Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018
Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland búðir, Samkaup Kjörbúðir, Samkaup Krambúðir, Melabúðin, Nettó verslanir út um land allt.
Nú eru allar smærri vörurnar okkar komnar í skinpack umbúðir sem tryggja enn meiri ferskleika. Við höfum líka bætt töluvert við vörulínuna.
Reyktur lax,
2/4 sneiðar á spjaldi
Hefðbundinn reyktur lax
Graflax
Hangireyktur lax Reykt Fjallableikja
Heitreyktar afurðir
Heitreyktar afurðir Aðrar reyktar afurðir Ferskar afurðir
Graflax, 2/4 sneiðar
á spjaldi, lofttæmdur
Heitr. laxakubbar, m/
sósu fyrir reyktan fisk
Reyktur lax, biti m/roði,
ósn, lofttæmdur, ca 200 gr
JS - Grafinn
laxahnakki, m/roði
Reykt síld, 200 gr,
roðlaus
JS - Reyktur
laxahnakki, m/roði
Grafinn laxa-
afskurður, r/l, b/l
Ferskur Hörpuskel-
fiskur, MSC, 20/30
Reykt Fjallableikja,
í sneiðum, 100 gr.
Heitr laxabiti,
ókryddaður ca 200 gr
Ferskt sjávarréttarmix
(í fiskisúpur)
Reyktir laxateningar,
m/sósu f. reyktan lax
Grafnir laxateningar,
m/graflaxsósu
Heitr. laxakurl,
Reyktur laxa-
afskurður, r/l, b/l.
Graflaxbiti, heill m/roði,
lofttæmdur ca 200 gr
Heitreyktur Makríll, m/
pipar, 2 flök í lofftæmdu
Hangireyktur Húskalla-
biti, ca 200 gr á spjaldi
Heitr laxabiti, m/provenc
kryddi, ca 200 gr
Ferskt Vatnakrabba-
kjöt, skelflett
Reykt Fjallableikja,
m/roði, c.a. 160 gr
Heitr laxabiti, m/
muldum pipar, ca 200 gr
Ferskar Risarækjur,
ókryddaðar
Ferksar Túnfisksteikur
(lundir), ókryddaðar
Nýtt Nýjar umbúðirMeiri ferskleiki
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Meirihluti öldungadeildar Bandaríkjaþings
snupraði Donald Trump forseta og embættis-
menn hans með því að samþykkja að hefja um-
ræðu um ályktunartillögu þess efnis að Banda-
ríkin hættu að styðja hernað Sádi-Arabíu og
fleiri arabaríkja í Jemen. Nokkrum klukku-
stundum áður höfðu utanríkisráðherra og
varnarmálaráðherra Trumps hvatt þingmenn
öldungadeildarinnar til að greiða atkvæði gegn
tillögunni.
Repúblikanar eru með meirihluta í öldunga-
deildinni en samþykkt var með 63 atkvæðum
gegn 37 í fyrrakvöld að taka ályktunartillöguna
til afgreiðslu. Gert er ráð fyrir því að umræðan
hefjist í næstu viku. Öldungadeildin hafði hafn-
að umræðu um tillöguna með 55 atkvæðum
gegn 44 í mars.
Reiðir yfir afstöðu Trumps
Niðurstaðan í fyrrakvöld endurspeglar
óánægju þingmanna með tregðu Trumps for-
seta til að draga Mohammed bin Salman, krón-
prins Sádi-Arabíu, til ábyrgðar fyrir morðið á
sádiarabíska blaðamanninnum Jamal Khas-
hoggi í ræðisskrifstofu landsins í Istanbúl 2.
október. „Sú staðreynd að við höfum ekki knúið
krónprinsinn til að vera hreinskilinn skapar
vanda,“ sagði formaður utanríkismálanefndar
öldungadeildarinnar, repúblikaninn Bob Cork-
er. Hann kvaðst hafa stutt tillöguna í atkvæða-
greiðslunni í fyrrakvöld vegna þess að hún
gerði þingmönnum kleift að taka með einhverj-
um hætti á málinu „þar sem stjórnin virðist
ekki vilja gera það“.
Að sögn The Wall Street Journal hefur
Trump ítrekað vísað á bug þeirri niðurstöðu
bandarísku leyniþjónustunnar að krónprins
Sádi-Arabíu hafi fyrirskipað morðið á blaða-
manninum sem hafði gagnrýnt stefnu stjórn-
valda í landinu, m.a. hernaðinn í Jemen. Banda-
rískir fjölmiðlar hafa eftir embættismönnum að
CIA hafi komist að þessari niðurstöðu, þeirra á
meðal hægriblaðið The Wall Street Journal.
Það hefur stutt repúblikana, ólíkt frjálslyndum
blöðum á borð við The New York Times sem
Trump hefur kallað falsfréttamiðla.
Forsetinn hefur gefið til kynna að hann vilji
ekki grípa til frekari refsiaðgerða gegn Sádi-
Arabíu vegna morðsins og sagt að ekki sé hægt
að komast að því með vissu hvort krónprinsinn
hafi fyrirskipað morðið. Þessi afstaða Trumps
hefur reitt marga þingmenn til reiði og þeir
hafa gagnrýnt forsetann fyrir að gera lítið úr
mannréttindabrotum Sáda en leggja mikla
áherslu á mikilvægi Sádi-Arabíu fyrir efnahag
og öryggishagsmuni Bandaríkjanna. Þing-
mennirnir hafa einnig áhyggjur af framgöngu
Sáda í stríðinu í Jemen, m.a. vegna frétta um
mikið mannfall meðal óbreyttra borgara í loft-
árásum og alvarlegs matvælaskorts sem óttast
er að leiði til mjög mannskæðrar hungurs-
neyðar.
Mike Pompeo utanríkisráðherra og Jim
Mattis varnarmálaráðherra hvöttu þingmenn-
ina til að greiða atkvæði gegn þingsályktunar-
tillögunni en sú málaleitan bar ekki árangur.
Margir þingmenn voru óánægðir með að þeir
skyldu ekki hafa fengið tækifæri til að spyrja
Ginu Haspel, forstjóra CIA, um niðurstöður
leyniþjónustunnar.
Að sögn fréttaskýranda breska ríkisútvarps-
ins greiddu nokkrir þingmenn atkvæði með
þingsályktunartillögunni þótt þeir styddu
hernað Sáda í Jemen. Þingmennirnir vildu
þannig sýna óánægju sína með framgöngu
Trumps og embættismanna hans í máli Khas-
hoggis. Ef svo fer að öldungadeildin samþykkir
ályktunina um að hætta stuðningi við hernað
Sáda er talið ólíklegt að fulltrúadeildin sam-
þykki hana áður en nýtt þing kemur saman í
janúar þegar demókratar verða með meirihluta
í deildinni en ekki repúblikanar eins og nú.
Stuðningur Bandaríkjanna við hernað Sáda
felst meðal annars í því að herþotur þeirra hafa
fengið eldsneyti á flugi úr bandarískum tank-
vélum, auk hernaðarráðgjafar bandarískra sér-
fræðinga og aðstoðar leyniþjónustumanna. Um
60% allra vopna og vígvéla sem Sádar kaupa
koma frá Bandaríkjunum.
Repúblikanar sem greiddu atkvæði gegn
ályktunartillögunni í öldungadeildinni hafa
einkum áhyggjur af því að hún geti orðið vatn á
myllu klerkastjórnarinnar í Íran sem hefur
stutt uppreisnarmenn í Jemen. Mattis varnar-
málaráðherra sagði á þinginu að þótt Sádar
væru „ófullkomnir bandamenn“ gæti það grafið
undan tilraunum til að binda enda á stríðið ef
Bandaríkin hættu stuðningnum við hernað
Sáda.
Öldungadeildin snuprar Trump
Deildin samþykkti að hefja umræðu um að Bandaríkin hættu að styðja hernað Sádi-Arabíu í Jemen
Niðurstaðan endurspeglar óánægju margra þingmanna með framgöngu Trumps í máli Khashoggis
AFP
Hungur Jemensk móðir heldur á fimm ára gömlum syni sínum sem er alvarlega vannærður og
vegur aðeins fimm kílógrömm. Hungursneyð vofir yfir milljónum manna vegna stríðsins í Jemen.