Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 40

Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 Í liðinni viku var frumsýnd í sögu- frægu borgarleikhúsi í München, Gärtnerplatz, útfærsla Ernu Ómarsdóttur listdansstjóra Ís- lenska dansflokksins, og Höllu Ólafsdóttur danshöfundar á sögu Williams Shakespeare um Rómeó og Júlíu við klassíska ballettónlist eftir Sergei Prokoviev. Sýning hefur hlotið afar góðar viðtökur, bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum fjölmiðla þar ytra. Í tilkynningu frá Íslenska dans- flokknum segir að sýningunni hafi til að mynda verið líkt við róttæka kvikmynd í anda leikstjórans Dav- ids Lynch. Í umfjöllun BR-Klassik er talað um hugrekki, dásemd, þokka og óhugnanlegan samleik í túlkun Ernu og Höllu og sé um að ræða „sigur fyrir hina fullkomlega óhræddu Íslendinga“. Í miðlinum Access to Dance er talað um lista- verk sem fer langt fram úr „hinni klisjukenndu og dæmigerðu valda- skiptingu sem finnst venjulega í ballettsýningum,“ og í Münchner Merkur eru Erna og Halla sagðar „kynna verk Shakespeare sem holdi klædda og sársaukafulla at- höfn – eins og samfélagið okkar lít- ur út í dag“ og eru sem flestir hvattir til að upplifa það. Verki Ernu og Höllu hrósað í München Morgunblaðið/Golli Danshöfundur Erna Ómarsdóttir túlkar Rómeó og Júlíu ásamt Höllu Ómarsdóttur. Í málstofu sem haldin verður í tón- listardeild Listaháskóla Íslands að Skipholti 31 í dag, föstudag, milli kl. 15 og 17 verður kynntur afrakstur tilraunaverkefnisins Training Artists Without Borders. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra evr- ópskra menningarstofnana og listaháskóla. Þátttakendur í mál- stofunni eru Alexander Roberts, fagstjóri meistaranáms við sviðs- listadeild LHÍ, Berglind María Tómasdóttir, dósent við tónlist- ardeild LHÍ, Fríða Björk Ingvars- dóttir rektor LHÍ, Sigurður Hall- dórsson, prófessor og fagstjóri NAIP (New Audience, Innovative Practice) við LHÍ, Tryggvi M. Baldvinsson, deildarforseti tónlistardeildar LHÍ, Þorgerður Edda Hall, verkefnastjóri alþjóðasviðs LHÍ, Þóra Einarsdóttir, prófessor og fagstjóri söngbrautar tónlistardeildar LHÍ, og nemendur við tónlistar- og sviðslistadeildir LHÍ. Verkefnið hefur snúist um að þróa leiðir og þekkingu til að byggja upp listnám sem tekst á við þann breytta veruleika að sífellt fleiri listamenn vinna þvert á listgreinar og að þver- faglegar áherslur í listnámi verða æ mikilvægari. Á sama tíma hefur stafrænt umhverfi og ný þekking getið af sér nýjar leiðir til miðlunar og listnáms. Málstofa í LHÍ um tilraunaverkefni Morgunblaðið/Eggert Tilraunir Frá útskriftarsýningu LHÍ. Þver- faglegar áherslur í námi eru að styrkjast. Fimm konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur franska kvik- myndaleikstjóranum og framleið- andanum Luc Besson og saka þær hann um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Bætast þær í hóp fjögura kvenna sem áður höfðu sakað leik- stjórann um viðlíka athæfi, meðal annars um nauðgun. Samkvæmt The Guardian yfir- heyrði franska lögreglan Besson fyrr á árinu vegna þeirra ásakana en saksóknari hefur ekki lagt fram kæru. Besson hafnar ásökunum um nauðgun, og segir þær tóman hugarburð. Meðal þekktustu kvikmynda Besson eru Subway (1985), The Big Blue (1988), Nikita (1990), Leon (1994) og The Fifth Element (1997). Fyrrverandi aðstoðarmaður Besson er meðal þeirra sem stigu fram nú og segist hún hafa verið neydd til að eiga í kynferðislegu sambandi við hann og auk þess hafi Besson áreitt sig kynferðislega. Fleiri saka Besson um ofbeldi og áreitni Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leikstjórinn Luc Besson á kvikmynda- hátíðinni í Cannes fyrir rúmum áratug. Katarina Frostenson, sem verið hef- ur meðlimur Sænsku akademíunnar (SA) frá árinu 1992, hefur ráðið lög- manninn Per E. Samuelsson til að gæta hagsmuna sinna í samskiptum við SA. Þegar Frostenson hafnaði því um síðustu mánaðamót að draga sig tafarlaust út úr öllu starfi SA til frambúðar ákvað SA að hefja rann- sókn á ásökunum þess efnis að Frostenson hefði rofið trúnað við SA og gerst sek um fjárhagsbrot, en hún hafnar öllum ámælum. Áður hafði sambærileg rannsókn verið unnin vegna eiginmanns hennar, Jean-Claude Arnault, en saman ráku þau bókmenntaklúbbinn Forum sem árum saman naut fjárhagsstuðnings SA. Samuelsson hefur sem lögmaður sérhæft sig í efnahagsbrotum og unnið fyrir þekkta einstaklinga á borð við Julian Assange. Fyrr í vikunni hlaut Sara Danius verðlaun frá jafnréttissamtökunum Klara K sem fyrirmynd ársins vegna starfa sinna hjá SA. Danius var rit- ari SA þegar 18 konur stigu fram undir lok síðasta árs og ásökuðu Arnault um kynferðisofbeldi. Hún tók strax á málum af festu, skar á öll tengsl SA við Arnault og fól lög- fræðistofunni Hammarskiöld & Co að rannsaka tengsl Arnault við alla meðlimi SA. Þáverandi meirihluti SA setti Danius af sem ritara í vor þegar hún krafðist þess að úttektin yrði afhent lögreglu. „Að okkar mati hefur hún sýnt mikið hugrekki og heilindi,“ segir Camilla Wagner stjórnandi Klara K um Danius. silja@mbl.is Frostenson í vörn en Danius heiðruð Katarina Frostenson Sara Danius Love Actually Metacritic 55/100 IMDb 7,6/10 Bíó Paradís 20.00 Goonies Metacritic 60/100 IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 20.00 Anna and the Apocalypse Metacritic 72/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 20.00, 23.00 The Guilty Morgunblaðið bbbbn Metacritic 82/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 22.20, 23.00 Svona fólk Bíó Paradís 18.00 Cold War Metacritic 90/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 22.00, 22.20 Mæri Metacritic 78/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.20 Erfingjarnir Metacritic 82/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 18.00, 20.00 Plagues of Breslau Bíó Paradís 17.40, 20.00 Creed II 12 Hinn nýkrýndi heimsmeist- ari í léttþungavigt, Adonis Creed, berst við Viktor Drago, son Ivan Drago, og nýtur leiðsagnar og þjálf- unar Rocky Balboa. Metacritic 67/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 19.45, 22.25 Sambíóin Álfabakka 17.00, 17.20, 19.30, 20.30, 22.10, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 19.30, 22.10 Sambíóin Akureyri 19.30, 22.10 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.10 Overlord 16 Metacritic 52/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Bohemian Rhapsody 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 49/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.00 Smárabíó 17.00, 20.30, 22.40 Háskólabíó 18.00, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 22.00 The Girl in the Spider’s Web 16 Metacritic 48/100 IMDb 5,7/10 Háskólabíó 20.30 Lof mér að falla 14 Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur al- varlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,8/10 Háskólabíó 20.40 Undir halastjörnu 16 Myndin byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaup- stað. Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,8/10 Háskólabíó 18.30 Venom 16 Morgunblaðið bbnnn Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 20.00 Johnny English Strikes Again Metacritic 36/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 20.00 Ralf Rústar Internetinu Sugar Ruch spilasalurinn er í rúst, og Ralph og Vanellope þurfa að bregða sér á inter- netið til að endurheimta hlut sem nauðsynlegur er til að bjarga leiknum. Metacritic 71/100 IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 17.00 Sambíóin Álfabakka 15.30, 18.00, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.00 Sambíóin Akureyri 17.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 17.00, 22.20 Smárabíó 15.20, 17.50 The Grinch Laugarásbíó 15.50, 17.50 Sambíóin Álfabakka 15.10, 17.50 Sambíóin Keflavík 17.20 Smárabíó 15.15, 17.30 Háskólabíó 18.20 Borgarbíó Akureyri 17.30 The Nutcracker and the Four Realms Metacritic 39/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 15.40 Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 57/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 17.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.40, 20.30, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 22.15 Sambíóin Akureyri 16.45, 19.30 Sambíóin Keflavík 19.30 Smárabíó 16.00, 16.40, 19.10, 19.40, 22.10, 22.30 Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald 12 A Star Is Born 12 Kvikmyndastjarna hjálpar ungri söngkonu og leikkonu að slá í gegn, þó svo að ferill hans sjálfs sé á hraðri nið- urleið vegna aldurs og áfeng- isneyslu. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.30 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30 Widows 16 Fjórar konur taka á sig skuldir sem orðið hafa til vegna glæpaverka eiginmanna þeirra og taka síðan málin í sínar hendur. Metacritic 84/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 22.15 Smárabíó 19.50, 22.40 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 19.30, 22.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.