Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Nóvembermánuður var gjöfull fyr-
ir áhöfn Daggar SU, en þessi tólf
tonna línubátur frá Hornafirði
landaði rúmlega 200 tonnum úr 21
róðri. Mest komu þeir með rúm 14
tonn eftir daginn, sem Vigfús Vig-
fússon, skipstjóri og útgerðar-
maður, segir að hafi verið helst til
mikið því þeir geti komið 13,5
tonnum fyrir með góðu móti í kör-
um. Þeir reru lengst af mánuðinum
frá Stöðvarfirði þar sem oft var líf-
legt við bryggjuna síðdegis þegar
fimm línubátar komu inn til lönd-
unar. Aflanum var hins vegar öll-
um keyrt til vinnslu annars staðar.
Mikið róið í nóvember
„Það var hægt að róa mikið í
nóvember og venju samkvæmt var
víða kominn fiskur hérna fyrir
austan. Oft keyrðum við rúmlega
30 mílur í austur, norður eða suður
eftir atvikum og þetta voru oft
langir túrar þegar sótt var alveg út
í kanta, en þegar líður á fer
vertíðarfiskurinn að ganga upp á
grunnið. Verðið fyrir stóra þorsk-
inn var gott fram eftir mánuðinum,
en gaf eftir í blíðskaparkaflanum
undir lok mánaðar,“ segir Vigfús.
Döggin landaði að mestu á
Stöðvarfirði, en þaðan reru líka
Gísli Súrsson, Auður Vésteinsdóttir
og Vésteinn frá Einhamri í Grinda-
vík, Kristján frá Grunni í Hafn-
arfirði og Sandfellið frá Loðnu-
vinnslunni á Fáskrúðsfirði. Döggin
seldi sinn afla á fiskmarkaði, en
afla hinna var landað í eigin
vinnslu. Stóru línuskipin hafa ým-
ist verið að veiðum fyrir norðan
eða austan land í haust og sjá má á
aflatölum að miklu hefur verið
landað á Siglufirði, Sauðárkróki og
Djúpavogi.
Vinnslan og kvótinn stjórna
Samkvæmt upplýsingum á afla-
frettir.is var Döggin með mestan
afla í flokki línubáta undir 15 tonn-
um í nóvember og ofarlega í flokki
báta yfir 15 tonnum, en stórum og
kröftugum bátum í þeim flokki hef-
ur fjölgað síðustu ár. Vigfús viður-
kennir að menn fylgist með aflatöl-
um hver hjá öðrum, en segir að
tímarnir séu breyttir.
„Metingurinn sem áður var er
ekki lengur til staðar því núna er
þessu öllu stjórnað af vinnslunni í
landi og kvótanum. Sumir þurfa að
stoppa tvo daga í viku vegna
vinnslunnar eða að þeir verða að
veiða ákveðna tegund þannig að
aflatölur segja ekki neitt einar og
sér. Ef menn fiska vel einn mánuð-
inn verða þeir kannski að vera á
damli í þeim næsta. Nú byggist
þetta sem betur fer á góðri með-
ferð á fiski frekar en kapphlaupi,
sem er miklu heilbrigðara,“ segir
Vigfús.
Fjórir eru í áhöfn Daggar og er
beitt um borð. Hann segir að sama
áhöfn hafi að mestu verið á bátnum
í mörg ár, menn sem vinni vel sam-
an. Rúmlega 700 þorskígildistonn
eru skráð á Döggina og segir Vig-
fús að áfram verði róið.
Kallarnir hver í sína áttina
„Við klárum okkar kvóta og
bindum þá vel, væntanlega í mars-
apríl. Kallarnir fara þá hver í sína
áttina og finna sér eitthvað við að
vera í nokkra mánuði og svo byrj-
um við aftur að róa september-
október næsta haust. Hugsanlega
fer ég á makríl í ágúst, en ég hef
alls ekki verið sáttur við verðið
sem við höfum fengið fyrir hann,“
segir Fúsi á Dögginni að lokum.
Morgunblaðið/Albert Eymundsson
Við bryggju Vigfús Vigfússon við bát sinn Dögg SU 118 í höfn á Höfn í Hornafirði í vikunni.
„Klárum okkar kvóta
og bindum þá vel“
Góður mánuður hjá Vigfúsi og félögum á Dögg SU
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Martin Eyjólfsson, sendiherra Ís-
lands í Þýskalandi, segir að sendiráð
Íslands í Berlín og Kaupmannahöfn
hafi verið styrkt sérstaklega til full-
veldishátíða. Á vegum sendiráðsins í
Berlín hafi í ár verið haldnir tæplega
60 viðburðir í 10 borgum í samvinnu
við íslensk og þýsk fyrirtæki, stofn-
anir og borgaryfirvöld. 30.000 gestir
hafi sótt viðburði það sem af er.
„Í ár skreyta jólaóróar Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra jólatréð á
torginu við norrænu sendiráðin hér í
Berlín. Við kveikjum á því í dag og
kynnum íslenska jólahefð, hönnun og
ljóðlist. Á fullveldisdaginn bjóðum við
Íslendingum í Berlín í sendiráðsbú-
staðinn þar sem Íslenski kórinn í
Berlín syngur, jólasveinar mæta og
hangket og annað góðgæti verður
borið fram,“ segir Martin og bætir
við Ísland hafi verið kynnt sem
matar-, ferðamanna-, jafnréttis-,
myndlistar-, hönnunar-, bóka- og
kvikmyndaland auk kynningar á
landsliði Íslands í fótbolta.
„Katrín Jakobsdóttir opnaði há-
tíðahöldin í mars með jafnréttis-
ráðstefnunni Dóttir,“ segir Martin og
telur upp atburði ársins:
Apríl: Magma - Frumkraftar Ís-
lands í Fælleshus, sameiginlegu hús-
næði norrænu sendiráðanna í Berlín,
og orkuráðstefnan Empowered.
Maí: listahátíð í sendiherra-
bústaðnum í samvinnu við Cycle
Berlín. 1.600 gestir sáu þrjá leiki Ís-
lands á HM á FanZone í Felleshus.
Ágúst: útgáfutónleikar Víkings
Heiðars í sendiherrabústaðnum og
Íslandsdagar í Bremerhaven.
Nóvember: Íslandskvöld ræðis-
manns Íslands í München, málþing
um Íslandsvininn Konrad Maurer í
Köln, ráðstefna Þýsk-íslenska vina-
félagsins í Köln um tengsl Íslands og
Þýskalands sl. 100 ár auk mynd-
listarsýningar með verkum Finnboga
Péturssonar, Kristjáns Guðmunds-
sonar og Rögnu Róbertsdóttur og
loks tónleikar Guðrúnar Ingimars-
dóttur sóprans í Fælleshus.
Yfir 30.000 gest-
ir komið á 60
fullveldisviðburði
Íslandskynning í 10 þýskum borgum
Ljósmynd/Íslenska sendiráðið í Berlín
Berlín Jólasveinar Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra prýða jólatré.
Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis
Íslands stóð Maurerfélagið í
Þýskalandi fyrir málþingi í Köln 16.
og 17. nóvember. Konrad Maurer
var prófessor í þýskum lögum og
norrænni réttarsögu sem hafði
mikinn áhuga á Íslandi. Hann lærði
íslensku og heillaðist af landi og
þjóð að sögn Jóhanns J. Ólafs-
sonar, áhugamanns um Konrad
Maurer, sem segir að Maurer hafi
komið til Íslands árið 1858, ferðast
um landið í sex mánuði og skráð
ferðasöguna. Handrit að ferðasög-
unni fannst árið 1975 og tólf árum
síðar gaf Ferða-
félag Íslands út
bókina Konrad
Maurer Ís-
landsferð 1858
og 2017 kom
hún út á þýsku.
Maurer
studdi sjálf-
stæðisbaráttu
Íslendinga opinberlega og tók und-
ir þá túlkun Jóns Sigurðssonar á
Gamla sáttmála að Íslendingar
væru ekki undir Dönum heldur í
konungssambandi.
Studdi fullveldisbaráttuna
ÍSLANDSVINURINN KONRAD MAURER
Óskert desem-
beruppbót fyrir
atvinnuleitendur
verður 81.000 kr.
Atvinnuleitendur
með börn á fram-
færi fá jafnframt
sérstaka uppbót
fyrir hvert barn
yngra en 18 ára.
eftir að Ásmund-
ur Einar Daða-
son, félags- og jafnréttismálaráð-
herra, setti reglugerð um greiðslur
desemberuppbótar til atvinnuleit-
enda. Rétt á fullri desemberuppbót
eiga atvinnuleitendur sem hafa ver-
ið að fullu tryggðir innan atvinnu-
leysistryggingakerfisins, skráðir
án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í
tíu mánuði eða lengur á árinu 2018
og hafa staðfest atvinnuleit á tíma-
bilinu 20. nóvember til 3. desember.
Þeir sem ekki eiga fullan bótarétt
fá greidda uppbót í hlufalli við rétt
sinn til atvinnuleysisbóta og fjölda
mánaða á skrá. Uppbótina skal
greiða fyrir 15. desember.
Desemberuppbót til
atvinnuleitenda
Ásmundur Einar
Daðason
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar