Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 i Hreinsum sófaáklæði og gluggatjöld STOFNAÐ 1953 Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is Hálsmen 10.900,- Hálsmen 8.900,- Hálsmen 8.900,- Hálsmen 9.900,- Hringur 8.900,- Hringur 8.900,- Hringur 8.900,- Eyrnalokkar 5.500,- Eyrnalokkar 5.500,- Kostnaður við flutning og dreifingu raforku hefur hækkað um 2,6 -19,4% síðan í ágúst 2016, sam- kvæmt samanburði sem ASÍ lét gera. Mest hefur raforkukostnað- urinn hækkað hjá Norðurorku, 19,4% en minnst hjá Rafveitu Reyðarfjarðar, 2,6%. Veitur er eina fyrirtækið sem hefur lækkað sínar gjaldskrár en þar hefur raforku- kostnaður lækkað um 6,6%. Á sama tímabili hefur orkusala hækkað um 7,7-13,4%, mest hefur hún hækkað hjá Orku náttúrunnar, um 13,4%, en minnst hjá Orkubúi Vestfjarða, um 7,7%. Allt að 96% verðmunur er á flutningi og dreifingu raforku milli fyrirtækja en tiltölulega lítill munur er á hæsta og lægsta verði orkusala eða 9,17%. Mest hækkun raforku hjá Norðurorku Guðni Einarsson Sigtryggur Sigtryggsson Veturinn hefur aldeilis gert vart við sig fyrir norðan. Í gær var 18°C frost á Akureyrarflugvelli og allt á kafi í snjó í bænum. Snjódýpt á Akureyri undanfarna daga hefur slegið tvö mánaðarmet. Í gærmorgun mældist snjódýptin 105 sentimetrar, sem er það mesta sem hefur mælst þar í desember, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Næst mest mældist dagana 7.-9. desember 1965, 100 sentimetrar. Að morgni föstudagsins 30. nóvember mældist snjódýptin á Akureyri 75 sentimetrar og var það mesta snjódýpt sem þar hefur mælst í nóvembermánuði. Næstmest snjó- dýpt mældist þar 22. og 23. nóvem- ber 1972, 70 sentimetrar. Trausti benti á að snjódýptarmæl- ingar væru mjög ónákvæmar og nýju metin væru innan óvissumarka ofan við eldri met. Elín Björk Jónasdóttir, veður- fræðingur hjá Veðurstofunni, sagði ekki útlit fyrir að mikið bættist við snjóinn fyrir norðan næstu daga, þótt gæti gert stöku él. Útlit var fyr- ir að það yrði áfram kalt og hægviðri í dag. Snjórinn veldur hraðari út- geislun og eykur það á kuldann. Á morgun kemur lægð upp að landinu og hún mun hræra við stöðunni. Bú- ast má við slyddu eða rigningu sunn- an- og suðaustanlands á fimmtudag. Snjóað gæti á Austfjörðum. Á föstu- dag virðist ætla að verða norð- austlæg átt og þá gæti gert él fyrir norðan. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Skafið Skafa þurfti snjó af bílunum. Margar götur hafa verið illfærar venjulegum bílum. Snjódýptarmet sett á Akureyri  Ekki hefur áður mælst meiri snjódýpt í nóvember og desember en nú  Ekki er útlit fyrir að það bætist við snjóinn næstu daga  Kalt var fyrir norðan í gær og mældist 18°C frost á flugvellinum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Hreinsun Stórvirkar vinnuvélar unnu við að hreinsa helstu umferðaræðar Akureyrar. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Blásið Litlir snjóblásarar komu sér vel við að hreinsa snjó af gönguleiðum og við heimahús. Snjóblásarar hafa verið mikil þarfaþing undanfarið. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Snjókyngi Snjónum kyngdi niður á Húsavík. Hér sjást húsin Hallandi, Hlið- skjálf og Móberg. Trén voru að sligast undan snjófarginu á greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.