Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Eitt það mikilvæg- asta í öllum sam- skiptum er gagn- kvæmt traust. Traust milli manna, milli ein- staklinga og fyrir- tækja, fyrirtækja og stofnana og svo fram eftir götunum. Hátt fer nú umræða um fiskeldi á Vest- fjörðum. Ég ætla ekki í þessum pistli að taka afstöðu til þess hvort fiskeldi í sjókvíum eigi rétt á sér eða ekki. Víða um land hafa einstaklingar og fyrirtæki reynt eitt og annað til að auðga atvinnulíf og gæða byggðir lífi sem eykur von og bjartsýni íbúa jafnt sem gesta. Hvernig get- ur það gerst í siðuðu samfélagi að fyrirtæki, sem ég fæ ekki betur séð að hafi haft allt sitt á hreinu gagn- vart stjórnvöldum, séu gerð aftur- reka með starfsemi sem komin er vel á veg þar sem gífurlegar fjár- hæðir hafa verið lagðar í uppbygg- ingu og fjölda fólks tryggð atvinna samfélaginu til heilla og vaxtar? Ég er eiginlega gapandi af undrun að svona nokkuð geti átt sér stað í okkar samfélagi. Að í stjórn- sýslunni viti hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera. Það er ekki eins og farið hafi verið af stað í óleyfi. Hvernig er hægt að búast við því að athafnamenn reyni að byggja upp starf- semi í landinu ef þeir geta átt það á hættu að þurfa að pakka saman fyrirvaralaust þrátt fyrir að öll tilskilin leyfi hafi verið til staðar? Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnvöld og mikilvægt að setja sig í spor allra þeirra sem málið snertir. Að treysta stjórnvöldum! Eftir Sigurð Grétar Sigurðsson Sigurður Grétar Sigurðsson »Þetta er umhugsunar- efni fyrir stjórnvöld og mikilvægt að setja sig í spor allra þeirra sem málið snertir. Höfundur er sóknarprestur og áhugamaður um gott samfélag. Nú gengur í garð hin heilaga hátíð og með allar þær hefðir sem henni fylgja, góður matur og gjafir – ekki síður að gefa en þiggja. Jólasveinn- inn, rauður, bosma- mikill er alltaf glaður því jólin eru hans gleðihátíð og þá nær hann virkilega að njóta sín. Fyrir jóla- öryrkjann geta jólin verið martröð þrátt fyrir dálítinn jólabónus frá Tryggingastofnun ríkisins. Þar reyna ef til einhverjir að bregða sér í jólasveinabúninginn og setja eitthvað gott í skóinn í glugganum handa börnunum, en þar þarf að sýna ansi mikla útsjónarsemi enda lítið í buddunni. Síðan hefst þrautagangan, sem jólasveinarnir þurfa ekki að ganga í gegnum enda vel aldir af Grýlu, að finna jólamatinn. Þegar ekkert er í buddunni, ekki vegna þessa að jólaöryrkjar velja það, heldur vegna hve framfærslukostnaður á Íslandi er hár, og Trygginga- stofnun ríkisins tekur ekkert tillit til framfærsluviðmiða ríkisins. Jólaöryrkjar verða því bara að redda sér en á jólunum er það sárara en tárum taki á þessari há- tíð allsnægta. Hvernig liði þér að standa í röð hjá Mæðrastyrks- nefnd eða Fjölskyldu- hjálp Íslands og fá þar mat og jafnvel jólagjafir? Stundum er gott að þiggja en ég hef á tilfinningunni að því fylgi ákveðin niðurlæging eins og við heyrum oft á fólki sem ekki vill koma undir nafni í fjöl- miðlum en segir frá aðstæðum sínum. Fyrir jólaöryrkjann voru það því mikil vonbrigði þegar ríkis- stjórnin lækkaði framlag til ör- yrkja úr 4 milljörðum í 2,9 millj- arða. Kerfisbreytingar voru töfraorðið en enginn hefur skýrt hvorki að hluta til né í heild hverj- ar þessar breytingar eru. Hvað eru kerfisbreytingar og hvað þýða þær fyrir öryrkja? Fólk má ekki lyfta hendi til að bætar aðstæður sínar Öryrkjar fá á á milli 150 og 280 þúsund á mánuði útborguð eftir því hvað skerðingin er mikil. Hvort fólk á maka, er hreyfihaml- að, á börn undir 18 ára, aldurs- tengda uppbót (þ.e. hversu gömul/ gamall þú varst þegar þú varðst öryrki), arðgreiðslur og fjár- magnstekjur. Þetta er mjög flókið kerfið og öryrkinn má ekki lyfta hendi til að bæta aðstæður sínar þá eru greiðslur til hans skertar. Þetta hefur verið jólagjöf ríkis- valdsins í fjölda mörg ár. Það hef- ur engin ríkisstjórn viljað gefa ör- yrkjum almennilega jólagjöf. Þetta eru allt gervijólasveinar sem gera ekkert til þess að bæta lífs- skilyrði öryrkja. Rúmlega 6.000 börn búa við sárafátækt hér á landi. Er það í anda jólanna? Og ég minni á að það eru ekki börnin sem eru fátæk heldur foreldrarnir, þeir eru fastir í fátæktargildru og sennilega mun sú gildra hafa mikil áhrif á börnin þegar þau vaxa úr grasi og verða fullorðnir ein- staklingar, kannski finnst ein- hverjum þeirra samfélagið hafa svikið sig og fara út af beinu brautinni. Fátækt er flókið fyrir- bæri, en elsku jólasveinn (ríkið), viltu koma til jólaörykjanna sem þess þurfa og gefa af örlæti þínu sem fyrst. Fyrir það yrðum við ævinlega þakklát, við erum þreytt á að tína brauðmolana sem hnjóta af borðum annarra. Við viljum vera sjálfstæð. Rúmlega sex þúsund fátæk börn þrá jólasveininn Eftir Unni H. Jóhannsdóttur »Rúmlega sex þúsund börn sem búa við sárafátækt finna sér- staklega fyrir henni á jólunum. Styðjum þessi börn með því hjálpa for- eldrum þeirra til álna. Unnur H. Jóhannsdóttir Höfundur er kennari, blaðamaður og diploma í fötlunarfræðum og öryrki. Opið bréf til þing- manna: Ágætu þingmenn, nú er mælirinn að fyllast hjá okkur sendibíl- stjórum. Ef hið háa Al- þingi ætlar að fara að styrkja Póstinn til að herða samkeppni við okkur sendibílastjóra (fá lán sem sennilega fæst aldrei greitt til baka) þá er fokið í flest skjól hjá okkur. Aðfarir að okkur hófust upp úr aldamótum þegar stöðvarskyldan var afnumin og stóru skipafélögin hófu beina samkeppni við okkur. Sendibílstjórar voru milli 500 og 600 um aldamótin en eru núna tæplega 200. Ekki lag- aðist þetta þegar póst- urinn hóf svo almenna flutninga á stærri vöru í beinni samkeppni við okkur (ríkisstyrktir). Við getum ekki annað enn mótmælt þessu þótt veiklulegt sé og hvetjum þá sem að þessu koma til að hafna þessari beiðni Póstsins. Rétt væri að stýra Póstinum inn á það plan sem þeir voru til gerðir, þ.e.a.s. sinna póstskyldu allt að 20 kílóum, og hætta þessu brölti með stórflutninga sem við höfum séð um síðan 1949 þegar fyrsta sendibílastöð- in var stofnuð. Ekki styrkja póstinn – aðför að sendibílstjórum Eftir Sigurð Inga Svavarsson »Rétt væri að stýra Póstinum inn á það plan sem þeir voru til gerðir, þ.e.a.s. sinna póstskyldu allt að 20 kílóum, og hætta þessu brölti með stórflutn- inga. Sigurður Ingi Svavarsson Höfundur er sendibílstjóri á Sendibílastöðinni. sis6@internet.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.