Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 ✝ Sif Aðalsteins-dóttir fæddist 17. september 1943 í Reykjavík. Hún lést 24. nóvember 2018. Foreldrar hennar voru María Björg Björnsdóttir, f. 7.2. 1916, d. 10.7. 2007. og Aðalsteinn Guðjónsson versl- unarmaður, f. 16.12. 1899, d. 29.12. 1982. Systkini hennar eru Steinunn Aðalsteinsdóttir, f. 9.5. 1941, og Örn Aðalsteinsson, f. 13.8. 1948. Sif giftist 19.9. 1964 Jóni Baldvini Stefánssyni fæðingar- lækni, f. 15.9. 1942. Börn þeirra eru 1) Ívar Már rafmagns- verkfræðingur, f. 28.2. 1965, kvæntur Svandísi Írisi Gunnarsson. Sambýlismaður Steinar Örn Sigurðsson, starfs- maður í álverinu Straumsvík, börn a) Aron Örn, b) Margrét Mæja. Sif ólst upp í foreldrahúsum í Hlíðunum, Reykjavík. Fjöl- skyldan dvaldi til margra ára sumarlangt í bústað í Mosfells- sveit, þar er gnótt af heitu vatni og hefur Sif iðkað sund frá bernskuárum. Sif lauk gagn- fræðiprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1960. Hún nam síðan eitt ár í verslunarskóla í Englandi. Hún vann í Lands- bankanum þar til fjölskylda hennar fluttist í A-Húnavatns- sýslu með aðsetur á Héraðshæl- inu á Blönduósi. Í átta ár þar á eftir bjó hún með fólkinu sínu í Svíþjóð. Frá endurkomu til Ís- lands hefur heimilið verið Geit- land 1, Fossvogshverfi. Útför Sifjar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 4. desember 2018, klukkan 15. Hálfdánardóttur hjúkrunarfræðingi, börn a) Alma Dag- björt, b) Alex Kári, c) Ottó Már. 2) María Birna, f. 14.2. 1967, tóm- stunda og félags- málafræðingur gift Baldri Þór Sveins- syni rafeindavirkja, börn a) Bylgja Sif, b) Benedikt Jón, c) María Lind, d) Elín Lára. 3) Vil- borg Mjöll, f. 30.6. 1969, lyfja- fræðingur gift Friðriki Magnús- syni viðskiptafræðingi, börn a) Hugrún María, b) Magnús Bald- vin, c) Jón Stefán. 4) Margrét Lára heimilislæknir, f. 9.10. 1980, synir a) Gunnar Aðal- steinn, b) Birgir Hafsteinn, barnsfaðir Jóhann Haukur Fyrir mörgum árum sat Sif á veröldinni við fjölskyldubústað- inn á Þingvöllum og skrifaði sendibréf til mín. Hún lýsti á myndrænan hátt sólríkum sum- ardegi, algjört logn og fjöllin spegluðust í tæru Þingvallavatni. Hún skrifaði einnig að hún sakn- aði mín. Þegar hún var við nám í Englandi dvaldi hún hjá roskn- um, auðugum hjónum. Hún sagði síðar með stolti, að henni hafi verið ekið um í Rolls Royce. 10 árum síðar ók hún um í Volks- wagen með þrjú börnin sín og hefur væntanlega þótt vænni kostur. Við Sif kynntumst síðla árs um það leyti, sem Surtsey reis úr sæ. Að loknum stúdenta- dansleik ók ég henni heim. Á áfangastað bauð ég henni í bíó næsta kvöld. Bíóferðin var í Bæjarbíó Hafnarfirði, en heim- ferðin varð ævilöng. Árið 1961 á ágústkvöldi var ég virkur þátt- takandi í þeim atburði að æsku- félagi minn féll útbyrðis frá síldarskipi og drukknaði. Ég var næstum farinn sömu leið. Erfiðar hugsanir, angist og ístöðuleysi sigldi í kjölfarið og Bakkus lá í leyni. Faðir minn, sem var sjó- maður, reyndist mér vel en ást okkar Sifjar kom mér á réttan kjöl. Sonur okkar var hændur að föður mínum, en sambúð okkar Sifjar hófst á heimili foreldra minna. Eitt sinn sagði afi: „Undarlegt að hugsa sér, að drengurinn mun ekki muna eftir mér.“ Þá svaraði Sif: „Stefán, þú átt stað í hjarta hans, drengurinn gleymir þér ekki.“ Skömmu síðar þurfti Sif að útskýra fyrir syni sínum, að afi væri dáinn. Þegar við Sif kynntumst var hún bankamær og lífeyrislán hennar gerði okkur kleift að kaupa íbúð í Hlíðunum, sem var hornsteinn að húsi í Fossvogi, Geitland 1, sem er enn fjöl- skylduhús. Við Sif vorum áhuga- söm að starfa á landsbyggðinni og völdum A-Húnavatnssýslu, en Sif er Húnvetningur í báðar ætt- ir. Fjölskyldan bjó síðan í átta lærdómsrík ár í Svíþjóð. Nokkuð áður en við fluttum aftur til Ís- lands fæddist yngsta dóttir okk- ar. Sif ræktaði garðinn við húsið sitt í Svíþjóð, sem stóð við skóg- arjaðar. Í garðinum í Fossvogi eru rósirnar hennar einstakar. Af sömu alúð hefur hún hlúð að fólkinu sínu. Við fjölskyldan höfðum tækifæri að ferðast víða á Íslandi og um heiminn. Sonur og tengdadóttir voru við nám í Vancouver og fengu heimsóknir í tvígang. Í fyrra skiptið fór Sif og yngsta dóttirin, þegar stúlka barnabarn fæddist. Síðar var yngsta dóttir okkar í námi í sex ár í Óðinsvéum. Við eigum ætt- ingja í báðar ættir í Ameríku, sem unnt var að heimsækja. Ferðinni var þó iðulega heitið í sælureit fjölskyldunnar við Þing- vallavatn, en fegurðin þar og þögn er engu lík. Sambúð okkar Sifjar endurspeglar tilveruna, endurminningar eru í hugsun, máli og myndum, en minningin um alúðlega og hugprúða konu toppar allt. Lífið er ekki ein þrautalaus ganga og í mótvindi vorum við Sif klók að ná áttum og stóðum saman, enda Sif um- burðarlynd. Sif greindist með Alzheimer, en við öll í fjölskyld- unni höguðum seglum eftir vindi. Við lærðum að iðulega eru ráð- stafanir skrefinu á eftir og eigum ljúfsárar minningar frá síðustu árum. Sif dvaldi frá hausti 2017 á Skjóli við framúrskarandi atlæti, en þrjú ár þar á undan var hún í dagdvöl á Eir og reyndist vel. Líkn og kyrrð helgaði kveðju- stundina. Hún var frjáls frá þján- ingum, sem höfðu heltekið lík- ama og hugsun. Sif var á Þingvöllum á vetrarkvöldi, al- gjört logn, fullt tungl speglaðist í tæru Þingvallavatni. Stjörnu- bjart og norðurljós leiftruðu. Það varð stjörnuhrap og Sif steig upp til himna. Jón B. Stefánsson. Meira: mbl.is/minningar Að kvöldi 24. nóvember sl., í aðdraganda aðventunnar, kvaddi mamma þennan heim í faðmi fjölskyldu og ástvina. Dagurinn hafði verið óvenju bjartur og heiðskír, fallegur vetrardagur í mesta skammdeginu. Fallegir og litríkir vetrardagar fóru í hönd, einkennandi fyrir fölskvalausa fegurð mömmu sem ávallt vildi að fólkið hennar hefði það sem best. Hlúði að okkur alla tíð, lifði fyrir núið og hversdaginn. Með birtunni í skammdeginu var líkt og mamma væri að styrkja og hlúa að okkur í sorginni. Dagana eftir andlát mömmu okkar höfum við systkinin skipst á gömlum ljósmyndum og farið þannig í gegnum minningabankann. Hulan sem fylgdi veikindum mömmu og óvægum gangi Alz- heimers-sjúkdómsins er nú kveð- in í kút. Einkennandi nánast all- ar myndir, jafnvel þegar veikindin voru farin að setja mark sitt á mömmu, er hlýtt bros hennar og ástríkið í augnaráðinu. Nokkrar myndir eru þó af öðrum toga. Á myndum með gullunum hennar, barnabörnunum, horfir hún á þau, ekki ljósmyndarann. Hún lútir höfði í þeirra átt; ljóm- andi af einskærri ást og ómældu stolti. Styrkur mömmu skein í gegn í því hvernig hún tókst á við þung veikindi af einstöku æðru- leysi. Hughreystandi nú eftir henn- ar dag er að hugsa til þess að mamma lifði ávallt fyrir líðandi stundu. Sannkallaður núvitund- armeistari. Sigldi í gegnum erf- iðleikana með höfuðið hátt með pabba sér við hlið. Ég er henni þakklát, æskuminningarnar eru góðar og bjartar, þótt ýmsar hindranir hafi herjað á líkt og gerist í öllum stórfjölskyldum. Hún kunni að njóta hversdagsins og lagði kapp á að hlúa að fjöl- skyldunni, því sem skiptir máli til að uppskera hamingjuna í lífinu. Minningar um sterka og hug- rakka konu lifa. Mamma var mikill nagli, kletturinn í fjöl- skyldunni. Stoð og góður hlust- andi vinkvenna sinna þegar á reyndi. Stundum of sterk og hug- rökk, setti sjálfa sig ávallt í ann- að sæti, leitaði ekki eftir athygli sjálf. Margt gott innrætti mamma mér með sinni breytni og fram- komu. Minnug er ég orða mömmu þegar ég sem pirruð unglingsstúlka ræddi við hana um hversu sumir geta verið óvægnir og ókurteisir með fram- komu sinni. Hennar svar var; vertu skilningsrík á mannlega bresti, þú veist aldrei hvað náunginn er að ganga í gegnum. Heilræði sem gott er að hafa á bak við eyrað þegar á reynir í leik og starfi. Sjaldan sá ég mömmu bogna. Sameinaði hún fólkið sitt á gleði- stundum sem og á erfiðri stund er hún var að kveðja okkur. Heil- andi nærvera hennar hjálpaði okkur að kveðja. Óhætt er að segja að öllum leið vel í nærveru hennar, enda ljúf kona og hæglát með stórt hjarta og mikla ást að gefa. Mamma innrætti mér að trúa á hið góða í fólki, koma fram við alla af virðingu. Uppskar hún það frá öllu því góða fólki, hetjum hversdagsins, er annaðist hana á lokaæviskeiðinu á Skjóli, Eir og heima. Kvöldbænir með mömmu voru notaleg stund fyrir svefninn, eitthvað sem ég hef tekið með mér í uppeldi barnanna minna og styrkir nú þegar söknuður herjar á hjartað. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Margrét Lára Jónsdóttir. Elsku móðir, ég er þér þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman. Takk fyrir allar þær dýr- mætu minningar sem hlýja okk- ur á erfiðri stundu. Ég kveð þig, elsku móðir, með fallegri bæn sem þú kenndir mér í æsku. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Hvíl þú í friði. María Birna Jónsdóttir og fjölskylda. Elsku mamma, þú varst með lífsins gildi á hreinu, alveg með þetta og ég er endalaust þakklát fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig. Alla samveru með þér. Takk mamma, ég elska þig svo heitt. Þú varst vönduð mann- eskja, talaðir aldrei illa um fólk, góð við minnimáttar, virtir náungann og mikill fuglavinur. Þú elskaðir börn. Þú varst góður hlustandi, klár og flink. Góð fyrirmynd. Þú elsk- aðir að hlusta á tónlist og synda í vatninu í Kypesjön. Ég á svo góðar minningar með þér í Kypesjön í Svíþjóð þegar ég var lítil. Það var gaman að fá að hanga með þér sem krakki, sjá þig hreyfa þig, synda í köldu vatni með þér og síðan fara í hressandi gufu á eftir. Þú kennd- ir mér á töfra náttúrunnar og fegurð lífsins. Á dánarbeði þínum fann ég þessa sterku tilfinningu hvað ég hlakka til að vera amma og þú þá langamma. Þú varst að hug- hreysta mig og fylla mig af gleði á þessum fallega degi, sem þú fékkst hvíldina. Já, þú lifir í gegnum þau. Ég fylgist með barnabörnum þínum og hlúi að pabba. Ástkæru engl- arnir mínir tveir taka vel á móti þér á himninum. Elsku mamma, ég verð að fá að sleppa þér. Ég veit að þú ert að synda hamingjusöm og glöð með móður þinni. Góða sundferð, njóttu. Ég kem síðar til þín í vatnið. Ást, kærleikur og friður. Þín dóttir, Vilborg Mjöll Jónsdóttir. Elsku mamma. Tómas Guðmundsson er eitt af eftirlætis ljóðskáldum þínum. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Samt vissirðu að Dauðinn við dyrnar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrðirðu berast að eyrum þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og færu fjallasvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúkt til, en andvarpar: Faðir minn! (Tómas Guðmundsson.) Þetta er virkilega erfitt og sárt. Missir okkar er mikill. Pabbi saknar þín allra mest. Við hlúum að honum, eins og þú gerir fyrir hann og okkur. Elsku mamma mín, hvíl í friði og njóttu tilverunnar að eilífu. Ástarkveðjur, Ívar og Íris. Elsku besta amma Sif. Þakk- læti er mér efst í huga, þakklæti fyrir að hafa átt ömmu eins og þig. Ömmu sem var allt í senn hlý, kærleiksrík, tignaleg, dugleg og gestrisin með eindæmum. Amma Sif var að mörgu leyti ein- stök kona, elskaði fjölskylduna sína mikið og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að aðstoða þau að öllu leyti. Það var henni ömmu mikið hjartans mál að fylgjast gaumgæfulega með okk- ur barnabörnunum, veita okkur ást og umhyggju og hvetja okkur til dáða. Ég minnist þess einnig hvað amma Sif tók alltaf vel á móti okkur öllum þegar við kom- um í heimsókn í Geitland til hennar og afa. Hún var alltaf svo glöð að sjá okkur og alltaf var nóg til af hlýjum ömmu faðm- lögum og kræsingum, en aldrei fórum við svöng heim frá ömmu. Best var að fá hrært skyr með nýjum bláberjum og rjóma eða pönnukökur með sykri. Ég minnist þess hversu tigna- leg amma Sif var og alltaf svo vel til fara, með hárið vel greitt, fína klúta og varalit. Við barnabörnin vorum einnig heppin að fá að koma með ömmu og afa í ýmsar ferðir, en ferðir í sumarbústað- inn á Þingvöllum stóðu alltaf uppúr. Ein af uppáhaldsminning- unum mínum um ömmu Sif var þegar ég fékk að fylgjast með og hjálpa henni í eldhúsinu, enda átti hún fáa jafnoka þar. Sérstak- lega þegar hún amma kenndi mér að gera pönnukökur og brúna sósu, sem ég geri ennþá í dag eins og amma Sif. Ekki kenndi amma mér bara margt í matseld heldur einnig röbbuðum við mikið saman síðustu árin um umhirðu á rósum. En bleiku rós- irnar hennar ömmu í Geitlandi eru þær fallegustu, og mun ég ávallt hugsa um minningarnar okkar með bros á vör þegar ég sé bleikar rósir. Síðustu árin með ömmu voru dýrmæt eftir að ég flutti aftur heim frá Danmörku. Við töluðum oft í símann þegar ég bjó úti en best var að koma heim. Innst inni var það fjöl- skyldan sem togaði mig heim, og var amma Sif mér þá alltaf ofar- lega í huga. Við áttum einstakt samband ég og amma og vildi ég vera hjá þér, afa og fjölskyldunni næstu árin því ég vissi að þau yrðu erfið. Þótt að þau voru það þá einkenndust þau einnig af kærleik og væntumþykju og er ég þakklát fyrir að hafa átt þenn- an tíma með ömmu, afa og fjöl- skyldunni. Amma Sif og afi Jón hafa allt- af átt einstakt samband í mínum augum og alltaf hafa þau staðið þétt saman. Dýrmætt var að sjá hvað afi og fjölskyldan elskuðu þig heitt amma og gerðu allt fyr- ir þig fram til síðustu stundar. Síðustu árin einkenndust af tíð- um heimsóknum til ömmu og átt- um við góðar stundir saman og er ég ævinlega þakklát fyrir þær. Amma Sif kvaddi okkur í faðmi afa og fjölskyldunnar á fallegu vetrarkvöldi eftir erfið og lang- varandi veikindi. Ég veit að Guð tekur vel á móti þér, elsku amma, loks færðu frið og ró. Ég kveð þig með mikl- um söknuði, amma mín. Þín verð- ur sárt saknað og alls hins góða sem kom frá þér. Góðu stund- anna sem við áttum saman mun ég minnast með gleði í hjarta og með miklu þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Sorgin er gríma gleðinnar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran, Spámaðurinn) Elska þig að eilífu, elsku amma mín. Þín ömmustelpa, Alma Dagbjört Ívarsdóttir. Elsku amma mín, það er sárt að kveðja þig en það huggar mig að vita að þér líður betur núna. Ég er þakklátur þér fyrir svo margt, allan tímann sem við átt- um saman og allt sem þú hefur kennt mér. Þú sem varst alltaf svo yndisleg og hugsaðir vel um mig og alla sem þér þótti vænt um. Sýndir mér alla þá þolin- mæði og tillitssemi sem þú áttir og kenndir mér þannig hvernig er að vera þolinmóður. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín, þú tókst manni opnum örmum og varst alltaf tilbúin að hjálpa sama hvað bjátaði á. Það rennur mér seint úr minni smákökuboxið sem þú faldir inni í skáp og gafst að smakka úr við sérstök tilefni, að sjálfsögðu allt heimabakað. Ég man það svo vel þegar ég var hjá þér í Geitlandinu eða á Þingvöll- um og þú varst alltaf að stússast í eldhúsinu og þótt ég kynni ekki mikið til verka fékk ég að hjálpa til. Þegar ég elda og baka hugsa ég oft til þín og held í minning- arnar um þig með þitt hlýja bros í eldhúsinu. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Hvíldu í friði, elsku amma, Alex Kári Ívarsson. Elsku amma, Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt. Alex og Ottó. Það var í janúar 1991 sem ég kynntist Sif sem tók mér afskap- lega vel og var ég velkominn á heimili þeirra hjóna í Geitlandi, tvítugur piltur frá Akureyri. Sif var einstaklega barngóð mann- eskja og hafði unun af að hitta barnabörnin sín, sem voru orðin tvö á þessum tíma og svo fór þeim fjölgandi með hverju árinu. Hún hafði einstakt lag á því að gera gleðistundir með barna- börnum sínum og þeim þótti svo gott að hitta hana. Það er mér ofarlega í huga hvað henni fannst gaman að færa barna- börnunum sínum afmælisgjafir og gleðja þau. Sif var okkar stoð og stytta, boðin og búin að hlaupa undir bagga að passa fyr- ir okkur ef á þurfti að halda. Börnin okkar elskuðu ömmu Sif og fannst yndislegt að vera hjá henni. Þeim fannst gott að vita af ömmu Sif í næstu götu og kíktu oft í heimsókn. Jón Stefán sonur okkar var líklega duglegastur í því. Hann átti til að heimsækja ömmu sína eftir skólatíma ásamt nokkrum strákum og stelpum í von um góðgæti. Hann kom ekki að tómum kofunum og var jafn- vel skellt í vöfflur handa góðum gestum. Það var fastur liður hjá fjöl- skyldunni að halda jólin hátíðleg í Geitlandi 1 og buðu Sif og Jón okkur alltaf í mat á aðfangadags- kvöld og eru margar góðar minningar frá þeim stundum. Sif var listagóður kokkur og fór létt með að halda stærðarinnar veisl- ur og svo hjálpuðust allir að við að ganga frá. Hún var óhrædd við að prufa nýja aðalrétti og er mér minn- isstætt eitt sinn þegar boðið var upp á hreindýrakjöt á aðfanga- dagskvöld. Eitt aðfangadags- kvöldið klukkan 17.58 lenti Sif í því að rafmagninu sló út í Geit- landi og nærliggjandi götum vegna álags á rafveitukerfið. En það kom ekki að sök vegna þess að allt var tilbúið og gestirnir tylltu sér til borðs og snæddu jólamatinn við kertaljós. Við kveðjum nú mömmu og ömmu sem gaf okkur svo mikið, en hún lifir samt með okkur. Hvíl í friði. Friðrik Magnússon. Sif Aðalsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.