Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018
Creed II
Adonis Creed, nýkrýndur heims-
meistari í léttþungavigt í hnefa-
leikum, snýr aftur í hringinn þrátt
fyrir að lærifaðir hans, Rocky Bal-
boa, hafi ráðið honum frá því.
Andstæðingurinn er Viktor Drago,
sonur Ivans Drago sem Rocky
barðist við eftirminnilega í Rocky
4. Ivan varð föður Adonis Creed að
bana, eins og margir eflaust muna.
Leikstjóri er Steven Caple Jr. og
með aðalhlutverk fara Michael B.
Jordan og Sylvester Stallone.
Metacritic: 67/100
Ralph rústar internetinu
Framhald teiknimyndarinnar
Wreck-It Ralph. Sagan hefst sex ár-
um eftir að þeirri fyrstu lauk og
nú lendir Ralph í ýmsum ævintýr-
um á veraldarvefnum með vinum
sínum. Leikstjórar eru Rich Moore
og Phil Johnston. Metacritic: 71/
100
Anna and the Apocalypse
Gamansöm hrollvekja sem segir af
því er faraldur uppvakninga ógnar
syfjulegum bæ, Little Haven, yfir
jólahátíðina og táningsstúlkan
Anna og vinir hennar verða að
berjast fyrir lífi sínu. Leikstjóri er
John McPhail og með aðahlutverk
fara Ella Hunt, Malcolm Cumming,
Sarah Swire, Christopher Le-
veaux, Ben Wiggins, Marli Siu og
Mark Benton. Metacritic: 72/100
Bíófrumsýningar
Davíð og Golíat Úr Creed II sem segir af ungum hnefaleikakappa.
Hnefaleikar, netævin-
týri og uppvakningar
Ævintýraóperan umsystkinin Hans ogGréta er líklega fræg-asta verk Engelberts
Humperdinck en hún er byggð á
ævintýri Grimmsbræðra. Systkinin
búa úti í skógi með foreldrum sínum
en lenda á matseðli vondrar nornar
sem býr í hunangskökuhúsi, þöktu
myntuglassúr og sælgæti. Með sam-
vinnu og hugrekki tekst þeim að kné-
setja hana og frelsa sæg barna sem
hún hefur klófest með fjölkynngi.
Samkvæmt leikskrá var verkið upp-
haflega samið fyrir börn Humper-
dinck-fjölskyldunnar til flutnings
innan veggja heimilisins en að end-
ingu varð úr heil ópera sem var
frumýnd í Weimar í desember árið
1893 undir stjórn Richards Strauss.
Samkvæmt venju hefur óperan Hans
og Gréta iðulega verið sýnd í aðdrag-
anda jólanna.
Verkið er í þremur þáttum. Í
óperuútfærslu Humperdincks er
sagan einfölduð til muna. Engin
mamma dó og engin vond stjúpa
flutti inn heimilið, sem dró vissulega
úr sálarangist, og faðirinn skildi ekki
börnin eftir í skóginum; hann var
þvert á móti gamansamur drykkju-
svoli á meðan móðirin æjaði áhyggju-
full yfir daglegum heimilisrekstri,
m.a. því að brauðfæða svanga maga
og halda reglu á hlutunum. Systkinin
sjást hangsa og leika sér líkt og sak-
laus börn við bústörfin, og sulla loks
niður mjólkinni sem nota átti í kvöld-
verðargrautinn. Æst móðirinn send-
ir börnin strax út í skóg að tína jarð-
arber í matinn.
Ævintýrið er hugljúft en kannski
heldur rislágt til lengdar í einfaldri
uppsetningu Íslensku óperunnar. At-
burðarásin er í senn hæg og saklaus,
og sviðsmyndin einföld, einn kofi á
sviðinu – annar helmingurinn heimili
systkinanna og foreldra þeirra, hinn
helmingurinn dýrindis sætabrauðs-
hús. En yngstu börnin virtust ánægð
með það sem boðið var uppá enda
uppfærslan vel trúverðug fyrir sinn
hatt auk þess sem bæði leikur og
söngur var í raun hreint afbragð.
Lágur meðalaldur var einnig áber-
andi meðal flytjenda í uppfærslunni,
en sýningin var að nokkru leyti borin
uppi af bæði hljóðfæraleikurum og
söngvurum sem eru við það að ljúka
háskólanámi. Þó sást inn á milli í
reynslubolta. Það er virðingarvert af
listrænum stjórnanda Íslensku óper-
unnar að stefna saman þessum hópi
sem stóð sig með stakri prýði.
Norðurljósasalur Hörpu er í reynd
stórt hljóðeinangrað box með still-
anlegum hljóðflekum í veggpanel.
Bergmálsstig var hugvitsamlega
stillt, hvorki of þurrt né blautt. Þrátt
fyrir að hljómsveitin léki oftar en
ekki á neðri styrkmörkum var hún á
köflum ögn of sterk svo á stundum
var erfitt að nema texta af vörum
söngvara. Kammerhljómsveitin lék
við sviðshorn. Bjarni Frímann
Bjarnason hefur áður sýnt að hann
hefur gott lag á að stefna saman ung-
um og reyndum hljóðfæraleikurum í
eina hljómsveit og laða fram styrk-
leika allra.
Þær Arnheiður Eiríksdóttir og
Jóna Kolbrúnardóttir áttu skínandi
frumraun undir merkjum Íslensku
óperunnar. Hæst reis framistaða
þeirra í samsöng systkinanna eftir
hlé. Raddir þeirra eru nú vel mót-
aðar og þéttar, en freistandi er að
draga fram lokkandi reyktan hljóm
messo-sópranraddar Arnheiðar í því
samhengi og Jóna söng af bæði
mætti og öryggi á hærri raddstigum.
Vonandi fá íslenskir tónlistarunn-
endur fyrr en síðar að heyra og upp-
lifa Kristínu Einarsdóttur Mäntylä í
stærra og bitastæðara hlutverki, því
þar er önnur spennandi söngkona á
ferð. Foreldrarnir í túlkun Hildi-
gunnar Einarsdóttur og Odds Arn-
þórs Jónssonar voru sannfærandi
fulltrúar þeirra fullorðnu sem geta
samt verið svo bernskir og einfaldir.
Innkoma Dóru Steinunnar Ár-
mannsdóttur á galdrakústinum var í
senn eftirminnileg og kómísk; þar
var sannarlega hætta á ferðum án
þess að líftóran væri murkuð úr
yngstu óperugestunum.
Leikstjóri sýningarinnar, Þórunn
Sigþórsdóttir, dró upp ögn ýktan og
bægslalegan leikstíl sem söngvar-
arnir fylgdu samviskusamlega eftir.
Á þann hátt skapaðist hæfileg
spenna og þensla á þessu einfalda
sviði í Norðurljósasal. Leikmynd
Evu Signýjar Berger var mjög ein-
föld, nánst heimaprjónuð og hélt sem
slík allvel utan um leikinn. Bakar-
aofn nornarinnar var í senn
skemmtilega stílfærður og tálfagur.
Skógurinn hékk lóðréttur neðan úr
rjáfri líkt og jólaskraut. Kofinn í
sviðshorni var í senn heimili fjöl-
skyldunnar en við snúning var komið
dýrindis sælgætishús sem freistaði
ekki aðeins Hans og Grétu heldur
ótal barna sem meðlimir úr Gra-
dualekór Langholtskirkju sungu og
léku undir blálok sýningarinnar þeg-
ar nornin sjálf var öll. Búningar Mar-
íu Th. Ólafsdóttur voru raunréttir og
kölluðu fram sannsögulega sveita-
stemningu líkt og í pastoral-mál-
verki. Það var helst ljósahönnun sem
var áfátt. Vel hefði mátt bæta við
sviðlýsingu, sér í lagi kastljósi því
karakterar áttu til að detta út, nán-
ast hverfa í myrkrið þrátt fyrir að
vera staddir í miðju söngatriði. Bak-
grunnur var þó vel studdur af stemn-
ingslýsingu, m.a. vegglýsingu
Norðurljósasalar sjálfs sem getur
tekið litaskiptum á svipstundu.
Ævintýraóperan er snotur, með
hefðbundinni spennu, risi og úrlausn,
og þó uppfærslan verði kannski seint
ógleymanleg þá má mjög vel mæla
með sýningunni.
Bernskublær á aðventu
Ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson
Snotur Ævintýraóperan er snotur, með hefðbundinni spennu, risi og úrlausn, og þó að uppfærslan verði kannski
seint ógleymanleg þá má mjög vel mæla með sýningunni, segir gagnrýnandi m.a. um uppfærslu á Hans og Grétu.
Harpa
Hans og Gréta
bbbmn
Ópera í þremur þáttum eftir Engelbert
Humperdinck við texta Adelheid Wette.
Hljómsveitarstjórn: Bjarni Frímann
Bjarnason. Leikstjórn: Þórunn Sigþórs-
dóttir. Gradualekór Langholtskirkju og
hljómsveit Íslensku óperunnar. Kór-
stjóri Gradualekórs Langholtskirkju:
Þorvaldur Örn Davíðsson. Leikmynd:
Eva Signý Berger. Búningar: María Th.
Ólafsdóttir. Lýsing: Jóhann Friðrik
Ágústsson. Söngvarar: Arnheiður
Eiríksdóttir, Jóna Kolbrúnardóttir, Hildi-
gunnur Einarsdóttir, Oddur Arnþór
Jónsson, Dóra Steinunn Ármannsdóttir
og Kristín Einarsdóttir Mäntylä.
Íslenska óperan frumsýndi í Norður-
ljósum Hörpu 25. nóvember 2018.
INGVAR
BATES
ÓPERA
Njóttu töfra hátíðanna á köldustu
mánuðum ársins. Stílfögur S8 kaffivél
sem uppfyllir draum sérhvers kaffi
unnanda og hellir upp á alla sígildu
og vinsælustu kaffidrykkina eins og
þaul-reyndur kaffibarþjónn. Vélin
tilheyrir nýrri og tilkomumikilli kynslóð
kaffivéla, er með notendavænum 4.3"
litaskjá og stútfull af tækninýjungum
eins og P.E.P.® og fínfroðutækni sem
skila sér í óvið-jafnanlegri lokaafurð í
bollanum, allt frá ristretto og latte
macchiato til flat white. JURA – If you
love coffee.
Fangaðu hátíðleikann með
dásamlegu kaffi –
nýmalað,
engin hylki.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
ICQC 2018-20