Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 31

Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 31
hefur hann verið félagi í Rótarý- klúbbnum Borgir í Kópavogi frá 2004. Guðmundur hefur ritað fjölda greina í Morgunblaðið gegnum tíð- ina, einkum minningargreinar og um málefni endurskoðenda. Í seinni tíð hefur afstaða hans verið til um- fjöllunar í blaðinu vegna ágreinings við svonefnt endurskoðendaráð um gildi alþjóðlegra endurskoðunar- staðla á Íslandi og tilrauna ráðsins til að svipta hann réttindum. Þær tilraunir hafa ekki borið árangur. Ferðalög og gönguferðir hafa ávallt skipað stóran sess í lífi Guð- mundar þótt dregið hafi úr ferðum í seinni tíð. Hann var meðal fyrstu manna sem gengu hinn svonefnda „Laugaveg“ – gekk þá leið ásamt fjórum félögum sínum í júlí 1976 og í kjölfarið fylgdu margar slíkar ferðir þar sem hann var m.a. farar- stjóri fyrir Ferðafélag Íslands. Þá hefur hann þrætt og kannað ýmsar aðrar ferðaslóðir um landið, sem áður voru lítt eða ekki kannaðar. Hann hefur einnig farið í fjölda ut- anlandsferða og vonast til að þeim eigi eftir að fjölga verulega. Nú eru hann og fjölskyldan á leið til Kaup- mannahafnar á tónleika hjá Paul McCartney. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 11.11. 1978 Önnu Margréti Gunnarsdóttur, f. 20.4. 1950, grunnskólakennara. Hún er dóttir Gunnars Þ. Þor- steinssonar, f. 11.5. 1918, d. 2008, rennismiðs frá Litluhlíð á Barða- strönd, og Ástu S. Sigmundsdóttur, f. 22.8. 1917, húsmóður og kaup- konu frá Ísafirði. Dætur Guðmundar og Önnu Margrétar eru: 1) Gunnhildur Ásta, f. 30.6. 1978, MA í almanna- tengslum og samskiptum og starfs- maður Íslandsstofu, búsett í Reykjavík en maður hennar er Sig- urður Hannesson, dr. í stærðfræði og framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins; 2) Erla Dögg, f. 24.8. 1981, MA í alþjóðaviðskiptum, búsett í Kaupmannahöfn en maður hennar er Morten Raskov, löggiltur endur- skoðandi og yfirmaður innri endur- skoðunar hjá SEB Danmark, og eru dætur þeirra Lilja Margrét, f. 2013, og Klara Marie, f. 2018, og 3) Aldís, f. 18.12. 1985, íþróttafræð- ingur og MS í mannauðsstjórnun hjá DMC-Denmark í Kaupmanna- höfn, búsett þar, en maður hennar er Bjarni Páll Hauksson, rafmagns- verkfræðingur hjá Norconsult í Kaupmannahöfn. Fósturbróðir Guðmundar er Axel Jónsson, f. 5.3. 1950, veitingamaður í Keflavík. Hálfsystkini Guðmundar eru Vignir Jónsson, f. 5.5. 1956, kennari í Reykjavík; Þorsteinn Jónsson, f. 4.1. 1958, smiður og listamaður í Keflavík, og Íris Jónsdóttir, f. 25.3. 1963, myndlistarmaður og kennari í Keflavík. Foreldrar Guðmundar voru Jóel Örn Ingimarsson, f. 15.8. 1926, d. 9.2. 1973, húsgagnabólstrari í Reykjavík og Bergþóra Þorbergs- dóttir, f. 1.5. 1925, d. 22.9. 2008, húsfreyja í Sandgerði og Keflavík. Fósturfaðir Guðmundar frá því hann var fimm ára var Jón Axels- son, f. 14.6. 1922, d. 19.8. 2003, kaupmaður í Sandgerði og Kefla- vík. Guðmundur Jóelsson Jakobína Jakobsdóttir húsfr, í Hvammsvík, frá Valdastöðum í Kjós Guðmundur Guðmundsson b. í Hvammsvík í Kjós Ingibjörg Katrín Guðmundsdóttir húsfr. í Garðinum Bergþóra Þorbergsdóttir húsfr. í Sandgerði, Rvík og Keflavík Þorbergur Guðmundsson skipstj. og útgerðarm. í Garðinum Katrín Jakobsdóttir húsfr. á Valdastöðum Guðmundur Sveinbjörnsson . á Valdastöðum í Kjós, frá Bygggörðum á Seltjarnarnesi Þorgils Guðmundsson íþróttakennari og glímumaður í Reykholti og í Rvík Jón Pétur Jónsson símstövarstj. á Drangsnesi ón Jónsson bifreiðarstj. og verkam. í Rvík JAri Elvar Jónsson prentari og söngvari í Roof Tops Dýrleif Jónsdóttir húsfr. í Rvík Jón Albert Kristinsson í Myllunni Kolbeinn Kristinsson í Myllunni Elín Kjartansdóttir arkitekt Kjartan Örn Kjartansson fv. forstj. Asíufélagsins og McDonalds á Íslandi Anna Jóna Ingimarsdóttir húsfr. í Garðabæ Jóhannes Atlason fv. landsliðsfyrirliði í knattspyrnu Þorbergur Atlason fv. landsliðsmaður í knattspyrnu Atli Þorbergsson skipstj. í Rvík Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri Sigrún Þorgilsdóttir húsfr. í Hafnarfirði b Árni Mathiesen aðstoðarforstj. FAO og fv. alþm. og ráðherra Þorgils Óttar Mathiesen viðskiptafr., endurskoðandi og fv. landsliðsm. í handbolta Guðrún Þorkelsdóttir úsfr. á Seltjarnarnesih Þorkell Jónsson endurskoðandi í Rvík Þorkell Guðmundsson b. á Valdastöðum í Kjós Kristinn Þorbergsson verkstj. hjá Essó á Keflavíkurflugvelli Geirmundur Kristinsson fv. sparisjóðsstj. í Keflavík Pálína Þórunn Guðmundsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Jóel Jóhannesson sjóm. í Hafnarfirði Elín Jóelsdóttir húsfr. á Akureyri og í Rvík Guðjón Ingimar Jónsson bólstrari í Bólsturgerðinni í Rvík Anna Sigríður Árnadóttir húsfr. á Drangsnesi Jón Jónsson barnakennari á Drangsnesi, frá Tumakoti í Vogum Vatnsleysust.hr. Úr frændgarði Guðmundar Jóelssonar Jóel Örn Ingimarsson húsgagnabólstrari í Rvík ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Gefðu list í jólagjöf WorkPlus Strigar frá kr. 195 Haraldur Níelsson fæddist áGrímsstöðum á Mýrum30.11. 1868, sonur Níelsar Eyjólfssonar, bónda þar, og Sigríðar Sveinsdóttur, húsfreyju á Sveins- stöðum. Systir Sigríðar var Elíasbet, móðir Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýð- veldisins, og Ólafs Björnssonar, stofn- anda og ritstjóra Morgunblaðsins. Fyrri kona Haraldar var Bergljót, dóttir Sigurðar Gunnarssonar, pró- fasts og alþingism. í Stykkishólmi. Börn Haraldar og Bergljótar: Sig- urður, sjómaður og rithöfundur í Reykjavík; Soffía Emelía, móðir Sveins, forstjóra Völundar; Haraldar, fv. famkvæmdastjóra Árvakurs, og Leifs lögfræðings; Kornelíus, sjómað- ur í Boston; Elín Sigríður, húsfreyja í Reykjavík, og Guðrún, í Reykjavík. Seinni kona Haraldar var Aðalbjörg Sigurðardóttir, kennari og rithöf- undur, en börn þeirra voru Jónas Haralz bankastjóri og Bergljót Sigríð- ur, kona Bjarna Rafnar, yfirlæknis á Akureyri. Haraldur lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1890, cand. phil.- prófi, prófi í hebresku og í kirkjufeðra- fræði og síðan embættisprófi í guð- fræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1897 og stundaði síðan framhaldsnám í gamlatestamentisfræðum við Pasto- Merkir Íslendingar Haraldur Níelsson ral seminariet í Kaupmannahöfn og við Cambridge. Haraldur sinnti fræðistörfum og þýðingum fyrir Hið íslenska bíblíu- félag 1897-1908, kenndi við Presta- skólann og var prestur við Laugar- nesspítala frá 1908, var skipaður prestur við Dómkirkjuna 1909 og pró- fessor í guðfræði við HÍ frá stofnun 1911. Hann var rektor HÍ 1916-17 og 1927-28. Haraldur var stórkapelán Stór- stúku Íslands. Hann var feikilega af- kastamikill rithöfundur, mikilvirkur fyrirlesari og áhrifaríkur guðfræðipró- fessor, var einn helsti leiðtogi spírit- istahreyfingarinnar hér á landi og einn stofnenda Sálarrannsóknafélags Ís- lands 1918. Haraldur lést 11.3. 1928. 85 ára Lilja Katrín Benediktsdóttir 80 ára Guðný Björnsdóttir Rósa Lilja Sigmundsdóttir 75 ára Ardís Erlendsdóttir Baldur Már Arngrímsson Bjarney Gísladóttir Guðrún Sigríður Gunnarsdóttir Helga María Þorsteinsdóttir Leifur Aðalsteinsson Matthildur Þórarinsdóttir Rósa Björg Andersen Sigmundur Halldórsson Soffía Ólafsdóttir 70 ára Anna S. Björnsdóttir Ásgeir Magnússon Ástríður Ingadóttir Guðfinna A. Hjálmarsdóttir Guðfinna Magnúsdóttir Guðmundur Jóelsson Guðný Einarsdóttir Haukur Elísson Hilmar Karlsson Jón Þórir Leifsson Sigríður Helgadóttir Þórleifur V. Friðriksson 60 ára Árni Sigmundsson Eggert A. Antonsson Guðmundur J. Jóhannsson Halldór Pétur Andrésson Hallgrímur Haraldsson Hanna E. Gunnlaugsdóttir Harpa Kristinsdóttir Sigurveig B. Björgvinsdóttir Sveinn Haraldsson 50 ára Erla Rögnvaldsdóttir Hermann Guðmundur Jónsson Hrefna G. Thorsteinson Júlíana S. Jónsdóttir Jörgen Már Guðnason Kristín Heimisdóttir Páll Elísson Petra Rannveig Viðarsdóttir Sigríður Stefánsdóttir Sigurður Gunnarsson Unnur Magnúsdóttir Vilhjálmur Rist Þórir Guðlaugsson 40 ára Anna María Valdimarsdóttir Anna Soffía Bragadóttir Ásgeir Tryggvason Eva Dís Pálmadóttir Eyner Andres F. Escobedo Gunnhildur Gunnarsdóttir Harpa Louise Guðjónsdóttir Jónas Páll Marinósson Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Ólöf Hildur Gísladóttir Tomasz Jerzy Mroz 30 ára Atli Sigurður Kristjánsson Chiara Martina Ottone Einar Vignir Baldursson Eyjólfur Guðmundsson Freymar Gauti Marinósson Guðmundur I. Sigurleifsson Iðunn Jónasardóttir Ívar Marteinn Kristjánsson Jana Ufnárová Kristinn Páll Teitsson Mariusz Andrzej Lugowski Ómar al Lahham Rung-Arun Manoo Sigurhanna Á. Einarsdóttir Sigþrúður Sigurðardóttir Stefanía Þorsteinsdóttir Sveinbjörn Pétursson Valdimar Ari Halldórsson Til hamingju með daginn 30 ára Sigþrúður ólst upp á Seltjarnarnesi, býr þar, var í Borgarholts- skóla og starfar á Loft Hostel í Reykjavík. Bræður: Guðmundur Árni, f. 1976, og Sigurður Ragnar, f. 1977. Foreldrar: Sigurður Ágúst Sigurðsson, f. 1952, járnsmíðameistari, og Ragnheiður Þorbjörg Árnadóttir, f. 1958, starfsmaður við Land- spítalann. Sigþrúður Sigurðardóttir 30 ára Ívar ólst upp í Keflavík, býr þar, lauk prófi í hljóðverkfræði og hefu stundað þáttagerð og rafvirkjun. Systkini: Kristín, f. 1977; Vala, f. 1979, Tinna, f. 1984, og Atli Sigurður, f. 1988. Foreldrar: Kristján Gísla- son, f. 1953, skipstjóri í Reykjanesbæ, og Guð- ríður Gestsdóttir, f. 1956, ritari hjá Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar. Ívar Marteinn Kristjánsson 30 ára Atli ólst upp í Keflavík, býr í Njarðvík, lauk MSc-prófi í markaðs- fræði frá University of Greenwich og er mark- aðs- og samskiptastjóri Bláa Lónsins. Maki: Hjördís Hafsteins- dóttir, f. 1994, MSc-nemi í talmeinafræði. Sonur: Hafsteinn Logi Atlason, f. 2017. Foreldrar: Kristján B. Gíslason, f. 1953, og Guð- ríður Gestsdóttir, f. 1956. Atli Sigurður Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.