Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Í sérstakri útgáfu Morgunblaðs-ins helgaðri 100 ára fullveldi Íslands sem kom út á laugardag, var fróðleg grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson þar sem fjallað var um þætti úr sögu þjóðar- innar síðustu öld- ina. Þar benti Hannes meðal ann- ars á að umhugs- unarefni væri hvernig íslenskir ráðamenn lypp- uðust niður fyrir útlendingum fyrstu árin eftir bankahrunið og nefndi sér- staklega vinstri stjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna í því sam- bandi.    Hann sagði: „En sú ríkisstjórn,sem tók við í febrúarbyrjun 2009, flýtti sér að gera hroðalegan samning þá um sumarið í hinni svokölluðu Icesave-deilu við Breta, sem hefði meðal annars falið í sér, að þeir hefðu getað gert fasteignir íslenska ríkisins erlendis upp- tækar og lagt hald á íslensk skip í breskum höfnum og íslenskar flugvélar á breskum flugvöllum, teldu þeir um vanefndir að ræða, en úr ágreiningi áttu breskir dóm- stólar að skera. Svo virtist sem Ís- lendingar héldu ekki lengur uppi fullvalda ríki, heldur væru sigruð þjóð. Mér til nokkurrar undrunar studdi þorri samkennara minna í Háskóla Íslands samninginn.“    Vissulega vakti undrun hvernigfræðasamfélagið svokallaða féll nánast í heilu lagi á þessu ein- falda prófi.    Ekki er síður undarlegt að sum-ir þeirra sem reyndust svo glámskyggnir þá skuli nú myndast við að ræða þriðja orkupakkann eins og mistökin í Icesave-málinu hafi ekki orðið þeim til nokkurrar umhugsunar eða eftirsjár. Hannes H. Gissurarson Eins og Ísland væri ekki fullvalda ríki STAKSTEINAR Fulltrúar iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins (SA) áttu viðræðufund í gær. Í hópi iðnaðarmanna eru fulltrúar VM, RSÍ, MATVÍS, Grafíu, Samiðnar og Félags hársnyrtis- veina. Kjarasamningar þeirra renna út á gamlársdag. „Samtalið er í gangi. Þetta eru vel undirbúnir fundir og farið yfir mikið efni en það er samt mikið eftir,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri SA, um kjaraviðræðurnar. Hann sagði að til þessa hefði meira verið rætt um formið en útfærsluna. SA birtu samningsáherslur sínar í kjaraviðræðunum 1. október og seg- ir Halldór að snar þáttur í þeim sé að gera vinnumarkaðinn hér sambæri- legri við norræna vinnumarkaðinn. „Yfirvinnugreiðslur eru nánast óþekktar á Norðurlöndum en mjög snar þáttur hér, 20-30% af heildar- launakostnaði. Hugsun okkar er að reyna að nálgast þetta í auknum mæli. Við erum því að tala um kerfis- breytingu á vinnumarkaðnum, sem er í eðli sínu flókin, en yrði til hags- bóta bæði fyrir atvinnurekendur og launþega að mínu mati.“ Kröfugerð iðnaðarmanna felur m.a. í sér að tryggja verði áfram- haldandi kaupmáttaraukningu launa og að breyta verði taxtakerfi iðnað- armanna og hækka taxta að raun- verulegum markaðslaunum. Auk þess þurfi að setja nánari skilgrein- ingar í kjarasamninga til þess að tryggja að starfsfólk í iðngreinum njóti hærri launa til samræmis við aukna menntun og starfsreynslu. Einnig eigi réttindaávinnsla að fylgja starfsmönnum en ekki fyrir- tækjum. gudni@mbl.is Iðnaðarmenn og SA funduðu  Fundirnir vel undirbúnir og farið yfir mikið efni  Mikið er enn eftir órætt Nýliðinn nóvember var hlýr á land- inu, á landsvísu +1,0 stigi ofan með- allags síðustu tíu ára og fimmti hlýj- asti nóvember á öldinni. Hins vegar er hann sá 16. hlýjasti frá 1874 að telja. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Þetta eru nokkur viðbrigði eftir kalt sumar, en í Reykjavík var það hið kaldasta síðan árið 1992. Októ- ber var einnig fremur svalur, hiti var undir meðallagi síðustu tíu ára um land allt. Nýhafinn desember hefur aftur á móti heilsað með hressilegu kuldakasti. Meðalhiti nóvembermánaðar var 4,2 stig í Reykjavík, +3,1 stigi ofan við meðallag áranna 1961-1990, en +1,8 ofan meðallags síðustu tíu ára. Talsvert hlýrra var í sama mánuði 2014. Sá mánuður var aðeins sjón- armun svalari en sá allra hlýjasti í sögu mælinga, nóvember 1945. Á Akureyri var meðalhitinn +1,5 stig, +1,8 ofan meðallags sama mán- aðar 1961-1990, en +0,5 ofan meðal- lags síðustu tíu ára. Úrkoma í Reykjavík mældist um 108 millimetrar, en þess ber að geta að meira en 80 mm féllu á tveimur sólarhringum um miðbik mánaðar- ins. Var það met fyrir tveggja daga úrkomu í borginni. Úrkoman í mán- uðinum er um fjórðung umfram meðallag síðustu tíu ára. Fjöldi sól- skinsstunda var í meðallagi í Reykjavík í nóvember. Fram kemur í yfirliti Trausta að nóvembermánuðir voru flestir mjög hlýir á síðari hluta 6. áratugar síð- ustu aldar. Síðan tók við kalt tímabil, kaldastur varð nóvember 1973 sem varð sá kaldasti á allri 20. öld. sisi@mbl.is Loksins kom hlýr mánuður á landinu  Var fimmti hlýj- asti nóvember- mánuður á öldinni Morgunblaðið/Eggert Rigning Gríðarleg úrkoma var í höfuðborginni um miðjan mánuð.ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR HÁGÆÐADANSKAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði OPIÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 09 til 15 ÚRVAL INNRÉTTINGAVIÐ HöNNUm OG TEIKNUm VöNDUÐ GÆÐAVARAGOTT SKIPULAG Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.