Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 ✝ SigurðurAtlason fædd- ist í Reykjavík 12. febrúar 1961. Hann lést 20. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Atli Sigur- jónsson flug- umferðarstjóri, f. 3. mars 1932, d. 11. apríl 1970, og kona hans Kittý Arnars Valtýsdóttir, f. 26. jan- úar 1931, d. 18. júní. 1970. Sigurður var fjórði í röðinni af fimm systkinum. Elst er hálfsystir frá fyrra hjónabandi móður hans; 1) Erna Kristín Bragadóttir, f. 29. maí 1950. 2) Atli Már Atlason, f. 9. nóv- ember 1955. 3) Hrafnhildur Gróa Atladóttir, f. 23. mars 1957. 5) Árni Atlason, f. 15. janúar 1966. Sigurður var í sambúð 1981-1988 með Röfn Friðriks- dóttur, f. 2. desember 1965, og eignuðust þau tvo syni. 1) Veigar Arthúr Sigurðs- son, f. 16. nóvember 1982. Eiginkona hans er Hafdís Jóna Stefánsdóttir, f. 14. júní 1983. bróður síns Atla Más á Hólma- vík 1978. Þar starfaði hann sem smiður og stofnaði og rak ásamt félaga sínum hellu- steypu um tíma. Störfin við smíðar voru ekki einungis bundin við Hólmavík og ná- grenni, heldur fór hann í verkefni bæði til Færeyja og Grænlands. Um 1990 flutti hann til Reykjavíkur og starf- aði þar um tíma sem hús- vörður í alþingishúsinu og einnig starfaði hann hjá Reykjavíkur Akademíunni á upphafsárum hennar í JL- húsinu við Hringbraut, en fluttist svo fljótlega eftir alda- mótin aftur til Hólmavíkur þar sem hann hóf störf sem framkvæmdastjóri Galdrasýn- ingar á Ströndum á Hólmavík við stofnun þess. Sigurður hafði alla tíð mikinn áhuga á leiklist og tók þátt í upp- færslu á hinum ýmsu leik- gerðum bæði hjá Leikfélaginu á Hólmavík og einnig með Leikfélaginu Hugleik í Reykjavík. Hann lék í nokkr- um sjónvarpsþáttum og sá um leikgerð á tveimur leikritum ásamt leikstýringu annara verkefna. . Útför Sigurðar fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 30. nóvember 2018, klukkan 14. Þau eiga þrjár dætur: a) Emilía Röfn Veigarsdóttir, f. 29. júlí 2005. b) Kolbrún Rut Veig- arsdóttir, f. 28. febrúar 2007. c) Stefanía Rán Veig- arsdóttir, f. 14. janúar 2016. 2) Atli Arnars Sigurðsson, f. 9. maí 1985. Með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Árdísi Rut Einarsdóttur, f. 13. mars 1989, eignaðist hann tvær dætur: a) Marín Arnars Atladóttir, f. 30. des- ember 2009. b) Íris Arnars Atladóttir, f. 20. apríl 2011. Núverandi sambýliskona Atla er Ingibjörg Sigríður Hjart- ardóttir, f. 23. ágúst 1984. Sigurður átti heima fyrstu tvö árin á Víðimel 36 í Reykja- vík, en flutti með fjölskyldunni að Lindarflöt 42 í Garðabæ. Þegar foreldrar hans létust fór hann í fóstur til föð- urbróður síns og konu hans, Arnar Sigurjónssonar og Ingu Guðmundsdóttur, og bjó hjá þeim þar til að hann flutti til Elsku Siggi frændi er farinn og mikið verður hans saknað. Hann var einn af þessum kar- akterum sem snerti alla sem honum kynntust. Hann var ein- stakur í bókstaflegri merkingu þess orðs. Við eigum ótal minningar um Sigga og allar fá þær mann til að brosa. Siggi var mikið heima hjá okkur þegar ég var barn og unglingur en eftirminnilegust eru sennilega öll jólin og ára- mótin sem við eyddum saman. Það var svo gaman að fagna með Sigga, hann bætti alltaf smá auka stemningu í veisluna. Við áttum þessar stundir bæði þegar ég var barn en líka á full- orðinsárum og síðast fyrir allt of mörgum árum í Danmörku. Þá var jólasveinninn með í för en Siggi missti alltaf af honum. Í hvert sinn sem Siggi fór á kló- settið birtist blaðskellandi jóla- sveinn sem skellti hurðum og skemmti skaranum. Meira að segja á milli rétta á aðfangadag. Þetta þótti börnunum gaman og okkur fullorðna fólkinu ekki síð- ur. Þarna var Sigga lýst í hnot- skurn, hafði svo gaman af að leika, sprella og gleðja aðra. Siggi gaf sér ótrúlega mikinn tíma með okkur systkinabörn- um sínum og í seinni tíð fjöl- skyldum okkar. Hann keyrði frá Hólmavík fyrir minnsta tilefni fannst okkur stundum, til að vera með og samgleðjast. Hann var sjálfur höfðingi heim að sækja og því fékk Hjörtur að kynnast þegar hann tók að sér verkefni í nágrenni Hólmavíkur, þá gisti hann oftar en ekki hjá Sigga og fékk hlýjar móttökur. Það var eldaður góður matur, þá uppgötvuðum við hversu góður kokkur hann var og eftir mat var farið út að sigla. Siggi kunni svo sannarlega að meta umhverfi sitt og njóta þess sem það hafði upp á að bjóða. Við þökkum fyrir allt, elsku Siggi frændi, og vildum óska að stundirnar hefðu orðið fleiri. Við kveðjum í bili, sjáumst síðar. Klara, Hjörtur og börn. „Geturðu galdrað fyrir mig?“ spurði Þorri, dóttursonur minn, spenntur þegar Siggi tók sér stutta hvíld, settist hjá okkur á Galdraveitingastaðnum og fékk sér einn bjór. „Nei, vinur minn, nú er ég búinn að fá mér bjór og þá virkar galdurinn ekki,“ svaraði Siggi og Þorri sætti sig við það, fylgdist bara með þess- um skemmtilega karli en engar efasemdir kviknuðu um galdra- kunnáttuna. Siggi var galdramaður í alla staði, einn sérstæðasti maður sem ég hef kynnst, fæddur leik- ari, húmoristi, atorkumikill hug- sjónamaður, þúsundþjalasmið- ur, greiðvikinn og einstakt góðmenni. Leiðir okkar lágu saman á fyrstu árum ReykjavíkurAka- demíunnar þar sem hann var í glaðværum hópi sem vann að undirbúningi Galdrasýningar á Ströndum. Ekki var þó nóg með það, heldur var hann smiður góður og stýrði verkinu þegar við byggðum nokkrar skrif- stofur í JL-húsinu á fyrstu misserum starfseminnar. Hann var furðulega þolinmóður þegar fjöldi fræðimanna reyndist hafa tíu þumalfingur hver og gladd- ist mjög þegar aðrir uppgötv- uðu sinn innri iðnaðarmann og handléku verkfærin fagmann- lega undir leiðsögn hans. Meðan Siggi bjó enn í Reykjavík var hann húsvörður í Akademíunni um hríð, hvers manns hugljúfi og átti það til að flytja óborg- anlega gamanþætti á skemmt- unum. Hæfileikar Sigga nutu sín í uppbyggingarstarfi Stranda- galdurs enda spurðist sérstæð galdrasýningin um víða veröld. Hugmyndaflug Sigga og leik- hæfileikar gæddu hana lífi en hann bar um leið fulla virðingu fyrir fræðilegri þekkingu. Siggi var óþreytandi við að halda erf- iðum rekstri gangandi með nýj- um hugmyndum og söluvarn- ingi, með rekstri veitingahúss og fjölbreyttum uppákomum. Siggi var líflegur og skarp- skyggn í samræðum, einn af þeim sem alltaf var ánægjulegt að spjalla við og maður hefði gjarnan viljað hitta daglega. Það var tilhlökkunarefni að koma við á Galdrasýningunni hjá honum þegar leiðin lá norð- ur á Strandir og gaman þegar hann gaf sér tíma í öllu annrík- inu til að setjast niður stund og stund. Ég held að ég tali fyrir munn allra gamalla akademóna þegar ég þakka Sigga samfylgdina. Fáa menn þótti okkur Önnu Guðrúnu, börnum okkar og barnabörnum skemmtilegra að hitta. Enn er í minnum haft hve auðveldlega hann náði svolítilli ólund úr dóttur minni í langri gönguferð í súldinni á galdrahá- tíðinni frægu sumarið 2001. Börnin trúðu því framan af að hann væri alvörugaldrakarl en komust svo að því að allur gald- urinn bjó í húmornum og góð- vildinni. Það er sorglegt þegar snill- ingar á borð við Sigga falla frá svo langt fyrir aldur fram. Heimurinn þarf sárlega á fólki eins og honum að halda. Hann hefði líka átt margfaldlega skil- ið að fá að hægja ferðina svolít- ið og njóta verka sinna, fara í fleiri kajakferðir og fleiri utan- landsferðir, enda átti hann vini svo víða. Við söknum Sigga en bjartar minningar um hann lifa og munu ylja þegar frá líður. Sárastur er harmurinn fyrir afkomendur hans og nánustu ættingja og vini. Þeim færum við fjölskyldan okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Viðar Hreinsson. Sigga Atla hef ég þekkt síðan árið 2000 en finnst það vera mun lengur. Siggi var svo ótrú- lega margt. Hann var faðir, bróðir, frændi, afi, vinur ótrú- legra margra, dýravinur, nátt- úrverndarsinni, kajakræðari, leikari, kokkur, smiður, for- stöðumaður Galdrasýningar á Ströndum, sagnamaður, kennari og galdramaður. Ég vann fimm sumur norður á Ströndum á Galdrasýningu á Ströndum með Sigga Atla og við áttum góða tíma saman. Sumrin á Ströndum eru stór- kostleg, full af æðarfugli, sjáv- arilmi, fagurri flóru og bláberj- um. Fyrsta sumarið mitt norður á Ströndum sagði Siggi eitt fag- urt sólríkt júníkvöldið þegar við vorum nýbúin að loka safninu: „Nú förum við norður í Árnes- hrepp“ og þangað keyrðum við í logni og sól inn í ævintýraland- ið, hann sýndi mér fjöllin, hóla, gjár, ár, steina, leynilaug og sagðir mér sögur. Ógleymanleg ferð, takk Siggi. Við gátum hlegið saman við Siggi, hann sagði mér frá æsku sinni í sveit, hrakförum á Græn- landi, vinnuferðum til Færeyja. Hann gat leikið hann Siggi. Hann lék Ennis-Móra fyrir framan gestina standandi á hnjánum á bak við afgreiðslu- borðið með höfuðið rétt upp fyr- ir borðið talandi skrækri röddu, hann lék galdramanninn og kvað niður drauga með gestum safnsins á meðan ég ýtti á takk- ann fyrir þrumurnar undir upp- vakningnum, hann tók á móti Ólafi forseta og Dorrit og hún var svo hrifin af búningi galdra- mannsins að hún vildi skoða undir serkinn hjá Sigga og þá varð Siggi hræddur því leður- buxurnar hans voru rifnar í klofinu, hann bjó til trúðinn Galdra-Lalla í litlum mynd- böndum og ég tók þátt. Eftir að Siggi fékk kaffihúsa- bakteríuna varð hann forvitnari um matarhefðir annarra þjóða og matreiðslu. Það var svo gam- an að þróa og prófa alls konar bakstur með Sigga, franska súkkulaðikakan og rabarbar- akakan voru hans uppáhaldseft- irréttir fyrir veitingastaðinn og þegar hann tók við uppskrift- unum breytti hann þeim alltaf og úr varð eitthvað stórkost- legt, sannur kokkur. Eftir að ég hætti að vinna á Galdrasýning- unni fékk Siggi ræktunarbakt- eríuna og byggði gróðurhús og fór að rækta salat og tómata, síðan fékk hann kajakbakter- íuna og sigldi oft meðal hvala á Steingrímsfirði. Seinustu árin höfum við ekki hist eins oft en þó alltaf á haustin eftir bláberjaferð. Þá héldum við alltaf veislu saman á Galdrasafninu þar sem eldað var lambalæri með sveppasósu, kartöflur brúnaðar eins og amma hans Gróa gerði og allt hitt góða, þá gekk sko mikið á. Siggi Atla, minn góði kæri vinur, takk fyrir allt, bið að heilsa til Ítalíu, njóttu frísins. Fjölskyldu þinni, vinum og sam- félaginu á Hólmavík sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Björk Bjarnadóttir. Sigurði Atlasyni kynntumst við í ReykjavíkurAkademíunni á síðustu öld en áttum eftir að bralla margt með honum næstu árin. Skemmtilegast er þó að rifja upp tímana sem við áttum saman þegar við hjónin vorum búsett á Hólmavík. Sigurður var þá framkvæmdastjóri Strandagaldurs og við ráðin norður til þess að stýra hinni nýstofnuðu Þjóðfræðistofu sem þessi öflugi félagsskapur ýtti úr vör. Þetta voru viðburðarík ár og mörg verkefni unnin með dyggum stuðningi Sigga. Hann var ekki síður haukur í horni þegar við hjónin komum okkur fyrir á nýjum stað og bera börnin enn mikinn hlýhug til hans eftir öll þessi ár. Hann tók ævinlega vel á móti gestum og ekki síst fræða- og listafólki sem vildi kynnast og starfa á svæðinu. Margt samstarfsfólk okkar og vinir standa í þakkarskuld við þennan sendiherra Stranda og hafa haldið við hann sam- bandi síðan. Sigurður gekk sjaldan troðn- ar slóðir. Hann var litríkur og uppátækjasamur en það var auðvitað það sem gerði hann svo einstaklega skemmtilegan. Það var með ólíkindum hvernig hann gat brugðið sér á svip- stundu í hin ýmsu hlutverk, hvort sem það var á vettvangi leikfélagsins, í íburðarmiklum karókíkeppnum, með ýkju- sögum á mannamótum eða í búningi seiðkarlsins. Með leik- araskap, glettni og gleði náði hann að hrífa fólk með sér, bæði börn og fullorðna. Þessir hæfileikar hans og margir fleiri, metnaður og dugnaður drifu hann áfram til góðra verka. Samferðafólk hans í hinum ýmsu félagsstörfum þekkir hann einnig fyrir ríka réttlætiskennd og ötula baráttu fyrir umhverfisvernd og sjálf- bærri ferðaþjónustu á Vest- fjörðum. Galdrasýningin á Ströndum sem, eins og margir þekkja, hefur vaxið og dafnað í höndum hans er því aðeins einn af mörgum bautasteinum sem standa til minningar um hann. Við kveðjum góðan dreng með þakklæti og vinsemd í huga. Kristinn Schram, Katla Kjartansdóttir, Una og Matthías Schram. Sigurður Atlason Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU HILDAR ÁRNADÓTTUR, Hörgslandskoti á Síðu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Mörk. Lilja, Alexander Jón, Aaron Thomas, Melanie, Jóhanna, Logi, Haukur Steinn, Halla Hrund, Kristján Freyr, Hildur Kristín Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNFRÍÐUR HARALDSDÓTTIR, Fríða á Ásfelli, lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 27. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 6. desember klukkan 13. Sigurður Hjálmarsson Sigríður Sigurðardóttir Jón Ágúst Þorsteinsson Sæunn I. Sigurðardóttir Björn Baldursson Haraldur Sigurðsson Elín Heiða Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, stjúpmóðir og amma, DAGNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, sjúkraliði, lést föstudaginn 23. nóvember. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi, þriðjudaginn 4. desember klukkan 13 Ingólfur Jónsson Vigdís Sæunn Ingólfsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Guðbjörg Ingunn Magnúsd. Harpa Cilia Ingólfsdóttir Ivon Stefán Cilia og barnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGERAR RAGNARSDÓTTUR, Þykkvabæ 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar B4 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir hlýja og góða umönnun. Jóhann E. Björnsson Dóróthea Jóhannsdóttir Hörður Helgason Sigrún Jóhannsdóttir Skúli Guðbjarnarson Ragnar Jóhannsson Anna Friðriksdóttir og ömmubörn. Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.