Morgunblaðið - 30.11.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 30.11.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 HANNHORFIR, SKYNJAR OGBREGST VIÐ EyeSight öryggiskerfið er eitt það fullkomnasta sem völ er á. Það tengir saman tværmyndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna. Myndavélarnar senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta, greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight kerfið gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. Subaru Outback Premium, sjálfskiptur. Verð frá: 5.890.000 kr. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 7 1 5 NÝROGGLÆSILEGUR SUBARUOUTBACK BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins, telur Íslandspóst hafa með aðgerðaleysi magnað vand- ann vegna niðurgreiðslu á erlendum pakkasendingum til landsins. Fram hefur komið að niður- greiðslurnar eiga þátt í að ríkissjóð- ur veitti Íslandspósti 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Rætt er um frekari ríkisstuðning. Reynir vísar til ummæla Ingi- mundar Sigurpálssonar, forstjóra Íslandspósts, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Fram kom í þeirri frétt að Íslandspóstur niðurgreiði tvo þriðju hluta af erlendum póst- sendingum. Stór hluti þeirra kemur frá Kína í gegnum vefverslun. Samsvari aðeins þriðjungi „Ófjármögnuð byrði vegna er- lendra póstsendinga á síðasta ári var um 500 milljónir,“ sagði Ingimundur í samtali við Stöð 2. „Burðargjöld Al- þjóðapóstssambandsins standa ekki undir nema sirka einum þriðja af dreifingarkostnaðinum hérna innan- lands. Þannig að það er meðgjöf með þeim sendingum sem pósturinn hef- ur staðið undir undanfarin ár. Það gefur augaleið að ekkert fyrirtæki getur niðurgreitt sendingar með þessum hætti,“ sagði Ingimundur. Bent var á að svokallað umsýslu- gjald hefði verið hækkað í Svíþjóð til að mæta kostnaði við sendingar frá Kína. Umsýslugjaldið væri enn hærra í Noregi. Á Íslandi greiði flestir 595 króna umsýslugjald. „Ef við ætluðum að leggja eitthvað mikið meira á það heldur en sem nemur hóflegri verðlagningu þá myndi yfirverðlagningin orka mjög tvímælis. Þannig að við höfum ekki viljað fara þá leið,“ sagði Ingi- mundur í títtnefndu viðtali. Heimildir innan 20 kílóa Reynir gagnrýnir þessi ummæli. „Það verður ekki annað séð en að samkvæmt núgildandi póstlögum hafi alþjónustuveitandi heimild til að leggja gjald á hvern pakka innan 20 kílóa sem kemur til landsins. Þannig greiðir viðskiptavinurinn gjaldið fyrir póstsendingar frá Kína en ekki íslenska ríkið eða skattgreiðendur eins og stjórnendur Íslandspósts hafa óskað eftir,“ segir Reynir. „Það er stöðugt verið að skerða póstþjónustu innan einkaréttar og hækka gjaldskrá bréfapósts með vís- un í tap af samkeppnisstarfssemi fyrirtækisins. Forstjóri Íslandspósts staðfestir nú að hluta rekstrarvand- ans megi rekja til þess að Íslands- póstur vilji hreinlega ekki rukka fyrir veitta þjónustu vegna póst- sendinga frá Kína, líkt og gert er í nágrannalöndum okkar. Staðreynd- in er sú að svokallað umsýslugjald var hækkað í Svíþjóð til að mæta kostnaði vegna sendinga frá Kína, það nemur nú 1.050 krónum. Um- sýslugjaldið er enn hærra í Noregi, þar nemur það 2.370 krónum. Á Ís- landi greiða flestir umsýslugjald sem nemur 595 krónum. Forstjóri Íslandspósts segist ekki vilja fara þá leið að hækka umsýslugjaldið vegna kostnaðar við póstsendingar frá Kína og vill frekar taka á sig tapið og vill núna fá peninga frá skattborg- urum til að borga tapið. Því til við- bótar hefur hann setið hjá og horft á vandann vaxa. Ég efast stórlega um að innlend verslun sé ánægð með þessa nálgun forstjórans.“ Um 17% munar á tölunum Athygli vekur að talan sem Ingi- mundur nefnir um byrði erlendra póstsendinga í fyrra, um 500 millj- ónir, er um 17% hærri en tilgreind upphæð í greinargerð með frum- varpi til laga um póstþjónustu. „Nýlegt vandamál í rekstri Ís- landspósts ohf. tengist mikilli fjölg- un erlendra sendinga til landsins, einkum frá Kína, en fyrirtækið fer með réttindi og skyldur samkvæmt alþjóðapóstsamningnum. Sam- kvæmt starfsþáttaryfirliti í árs- reikningi Íslandspósts ohf. fyrir árið 2017 nam tap af þessum sendingum um 426 milljónum,“ segir þar m.a. Taki mið af raunkostnaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birti 12. þessa mánaðar úrskurð þar sem beiðni Íslandspósts um hækkun gjaldskrár innan einkaréttar var hafnað. Vísar einkaréttur til bréfa- sendinga sem fyrirtækið hefur einkarétt á samkvæmt lögum um póstþjónustu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, rifjar upp að henni hafi borist erindi um hvort erlendar póstsend- ingar falli undir alþjónustuna. „Það er ekki búið að kveða form- lega og endanlega upp úr um það. Við fjölluðum talsvert um þetta í síð- ustu ákvörðun. Við teljum að á grundvelli þess að hér sé um alþjóð- legan samning að ræða, samning Al- þjóðapóstssambandsins, og að í rekstrarleyfi Íslandspósts sé bein- línis kveðið á um að félagið skuli veita þjónustu varðandi alþjóðlegan póst, sé þetta skylda sem er lögð á félagið. Þess vegna getur það ekki afþakkað að veita þessa þjónustu. Við teljum því sennilegt að það komi til skoðunar, í samhengi við alþjón- ustuna, að kostnaður og hugsanlegt óhagræði falli þar undir.“ Fyrst að koma fram núna M.t.t. mögulegs uppsafnaðs taps á undanförnum árum á erlendum póstsendingum vill Hrafnkell einnig geta þess að beiðni Íslandspósts um hvernig eigi að fara með mögulegt tap á póstsendingum frá útlöndum hafi ekki komið til kasta PFS fyrr en nú. Hann rifjar svo upp það álit stofnunarinnar að annað óhagræði af alþjónustukvöðinni en mögulega vegna erlendra póstsendinga „hafi að fullu verið bætt undanfarin ár“. Þá með því hvernig gjaldskráin fyrir einkaréttinn hafi verið stillt af. Kostnaði velt á skattgreiðendur  Framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins telur aðgerðaleysi stjórnenda hafa aukið á vanda Íslandspósts  Mikið tap á pakkasendingum  Forstjóri PFS segir þann kostnað mögulega falla undir alþjónustu Morgunblaðið/Rósa Braga Fylgir netverslun Pakkasendingar frá útlöndum hafa aukist síðustu ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.