Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin Opið virka daga kl. 10.00-18.00 Loðfóðraður skófatnaður fyrir veturinn Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Settu þér það markmið að gera eitthvað skemmtilegt í vikunni. Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað til að hlakka til. 20. apríl - 20. maí  Naut Varastu að undirrita nokkuð án þess að kynna þér smáa letrið. Þú leggur allt undir svo markmið þitt verði að veruleika og munt uppskera ríkulega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Líttu ávallt á björtu hliðarnar og mundu að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Félagslífið hefur sjaldan verið fjörugra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur hrint af stað atburðarás, sem brátt tekur af þér öll völd nema þú takir málin í þínar hendur. Heimilistækin bila hvert af öðru. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Finndu einhvern til að ljá þér eyra svo þú getir létt af þér áhyggjunum. Láttu ljós þitt skína í vinnunni og þér verða boðin spennandi verkefni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað óvænt bíður þín handan við hornið. Eftir tíðindalitla mánuði tekurðu nýj- um áskorunum fagnandi. Láttu til skarar skríða heima fyrir í þrifunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hugsaðu þig vel um áður en þú hleyp- ur eftir hugdettum vinar. Þú færð símhring- ingu sem á eftir að gleðja þig. Gamall vinur mun koma þér á óvart. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Farðu í bankann og gakktu frá þínum málum. Þú sérð ekki sólina fyrir makanum þessar vikurnar. Margt smátt ger- ir eitt stórt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að brydda upp á ein- hverju óvenjulegu í dag. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin ef þú skoðar vel. Þú ert eitthvað annars hugar þessa dagana. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert traust/ur sem bjarg enda vita þeir það sem þekkja þig og hafa notið stuðnings þíns. Forðastu að lenda í deilum við ættingja. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú biður um nýtt tækifæri og þú færð það. Þú kærir þig kollótta/n um álit annarra á verkum þínum. Kvöldið verður ánægjulegt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fólkið í kringum þig hefur frá nægu að segja en þú kýst að draga þig í hlé og fylgjast með. Ekki spenna bogann of hátt í jólagjafainnkaupunum. Í endurminningum um Jón Árna-son þjóðsagnasafnara segir Theódóra Thoroddsen m.a. svo frá háttum hans: „Ég var t.d. farin að kunna vel við það, að hann sagði við mig á hverjum sunnudegi, er hann kom úr kirkju: „Ojæja, garmurinn Dóra, ekki var lýst með þér í dag.“ Og ósköp held ég að allir hefðu saknað þess, ef hann hefði gleymt að segja yfir grautardiskinum sínum: Góður þykir mér grauturinn méls gefinn á svangan maga. En sé hann gerður úr soðinu sels, þá svei honum alla daga. – Og það segi ég með.“ „Það er spurningin?“ spyr Helgi R. Einarsson í limrunni „Týndur“: Þegar Böðvar fór burt voru börnin og frúin um kjurt. Hann þoldi’ ekki læti og því síður kæti. Þess vegna fór ’ann. En hvurt? Og „Máttur draumsins“ fær að fylgja með: Jón gamli styttir sér stund stundum og fær sér blund. Alsæll þá er og enn á ný fer til fjalla með hest sinn og hund. Hér yrkir Ingólfur Ómar Ár- mannsson braghent um sumarið: Fuglar kvaka, foldin skartar feldi grænum, lágan heyri lækjarróminn, litfríð anga sumarblómin. Bjarkarilminn blærinn mildi .ber að vitum sveipast fjöllin sólareldi, sindrar fagurt ránarveldi. Ingólfur Ómar yrkir sem oftar um veðrið: Regnið lemur kalda kinn Kári er með í ráðum. Skyldi ekki skaparinn skrúfa fyrir bráðum? Ekki er ástandið gott hjá Guð- rúnu Hreinsdóttur eins og hún lýsir því á Boðnarmiði: Engir hundar ætla sér, út að pissa í kvöld. Veðurhamur veldur mér, vandamála fjöld. „Það er ekki hundi út sigandi,“ sagði konan við Tryggva Jónsson og sendi hann út með ruslið: Grátandi ég gægist út, gnauð ég heyri vinda. Örmagna í einum hnút, ætli ég þurfi að synda? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af grautinum méls, hesti og hundi Í klípu „Ég veit aÐ þú veldur starfinu. ÞaÐ sem ég hef áhyggjur af er skortur á LeikgleÐi.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞaÐ er enn heitavatnslaust!” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... endalaus þolinmæði. DÆS DÆS ÞETTA VAR ÁNÆGJU- ANDVARPIÐ MITT ÉG VILDI BARA TRYGGJA AÐ HÚN RUGLAÐIST EKKI Á ÞVÍ OG ÖÐRU ANDVARPI ÉG ÆTLA AÐ LÆSA … GOTT! ÞAÐ ÚTILOKAR RUSLARALIÐIÐ! ERTU BÚIN AÐ GLEYMA ÞVÍ AÐ MAMMA ÞÍN ER MEÐ AUKALYKIL? Víkverji er jólabarn og hlakkar tilaðventunnar. Eins og Víkverja er von og vísa hefur hann þroskast með árunum og skiptir þá engu hvort hann er karl eða kona. Öllu máli skiptir að læra af mistökum og þroskast og brosa móti lífinu. x x x Hér á árum áður var Víkverji mjögkröfuharður þegar kom að jóla- haldi. Allt skyldi vera hreint og fínt. Húsið þrifið hátt og lágt, já frá gólfi og upp í rjáfur. Allir skápar áttu að líta út eins og söluskápar í IKEA fyr- ir utan það að fjölskylda Víkverja átti föt í alls konar litum og gerðum og því erfitt að fá jafn stílhreint útlit og IKEA og fleiri skápaframleiðendur bjóða upp á. Þar fyrir utan þurfti lóð- in að vera í lagi og bílskúrinn ef hægt var. Bíllinn átti að vera hreinn á að- fangadag og fjölskyldan fór öll í jóla- bað á Þorláksmessukvöldi, hvort sem hún þurfti þess eða vildi fara í bað. Það fer jú enginn skítugur upp í rúm með nýþvegnum rúmfötum og jafn- vel nýjum náttfötum á Þorláks- messukvöld. En það var að sjálf- sögðu ekki fyrr en búið var að skreyta jólatréð og kanna hvort serí- an virkaði. Svo var slökkt á trénu og ekki kveikt aftur fyrr en á mínútunni 18.00 á aðfangadag. Allt jólaskraut var sett á sama stað ár eftir ár. x x x Eitt vorið þegar sólin skein inn umgluggann á heimili Víkverja sáust á veggjum tuskutaumar eftir jólaþrifin. Eftir það hefur Víkverji ekki þrifið veggi og loft í svartasta skammdeginu. Slíkt er betra að gera í birtunni á sumrin. Vandamálið er að á sumrin þá fer Víkverji í gönguferð- ir, er úti að grilla eða á ferðalagi Vík- verji hefur því enn ekki fundið rétta tímann fyrir vegg- og loftþvott. x x x Af því að Víkverji er sveigjanlegurog víðsýnn leysti hann jóla- tiltektina, þrifin á veggjunum, skápa- tiltektina og staðlaða jólaskrautið með því að flytja reglulega undan- farin ár. Það má segja að máltækið, fátt er svo með öllu illt að ei boði gott á vel við Víkverja. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. (Sálm: 8.2)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.