Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar í Borgarbókasafninu í Gróf- inni í gær. Alls eru níu bækur til- nefndar, þrjár í hverjum flokki, en flokkarnir skiptast í barna- og ung- lingabókmenntir, fagurbókmenntir og fræðibækur og rit almenns eðlis. Verðlaunin verða afhent við hátíð- lega athöfn í Höfða 15. janúar 2019 í tengslum við árlega bókmenntahá- tíð kvenna, Góugleðina. Samlíðan og metnaður Í flokki barna- og unglinga- bókmennta eru tilnefndar, í staf- rófsröð höfunda, bækurnar Lang- elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur; Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson. Dómnefnd skipuðu Arnþrúður Einarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Sigrún Birna Björnsdóttir. Í umsögn um Lang-elstur í leyni- félaginu segir: „Sagan er viðburða- rík og umfjöllunarefnið vekur vangaveltur hjá lesendum og tæki- færi til útskýringa og samtals um tilfinningar og líðan, samhygð og ís- lenskt mál. Myndskreytingar eru fallegar og styðja vel við textann.“ Um Fíasól gefst aldrei upp segir: „Höfundur dregur upp sannfærandi myndir af átökum og uppgötvunum í lífi Fíu Sólar, breyskleika hennar og styrk. […] Fía Sól gefst aldrei upp, hvetur til umræðu […] og vekur at- hygli á starfi Umboðsmanns barna.“ Um Sjúklega súr saga segir: „Bókinni er ætlað að vekja áhuga ungs fólks á sögunni og sýna fram á að í gamla daga hafi lífið hvorki ver- ið betra né einfaldara. […] Hér er á ferðinni metnaðarfullt verk þar sem Íslandssaga er sett fram á lipran, fyndinn og myndrænan máta.“ Sköpunarþrá og nánd Í flokki fagurbókmennta eru til- nefndar Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur; Kláði eftir Fríðu Ísberg og Ástin, Texas eftir Guð- rúnu Evu Mínervudóttur. Dómnefnd skipuðu Guðrún Lára Pétursdóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Krist- ín Ástgeirsdóttir. Í umsögn um skáldsöguna Ungfrú Ísland segir að bókin sé: „saga um vináttu og sköpunarþrá ungs fólks sem sker sig úr í veröld þröngsýni og íhaldssemi. Stíllinn er fullur af lúmskum húmor og háði en jafn- framt þungum undirtóni kúgunar og karlrembu. […] Ungfrú Ísland kall- ast á við ýmis verk bókmenntasög- unnar sem fjallað hafa um rithöf- undadrauma ungra manna og dregur þannig á athyglisverðan hátt fram þann þrönga stakk sem konum hefur verið sniðinn, bæði innan skáldskaparins og utan.“ Um smásagnasafnið Kláði segir: „Hið knappa form smásögunnar er hér nýtt til hins ýtrasta og með fáum dráttum tekst höfundi að draga upp ljóslifandi persónur og kunnuglegar kringumstæður. Frásögnin er upp- full af leiftrandi húmor og óvæntum sjónarhornum, stíllinn er léttur og áreynslulaus. Þótt sögurnar standi fyllilega undir sér sem sjálfstæð verk magnast kraftur þeirra þegar þær eru lesnar í samhengi hver við aðra.“ Um smásagnasafnið Ástin, Texas segir að bókin geymi fimm smásögur sem „láta ekki mikið yfir sér; þær eru lágstemmdar á yfirborðinu en undir niðri krauma miklar tilfinn- ingar. Umfjöllunarefnið er nánd og þá einkum skorturinn á henni. […] Ástarsamböndin í sögunum eru af fjölbreyttum toga en eiga það sam- eiginlegt að vera á einhvern hátt löskuð. […] Þrátt fyrir erfitt við- fangsefni er stíllinn léttur, lipur og myndrænn og jafnan er stutt í húmorinn.“ Þögguð saga kvenna Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis eru tilnefndar Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jóns- dóttur, Báru Huld Beck og Stein- unni Stefánsdóttur; Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þor- gerði H. Þorvaldsdóttur og Skipti- dagar – Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal. Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Unnur Jökulsdóttir. Í umsögn um Þjáningafrelsið seg- ir: „Bókin skilur eftir sig spurningar, hugmyndir og vangaveltur um sam- félagið og öruggt er að bókin verður góð heimild í framtíðinni til að skoða stöðu fjölmiðla og tjáningarfrelsis á Íslandi í upphafi 21. aldarinnar.“ Um Krullað og klippt segir: „Bók- in er merkt framlag til iðnsögu Ís- lands en jafnframt einstakt tillegg til rannsókna á sviði kvenna- og kynja- sögu á Íslandi. […] Höfundarnir rýna í sagnahefð lokkanna og miðla hársögu Íslands í liprum texta og mögnuðum myndum bókar.“ Um Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð segir að bókin segi frá ferðalagi höfundar um menningararf og sögu þjóðarinnar. Guðrún noti „fræði sín, þekkingu og visku, en líka sögur af formæðrum og -feðrum til að sýna hver við erum og hvaðan við komum á tímum hraðra og stór- stígra breytinga. […] Höfundur] varpar fram kvenlægri sýn á söguna og menningararfinn, grefur upp hina huldu og þögguðu sögu kvenna.“ Allar nánari upplýsingar um verð- launin eru á fjoruverdlaunin.is. Níu bækur tilnefndar  Fjöruverðlaunin verða afhent 15. janúar á nýju ári  Bókmenntaverðlaun kvenna fyrst veitt hérlendis 2007 Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundar Mikil ánægja ríkir eðlilega meðal kvennanna sem tilnefndar eru til Fjöruverðlaunanna í ár. Jean-Claude Arnault var fyrir rétti í Svíþjóð í gær sakfelldur fyrir tvær nauðganir á sömu konu síðla árs 2011 og gert að greiða henni 215 þúsund sænskar krónur (sem sam- svarar tæpum þremur milljónum íslenskra króna) í miskabætur auk þess sem refsing hans var þyngd í tvö og hálft ár. Arnault, sem setið hefur í gæslu- varðhaldi frá 24. september, var 1. október sakfelldur á lægra dómstigi fyrir nauðgun á konu í október 2011 og hlaut þá tveggja ára fangelsi. Bæði verjandi hans og ríkissaksókn- ari áfrýjuðu þeim dómi, verjandinn krafðist sýknu en ríkissaksóknari að Arnault yrði einnig dæmdur fyrir að nauðga sömu konu í desember 2011 og notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Hirðrétturinn í Svíþjóð, sem er sambærilegur við Landsrétt hér- lendis, komst í gær að þeirri nið- urstöðu að sak- fella bæri Arnault fyrir báðar nauðganir enda hefðu lýsingar konunnar á at- burðum verið trúverðugar og fjöldi vitna staðfest upplifun hennar. „Umbjóðandi minn er afar þakk- lát og henni er létt,“ segir Elisabeth Massi Fritz, lögmaður konunnar, í samtali við SVT. „Að mínu mati er þetta réttlátur dómur,“ segir Christina Voigt ríkissaksóknari. „Umbjóðanda mínum er alvarlega brugðið. Hann er bæði hissa og leiður. Hann ítrekar sakleysi sitt,“ segir Björn Hurtig, verjandi Arn- ault, og tekur fram að hann muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar, en líkt og hérlendis þarf að sækja um leyfi til dómstólsins fyrir slíku. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn hafi á Sænsku akademíuna (SA) og stöðu Katarinu Frostenson sem gift er Arnault. Sara Danius, fyrrver- andi ritari SA, ítrekaði í síðustu viku að best væri að skipta öllum með- limum SA út eftir þá krísu sem þar hefur ríkt síðan upp komst um at- hæfi Arnault. Gagnrýni hennar beindist ekki síst að forverum henn- ar í starfi, þeim Peter Englund, Horace Engdahl og Sture Allén, sem á síðustu 20 árum hafa ítrekað verið upplýstir um ásakanir þess efnis að Arnault beitti konur kyn- ferðisofbeldi. silja@mbl.is Dómur þyngdur yfir Arnault Jean-Claude Arnault Elly (Stóra sviðið) Fim 6/12 kl. 20:00 178. s Fim 13/12 kl. 20:00 181. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Lau 15/12 kl. 20:00 182. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Sun 9/12 kl. 20:00 180. s Sun 16/12 kl. 20:00 183. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 7/12 kl. 20:00 23. s Fös 14/12 kl. 20:00 24. s Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Fim 6/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 Lokas. Aðeins þrjár sýningar eftir! Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Lau 22/12 kl. 15:00 aukas. Lau 8/12 kl. 15:00 aukas. Sun 16/12 kl. 13:00 8. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Lau 22/12 kl. 13:00 9. s Aðeins sýnt á aðventunni. Ríkharður III (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Ég, tveggja stafa heimsveldi Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 8/12 kl. 20:00 70.s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 13:00 Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Fly Me To The Moon (Kassinn) Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Insomnia (Kassinn) Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 5/12 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.