Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 35

Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Mótettukór Hallgrímskirkju heldur sína árlegu jólatónleika á sunnu- dag, 2. desember, kl. 17 og á þriðjudag, 4. des- ember, kl. 20 í Hallgrímskirkju. Að venju verður áhersla lögð á undur og dulúð jólanna í bland við þekkta að- ventu- og jóla- sálma. Meðal verka á efnis- skránni er „Magnificat“ eft- ir Sigurð Sævarsson sem verður flutt í fyrsta sinn hér á landi en það var pantað af Clare College- kórnum í Cambridge á Bretlandi og var frumflutt af honum í maí síðastliðnum. Líkt og aðrir Mag- nificat-sálmar er þar á ferð lof- söngur Maríu meyjar eftir boðun- ina, sunginn á latínu. Ekki hástemmt „Ég samdi annað verk sem heitir „Nunc dimittis“, það var frumflutt 2016 og er tengt þessu. Það er sag- an af Símeon sem var spáð að myndi ekki deyja fyrr en hann liti Jesú augum nýfæddan,“ segir Sig- urður. Í „Magnificat“ tali María um að engill hafi birst sér og sagt að hún yrði þunguð og verkin tvö fari því mjög vel saman. Sigurður segir mörg tónskáld tónlistarsögunnar hafa spreytt sig á lofsöng Maríu í aldanna rás. Hann er beðinn um að lýsa sínu verki, sinni nálgun á lofsönginn. „Þetta er ekki mjög hástemmt, þannig lagað. Ég á erfitt með að lýsa því en ég myndi segja að þetta væri mjög grípandi, þannig lagað, ekki mjög þungt,“ svarar Sigurður. –Og þá ekki flókið að læra? „Ja, það er glettilega erfitt að syngja þetta en það hljómar mjög einfalt,“ segir Sigurður og hlær við. „Þetta er mjög tært og það er nú yfirleitt það sem ég hef gert í þess- ari kórmúsík sem ég hef samið, hún er mjög berstrípuð þannig að það ber mjög mikið á hverri rödd. Þú getur ekki falið þig inni í hljómnum. Verkið er krefjandi að syngja þó nóturnar séu ekki marg- ar.“ Af öðrum verkum á efnisskrá jólatónleikanna má nefna „Slá þú hjartans hörpustrengi“ eftir J.S. Bach og „O magnum mysterium“ eftir Ola Gjeilo en í því síðarnefnda mun Auður Hafsteinsdóttir leika á fiðlu. Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari mun leika á Klais-orgel Hallgrímskirkju á tónleikunum. Grípandi lofsöngur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hátíðarstund Mótettukór Hallgrímskirkju með stjórnanda sínum á jólatónleikum sínum í kirkjunni fyrra. Sigurður Sævarsson  „Magnificat“ Sigurðar Sævarssonar verður flutt í fyrsta sinn hér á landi á jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju flest ónefnd; á nokkrum stöðum er ekki alveg ljóst hvar eitt endar og annað tekur við þótt ljóð og erindi andi og flæði vel. Um miðja bók er þó uppbrot í flæðinu, með einskonar sendibréfi í annarri leturgerð sem hefst með áletruninni „Kæri Hylur Hörður“. Og bókinni lýkur með eina ljóðinu með titli, „Ástarljóð til 33-A“ heitir það og vísar titillinn væntan- lega í samnefnda geðdeild. Þar lofar málglaður og þakklátur ljóðmæland- inn að „koma hingað á hverjum / morgni í huganum næstu tíu árin með tvö dúsín af ljósblæðandi rósum.“ Annars má segja að ljóð bókar- innar fjalli um hrun og leit að til- gangi. Í viðtali hér í blaðinu sagði Ísak ljóðin hafa hlaðist upp hjá sér síðustu ár og þau séu persónulegri en oft áður, sem er athyglisvert að heyra. Hann sagði líka að manninum sem hefur orðið „finnst heimurinn hafa hrunið. Hann stendur í rúst- unum og reynir að raða saman brot- unum.“ Og ljóðmælandinn gefur tón- inn strax í byrjun, það eigi ekki að búast við neinu, en Þegar allt er hrunið er ekkert eftir nema ástin, ólm, heit og blæðandi – ógreypanleg í nokkurt form. Tilfinningin fyrir áhrifum efna- hagshrunsins er áberandi í bókinni og í fyrstu ljóðunum stendur ekkert hús lengur, „engin bók, engin merk- ing. / Aðeins óteljandi brot þess sem var.“ Vonleysið ríkir þótt fólkið haldi áfram að puða: „Heimurinn alltaf gjaldþrota. // Samt / stritaðist hann við að borga skuldirnar / í stað þess að umfaðma gnægðir lífins“. Ljóðmælandin er stundum lítil drengur að leita reka í fjöru, í einu ljóðinu gengur hann eftir hrunið fram á augað úr Einstein við hlið aug- ans úr leikfangabangsa; „saman í kór stara / í brostinn himin.“ Og í öðru ljóði er allt mannkynið orðið slíkur reki í fjöru. Myndmál Ísaks er ætíð tært og afar persónulegt, hið stóra speglar hið smáa og guðdóminn er víða að finna. Leiðin gegnum ljóð bókarinnar liggur að sátt og skilningi; vilja til að halda áfram og njóta lífsins og gæða þess. Undir lokin sér ljóðmælandinn fallega „sólgulan strætó / renna til austurs í kvöldhúminu / til móts við morgundaginn. // Glætó! // Mætti segja mér / að vagnstjórinn heiti Þrá- in…“ segir þar „Og þarna ertu!“ seg- ir hann síðan: Liðast og liðast ólm, heit og blæðandi á vit sjóndeildarhringsins og sínýrra heimkynna út í það óendanlega… Ástin mín, ljóðið mitt, mannkynið: Farvegur dásemda Guðs. Ljósmynd/Skarphéðinn Bergþóruson Skáldið „Það að ný ljóðabók eftir Ísak komi út er vitaskuld fréttnæmt – og hún er mjög góð,“ segir um bók Ísaks Harðarsonar, þá fyrstu í níu ár. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 1/12 kl. 19:30 21.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Insomnia (Kassinn) Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 5/12 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Fokkað í fullveldinu (Stóra sviðið) Lau 1/12 kl. 22:00 Frekar vandræðaleg kvöldstund á Stóra sviðinu leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Elly (Stóra sviðið) Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Sun 9/12 kl. 20:00 180. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Fim 13/12 kl. 20:00 181. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Fim 6/12 kl. 20:00 178. s Lau 15/12 kl. 20:00 182. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Sun 16/12 kl. 20:00 183. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Fös 14/12 kl. 20:00 24. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Sun 2/12 kl. 20:00 6. s Fim 6/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 Lokas. Aðeins þrjár sýningar eftir! Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Lau 22/12 kl. 13:00 9. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 16/12 kl. 13:00 8. s Aðeins sýnt á aðventunni. Ríkharður III (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Ég, tveggja stafa heimsveldi Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.