Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 FATNAÐUR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr lífrænni ull og silki Kíktu á netverslun okkar bambus.is Jólaopnun 9. desember kl. 13-15 Veður víða um heim 3.12., kl. 18.00 Reykjavík -5 alskýjað Hólar í Dýrafirði -3 skýjað Akureyri -12 léttskýjað Egilsstaðir -7 léttskýjað Vatnsskarðshólar -4 léttskýjað Nuuk -3 skýjað Þórshöfn -1 léttskýjað Ósló 6 súld Kaupmannahöfn 9 rigning Stokkhólmur 5 þoka Helsinki -1 snjókoma Lúxemborg 9 skúrir Brussel 12 skúrir Dublin 6 léttskýjað Glasgow 4 léttskýjað London 10 skúrir París 11 léttskýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 10 léttskýjað Berlín 10 heiðskírt Vín 3 þoka Moskva -6 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 7 þoka Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 20 heiðskírt Róm 14 skýjað Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -8 snjókoma Montreal 1 rigning New York 12 rigning Chicago 0 rigning Orlando 26 léttskýjað  4. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:54 15:43 ÍSAFJÖRÐUR 11:32 15:15 SIGLUFJÖRÐUR 11:16 14:57 DJÚPIVOGUR 10:31 15:05 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag SA-átt með snjókomu og síðar rign- ingu S- og SV-til. Stöku él austast en hægari breyti- leg átt og skýjað með köflum N-til. Hiti 0-5 stig með SV- og S-ströndinni, frost 0-12 stig annars staðar. Breytileg átt 3-8 m/s og snjókoma eða él fyrir hádegi en yfirleitt úrkomulítið síðdegis. Frost 2 til 18 stig, kaldast NA-til, en mildast við SV- og S-ströndina. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Forsætisnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í gær að taka Klaustur- málið svonefnda til athugunar sem mögulegt siðabrotamál, auk þess sem nefndin ákvað að leita álits siða- nefndar Alþingis, sem starfar sam- kvæmt 16. grein siðareglna þing- manna. Aðeins hefur einu sinni verið leitað áður til nefndarinnar. Bað Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al- þingis, þjóðina alla afsökunar í sér- stakri yfirlýsingu í upphafi þing- fundar og hét því að tekið yrði á málinu. Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, sem reknir voru úr Flokki fólksins fyrir helgi, tilkynntu jafnframt að þeir hefðu ákveðið að eiga samstarf sem óháðir þingmenn utan flokka og sendu skriflega ósk þess efnis til forseta Alþingis, um að til þess yrði litið í störfum þingsins. Samstaða í forsætisnefnd Forsætisnefnd Alþingis hóf fund rétt um kl. 11.30 í gær og stóð fund- ur nefndarinnar í um tvær klukku- stundir. Sagði Inga Sæland, for- maður Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, í sam- tali við mbl.is í gær að hún væri af- skaplega glöð með samstöðuna á fundinum. Samþykkti forsætisnefnd þar að taka málið til umfjöllunar, en í bók- un nefndarinnar var meðal annars samþykkt að nefndin myndi sækjast eftir skriflegri greinargerð um málið frá þeim sex þingmönnum sem um- fjöllunin hefur snúið að. Þá fól nefndin forseta Alþingis og eftir atvikum skrifstofu þingsins „að ganga svo frá málum næstu daga að erindið fái sem skjótasta meðferð í siðanefndinni þannig að forsætis- nefndin geti tekið endanlega afstöðu til málsins eins og henni er skylt samkvæmt siðareglunum og þing- sköpum Alþingis.“ Þá bókaði nefndin að ummæli Gunnars Braga Sveinssonar, fyrr- verandi utanríkisráðherra um skip- an sendiherra væru „framkvæmd- arvaldsathafnir sem snúa að ákvörðunum sem hann tók tveimur árum áður en siðareglur fyrir al- þingismenn tóku gildi“, auk þess sem ljóst væri að forsætisnefnd fjallaði ekki um siðareglur ráðherra. Óverjandi og óafsakanlegt Þingfundur hófst klukkan 15. Hóf forseti Alþingis þingfund á stuttri yfirlýsingu, sem flutt var að höfðu samráði við formenn allra þing- flokka. Sagði hann þar að orðbragð- ið sem sannanlega virtist hafa verið viðhaft á upptökunum væri „óverj- andi og óafsakanlegt. Ekki síst er það með öllu óverjandi og úr takti við nútímaleg viðhorf hvernig þarna var fjallað um konur og hlut kvenna í stjórnmálum og einnig fatlaða og hinsegin fólk. Það er löngu tímabært og lýðræðisskipulaginu lífsnauðsyn- legt í nútímanum að útrýma öllu ómenningartali af því tagi úr stjórn- málum og þar verðum við öll að leggja okkar af mörkum.“ Þá bað Steingrímur þá þingmenn sem ekki áttu hlut að máli, og sér- staklega þá og aðra sem nafngreind- ir voru í upptökunni auk aðstand- endur þeirra afsökunar. „Ég vil biðja starfsfólk okkar, konur, fatl- aða, hinsegin fólk og þjóðina alla af- sökunar,“ sagði Steingrímur. Bætti hann við að forseti liti svo á að trú- verðugleiki þingsins lægi við að tek- ið yrði á málinu í fullu samræmi við alvarleika þess, og hét hann því að það yrði gert. Morgunblaðið/Eggert Yfirlýsing Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í gær á sérstakri yfirlýsingu um Klausturmálið. Baðst afsökunar  Klausturmálið tekið fyrir á fyrsta fundi Alþingis eftir að það kom upp  Karl Gauti og Ólafur hyggjast starfa saman Morgunblaðið/Hari Siðabrotamál Forsætisnefnd fundaði vegna Klausturmálsins og samþykkti hún að taka málið til athugunar vegna mögulegra brota á siðareglum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al- þingis, biðlaði í lok ræðu sinnar í gær til þingmanna um að þeir myndu hlífa sjálfum sér og þjóðinni við frekari umræðu í þingsal um Klausturmálið að svo stöddu. Virtu þingmenn þau tilmæli að mestu, en tvær óundirbúnar fyrir- spurnir til ráðherra lutu að öngum málsins. „Hvað gerum við nú?“ Annars vegar beindi Logi Einars- son, formaður Samfylkingarinnar, fyrirspurn til Katrínar Jakobs- dóttur forsætisráðherra um það hvernig hægt væri að ávinna aftur traust og virðingu í stjórnmálum eftir uppákomu síðustu viku. Sagði Logi að spurning sín væri sára- einföld: „Hvað gerum við nú?“ Sagði forsætisráðherra meðal annars í svari sínu að hún teldi það mjög mikilvægt að forsætisnefnd hefði ákveðið að taka á málinu með þeim hætti sem hún hefði gert og bætti við að það skipti gríðarlegu máli að þingið brygðist við málinu og tæki þær siðareglur sem þing- menn hefðu sjálfir sett sér til um- ræðu og hvernig hægt væri að tryggja að þeim yrði betur fylgt í framtíðinni. Stutta svarið er nei Þá spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, Bjarna Benediktsson fjár- málaráðherra um samskipti hans við Gunnar Braga Sveinsson, þá- verandi utanríkisráðherra, varðandi skipun Geirs H. Haarde í embætti sendiherra. Sagði fjármálaráðherra að Gunn- ar Bragi hefði tilkynnt sér á einum fundi þeirra að hann hefði ákveðið að skipa Geir sendiherra. Hefði Gunnari Braga þótt við hæfi að segja Bjarna það, þar sem um var að ræða fyrrverandi formann Sjálf- stæðisflokksins, og tók Bjarni ákvörðuninni fagnandi. Þórhildur Sunna spurði þá hvort ráðherra hefði vitneskju eða grun um eitthvað sem gæti gefið Gunnari Braga væntingar um skipun í sendi- herrastöðu af hálfu Sjálfstæðis- flokksins. Sagði Bjarni að stutta svarið við spurningunni væri nei. „Ekki á grundvelli neinna lof- orða sem hann hefur fengið“ Bætti hann svo við að almennt svar væri það að hugsanlega hefði Gunnar Bragi einhverjar væntingar um skipan í utanríkisþjónustunni, þar sem hann væri fyrrverandi utanríkisráðherra og margir slíkir hefðu endað einhvers staðar í utan- ríkisþjónustunni. Vísaði ráðherra í nokkur dæmi þess efnis, en neitaði því að á fundum sínum með Gunnari Braga hefði komið fram eitthvað sem gæfi tilefni til slíkra væntinga. „Hann hefur kannski einhverjar væntingar í ljósi reynslu sinnar til þess að eitthvað slíkt geti gerst í framtíðinni, en það er ekki á grund- velli neinna loforða sem hann hefur fengið.“ Fyrirspurnir um traust og sendiherrastöður  Angar Klausturmálsins ræddir í óundirbúnum fyrirspurnum Þau Una María Óskarsdóttir og Jón Þór Þorvaldsson tóku sæti á Alþingi í gær fyrir Miðflokkinn, en þau eru varamenn Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Óla- sonar. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, las við upphaf þingfundar í gær upp samhljóða bréf frá Gunnari Braga og Berg- þóri, þar sem sagði að þeir óskuðu eftir að varamenn sínir tækju sæti sín á þingi, þar sem þeir hefðu af persónulegum ástæðum ákveðið að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum um ótilgreindan tíma. Una María og Jón Þór hafa bæði áður setið á þingi, og bauð forseti Alþingis því þau velkomin til starfa að nýju. Leyfi um ótilgreindan tíma VARAMENN MIÐFLOKKSINS TAKA SÆTI Á ÞINGI Jón Þór Þorvaldsson Una María Óskarsdóttir Klausturmál á Alþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.