Morgunblaðið - 04.12.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.12.2018, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is HVOLFARARKARA Handhægir ryðfríir karahvolfarar í ýmsum gerðum. Tjakkur vökvadrifinn með lyftigetu frá 900 kg. Halli að 110 gráðum. Vinsælt verkfæri í matvælavinnslum fiski – kjöti – grænmeti Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er ljóst að nefndin mun hitt- ast, fara yfir erindi Alþingis og skila í kjölfarið áliti sínu til forsætis- nefndar,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður siða- nefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til þess að í gær greindi forseti Alþingis, Stein- grímur J. Sigfússon, frá því við upp- haf þingfundar að mál þeirra sex þingmanna sem nýverið viðhöfðu gróft og niðrandi orðalag um sam- þingmenn sína og minnihlutahópa í samfélaginu á knæpu í miðborg Reykjavíkur skyldi kannað sem mögulegt siðabrotamál. „Orðbragð sem þarna virðist sannarlega hafa verið viðhaft er óverjandi og óaf- sakanlegt,“ sagði Steingrímur. Ásta Ragnheiður segist ekki geta svarað því hversu langan tíma vinna nefndarinnar mun taka. „Við höfum einu sinni komið saman til umsagn- ar um þingmál. Það tók stutta stund að skila því áliti,“ segir hún, en auk hennar skipa þau Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Há- skóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmað- ur barna, siðanefnd Alþingis. Á að efla tiltrú á þinginu Siðareglur alþingismanna taka til starfa þeirra og fela í sér viðmið um hátterni þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. „Tilgangur þeirra er að efla gagnsæi í störfum alþingis- manna og ábyrgðarskyldu þeirra, svo og tiltrú og traust almennings á Alþingi,“ segir í 1. gr. reglnanna. Meginreglur um hátterni þing- manna er að finna í 5. gr. Þar segir meðal annars í c-lið að alþingismenn skuli sem þjóð- kjörnir fulltrúar „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni“. Í 7. gr. reglnanna segir að „[þ]ingmenn skulu í öllu hátt- erni sínu sýna Al- þingi, stöðu þess og störfum virðingu“. Ákvæði um eftirlit með fram- kvæmd siðareglna fyrir alþingis- menn er að finna í 16. gr. Þar segir að „[f]orsætisnefnd Alþingis skipar þriggja manna ráðgefandi nefnd til fimm ára í senn sem tekur til með- ferðar erindi sem forsætisnefnd beinir til hennar um meint brot á siðareglum þessum. Nefndin lætur í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og megin- reglum um hátterni, sbr. 5. gr.“ Klausturmálið 20. nóvember Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hittust á Klaustri bar. Maðurinn sem hljóðritaði sam- talið stígur fram í DV. 28. nóvember Fyrsta frétt Klausturmálsins birtist á Stundinni undir fyr- irsögninni: „Þingmaður Mið- flokksins kallar Ingu Sæland „húrrandi klikkaða kuntu“. 2. desember Stjórn Fram- sóknarfélags Reykjavíkur fordæmir um- mælin harðlega. Lögreglustjór- inn á höfuð- borgarsvæðinu segir lögfræðing lögreglunnar hafa farið yfir ummæli Gunnars Braga. 30. nóvember Boðað til mót- mæla á Alþingi og þess krafist að Klausturþingmenn axli ábyrgð. Varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi vill að þingmenn Mið- flokksins axli ábyrgð og taki sér hlé frá þingstörfum. Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins. Aðfaranótt 29. nóv. Karl Gauti sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar þau ummæli sem féllu á veitingastaðnum og segist ekki vera á för- um úr Flokki fólksins. 29. nóvember Sigmundur Davíð bregst við fréttaflutningi Stundarinnar og DV. Kallar hann eftir því að gripið verði til aðgerða gegn fjölmiðl- um og segir hljóðritun hljóta að hafa farið fram með innbroti á síma eða hlerunarbúnaði. Gunnar Bragi segist hafa orðið sér til skammar með ummælum sínum á barnum. Ólafur segist hugsi yfir upptökunni. „Getur ekki hver og einn séð sig í þessum sporum,“ sagði hann. Sömu nótt segist Bergþór í færslu á Facebook hafa beðið Ingu Sæland afsökunar á fram- göngu sinni. Anna Kolbrún íhugar að segja af sér þingmennsku. „Ég á mér engar málsbætur,“ segir hún. Þingheimur bregst við ummælunum. Stein- grímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist vera í „rusli yfir þessu“ og að orðanotkun þingmannanna sé „algjörlega óverjandi og óafsakanleg“. Níu þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata óska eftir því að forsætisnefnd Alþingis taki upp málið og vísi því til siðanefndar. Vilborg G. Hansen, sem gegndi varamennsku í bankaráði Seðlabankans fyrir hönd Miðflokksins, segir sig úr flokknum og bankaráði. Ónafngreindir félags- menn skrá sig úr Miðflokknum. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir ummælin „hatursorð- ræðu sem er ólíðandi“. Stjórn Flokks fólks- ins skorar á Ólaf og Karl Gauta að segja af sér þing- mennsku. Þingmannaveisla haldin á Bessastöð- um. Sigmundur Davíð, Anna Kolbrún, Ólafur og Karl Gauti mæta. Gunnar Bragi og Bergþór sitja heima. Landssam- band fram- sóknarkvenna fordæmir ummælin og kallar eftir afsögn, Sigmundur Gunnar Bergþór Anna Ólafur Karl Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma ummælin. Gunnar Bragi og Bergþór taka sér leyfi frá þing- störfum og varaþingmenn taka við. Stjórn Framsóknar- félags Grindavíkur fordæmir ummælin og gagnrýnir Sigmund Davíð sérstaklega vegna samskipta hans við Freyju Haraldsdóttur. 3. desember Forsætisnefnd Alþingis vísar Klausturmáli til meðferðar í siðanefnd. Leikhópur Borgarleikhússins leikles hluta samtalsins. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, ofbauð ummælin. „Eins og öllum sem á þetta hlustuðu, orðfærið, virðingarleysið, sjálfsupphafningin,“ segir hann. 1. desember Mótmæli haldin á Austurvelli. „Almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svona talsmáta,“ segir í yfirlýs- ingu aðstandenda. Siðanefnd tekur málið fyrir  Forsætisnefnd Alþingis óskar eftir ráðgefandi áliti siðanefndar vegna mögulegra brota á siðareglum fyrir alþingismenn  Orðbragð Klausturþingmanna óverjandi og óafsakanlegt, segir forseti Alþingis Morgunblaðið/Eggert Leiklestur Valdir kaflar úr samtali þingmannanna á Klaustri voru leiklesnir á Litla sviði Borgarleikhússins í gær- kvöldi. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrði en Hilmar Guðjónsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Krist- jánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir sáu um lesturinn. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Hafsteinn Þór Hauksson Salvör Nordal Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við erum í fordæmalausu ástandi, svona mál hefur ekki komið upp áður,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til þeirrar ákvörðunar forsætisnefndar að vísa máli Klausturþingmanna til siða- nefndar Alþingis. Mun nefndin nú meta hvort þingmennirnir sex hafi með ummælum sínum á knæpu í miðborg Reykjavíkur gerst brotleg- ir við siðareglur fyrir alþingismenn. Ólafur segir nefndina koma til með að skila ráðgefandi áliti til for- sætisnefndar. „Það er þó ekki að sjá að hægt verði að gera mikið með það álit. Þetta er bara ráðgefandi álit og þótt það verði þeim mjög óhag- stætt breytir það ekki því að það eru þingmenn- irnir sjálfir sem ákveða hvort þeir segja af sér eða ekki,“ segir hann og bendir á að þingið hafi heldur ekkert vald til þess að víkja öðrum þingmönnum úr sæti. „Alþingi getur því í raun mjög lítið gert. En ef úrskurður siða- nefndar verður umræddum þing- mönnum óhagstæður er það auð- vitað áfellisdómur yfir þeim. Það mun þó ekki hafa neinar beinar af- leiðingar varðandi stöðu þeirra,“ segir Ólafur. Ekki með framkvæmdavald Ólafur segir siðanefndir almennt ekki búa yfir framkvæmdavaldi. „Þær gefa almennt frá sér álit. Ef til að mynda starfsmaður í háskóla gerist að mati siðanefndar brot- legur hefur rektor hins vegar vald til þess að veita honum áminningu. Og á endanum jafnvel brottrekstur. Þingið hefur hins vegar engin slík völd yfir einstökum þingmönnum,“ segir hann og bætir við að megin- reglan sé því sú að þingmenn verði sjálfir að sjá sóma sinn í að segja af sér. Fordæmalaust ástand uppi  Ekki verður hægt að víkja Klausturþingmönnum úr starfi þrátt fyrir að álit siðanefndar verði þeim óhagstætt Ólafur Þ. Harðarson Klausturmál á Alþingi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.