Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 44
*Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró og flug bókað fram og til baka. ÁNÆGJULEG AÐVENTA Njóttu aðventunnar á einstökum áfangastað. Ljúktu við jólagjafakaupin, tylltu þér á kaffihús eða þræddu jólamarkaðina. Hafðu það notalegt og pantaðu ógleymanlega ferð með WOW air. FRÁ4.999kr.* BÓKAÐUNÚNA ÁWOWAIR.IS Hádegistónleikar Íslenska flautu- kórsins fara fram í dag kl. 12.10 í Listasafni Íslands. Hafdís Vigfús- dóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason munu leika verk eftir J. S. Bach, Camille Saint-Saëns og Gabr- iel Fauré. Yfirskrift tónleikaraðar- innar er Andrými í litum og tónum og er aðgangur að tónleikum ókeypis. Hafdís og Kristján leika í listasafninu FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Það er enginn vafi á að við förum í hvern leik til þess að vinna og teljum okkur eiga alla möguleika á því. Við vitum vel að leikirnir verða erfiðir en liðið mætir fullt af eldmóði og er staðráðið í að ljúka þessu dæmi með sóma,“ segir Axel Stefánsson, þjálf- ari kvennalandsliðsins í handbolta, sem mætir Tyrklandi í undankeppni HM í Skopje í kvöld. » 1 Liðið staðráðið í að ljúka þessu með sóma ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Lagahöfundarnir Jelena Ciric og Marteinn Sindri halda tónleika í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í kvöld kl. 20 og bera þeir yfirskriftina Fararsnið. „Tónlistarfólkið Jelena og Marteinn hafa búið í samtals sjö löndum og hefur sú reynsla þeirra haft djúp- stæð áhrif á tónlist hvors um sig,“ segir um tónleikana á Facebook og að þau muni flytja eigin tónlist um ferðir með ýmsu sniði. Sérstakur gestur verður Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari og aðgangur er ókeypis. Flytja eigin tónlist um ferðir með ýmsu sniði Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Söngvari lítið þekktrar pönk- hljómsveitar er nú bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Karl Óttar Pét- ursson bæjarstjóri er þessar vik- urnar að ganga frá fjárhagsáætlun ásamt samstarfsfólki sínu á bæjar- skrifstofum og í bæjarstjórn. Karl Óttar tók við starfi bæjar- stjóra í ágúst. Sótti um starf sem hann sá auglýst. Hann er 47 ára hæstaréttarlögmaður og var for- stöðumaður lögfræðisviðs Arion banka en langaði að breyta til. Einu tengslin við Fjarðabyggð voru þau að hann stýrði um tíma og í félagi við fleiri þungarokkshátíðinni Eistna- flugi sem haldin hefur verið árlega í Neskaupstað. Hún lenti í fjárhags- hremmingum eins og flestar aðrar tónlistarhátíðir landsins. Karl Óttar vonast til að hægt verði að halda þessari hátíð úti áfram því það sé mikilvægt fyrir Fjarðabyggð að hafa innan sinna bæjarmarka alþjóðlega tónlistarhátíð. Þótt Karl hafi ekki verið lengi í starfi bæjarstjóra segir hann að starfið sé fjölbreytt og skemmtilegt. Það sé áskorun að vera bæjarstjóri í sveitarfélagi með sjö byggðarkjarna og tilheyrandi fjölda skóla og ann- arra stofnana á vegum sveitarfé- lagsins. „Það er gaman að kynnast nýju fólki. Það er gott fólk í Fjarða- byggð,“ segir Karl Óttar. Áhugamál í áratugi Þótt Karl segi fjálglega frá styrk- ingu innviða, lækkun skólamáltíða, eflingu forvarna, viðbyggingu leik- skóla og lagfæringu á höfnum sem fjallað er um í fjárhagsáætlun flögr- ar samtalið fljótlega að áhugamáli sem hann hefur átt með félögum sín- um frá því á menntaskólaárunum: Pönkhljómsveitinni Saktmóðigum. „Við spilum pönk sem fáir Íslend- ingar hafa gaman af. Við erum aðal- lega að gera þetta fyrir okkur sjálfa,“ segir söngvarinn. Hann segir þó að hljómsveitin hafi gefið út átta eða níu plötur. Þeir tóku þær upp og gáfu út hráar en tóku upp á þeirri nýbreytni við síðustu plötu að láta hljóðblanda hana. Hentu í ónotað orð Nafn hljómsveitarinnar, Saktmóðigur, á sér vitaskuld sína sögu. Félagarnir voru að læra goða- fræði og fleiri forn fræði í mennta- skólanum og þegar nefna þurfti hljómsveitina leituðu þeir á þeim slóðum að gömlu orði. „Við hentum í þetta ónotaða orð. Það kom svo í ljós síðar að það er tökuorð úr dönsku og þýðir hógvær. Það passar ágætlega við okkur,“ segir Karl Óttar með bros á vör. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Í bæjarstjóragallanum Málverk Norðfirðingsins Tryggva Ólafssonar á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar er vinsæll bakgrunnur þegar Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri situr fyrir á ljósmyndum. Söngvari Saktmóðigs gerir fjárhagsáætlun  Nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir starfið skemmtilegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.