Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 22

Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nokkur um-ræða hefurverið um þá öfugsnúnu stað- reynd að böggla- sendingar frá Kína eru niðurgreiddar og það for- skot, sem það veitir Kínverjum í netverslun. Það getur oft ver- ið erfitt að átta sig á um hvað mál af þessu tagi snúast, en Guðmundur Magnason, for- stjóri Heimkaupa, sýndi það svart á hvítu á fundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðs- ins, í höfuðstöðvum Árvakurs í Hádegismóum í gærmorgun. Eins og fram kemur í frásögn af fundinum á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag sagði Guðmundur frá því að hann hefði látið á þetta reyna. Heim- kaup hefðu verið gagnrýnd fyrir að okra á leikföngum, sem nefnast þyrilvængjur og fyrir- tækið seldi á 299 krónur. Þær mætti fá fyrir minna fé að utan. Guðmundur ákvað að afsanna þetta og pantaði þyrilvængjur frá Kína á hálfan dollar eða 62 krónur. Hálfur dollar til við- bótar bættist við í sendingar- kostnað og var enginn virðis- aukaskattur innheimtur. Heimkaup hefðu hins vegar þurft að borga fullan send- ingarkostnað og skattinn. Við slíka skekkju í samkeppni verði ekki unað. Ástæðan fyrir þessum niður- greiðslum er sú að í samningi Alþjóðapóstsambandsins er póstfyrirtækjum skylt að niður- greiða bögglasend- ingar frá ríkjum sem eru skilgreind þróunarríki. Það á við um Kína. Þótt Kínverjar geri tilkall til þess að leysa Bandaríkjamenn af hólmi sem mesta stórveldi heims verjast þeir fimlega öllum tilraunum til að færa þá úr þróunarríkis- flokki hjá póstsambandinu. Komið hefur fram að kostn- aður Íslandspósts út af er- lendum sendingum hleypur á nokkur hundruð milljónum króna á ári og er fjallað um það mál á síðu 10 í blaðinu í dag. Niðurgreiðslurnar til Kína eru ekki aðeins gagnrýndar á Íslandi. Fyrirtæki í Banda- ríkjunum kvarta einnig undan því að sendingarkostnaður þeirra valdi því að þau standi höllum fæti gagnvart Kín- verjum. Dýrara sé að fá böggla senda innan Bandaríkjanna en frá Kína. Fyrir vikið hefur Donald Trump Bandaríkja- forseti tilkynnt að Bandaríkja- menn gangi úr Alþjóðapóst- sambandinu verði ekki breyting á. Dæmið sem Guðmundur rakti á fundinum í gær sýnir hversu öfugsnúnar niður- greiðslurnar til Kínverja eru þegar margfalt ódýrara er að fá vörur sendar frá löndum hinum megin á hnettinum en úr næsta húsi á Íslandi. Kínverjar fá niður- greiðslur á kostnað íslenskra fyrirtækja} Svart á hvítu Í fyrra komst fjöl-miðlanefnd að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hefði brotið lög, nánar tiltekið 2. mgr. 7. gr. laga um stofnunina með kostun á nokkr- um dagskrárliðum. Í ákvörðun fjölmiðlanefndar frá liðinni viku kemur fram að Ríkisútvarpið hafi brotið aftur gegn þessari sömu málsgrein, sömu greinar sömu laga. Nú vegna kostunar í tengslum við umfjöllun um HM í knatt- spyrnu. Þessar ákvarðanir fjölmiðla- nefndar um ítrekuð lögbrot Ríkisútvarpsins ættu að verða stofnuninni verulegt umhugs- unarefni og kalla á endurskoðun starfseminnar. Ekki síst í ljósi þess að fjölmiðlanefnd leggur sig mjög fram um að sneiða hjá því að finna að starfsemi Ríkis- útvarpsins, þar með talið í um- ræddri ákvörðun. Þar segir til dæmis að ekki sé tilefni til af- skipta eða íhlutunar fjölmiðla- nefndar, „að svo stöddu“, vegna kvartana um að Ríkisútvarpið hafi gert lágmarkskaup auglýs- inga að skilyrði fyrir auglýs- ingakaupum í tengslum við HM 2018. Þetta segir fjöl- miðlanefnd þó að allir sem til þekkja viti að Ríkis- útvarpið setti þessi skilyrði og að Ríkisútvarpið hafi í kynn- ingarefni sínu sagt það berum orðum! Þar segir: „Lágmarks- kaup 10.000.000 kr. í júní & júlí“. Skýrara gæti það ekki ver- ið og samt kemst fjölmiðlanefnd að þeirri niðurstöðu, „að svo stöddu“, að þessi krafa hafi ekki verið gerð. Þetta er verulega ámælis- vert, en ekki er síður ámælis- vert að í tilkynningu Ríkis- útvarpsins vegna ákvörðunar fjölmiðlanefndar og í við- brögðum útvarpsstjóra við henni, er ekkert sem bendir til að Ríkisútvarpinu þyki verra að hafa brotið lög. Lögð er áhersla á að fjölmiðlanefnd telji ekki að Ríkisútvarpið hafi brotið önnur lög en að framan greinir og út- varpsstjóri segist „sáttur“ við niðurstöðuna. Hefði ekki verið í lagi að stofnunin sýndi einhver merki iðrunar vegna ítrekaðra lögbrota? Rúv. er sátt og iðrast einskis}Ítrekuð lögbrot Ríkisútvarpsins S ýning Náttúruminjasafns Íslands helguð einni mikilvægustu auð- lind okkar, vatninu, verður opn- uð í Perlunni á morgun, sjálfan fullveldisdaginn. Sýningin ber yfirskriftina Vatnið í náttúru Íslands og mun veita gestum nýstárlega sýn í leyndar- dóma vatnsins og mikilvægi þess fyrir far- sæla framtíð og búsetu í landinu. Markmið sýningarinnar er meðal annars að benda okkur á að umgangast vatnið í öllum sínum myndum af aðdáun og virðingu og fræða gesti um undur náttúrunnar. Opnun sýningarinnar er merkur áfangi í sögu Náttúruminjasafnsins. Hún er fyrsta stóra sýningin sem höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum setur upp á eigin vegum síðan safnið var formlega sett á laggirnar árið 2007. Einnig má segja að þessi sýning sé fyrsta skrefið í áttina að því að hér á landi verði til fullbúið safn í náttúrufræðum þar sem fyrir hendi verða sér- fræðingar á sviði náttúru- og safnafræða og aðstaða til móttöku náttúruminja, skráningar þeirra og varð- veislu. Safnið fær nú til afnota 340 fm hæð í Perlunni í Öskjuhlíð þar sem fyrirtækið Perla norðursins setur upp fjölbreyttar sýningar tengdar íslenskri náttúru og hugviti, listfengi og nýjustu tækni er einnig beitt til þess að gera upplifun gesta sem áhrifa- ríkasta. Náttúruminjasafn Íslands er mennta- og fræðslustofnun og ein af grunnstoðum samfélagsins á því sviði. Miðlun með sýn- ingahaldi er mikilvægur þáttur í starfsemi allra safna og nú þegar meiri samkeppni er um tíma fólks og athygli þarf að huga vel að framsetningu og miðlunarleiðum. Nýja sýningin er bæði frumleg og falleg og gerir ráð fyrir virkri þátttöku gesta. Fagnaðarefni er að börnum er gert sér- staklega hátt undir höfði í miðlun sýning- arinnar og er sýningin að verulegu leyti sniðin að því að vekja áhuga ungra gesta. Tveir safnkennarar munu sinna sér- staklega móttöku skólahópa á sýninguna og sjá um kennslu, einkum fyrir leik- og grunnskóla. Íslensk náttúra hefur mikla sérstöðu á alþjóðavísu og er eitt helsta aðdráttarafl fyrir erlendra gesti sem hingað sækja. Í þessari nýju sýningu Náttúruminja- safnsins er þekkingu vísindamanna á íslenskri nátt- úru miðlað á eftirtektarverðan hátt og fá gestir tæki- færi til að upplifa vatnið í nýju og fræðandi ljósi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Náttúruminjasafn á tímamótum Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjögur íslensk eldfjöll sýnanú hegðun sem gæti áendanum leitt til eldgosa,að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þau eru Hekla, Bárðarbunga, Grímsvötn og Öræfajökull. „Þessi eldfjöll eru mælanlega að þenjast út. Kviku- þrýstingur fer vaxandi í þeim sam- kvæmt mælingum,“ sagði Páll. Hann sagði ómögulegt að segja hvert þessara eldfjalla gýs næst. „Grímsvötn hafa verið í ákveðnum ham síðan í gosinu 1983. Það verður þensla í fjallinu, svo sígur það þegar gýs og byrjar strax aftur að tútna út,“ sagði Páll. Grímsvötn gusu síðast 2011 stóru gosi. Þar áður gusu þau 2004 og 1998. Gjálpargosið 1996 varð mjög nálægt Grímsvötnum en ekki er fullljóst hvort það var fóðrað úr Grímsvatnaeldstöðinni eða Bárðar- bungu. Þar áður gusu Grímsvötn 1983 og höfðu þá ekki gosið síðan árið 1934. Frá því að land byggðist hafa Grímsvötn gosið um 65 sinnum. „Grímsvötn hafa gosið nokkuð reglulega undanfarið. Það er ekki fjarri lagi að þau séu komin á seinni hluta undirbúnings fyrir næsta gos. Atburðarásin er heldur hægari nú en hún hefur verið fyrir síðustu gos. Það gæti lengt tímann svolítið,“ sagði Páll. Hann sagði að gosum utan við öskjuna hefði fylgt stærri hlaup. Þá yfirfyllist Gríms- vatnalægðin undir jöklinum af vatni sem hleypur síðan fram í mjög stórum hlaupum. Þannig kom mjög stórt hlaup 1938 og eins 1996 þegar gaus í Gjálp. Grímsvatna- gosið 2011 kom á óvart fyrir hvað það var stórt. Gosin 1934, 1983, 1998 og 2004 höfðu verið lítil eld- gos. Gosið 2011 byrjaði með mikl- um látum og háum gosmekki sem reis í allt að 20 km hæð. Langtímaforboðar sýna sig „Það sem við sjáum núna í Grímsvötnum og eins í Öræfajökli, Bárðarbungu og Heklu er lang- tímaforboði. Fjöllin eru að undir- búa gos og ef þessi undirbúningur heldur áfram þá verða eldgos í fyrirsjáanlegri framtíð. Þau gætu allt eins hætt við og það eru þekkt dæmi um að eldfjöll hafi hætt við í miðjum klíðum.“ Segja má um Heklu að hún sé komin fram yfir sig í undirbún- ingnum. Páll telur ekki útilokað að Grímsvötn geri eitthvað svipað. „Þetta þekkjum við úr Kröflu. Hún gerði þetta stundum að hún reis umfram það sem hún hafði gert þegar áður höfðu komið gos,“ sagði Páll. Hann segir að skjálfta- virkni bendi til þess að þensla sé í Bárðarbungu og GPS-mælingar bendi einnig til þess. Það fari því varla á milli mála að þrýstingur sé að vaxa undir Bárðarbungu. Hins vegar hafi Holuhraunsgosið 2014 verið stór atburður og öskjuhrunið sem fylgdi geti orðið til þess að eldstöðin verði lengi að ná upp þrýstingi að nýju. „Öll þróun sem við sjáum nú bendir þó til þess að Bárðarbunga sé að safna fyrir næsta gosi,“ sagði Páll. „Hafa ber í huga að þessar eldstöðvar eru allar mjög fjölhæf- ar. Við föllum stundum í þá gryfju að gera ráð fyrir því að næsta gos verði eins og það síðasta. Þetta er sérstaklega varasamt í sambandi við Kötlu. Við erum alltaf að horfa á gosið 1918 og ímynda okkur að næsta gos verði þannig. Katla gæti verið í allt öðrum hugleiðingum.“ Nefna má að árin 1955, 1999 og 2011 urðu atburðir í Kötlu sem hafa öll einkenni eldgosa. Ekkert þeirra náði þó upp í gegnum jökulinn. Til að ná upp úr jöklinum þarf stórt eldgos. Allar eldstöðvar eiga líka til lítil eldgos og er nokkuð ljóst að sum þeirra munu ekki ná upp í gegnum jökul sé hann til staðar. Þekkt eldfjöll eru að búa sig undir eldgos Eldgos í Bárðarbungu, Grímsvötnum, Heklu og Öræfajökli geta mögulega valdið miklum óskunda, að sögn Páls Einarssonar jarð- eðlisfræðings. Öræfajökull er nálægt mannabyggð og fjöl- sóttu ferðamannasvæði, sem kallar á aukinn viðbúnað og að viðbrögð séu vandlega undirbúin komi til eldgoss. Búið er að koma fyrir sírit- andi mælitækjum við Öræfa- jökul sem notuð eru við sólarhringsvöktun fjallsins á Veðurstofu Íslands. Vísindamenn og yfirvöld almannavarna hafa farið yfir stöðuna á samráðsfundum vegna Öræfajökuls. Fyrir um mánuði var haldinn al- mennur íbúafundur í Öræfum þar sem vís- indamenn greindu íbúunum frá því sem hefur verið að gerast í eldfjallinu og hvernig vöktunin fer fram. Einnig var fjallað um gerð við- bragðsáætlunar vegna eldgoss í Öræfajökli. Vöktun og viðbrögð ELDFJALLAEFTIRLIT Páll Einarsson 4 3 2 1 0 Heimild: Veðurstofa Íslands 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 dagar Uppsöfnuð virkni (Nm 1014) Eldgos í Grímsvötnum 18. des. 1998 til 12. jan. 1999 1. til 7. nóvember 2004 21. til 28. maí 2011 1. nóv. 2004 2.119 dagar frá gosinu 1998-99 21. maí 2011 2.375 dagar frá gosinu 2004 Grímsvötn Uppsöfnuð jarðskjálftavirkni í aðdraganda eldgosa 2.742 dagar eru nú frá gosinu 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.