Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018
✝ Ellen LísbetPálsson fæddist
í Reykjavík 30. jan-
úar 1926. Hún lést
24. nóvember 2018
á Dvalarheimilinu
Hlíð, Akureyri.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ing-
unn Katrín Arn-
finnsdóttir (Inga
Rasmussen), f. í
Vestdal við Seyðis-
fjörð 24.3. 1888, d. 17.7. 1958, og
Lauritz Alfred Rasmussen,
meistari í plötu- og ketilsmíði og
brautryðjandi hér á landi í þeirri
iðn, yfirverkstjóri í Stálsmiðj-
unni, f. í Óðinsvéum 26.10. 1888,
d. 9.4. 1943.
Albróðir Ellenar var Ágúst
Rasmussen, garðyrkjumaður á
Sólbakka í Stafholtstungum, f.
1923, d. 1971, kvæntur Ástríði
Stellu Geirsdóttur, f. 1924, d.
1990. Uppeldissonur þeirra er
Dagbjartur Ragnar Jónsson.
Hálfsystir Ellenar, sammæðra,
fræðaprófi árið 1982. Var það
síðasta gagnfræðapróf, sem tek-
ið var á Íslandi. Eftir það hélt
hún áfram námi í verslunardeild
Námsflokka Akureyrar og lauk
þar almennu verslunarprófi vor-
ið 1984. Að því loknu vann hún
skrifstofu- og verslunarstörf,
fyrst bókhaldsstörf hjá Heild-
verslun Tómasar Steingríms-
sonar hf., þá við afgreiðslu í
Hannyrðaversluninni Önnu
Maríu, og síðar annaðist hún
ræstingu í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju og kirkju-
kapellunni.
Börn Ellenar og Sverris eru:
1) Sigríður, f. 1948, gift Brandi
Búa Hermannssyni. Dætur
þeirra: Guðrún Ágústa og Ellen
Halla. 2) Lárus, f. 1953, kvæntur
Kristínu Jónsdóttur, d. 2016.
Börn þeirra: Gunnhildur Gylfa-
dóttir, dóttir Kristínar, Magnús
Már og Ágúst. 3) Inga Björg, f.
1961, gift Torfa Ólafi Sverris-
syni. Börn þeirra: Þóra Sigríð-
ur, Ellen Björg og Sverrir Ólaf-
ur. 4) Páll, f. 1964, kvæntur
Guðbjörgu Ingimundardóttur.
Börn þeirra: Auður og Oddur.
Aðrir afkomendur eru 20.
Útför Ellenar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 30.
nóvember 2018, klukkan 10.30.
var Beta Einarína
Steingrímsdóttir, f.
1918, d. 1920.
Hinn 19. október
1947 gengu þau
Ellen og Sverrir
Pálsson, lengi
skólastjóri á Akur-
eyri, f. 28.6. 1924,
d. 24.3. 2017, í
hjónaband í Síðu-
múlakirkju. Heim-
ili þeirra frá 20.
október 1947 var á Akureyri,
fyrst í Möðruvallastræti og frá
2000 á Mosateigi. Foreldrar
Sverris voru hjónin Sigríður
Oddsdóttir, f. 10.5. 1890 á Sáms-
stöðum í Fljótshlíð, d. 30.10.
1975, og Páll Sigurgeirsson,
kaupmaður á Akureyri, síðar
skrifstofumaður í Reykjavík, f.
16.2. 1896 á Stóruvöllum í
Bárðardal, d. 21.2. 1982.
Þegar fækkaði í heimili og
um hægðist hóf Ellen nám í
kvöldskóla við Námsflokka
Akureyrar og lauk þar gagn-
Elskuleg móðir mín, Ellen Lís-
bet Pálsson, andaðist þann 24.
nóvember 2018, hartnær 93 ára.
Eyjafjörður var baðaður geislum
vetrarsólarinnar sem sindruðu á
Pollinum. Þannig var líf hennar,
fagurt og friðsælt.
Mamma ólst upp í Reykjavík en
á sumrin var hún í sveit á Brúar-
reykjum í Stafholtstungum, alls
níu sumur og einn vetur. Afi, sem
var danskur og hafði upplifað
stríð, taldi hana öruggari í
Borgarfirði en í Reykjavík eftir að
Bretar hernámu landið. Yfirmenn
afa hjá Stálsmiðjunni lögðu hart
að honum að sækja um íslenskan
ríkisborgararétt, sem gekk eftir,
en nokkrir útlendingar höfðu ver-
ið teknir höndum.
Mamma var ljúf, glaðsinna,
orðvör og kjarkmikil og var ekk-
ert að mikla hlutina fyrir sér.
Henni féll aldrei verk úr hendi,
hafði listrænt auga og allt sem hún
gerði var vandað og vel gert. Hún
var mikil hannyrðakona, saumaði
yfirhafnir og aðrar flíkur á fjöl-
skylduna, bróderaði, prjónaði, allt
lá vel fyrir henni.
Þegar gesti bar að garði var
stofuborðið dúkað upp, sparistell-
ið lagt á borð og heimagerðar
kræsingar bornar fram af smekk-
vísi.
Foreldrar mínir höfðu gaman
af garðyrkju og fengu viðurkenn-
ingu frá Akureyrarbæ fyrir falleg-
an garð. Einnig voru þau með
skógarreit með fjölbreyttum trjá-
tegundum og nutu útiverunnar.
Ferðalög voru líka þeirra líf og
yndi og þau munaði ekkert um að
þeysast um landið þvert og endi-
langt eða leggjast í langferðir
enda kölluðum við börnin þau
Litla ferðafélagið.
Þegar um fór að hægjast dreif
mamma sig í Námsflokka Akur-
eyrar og lauk gagnfræðaprófi árið
1982 (síðasta skiptið sem það var
þreytt) og almennu verslunarprófi
vorið 1984.
Mömmu þótti afar vænt um
fjölskyldu sína og vildi halda
minningu foreldra sinna á lofti
fyrir afkomendurna. Hún gaf út
bækurnar Ættir og ævi Ingunnar
Katrínar Arnfinnsdóttur, skráða
árið 1993 af Sverri Pálssyni og
Endurminningar Ellenar, skráðar
af henni sjálfri árið 2015.
Mamma var einungis sextán
ára þegar hún hitti draumaprins-
inn, pabba á árshátíð Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur þar sem hún
stundaði nám. Sambúð þeirra var
einstaklega ástrík og falleg alla
tíð. Pabbi orti alltaf ljóð til hennar
á brúðkaupsdaginn og við fleiri
tækifæri. Svo fór að ljóðin fylltu
heila bók og gott betur, árið 2012
gaf hann út ljóðabókina Þú ert
mitt ljós: ljóð til Ellenar. Einnig
tileinkaði hann henni fleiri ljóða-
bækur.
Að lokum vil ég þakka móður
minni fyrir allt sem hún var mér
og mínum og læt fylgja með ljóðið
Í tunglsljósi sem pabbi orti til
hennar á afmæli hennar árið 1997.
Tunglskinið bjarta í blámanum milda
breiðir sitt álfalín.
Innan við gluggann á svæflinum
sínum
sefur hún, ástin mín.
Tunglbjört er nóttin, og tifandi
stjörnur
tindra við himinskaut.
Ek ég í draumi með drottningu minni
dunandi vetrarbraut.
Tunglsljós á ísum, og demantadjásnin
dansa um hjarn og mjöll.
Okkar þar bíður með skrauti og skarti
skínandi draumahöll.
Tunglið mitt, svíf þú nú seglum hvítu
suður um næturhvel,
silfrinu stráðu á sængina hennar,
svo hana dreymi vel.
Þín dóttir,
Inga Björg Sverrisdóttir.
Elsku Ellen amma hefur kvatt
okkur,
Amma mín var hlý og skemmti-
leg, hláturmild kona. Hún var blíð
og góð og tók öllum vel. Amma og
afi kynntust ung að árum, voru
miklir vinir, samheldin og töluðu
fallega hvort við annað, kölluðu
hvort annað oftast nöfnunum Ell-
en mín og Sverrir minn.
Hjá þeim var gott að vera og
naut ég margsinnis góðs af því. Á
morgnana laumaðist ég upp í rúm
hjá ömmu áður en afi færði henni
ristað brauð og kaffi á bakka.
Amma knúsaði afa fyrir og hann
fór að vinna, hvort sem það var í
skólanum eða á skrifstofunni
heima. Eldhúsið var stórt, þar var
stór strauvél, ein eldhússkúffa full
af hveiti og önnur af sykri enda
bakaði amma mikið. Hún gerði
dásamlegan mat og kökur. Það
voru margar góðar stundir í þessu
eldhúsi, meira að segja uppvaskið
var notalegt þar sem allt var þveg-
ið vel og þurrkað á meðan spjallað
var um heima og geima.
Við amma tókum upp gulrætur
í garðinum þeirra, röltum saman í
búðina og ef það voru margir sem
gistu hjá þeim fór afi auka ferð í
búðina að ná í meiri mjólk. Amma
var pæja, alltaf vel til höfð og fór
lengi vel ekki úr húsi nema að
skella á sig varalit.
Sumarið 1997 fékk Magnús,
maðurinn minn, vinnu á Akureyri.
Þá þótti ömmu og afa sjálfsagt að
hýsa okkur hjónin og unga dóttur
vikum saman, það var yndislegur
tími. Við amma fórum í bíó, sáum
Titanic-myndina, ekki löngu áður
en þau afi fóru í skemmtisiglingu!
Amma skellti sér í skóla á full-
orðinsárum og tók almennt versl-
unarpróf árið 1984. Ömmu og afa
féll ekki verk úr hendi. Þau ferð-
uðust víða og sinntu skógrækt af
dugnaði.
Hálfáttræð fluttu þau í nýbyggt
einbýlishús sitt, hús og garður hjá
þeim voru alltaf til fyrirmyndar. Á
síðustu árum gáfu þau út bækur,
m.a. um æsku sína og ættir. Afi
gaf út nokkrar ljóðabækur og ein
þeirra er safn ljóða sem hann orti
til ömmu og ber heitið Þú ert mitt
ljós.
Það brást ekki þegar ég hringdi
í ömmu og afa, að þau lögðu allt
frá sér, tóku upp sitthvort símtólið
og úr varð skemmtilegt spjall. Þau
voru dugleg að rækta tengsl sín
við afkomendur og vini.
Á afmælis- og tyllidögum
hringdu þau alltaf og óskuðu við-
komandi til hamingju. Þeim var
einkar lagið að spjalla við börn
okkar og unglinga í þessum sím-
tölum.
Amma og afi tóku alltaf vel á
móti öllum og var gestkvæmt á
heimili þeirra á Akureyri, fyrst í
Möðruvallastræti og svo í nýja
húsinu þeirra að Mosateigi.
Við fjölskyldan erum afskap-
lega þakklát fyrir allar góðar
stundir hjá ömmu/langömmu og
minnumst margra skemmtilegra
stunda og hláturs hennar.
Við samhryggjumst börnum
hennar og tengdabörnum.
Guðrún Ágústa og fjölskylda.
Elsku Ellen amma.
Þegar við horfum yfir farinn
veg gerum við okkur grein fyrir
hversu mikils virði minningarnar
eru. Það er af mörgu að taka.
Alltaf varstu jafn fín í tauinu. Fal-
leg föt glöddu þig og þú varst allt-
af í stíl, bein í baki og glæsileg. Þú
tókst meira að segja rúllurnar
með þér í ferðalagið. Hárið var
alltaf flott.
Skipulag var á öllum hlutum og
allir hlutir vel gerðir hvort sem
það var handavinna, þrif eða bók-
hald. Handavinnugjafir frá þér
voru sérstakt uppáhald og ekki
var amalegt að fá hól frá þér fyrir
handverk sem maður gerði sjálf-
ur.
Alltaf var jafn notalegt að koma
í heimsókn og fá hjálp við heima-
lestur, hádegissnarl og grípa í eins
og eitt rommí. Oftast var maður
leystur út með eins og einum
bragðgóðum mola í munni.
Þú varst mikil keppnismann-
eskja og hafðir gaman af að vinna.
Þú kenndir okkur allskonar
mannasiði, að sleikja ekki hnífinn,
að taka utan af ávöxtum með hníf,
að tala aldrei illa um aðra, að ógift-
ir sitji ekki við borðshorn.
Þú gerðir langbestu gulltert-
una, nammiskálin var alltaf á sín-
um stað og gulræturnar og kart-
öflurnar úr garðinum ykkar afa
voru ótrúlega bragðgóðar.
Alltaf mættuð þið afi með auka
skó í veislur og hann hjálpaði þér
að skipta. Þannig voru þið.
Stundirnar í Stokkahlíð voru
einstaklega ljúfar með göngu-
túrum, nesti og fræðslu í trjárækt.
Jólaboðin í Möðruvallastræti
og síðar á Mosateig verða okkur
alltaf minnisstæð með öllum sín-
um hefðum. Hangikjötið, kökurn-
ar, appelsínurnar, eplin, púkkið,
nammið, Jólastundin okkar, geng-
ið í kringum jólatréð, gleðin,
hláturinn, hátíðleikinn.
Það var skemmtilegt að fara
með ykkur í tjaldútilegur og þar
var hægt að ganga að því vísu að
þið væruð með besta nestið.
Þið afi voruð alla tíð svo ótrú-
lega ástfangin og dásamlegar
fyrirmyndir fyrir okkur öll.
Takk fyrir allt og við vonum að
þú hafir það gott í draumalandinu.
Biðjum að heilsa mömmu og afa.
Magnús, Ágúst
og Gunnhildur.
Í dag verður kvödd á Akureyri
mikil heiðurskona, Ellen Lísbet
Pálsson. Hún og eiginmaður
hennar, Sverrir Pálsson, urðu mér
hollvinir á æskuárum mínum og
áttu þá hvort með sínum hætti
drýgri þátt í mótun minni en mér
er ef til vill ljóst. Til þess tíma
hvarflar nú hugurinn þegar Ellen
er kvödd.
Sverrir var íslenskukennari
minn veturna þrjá fyrir landspróf
í Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Hann skynjaði fljótlega hjá mér
áhuga á máli og bókmenntum,
varð „mentor“ minn og veitti mér
fúslega leiðsögn. Eitt sinn sótti ég
til hans bók sem hann bauðst til að
lána mér að gefnu tilefni. Þá sá ég
Ellen í fyrsta sinn og var boðið inn
í kaffi með hjónunum í Möðru-
vallastrætinu. Eftir það mátti ég
heita heimagangur hjá þeim og
eldri börnum þeirra tveimur það
sem eftir lifði skólavistar minnar
fyrir norðan. Allt varð þetta upp-
haf góðra kynna og ævilangrar
vináttu.
Enn er mér í minni, hve mikil
gleði og hamingja mér fannst
liggja í loftinu þegar ég kynntist
þessum ungu hjónum fyrst, henni
tæplega, honum rúmlega þrítug-
um, enda hygg ég að tryggð sína
og samheldni, einlæga virðingu og
ástríki hafi þeim auðnast að varð-
veita á langri ævi, þótt mér þyki
óvíst að þau hafi litið alla hluti
sömu augum eða verið allskostar
líkt skapi farin, en einmitt það get-
ur stundum verið lykill að leynd-
armáli í náinni sambúð ekkert síð-
ur en hitt.
Reynsluheimur þeirra í skini og
skúrum frá unga aldri var um
sumt ekki ósvipaður og kann það
líka að hafa gert þeim ljósara en
ella í hverju gæfan er fólgin.
Móðurfólk Ellenar var austan
og vestan af fjörðum og úr Vest-
mannaeyjum, en faðirinn listhag-
ur og virtur járniðnaðarmaður frá
Óðinsvéum. Ellen og Sverrir
kynntust veturinn 1943 þegar
hann var við nám í íslenskum
fræðum, en hún í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur. Þar sáust þau fyrst
og dönsuðu saman fyrsta dansinn
á árshátíð skólans. Þar með voru
örlög ráðin. Eftir lát föður hennar
um vorið varð Borgarfjörður dval-
ar- og vinnustaður Ellenar, móður
hennar og bróður næstu árin, en
þar hafði hún verið níu sumur í
sveit og Ágúst hafið garðyrkju á
Sólbakka.
Að loknu prófi og hjónavígslu í
Síðumúla haustið 1947 fluttist
Sverrir svo með Reykjavíkur-
stúlkuna sína til Akureyrar og
gerðist kennari og síðar skóla-
stjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar
sem hann helgaði krafta sína eftir
það, en Ellen húsfreyja á heimili
þeirra og móðir fjögurra barna,
fyrst í Möðruvallastræti 10, síðar
á Mosateig 7, fallegu húsi með
fögru útsýni yfir Pollinn og heið-
ina.
Það var gott að vera gestur Ell-
enar fyrr og síðar, og á kveðju-
stund fyllist hugurinn þakklæti
fyrir liðnar stundir sem geymast í
minningunni, og við Steinunn
sendum afkomendum og öðrum
ástvinum Ellenar og Sverris sam-
úðarkveðjur.
Ég sé hana fyrir mér í dyrun-
um, brosandi með blik í augum,
taka á móti okkur af þeirri hlýju
og kurteisi sem kemur að innan,
heyri mýkt raddarinnar þegar
hún býður okkur velkomin, skynja
hógværðina í framkomu og fasi.
Þannig var hún.
Nú opnar hún ekki lengur dyr
fyrir norðan, en gengur sjálf um
hliðið inn í fögnuð herra síns.
Hjörtur Pálsson.
Ellen Lísbet
Pálsson
✝ Alma Stef-ánsdóttir
fæddist á Litlahóli
norðan Dalvíkur 1.
september 1929.
Hún lést á sjúkra-
húsinu á Akureyri
þann 19. nóvember
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Stefán
Rögnvaldsson, f.
1889, d. 1979, og
Rannveig Jónsdóttir, f. 1886, d.
1964.
Systkini Ölmu voru: 1) Sig-
ríður Anna, 2) Sigvaldi, 3) Jón
Skagfjörð, 4) Gunnar Anton, 5)
Alda, 6) Þórir Hreggviður, 7)
Agnar. Þau eru öll látin.
Þann 4. júní 1949 giftist
Alma Ægi Þorvaldssyni, f. 22.
september 1928, d. 9. október
2018. Foreldrar hans voru Þor-
valdur Árnason, f. 1900, d.
1988, og Sigríður Þóra Björns-
þeirra eru Garðar Ingi, f. 2016,
og Alma Rós, f. 2017, dætur
Ástu eru María Björg, Elsa Sól-
ey og Sara Sif, c) Sigurður Þór,
f. 1988, maki Bianka Weißflog,
f. 1989. d) Helga Björg, f. 1991,
maki Kristófer Jónasson, f.
1988, sonur þeirra er Jónas, f.
2018. e) Aron Freyr, f. 1997, d.
2016. Núverandi maki Garðars
er Bryndís Arna Reynisdóttir,
f. 1961. Börn Bryndísar eru
Davíð Ingi, Elísabet Ýr og
Reynir Már. 4) Stefán Ragnar,
f. 1959, d. 1978.
Alma vann við störf tengd
fiskvinnslu víða um land sem
ung stúlka, hún m.a. saltaði síld
í tunnur og vann við beitningu.
Alma og Ægir byggðu sér
heimili á Dalvík þar sem hún
var heimavinnandi húsmóðir á
meðan synirnir voru að alast
upp. Eftir það vann hún hjá
rækjuverksmiðjunni á Dalvík
um 20 ára skeið. Árið 1998
þegar þau hjónin voru bæði
hætt fastri atvinnu fluttu þau
til Akureyrar og bjuggu þar
síðustu 20 árin.
Útför Ölmu fer fram frá
Glerárkirkju í dag, 30. nóv-
ember 2018, klukkan 13.30.
dóttir, f. 1903, d.
1984. Synir Ægis
og Ölmu eru : 1)
Gunnþór, f. 1950,
d. 2005. 2) Gylfi, f.
1953, maki Björg
Malmquist, f. 1954.
Börn þeirra eru: a)
Garðar Malmquist,
f. 1977, maki Erla
Ósk Benediktsdótt-
ir, f. 1978, synir
þeirra eru Bene-
dikt Darri, f. 2013, og Brynjar
Gylfi, f. 2015. b) Sigríður
Ragna Malmquist, f. 1979. 3)
Garðar, f. 1957, fyrrverandi
maki Helga Björg Sigurðar-
dóttir, f. 1962. Börn þeirra eru:
a) Stefán Ragnar, f. 1984, maki
Hulda Jóhannsdóttir, f. 1980,
dóttir þeirra er Nadía Mist, f.
2010, synir Huldu eru Anton
Smári og Mikael Atli. b) Ægir,
f. 1986, maki Ásta Júlía Ingi-
björnsdóttir, f. 1980, börn
Það er svo stutt síðan ég setti á
blað nokkur minningarorð um
hann Ægi tengdapabba, en nú er
komið að elsku Ölmu minni. Hjón
sem eru búin að vera saman í 70 ár
og geta ekki hvort án annars verið.
Ljósið sem dofnaði í augum hennar
við fráfall hans fyrir örfáum vikum
er núna endanlega slokknað. Hún
hræddist það mest að hann færi á
undan henni því hún gat ekki hugs-
að sér lífið án hans.
„Þú manst bara, Bryndís mín,
að strjúka honum um vangann og
vera góð við hann, þá verður hann
bljúgur sem lamb. Það geri ég við
hann Ægi minn,“ sagði hún og
klappaði honum og kjassaði, „og
ég segi honum að hann sé bestur.“
Enda gerði hann allt fyrir hana
sem hún bað um.
Hún var margslungin persóna
hún tengdamamma. Hún lét fólk
alveg heyra það, hafði skoðanir á
mönnum og málefnum. Hún var
t.d. afskaplega langrækin ef ein-
hver gerði eitthvað á hlut hennar
eða hennar fólks, þá bara lokaði
hún á þau samskipti um aldur og
ævi.
En skemmtileg var hún og
reytti hún af sér brandarana og
heilu kvæðabálkana þegar sá gáll-
inn var á henni. Nú síðast þegar
hún lá sárþjáð á sjúkrahúsinu og
beið eftir aðgerð á mjöðm þá hafði
hún yfir skemmtilegu kvæðin
hans Tóta. Ég nefndi við Gæja að
við yrðum að fara að skrifa eitt-
hvað niður af þessu eftir henni.
Alveg frá því ég kynntist henni
fyrst tók hún mér eins og dótt-
urinni sem hún eignaðist aldrei.
Mér fannst strax svo gott að koma
til þeirra á fallega snyrtilega
heimilið þeirra. Enda fór ég fljót-
lega að kíkja til þeirra í kaffi án
Gæja því maður var strax um-
vafinn þessum hlýja faðmi sem ein-
kenndi hana og var svo gott að leita
í.
Það er ekki hægt að skrifa um
hana Ölmu án þess að minnast á
gjafmildina. Hún hefði gefið sína
síðustu flík eða sinn síðasta eyri
hefði hún getað. Alltaf að hugsa um
alla í kringum sig. Ég var varla
komin inn úr dyrunum þegar
þiggja varð kaffi og eitthvað með
því. Hún hálf fyrtist við ef maður
þáði ekki eitthvað. Hún hafði mest-
ar áhyggjur af því síðustu vikurnar
í Hlíð að geta ekki gefið okkur
kaffi. En synir henni reyndu að sjá
um að hún ætti alltaf eitthvað gott
upp í gesti. Hún var öllum góð.
Börnin mín elskuðu hana frá fyrsta
degi, ekki annað hægt. Hún var
meira segja afar góð elsta syni
mínum sem hún þekkti í raun ekki
mikið, hann fékk jólagjafir eins og
aðrir, enginn mátti verða útundan.
Þetta lýsir henni kannski best af
öllu.
Lífshlaupið hennar Ölmu var
ekki auðvelt, sorgin bankaði fljótt
upp á og missirinn var mikill í
gegnum tíðina. Heilsuleysi af ýms-
um toga einkenndi líf hennar síð-
ustu árin. En hún ætlaði sko heim
um jólin og eins átti hún eftir að
ganga frá fötunum hans Ægis. Það
hlaut einhver að geta notað þau.
Oft var ég búin að lenda í stökustu
vandræðum með að neita einhverri
flíkinni sem hún vildi endilega gefa
mér.
Elsku Alma mín, nú dansið þið
Ægir bara saman um þessi jól í
Paradís ásamt öllum strákunum
þínum sem hafa tekið á móti þér.
Þeir taka sennilega aðeins í spil en
þú leyfir þeim það, er það ekki? Þú
getur sagt þeim sögur á meðan.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
Alma mín, og hvíldu í friði.
Þín
Bryndís Arna.
Alma
Stefánsdóttir