Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 18

Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 18
forstjóra Festar. Í leiðréttingu félagsins segir að hagnaður félagsins og heildarhagnaður hafi verið vantalinn um 112 milljónir króna þar sem vaxtagjöldin hafi verið oftalin um 140 milljónir. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi var því 983 milljónir og heildarhagnaður 1.004 milljónir. Ánægður með uppgjörið „Ég uppgötvaði þetta eftir stjórnarfund í gær [í fyrradag] og við leiðréttum það strax og send- um út leiðréttan árshlutareikning skömmu eftir miðnætti,“ segir Eggert og kveðst aðspurður vera mjög ánægður með rekstrarniðurstöðu fjórðungsins hjá félaginu. tobj@mbl.is Ástæðan fyrir því að Festi hf. sendi frá sér leið- réttingu á afkomu þriðja ársfjórðungs 2018 í fyrrinótt, var sú að allur lántökukostnaður af láni sem tekið var í byrjun september síðastlið- ins vegna kaupa N1 á Krónunni og ELKO var ranglega færður í þeim sama mánuði. Sam- kvæmt íslenskum og alþjóðlegum reiknings- skilastöðlum ber að dreifa lántökukostnaði á líf- tíma lánsins. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Eggert Þór Kristófersson, Lántökugjald bókfært í heilu lagi  Hagnaður jókst eftir leiðréttingu í fyrrinótt Morgunblaðið/Eggert Afkoma Hagnaður Festar, sem rekur m.a. Krón- una, var 983 milljónir á þriðja fjórðungi ársins. 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Það felst gríðarleg mismunun í því að fyrirtæki sem vill senda vöru frá Kópavogi og upp á Akranes þurfi að greiða mun hærra verð fyrir það og fyrirtæki sem sendir sambærilega vöru frá Beijing í Kína upp á Skipa- skaga. Þetta sagði Guðmundur Magnason, forstjóri Heimkaupa á fjölsóttum fundi Kompanís, við- skiptaklúbbs Morgunblaðsins, sem haldinn var í höfuðstöðvum Árvak- urs í gærmorgun. Í máli sínu vísaði Guðmundur til þeirrar staðreyndar að vörur sem fluttar eru til landsins frá Kína njóta niðurgreiðslu á sendingar- kostnaði. Kemur það til vegna þess að samningur Alþjóðapóstsam- bandsins gerir póstfyrirtækjum skylt að niðurgreiða bögglasending- ar frá ríkjum sem skilgreind eru sem þróunarríki. Niðurgreiða samkeppnina Hefur Ingimundur Sigur- pálsson, forstjóri Póstsins, bent á að kostnaður Íslandspósts vegna erlendra póstsendinga af þessu tagi kosti fyrirtækið um hálf- an milljarð á ári. „Mér finnst liggja í aug- um uppi að við sem er- um að senda vörur án niðurgreiðslu séum í raun að borga bæði undir okkar vöru og þeirra sem eru í samkeppni við okkur en gera það frá Kína,“ sagði Guðmundur á fundinum í gær. Hann tók dæmi af vöru sem naut mikilla vinsælda hjá börnum og unglingum fyrir nokkrum misserum en það eru svo- kallaðar þyrilvængjur (e. fidget spinners). „Við vorum gagnrýnd fyrir að okra á þessari vöru en við seldum hana á 399 kr. Það svaraði hins veg- ar varla kostnaði. Fólk benti hins vegar á að það væri hægt að fá þetta miklu ódýrara að utan. Ég ákvað því að sýna fram á að það væri ekki rétt.“ Guðmundur pantaði því þyril- vængju frá Kína einn dollar, jafn- virði 124 kr. á núverandi gengi. Þá hafi sendingarkostnaður hálfur doll- ari eða 62 kr. Hins vegar hafi eng- inn virðisaukaskattur verið greidd- ur af sendingunni. „Þannig fékk ég vöruna senda fyrir einn dollar og skattfrjálst. Við urðum að greiða fullan sendingar- kostnað af þyrilsnældunum sem við seldum og auðvitað skattinn líka. Þetta dæmi sýnir hversu mikið rugl er í gangi með sendingarnar frá Kína.“ Strangari gæðakröfur Þá bendir Guðmundur á að strangar kröfur hafi verið gerðar til þess að varan sem hann seldi hefði svokallaða CE vottun frá sam- þykktri og viðurkenndri rannsókn- arstofu. Það hafi hins vegar erlendi samkeppnisaðilinn ekki þurft að hafa í huga. Guðmundur segist ekki biðja um neina sérmeðferð en að það sé ekki hægt að búa við að íslenskum fyr- irtækjum sé mismunað með þessum hætti. Á fundinum sagði Guðmundur m.a. að hann sæi fram á mikinn vöxt í netverslun hér á landi á komandi árum en nýleg rannsókn Rann- sóknasetur verslunarinnar sýni að innan við 3% verslunar í landinu fari fram í gegnum netið. „Við teljum að þarna séu mikil tækifæri. Við erum að minnsta kosti að vaxa um 50% milli ára og veltan um 1,5 milljarðar króna núna í ár. Við ætlum að vaxa áfram með sama hætti.“ Fyrirtækjum mismunað  Mun dýrara að senda vörur frá Kópavogi til Akraness en frá Kína til Akraness  Forstjóri Heimkaupa horfir fram á mikinn vöxt í netverslun á komandi árum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kompaní Fundurinn hjá viðskiptaklúbbnum í gærmorgun var afar vel sóttur. Getty Images/iStockphoto 30. nóvember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.13 125.73 125.43 Sterlingspund 159.95 160.73 160.34 Kanadadalur 93.9 94.44 94.17 Dönsk króna 18.921 19.031 18.976 Norsk króna 14.541 14.627 14.584 Sænsk króna 13.755 13.835 13.795 Svissn. franki 125.27 125.97 125.62 Japanskt jen 1.0993 1.1057 1.1025 SDR 172.57 173.59 173.08 Evra 141.2 142.0 141.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.7651 Hrávöruverð Gull 1213.2 ($/únsa) Ál 1924.5 ($/tonn) LME Hráolía 60.63 ($/fatið) Brent Síðastliðna tólf mánuði mældist verðbólga hér á landi 3,3% og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Sam- kvæmt greiningardeild Arion banka er það einna helst veiking krón- unnar sem drífur verðbólguna áfram en frá byrjun ágúst hefur gengis- vísitalan veikst um 14%. Áhrif inn- fluttra vara á verðbólguna undan- farna tólf mánuði fara úr 0,61% í 1,02%. Samkvæmt Hagsjá Lands- bankans mælist 3,6% verðbólga á innfluttum vörum á 12 mánaða tíma- bili. Á vef Hagstofunnar kemur fram að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í nóvember hækki um 0,24% frá fyrri mánuði. Af stærri áhrifa- þáttum hækkaði verð á bílum um 1,6%, sem hefur 0,14% áhrif á vísi- töluna en flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 13,2% sem hefur -0,16% áhrif á vísitöluna. peturhreins@mbl.is Ekki verið hærri í 5 ár  3,3% verðbólga á 12 mánaða tímabili Samkeppniseftirlitið hefur sam- þykkt samruna Haga, Olís og fast- eignafélagsins DGV. Þetta var til- kynnt í gegnum tilkynningakerfi Kauphallar Íslands í gær. Með samþykki eftirlitsins lýkur sam- runaferli sem tekið hefur 582 daga. Kaupsamningur um viðskiptin var undirritaður 26. apríl í fyrra með fyrirvara um niðurstöður áreið- anleikakönnunar, samþykki Sam- keppniseftirlitsins og samþykki hluthafafundar Haga fyrir aukn- ingu hlutafjár. Fyrirvara um nið- urstöður áreiðanleikakönnunar var aflétt 13. júlí 2017 og hlutafjár- aukning var samþykkt á aðalfundi Haga í júní 2017. Kaupverð Olís og DGV nam 10,7 milljörðum króna. 5,4 milljarðar voru greiddir fyrir fyrirtækin í formi reiðufjár og auk þess voru afhentar 111 milljónir hluta í Hög- um að andvirði 5,3 milljarða króna. Hinn 11. september síðastliðinn var undirrituð sátt milli Haga hf. og Samkeppniseftirlitsins vegna samrunans. Í kjölfar þess fór fram mat á kaupendum þeirra eigna sem Högum var gert að selja á grun- velli sáttarinnar. Hinn 26. október var tilkynnt að óháður kunnáttu- maður sem stofnunin skipaði hefði metið kaupendur eignanna hæfa og að þeir uppfylltu öll skilyrði sáttar- innar. Hagar og Olís fá að sameinast  Samrunaferli fé- laganna tók 582 daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.