Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA Eins og nafnið gefur tilkynna fjallar þessi önnurskáldsaga SigríðarHagalín um heilagleika, nauðsyn og jafnvel bölvun hins rit- aða orðs. Einar og Edda eru sam- feðra systkini sem alast upp við heldur sérkennilegar aðstæður. Mæður þeirra urðu ófrískar eftir sama manninn á unglingsaldri og ákveða að gefa skít í öll sam- félagsleg norm og ala börnin upp saman, án föður- ins. Börnin eru eins og tvær hliðar á sama peningi: Einar er félagslynt barn en les- blindur en Edda systir hans er hyperlexísk og ófær um að tengjast nokkrum nema einmitt bróður sín- um. Vandkvæði þeirra leiða þau í gagnkvæmar áttir þegar þau vaxa úr grasi, en þó átt til ógæfu í báð- um tilfellum. Mæður þeirra eru samrýndar og vilja börnunum það besta, en stundum verður ekki ráð- ið við heiminn úti sem fær sínu framgengt. Bókin fjallar um skyndilegt hvarf Eddu frá eiginmanni og nýfæddu barni, og leit Einars að systur sinni í New York. Inn í frásögnina er sagan af kynnum Ragnheiðar og Júlíu, og æskuárum Einars og Eddu, listilega fléttuð. Sigríði tekst með eindæmum vel að teyma les- endur áfram í gegn um söguþráð- inn með óvæntum beygjum þegar síst er von á, sem er þess valdandi að erfitt er að leggja bókina frá sér. Þegar öllu er á botninn hvolft, og búast má við undrum og stórmerk- um pælingum um hið ritaða orð, þegar sagan er við það að renna undir lok, er hins vegar eins og allt sigli skyndilega lygnan sjó. Kannski er það ein af óvæntustu beygjum frásagnarinnar, sem skilur lesendur eftir eins og þeir hafi gripið í tómt. Sigríður hefur líklega verið komin fram úr sér í plottinu, sem er held- ur flókið, og ekki alveg vitað hvern- ig binda mætti enda á það með góðu móti. Sagan er engu að síður feiki- lega vel skrifuð og þess virði að sökkva sér ofan í. Eins og tvær hliðar á sama peningi Morgunblaðið/Hari Höfundurinn Rýnir segir að skáldsaga Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, Hið heilaga orð, sé „feikilega vel skrifuð og þess virði að sökkva sér ofan í.“ Skáldsaga Hið heilaga orð bbbbn Eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Benedikt bókaútgáfa, 2018. Innb., 378 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR ekki til. Þessir menn sáust varla nokkurn tíma heima hjá sér, og þegar þeir koma þá bara rugla þeir hvers- dagstaktinum. Mæðrunum finnst það kannski rugla uppeldinu líka. Þeir koma eins og gestir og passa ekki al- veg inn í rútínuna sem er alltaf í gangi.“ Benný kaus að láta söguna ekki gerast þegar hún var að alast upp, heldur talsvert fyrr: „Ég vildi bæta við þessu sam- skiptaleysi sem var, af því tæknin bauð ekki upp á annað. Bréfaskriftir voru eina leiðin. Það beið sjómann- anna bréf í höfn þar sem þeir komu að sækja salt eða ís, eða ef þeir voru á vertíð á Höfn eða í Vestmannaeyjum, þá sendu konurnar bréfin þangað. Þetta var það sem þeir höfðu í koj- unum hjá sér til að lesa og hugsa heim. Og svo mátti vonast eftir kveðju í óskalagaþætti sjómanna.“ Öðruvísi en ætlað var Tæknin var heldur meiri á upp- vaxtarárum Bennýjar, en óvissan var samt til staðar og áhyggjurnar stöð- ugar þegar illa viðraði. Á þessum tíma voru sjóslys tíð. – Hvað heldurðu að hafi verið erf- iðast við tilveru sjómannskvennanna? „Ég held þær hafi aldrei notið stundarinnar, sumar þeirra. Þú hlakkar til að fá manninn heim. Svo kemur hann heim og það verður kannski einhvern veginn öðruvísi en þú bjóst við, sérstaklega þegar börnin eru komin. Þú sérð þetta í hillingum og svo verður þetta öðruvísi. Á sama tíma ertu að kvíða fyrir að hann fari út aftur. Og það man ég að pabbi var nánast aldrei heima. Það er orðið allt öðruvísi í dag. Þetta er orðið miklu manneskjulegra, meiri samskipti og meiri heimvera.“ – Þú þekkir greinilega vel lífið í fá- menninu og tilbreytingarleysinu, og sögusagnirnar sem fólk skemmtir sér við í litlu sjávarplássi. Heldurðu að það að alast upp á slíkum stað hafi að einhverju leyti auðgað ímyndunarafl þitt og frásagnargleði? „Auðvitað mótar það mann heil- mikið hvar maður elst upp og þar sem lítið gerist þarf kannski að tala meira um það litla sem gerist og gera meira úr því. Maður verður að gera sér mat úr litlu. Eskifjörður er samt ekki beint fyrirmyndin. Ég ákvað að hafa þetta ótilgreint þorp af því auðvitað var þetta svipað í öllum þessum sjáv- arplássum.“ Auk Grímu er nýútkomin önnur bók Bennýjar, barnabókin Jóla- sveinarannsóknin, sem fjallar um til- raunir þriggja vina til þess að sanna tilvist jólasveinanna. Og Benný lætur ekki þar við sitja: „Ég er komin vel á veg með skáld- sögu sem gerist snemma á 20. öld. Svo er ég að skrifa aðra barnabók. Ég vona að þetta verði það sem ég geri. Þetta passar vel fyrir konu sem hefur lengi verið heimavinnandi að geta ráðið sér sjálf.“ Frásagnargleði Benný Sif Ísleifsdóttir gefur út tvær skáldsögur á árinu. Buguð af biðinni  Benný Sif Ísleifsdóttir lýsir litríkri sjómannskonu í skáldsögunni Grímu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon VIÐTAL Vala Hafstað valahafstad@msn.com „Ég var strax ákveðin í að skrifa sögu um sjómannskonur og færa hana aft- ur í tímann,“ segir Benný Sif Ísleifs- dóttir um nýútkomna skáldsögu sína, Grímu. „Svo byrjaði ég bara og kynntist sögupersónunni eftir því sem [sögunni] vatt fram.“ Gríma er fyrsta skáldsaga Bennýj- ar, og jafnframt fyrsta skáldverk hennar. Fyrir hana fékk hún Nýrækt- arstyrk Miðstöðvar íslenskra bók- mennta 2018. Sagan gerist í ótil- greindu sjávarplássi á Austfjörðum, um og eftir 1950, og lýsir tilveru sjó- mannskvenna þar. Aðalpersónan, Gríma Pálsdóttir, er glæsileg, stjórn- söm og metnaðargjörn kona, sem kærir sig kollótta um almennings- álitið. Hún er ósátt við hlutskipti sitt og þessa eilífu bið eftir eiginmann- inum. Í fámenninu og tilbreytingar- leysinu er þó ekki allt sem sýnist, og fyrr en varir kemur ýmislegt óvænt upp á yfirborðið. Gríma verður til Benný, fædd 1970, er skipstjóra- dóttir, uppalin á Eskifirði og fimm barna móðir. Um fertugt hóf hún nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan M.A. prófi. Það var hins vegar ekki hlaupið að því að fá vinnu í faginu. „Þá ákvað ég að setjast niður og gera það sem ég hef alltaf ætlað að gera, sem er að skrifa. Þetta hefur alltaf verið eitthvað sem mér hefur fundist að ég hlyti að gera.“ Níu mánuðum seinna leit Gríma dagsins ljós. „Ég skrifaði hana nánast alla heima í stofu,“ segir hún. Benný var alltaf mikill lestr- arhestur og vandist því snemma að skrifa. „Ég skrifaði mikið af bréfum í gamla daga af því ég var yngst... Ég skrifaði systkinum mínum og pabba, og um tíma var ég hér heima og kær- astinn minn úti í Englandi og við skrifuðumst á. Ég skrifaði alltaf löng bréf.“ Ekkert val – Hvers vegna valdirðu að skrifa um sjómannskonur? „Það er nú eiginlega bara upprun- inn. Þetta söguefni lá fyrir af því ég þekkti það að hluta og svo langaði mig til að skilja það betur. Ég var að velta því fyrir mér hvernig þetta hefði ver- ið, af því þú hafðir á þessum tíma ekki raunverulegt val sem kona í þessum sjávarplássum úti á landi. Meiri hluti karlmanna var annað hvort verðandi sjómenn eða sjómenn. Hvort sem þú ætlaðir þér það eða ekki þá varð þetta hlutskipti mjög margra kvenna. Ég var að hugsa um að þetta hlyti að hafa farið konum mjög misvel að vera heima, og á þessum tíma eru frítúrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.