inga í löndunum við Miðjarðarhaf. „Hjá Páli postula hefst saga Krists þar sem henni lýkur í Markúsarguð- spjalli, með dauða og upprisu. Páll er þess fullviss að Jesús hafi fórnað lífi sínu og friðþægt þannig fyrir syndir mannanna. Upprisa hans er til marks um sigur á dauðanum, ekki einungis sigur Krists heldur alls mannkyns. Endanleg staðfesting á þeim sigri væri væntaleg von bráðar,“ segir á bls. 70 og á næstu bls.: „Þannig eru andi og hold hliðstæður lífs og dauða. Hér er ekki vísað í nein orð Jesú eða boðskap heldur er þetta útlegging Páls á merkingu fórnardauða hans og upprisu. Það siðferði sem Páll predik- ar hvílir á þessari forsendu.“ Sverrir fer í saumana á guðspjöll- unum og bréfum Páls, Postulasög- unni og öðrum textum sem mynda Nýja testamentið eins og það blasir við okkur nú á tímum. Höfundarnir höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að semja aðra meginstoð Biblíunnar. Irenaios (uppi um 130-202), biskup í Lugdunum (Lyon) tók saman texta og lagði grunn að Nýja testamentinu. Það olli ágreiningi meðal kristinna manna eins og síðan flest við túlkun textanna. Þessar deilur eru raktar í knöpp- um stíl. Þær snerta ekki aðeins guð- fræðilegan ágreining heldur einnig valdabaráttu veraldlegra höfðingja. Fyrir afskipti þeirra og viðleitni til að halda einingu innan ríkis síns knúðu höfðingjarnir á um sættir. Hvernig átti að skilgreina þríein- ingu föður, sonar og heilags anda? Voru faðir og sonur einn? Hver var staða Maríu guðsmóður? Mátti gera helgimyndir eða átti að lúta kröfum myndbrjóta? Sverrir lýsir leiðunum að sátt um þessi málefni og önnur auk þess að segja stjórnmálasögu í stórum drátt- um. Þegar litið er til þess að bókin er 305 bls. og þar af 28 undir heimilda- skrá, myndaskrá, atriðisorðaskrá, mannanafnaskrá og staðanafnaskrá er ljóst að miklum fróðleik er safnað á tiltölulega fáar síður sem að auki eru margar skreyttar litmyndum af listaverkum tengdum efni bók- arinnar. Höfundurinn hlýtur oft að hafa staðið frammi fyrir erfiðum vanda við að velja og hafna af þeim mikla fróð- leik sem hann aflaði sér við gerð bók- arinnar. Seinni hluti verksins er verulega þyngri aflestrar en fyrri hlutinn. Með tímalínu þar yfir merk- ustu áfangana hefði lesturinn orðið auðveldari. Hinu má ekki gleyma að frásagnir af efni guðspjallanna og boðskap Páls eru lesandanum al- mennt kunnuglegri en lýsingar á guðfræðilegum og pólitískum átökum þar til menn ná loks saman um trúar- játninguna. Um 100 listaverkamyndir eru í bókinni. Þær setja sterkan svip á hana og árétta áhrif Krists á list- og menningarsköpun af öllu tagi. Bókina tileinkar Sverrir „forvitnu stelpunni“ sinni Jakobínu Lóu sem er áminning um hve fráleitt er að minnka áherslu á sögu kristninnar í námskrá og al- mennri menntun. Sá sem fer á mis við allt sem rekja má til Krists í dag- legu lífi okkar kynnist ekki grunnstoð samfélagsins. Bók Sverris Jakobs- sonar er verðug umgjörð um hana. Margslungin sigurganga Krists Morgunblaðið/Hari Fróðleikur Í bókinni Kristur fjallar Sverrir Jakobsson um það hvernig rót- grónar hugmyndir um Krist urðu til og hvernig þær mótuðust. Sagnfræði Kristur – saga hugmyndar bbbbm Eftir Sverri Jakobsson. Hið íslenska bókmenntafélag, 2018. 306 bls.innb. BJÖRN BJARNASON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.