Morgunblaðið - 04.12.2018, Page 21

Morgunblaðið - 04.12.2018, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 ✝ Hlíf Guðjóns-dóttir fæddist 3. apríl 1923 á Við- borði á Mýrum, A- Skaft. Hún lést 21. nóvember 2018. Foreldrar hennar voru Pálína Jóns- dóttir, f. 22. okt. 1885, d. 11. des. 1941, og Guðjón Gíslason, f. 3. júl. 1885, d. 3. mars 1937. Þau bjuggu á Viðborði á Mýrum og síðan á Kotströnd í Ölfusi. Hlíf átti fimm systkini, þau eru öll látin, þau hétu Halldóra Nanna, f. 1917, d. 2000; Gísli Friðgeir, f. 1918, d. 1986; Hjört- ur, f. 1921, d. 2003; Inga Jenný, f. 1925, d. 2008, og Sigurlaug, f. 1927, d. 2003. Hlíf giftist 28. okt. 1944 Tóm- asi B. Guðmundssyni, bónda, f. 17. ágúst 1923. Börn Hlífar og Tómasar eru: 1) Pálína Ingibjörg, f. 1943, maki Sigurjón Bergsson. Synir þeirra Bergur Tómas, Gylfi ára frá Viðborði með fjölskyldu sinni að Kotströnd í Ölfusi. Hún missti ung foreldra sína, syst- kinahópurinn tvístraðist, en hélt alltaf góðu og kærleiksríku sam- bandi. Í veikindum foreldranna reyndust nágrannar á Sandhól í Ölfusi vel og hélst vinskapur, sérstaklega við Pál, ævina út. Hlíf og Tómas hófu búskap í Kópavogi 1941, byggðu sitt fyrsta hús, Lindarbrekku. Fluttu 1951 að Otradal í Arnar- firði og hófu hefðbundinn sveitabúskap. Fluttu 1961 að Breiðabólsstað í Ölfusi, stýrðu búi fyrir Hlíðardalsskóla. 1990 brugðu þau búi og fluttu í Lýsu- berg 13, Þorlákshöfn, og bjuggu þar síðan með Smára, son sinn, og Sirrý tengdadóttur í sömu götu. Aðalstarf Hlífar var hús- móðurstarfið og uppeldi barnanna. Hún vann ýmis önnur störf, t.d. í eldhúsi á Hlíðardalsskóla. Hún var í kórum, nú síðast í kór eldri borgara í Þorlákshöfn, Tónum og trix. Útför Hlífar fer fram frá Kot- strandarkirkju í Ölfusi í dag, 4. desember 2018, og hefst athöfn- in klukkan 14. Birgir og Guðjón Ægir, d. 2009. Þau eiga átta barna- börn og tvö barna- barnabörn. 2) Sig- ríður, f. 1944, maki Árni I. Sigvalda- son. Börn þeirra Ívar og Hlíf Ingi- björg. Þau eiga tvö barnabörn. 3) Víð- ir, f. 1946, maki El- ísabet Guðmunds- dóttir. Synir þeirra eru Emil og Andri. Þau eiga níu barnabörn. 4) Guðmundur Smári, f. 1954, maki Sigríður Ósk Zoëga Sig- urðardóttir. Börn þeirra eru Brynjar, Otri og Hólmfríður Fjóla. Þau eiga tvö barnabörn. 5) Ragnheiður, f. 1957, maki Brynjólfur Magnússon. Dætur hennar eru Kristín og Bryndís. Hún á átta barnabörn. Brynj- ólfur á fjögur börn og 11 barna- börn. 6) Jóna Brynja, f. 1958, maki Helgi Helgason. Dætur hennar eru Þóra Hlíf, Eydís Eir og Eygló. Hún á sex barnabörn. Helgi á þrjú börn. Hlíf flutti 12 Kveðja til mömmu: Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans allstaðar fyllir þarfir manns. Vissi ég áður voruð þér, vallarstjörnur um breiða grund, fegurstu leiðarljósin mér. Lék ég að yður marga stund. Nú hef ég sjóinn séð um hríð og sílalætin smá og tíð. Munurinn raunar enginn er, því allt um lífið vitni ber. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! Smávinir fagrir, foldarskart, finn ég yður öll í haganum enn. Veitt hefur Fróni mikið og margt miskunnar faðir. En blindir menn meta það aldrei eins og ber, unna því lítt, sem fagurt er, telja sér lítinn yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð. (Jónas Hallgrímsson) Það verður allt bjartara, betra, léttara og fallegra þegar ég hugsa um mömmu. Alltaf gef- andi. Þá er ég ekki bara að tala um veraldlega hluti, kökuhlað- borð og kræsingar eða það, sem leynst gæti í töskunni hennar til að gleðja lítil börn, en einmitt góðmennsku hennar og örlæti á ást og umhyggju fyrir mér og mínum, við börn, við þá sem minna mega sín, dýrin og náttúr- una. Fræddi mig og leiddi. Alltaf skapgóð, brosandi og skemmti- leg. Alla tíð hélt hún í höndina á mér hvetjandi og hughreystandi, klappaði mér á höndina, þótt í lokin gæti hún það ekki nema með vinstri hendinni og gæti ekk- ert sagt. Elsku mamma mín, takk fyrir ferðalagið saman, að hafa verið fyrirmynd. Ástarkveðja, þín, Ragna. Einhvern tímann, ef til vill og óralangt frá þessum stað mun ástin hörfa heim til þín og hjartans dyrum knýja að. Og einmitt þá og einmitt þar mun ástin krefja þig um svar. Þá er rétt að rifja upp — orðin mín. Þau eru stirð. Þau eru fá. Þau sjálfsagt aldrei flugi ná. Þau munu engu að síður alltaf bíða þín. Því hvað er ást og hvað er svar? Og hvernig geymist allt sem var? Mundu að hvar sem hjartað slær hamingjan er oftast nær. Einmitt þá og einmitt þar mun ástin krefja þig um svar. Þá er rétt að rifja upp — orðin mín Þau eru stirð. Þau eru fá. Þau sjálfsagt aldrei flugi ná. Þau munu engu að síður alltaf bíða þín. (Bragi Valdimar Skúlason) Þín dóttir, Brynja. Einn af ævintýrastöðum bernsku minnar var Breiðabóls- staður í Ölfusi. Þaðan á ég mínar fyrstu minningar af íslenskri sveit. Ég man enn eftirvænt- inguna þegar heimreiðin að bæn- um blasti við. Heimahúsið á aðra hönd en útihúsin á hina og aðeins fjær blasti Hlíðardalsskóli við. Það var eitthvað óvenju búsæld- arlegt við staðinn og má ekki hvað síst þakka það reisulegu skólahúsinu sem gaf umhverfinu virðulegan blæ. Þarna höfðu að- ventistar byggt upp sannkallaða menningarmiðstöð og var Breiðabólsstaður partur af henni. Víst er að ekkert vantaði upp á vinnusemina og dyggðugt líferni á Breiðabólsstað þar sem Tommi frændi réð ríkjum í búskapnum en heima fyrir fór Hlíf með bú- stjórn. Ég minnist þess hvað mér þótti ömmubróðir minn karl- mannlegur í fasi. Hlíf bar með sér einstakan þokka en þær amma voru miklar vinkonur og var greinilegt að ömmu þótti mjög vænt um mágkonu sína. Ég varð þess snemma áskynja að sér- stakri birtu stafaði af nafninu Hlíf. Hún var einstaklega mild og glaðleg á sinn hógværa hátt, en það sem skipti ekki síður máli í mínum huga á þessum árum voru góðgerðirnar sem lagðar voru á borð. Hvergi fékk ég betri klein- ur og það var ekkert hégómamál fyrir ungan strák. Og átti ég þó góðu að venjast hjá ömmu sem var sérdeilis myndarleg í matseld og bakstri. Á Breiðabólsstað man ég best eftir mér í eldhúsinu enda var það hjarta staðarins. Þar sátum við amma iðulega þegar við kom- um í heimsókn. Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni gengið til stofu. Eldhúsið var persónu- legra, og þar var ilmur af kaffi, kökum og kleinum. Eftir að ég komst á unglingsár liðu mörg ár án þess ég hefði nokkuð af Tomma og Hlíf að segja. Löngu síðar setti ég mig aftur í samband við þau en þá fýsti mig að vita meira um eigin ætt. Var þá ekki í kot vísað enda mundu fáir jafn langt aftur og þau. Eins og amma voru þau Tommi og Hlíf meðal frumbyggja Kópavogs. Þegar ég hóf mark- visst að safna til sögu bæjarins voru þau mínir bestu heimildar- menn en afi og amma voru þá fallin frá. Þau höfðu hafið búskap sinn í Reykjavík í upphafi stríðs en leist ekki á blikuna þegar ótti við loftárásir Þjóðverja var sem mestur. Fréttir bárust af skæð- um loftárásum á evrópskar borg- ir og þegar loftvarnarflautur voru þeyttar í höfuðstaðnum vegna þýskra flugvéla yfirgáfu þau heimili sitt og lögðu leið sína í Kópavog þar sem afi og amma buðu upp á öruggt skjól. Þau Tommi og Hlíf fluttu þangað al- farin árið 1942, en Kópavogur var þá lítið annað en sveit, og bjuggu þau þar í tíu ár. Á síðustu árum hef ég notið þess að ræða við þau hjón um gömlu dagana og orðið margs vísari. Er ég þeim báðum þakklátur fyrir alla þolinmæðina, því þó eldra fólki geti verið gleði í að ræða liðna tíð getur reynt á þolrifin að þurfa að svara smá- smugulegum spurningum sagn- fræðingsins. Ég er þakklátur fyr- ir að Tommi sé enn á meðal okkar en finn sárt til að Hlíf sé farin, ekki hvað síst hans vegna. Þau eignuðust marga afkom- endur sem nú sakna ættmóður sinnar. Hlíf var elskuð og dáð af öllum. Hún á eftir að lifa lengi í hugum okkar. Meira: mbl.is/minningar Leifur Reynisson. Þrátt fyrir háan aldur kom það nokkuð á óvart að Hlíf væri fallin frá. Ég hafði átt ánægjulegt sím- tal við hana nokkrum dögum fyrr og hún var hress í tali að vanda. Það er einhvern veginn óraun- verulegt að maður eigi ekki eftir að heyra röddina aftur. Í síðustu símtölum okkar rifjaði hún upp búskaparárin í Kópavogi sem tengdust svo mikið foreldrum mínum og ég fékk góða mynd af lifnaðarháttum fyrstu landnema Kópavogs frá því fyrir miðja síð- ustu öld. Fólk þurfti að hafa fyrir lífinu í þá daga enda lítið um nú- tímaþægindi. Kópavogur var að mestu ónumið land og þar var enga þjónustu að hafa. Margar fór hún ferðirnar í þvottalaug- arnar í Laugardal ásamt öðrum nágrannakonum og þótti sjálf- sagt að sitja á vörubílspalli en Tommi maður hennar sat iðulega undir stýri. Vatn var sótt í brunn- inn en mjólk mátti fá á býli Matt- híasar í Ástúni en þar var tölu- verður búskapur. Góð samskipti voru milli móður minnar og Hlíf- ar en þær voru mágkonur. Fyrstu æviár mín vorum við nágrannar. Þau byggðu sér hús við Nýbýlaveg sem þau kölluðu Lindarbrekku en foreldrar mínir bjuggu fyrst við Álfhólsveg en fluttu fljótlega niður á Nýbýla- veginn. Ævinlega var stutt á milli heimilanna og því töluverður samgangur og samhjálp eins og tíðkaðist í þá daga. Ein bernsku- myndin frá þessum tíma er fal- legi rauði vörubíllinn sem Tommi frændi átti en mér hlotnaðist stundum sú upphefð að fá far og þá var maður stór kall. Hlíf og Tómas fluttu síðar að Otradal í Arnarfirði og slitnaði sambandið þá nokkuð. Man ég þó eftir tveimur ferðum vestur. Sú fyrri var mikil ævintýraför með for- eldrum og frændfólki þar sem leiðin lá um Kjöl og átti síðan að halda heim í gegnum Húnavatns- sýslur og Vesturland. Við Bröttu- brekku var ákveðið í skyndingu að gaman væri að breyta út af fyrri áætlun og taka hús á fjöl- skyldunni í Otradal. Þar var tekið höfðinglega á móti mannskapn- um og ekkert vantaði upp á góð- gerðirnar enda Hlíf annáluð fyrir myndarskap. Í seinna skiptið fór ég vestur ásamt Smára, bróður Tomma, en þau hjón voru þá á förum úr firðinum og hjálpuðum við þeim að flytja búslóðina suður að Breiðabólsstað í Ölfusi en þar voru heimkynni þeirra næstu ár- in eða þar til þau fóru á eftirlaun en þá lá leið þeirra til Þorláks- hafnar þar sem þau hafa búið fram á þennan dag. Ófáar voru ferðirnar að Breiðabólsstað þar sem þau hjón fóru með bústjórn fyrir söfnuð aðventista en þeir höfðu komið þar upp myndarlegum heima- vistarskóla og var búið rekið samhliða honum. Minnisstæðar eru stundirnar í eldhúsi Hlífar þar sem nýbakað bakkelsi var borið á borð. Mikill gestagangur var á heimili þeirra hjóna á Breiðabólsstað enda ávallt tekið vel á móti gestum. Sömu sögu er að segja um heimili þeirra í Þor- lákshöfn. Undraði mig hve dug- leg Hlíf var við bakstur og heim- ilishald á þessum árum. En alltaf sama ljúfmennskan og góða skapið. Hlíf var trúuð kona og ég held að hún hafi ekki kviðið kveðju- stundinni. Við Guðlaug þökkum Hlíf fyrir margar ánægjustundir og vottum Tomma og afkomend- um þeirra samúð okkar. Reynir Sveinsson. Að ná því að verða 95 ára, sjá um sig sjálf, vera heima í sínu fal- lega einbýlishúsi í Þorlákshöfn. Skreppa í bíltúr í verslanir á Sel- fossi eða Hveragerði vafðist ekki fyrir þeim hjónum Tómasi og Hlíf, bæði 95 ára, hann nýbúinn að endurnýja ökuskírteinið sitt. Þau voru alltaf saman alla daga, hún svo lekker alla tíð, vel klædd og falleg. Daglega hafði hún til mat fyrir þau, veisla á borðum ef gestir litu inn. Það vafðist ekki fyrir Hlíf að baka brauð og kökur fram undir nírætt, gefa þeim kökur fyrir jól- in sem ekkert áttu, geri aðrir betur. Tómas dundaði í bílskúrnum, renndi meðal annars lampafætur og skálar. Hann hefur gegnum árin bjargað mörgum með sinni handlagni að sjóða pottefni sem brotnaði o.fl. o.fl. Þau voru bæði samhent með að hjálpa fólki sem var í vandræðum í daglegu lífi. Það átti margur þau að þegar í raunir rak. Gamli Víbóninn er gangfær enn, X-260, stífbónaður. Það var svo gaman að sjá hvað þau tóku sig vel út þegar hann var settur í gang og þau brunuðu af stað út í Selvog eða annað. Hlíf og Tómas voru gift í 72-73 ár, eignuðust stóra fjölskyldu og hafa alltaf verið með stórt heimili og mikinn gestagang. Það vant- aði ekki myndarskap hennar þeg- ar hún tók á móti gestum bless- unin. Þau hjónin bjuggu fyrir vestan og þaðan fluttu þau á Breiðabólstað í Ölfusi en síðar brugðu þau búi og fluttust til Þor- lákshafnar. Þegar ég kynntist Hlíf þá vor- um við ásamt fleirum að koma saman og stofna kór eldri borg- ara sem fékk nafnið Tónar og trix. Trixið hjá okkur var að klappa og stappa og notuðum við létt hljóðfæri sem vöktu gleði, söngurinn var léttur og vöktum við athygli fyrir að fara óhefð- bundnar leiðir í lagavali. Við Hlíf náðum strax saman og urðum vinkonur en þá var hún 80 ára. Síðan þá höfum við átt góðar stundir heima hjá þeim og eins skroppið saman eitthvað og haft gleði af samverunni. Að hugsa til þess hvar Hlíf ólst upp í Ölfusinu á Kotströnd í ná- lægð við kirkjuna. Líf hennar þá og fjölskyldu hennar sem bjarg- aði sér af því sem var heima unn- ið, m.a. allur matur og föt. Spunn- ið á rokka og ofið í vefstól. Heyskapur erfiður, gott ef það var sími, bílar ekki margir ef nokkrir, peysuföt og upphlutur voru einu sparifötin og bara not- uð þegar farið var í messu eða veislur. Börnin af bænum fóru gangandi í Hveragerði í skólann, þótti það sjálfsagt, hvernig sem viðraði í mis-skjólgóðum fatnaði. Kynslóð Hlífar og Tómasar er óðum að hverfa, þegar þau hjónin voru ung hittist fólk í messu, rétt- unum eða kannski á einstaka dansleik með harmónikkuleik. Svo sannarlega hefði verið merkilegt að skrá þeirra lífs- hlaup sem við þekkjum svo lítið til en nú er hún Hlíf blessunin horfin í kirkjuna sína, sitt gamla umhverfi og hefur lokið hlutverki sínu hér á jörðinni. Þetta er brot af því sem væri hægt að skrifa um Hlíf og Tómas en ég læt hér staðar numið. Takk fyrir mig og góð kynni. Ég sendi afkomendum Hlífar og Tómasar mínar innilegustu samúðarkveðjur frá Þorkelsgerði í Selvogi. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir. Hlíf Guðjónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GISSUR ÞORVALDSSON forstjóri, Kópalind 2, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 22. nóvember. Jarðsungið verður frá Seljakirkju miðvikudaginn 5. desember klukkan 13. Hrefna Guðbjörg Ásmundsdóttir Ragnheiður J. Gissurard. Hulda Kristín Vatnsdal Ásgerður S. Gissurard. Axel Geirsson Þorvaldur H. Gissurarson Elsa Grímsdóttir Hörn Gissurard. Dufþakur Pálsson Gunnlaug Gissurard. Magnús Rögnvaldsson og fjölskyldur Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir mín, dóttir okkar, systir, tengdadóttir og mágkona, GUÐFINNA BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR, Ásbúð 2, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 27. nóvember. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 7. desember klukkan 13. Sigurjón Örn Sigurjónsson Kristján Andri Gunnarsson Stefán Gunnarsson Eva Lára Einarsdóttir Kristján Sigfússon Guðfinna Inga Guðmundsd. Sveinborg Lára Kristjánsd. Lárus Ársælsson Sigfús Kristjánsson Arndís Friðriksdóttir Sigurjón Arnlaugsson Sjöfn Hjálmarsdóttir Ingibjörg Sigurjónsdóttir Okkar ástkæri, ÁRNI JÓHANNESSON, Kópavogsbraut 83, lést 28. nóvember á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin verður frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 7. desember klukkan 15. Fósturbörn, afabörn, langafabörn og systkini hins látna Ástkæra móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, LÁRA JÓNA ÓLAFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 27. nóvember. Útför hennar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 8. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð dvalarheimilisins Jaðars, reikningsnr. 0190-05-60761, kt. 510694-2449. Björn Erlingur Jónasson Kristín G. Vigfúsdóttir Hreinn Jónasson Ingunn J. Gunnarsdóttir Ágústa Jónasdóttir Stefán Hjaltason Magnús Jónasson Sædís Einarsdóttir Laufey Jónasdóttir Reynir V. Georgsson Jónas Jónasson Kristín Kristófersdóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.