Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ísland mun veita 400.000 bandaríkja- dali (49,2 milljónir ISK) á ári næstu ár til sjóðs Alþjóðabankans sem styð- ur við nýtingu sjávarauðlinda. ProBlue heitir nýr sjóður um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og bláa hagkerfið. Ís- land gerðist stofn- aðili að sjóðnum fyrr í haust og hefur skuldbundið sig til að leggja í hann fjármagn og mun utanríkis- ráðuneytið veita árlega 200.000 bandaríkjadali í sjóðinn á tímabilinu 2018-2021. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytis- ins, segir að fjármunum úr sjóðnum verði varið til verkefna sem Alþjóða- bankinn vinnur að í þróunarlöndum, en bankinn vinnur einkum að þróunarsamvinnu. Starfsemi þessa nýja sjóðs skiptist í fjögur meginsvið. Þau eru: 1. Bætt fiskveiðistjórnun fyrir sjálfbæra nýt- ingu sjávarauðlindarinnar. 2. Meng- unarmál og plastmengun í hafi. 3. Áhersla á að gera hefðbundna sjávar- geira umhverfisvænni og stuðningur við nýja atvinnustarfsemi. 4. Sam- þætt nálgun á haf- og strandsvæðum fyrir sjálfbæra þróun lífríkja hafsins, að því er segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu. Fiskveiðistjórn og mengun Sjóðurinn ProFish, sem Ísland tók áður þátt í varðandi fiskveiðimál hjá Alþjóðabankanum, hefur verið sam- einaður nýja ProBlue-sjóðnum. Ár- legt 200.000 bandaríkjadala framlag Íslands í ProFish-sjóðinn til ársins 2021 mun því renna til ProBlue- sjóðsins með áherslu á það svið sem snýr að bættri fiskveiðistjórnun. Ís- land mun einnig styrkja verkefni sem snýr að mengunarmálum í hafi. Sam- tals mun Ísland því leggja fram 400.000 bandaríkjadali á ári til ProBlue-sjóðsins til ársins 2021. Aðild Íslands að sjóðnum er í sam- ræmi við annað þeirra tveggja meg- inmarkmiða sem sett eru fram í þingsályktunartillögu um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands (2019-2023). Búist er við að þings- ályktunartillagan verði lögð fyrir Al- þingi á næstunni. Bætt um- gengni við hafið  Ísland leggur til sjóðs Alþjóðabankans Sveinn H. Guðmarsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við erum sveitungar Tryggva Ingólfssonar, sem höfum horft á aðgerðarleysi sveitar- stjórnar Rangárþings eystra úr fjarlægð. Sveitarstjórnin hefði þurft að ganga mun fyrr fram af meiri krafti í máli Tryggva. Við höfum fengið nóg af því að ekkert hafi gerst og þögninni í kringum hans mál,“ segir Ey- rún María Guðmundsdóttir, íbúi í Rangár- þingi eystra, sem stofnaði á föstudagskvöld ásamt móður sinni, Erlu Hlöðversdóttur, og Kristínu Ernu Leifsdóttur, sem einnig eru sveitungar Tryggva, fésbókarhópinn „Stuðn- ingssíða Tryggva Ingólfssonar“. Seinnipart- inn í gær höfðu 1.870 lýst yfir stuðningi við Tryggva og segir Eyrún ánægjulegt hversu miklar undirtektir síðan hefur fengið Morgunblaðið greindi frá því í lok apríl að Tryggvi, sem lamaðist árið 2006, hefði að lokinni aðgerð á Landspítalanum í vor ekki fengið að snúa aftur á heimili sitt, hjúkrun- arheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli, þar sem hann hefur búið í 11 ár. Haft var eftir hjúkr- unarforstjóra Kirkjuhvols í lok apríl að verið væri að skoða mál Trygga og vinna í því að tryggja öryggi hans. Í dag bíður Tryggvi enn á Landspítalanum, fjarri fjölskyldunni. „Ætlun okkar með hópnum er ekki að stofna til leiðinda. Við höfum horft á þetta mál utan frá og viljum að fólk stígi til baka og reyni að brúa þá gjá sem myndast hefur milli sveitarstjórnar og fjölskyldu Tryggva og rjúfa þá þögn sem ríkt hefur í sveitar- félaginu,“ segir Eyrún og bætir við að óvissu fjölskyldunnar á Hvolsvelli verði að ljúka. Vita ekki hvar fjölskyldan heldur jól „Ég þekki ekki þá sem standa að baki stuðningssíðunni fyrir pabba en það er gott að finna hversu mikinn stuðning hann hefur,“ segir Berglind Elva, dóttir Tryggva. Hún segir engan vilja illindi en hún fylgi eftir réttindum föður síns og þeim órétti sem hann hefur verið beittur. „Ég veit að það var ekki gert af illum hug, ég ber ekki kala til neins,“ segir Berg- lind. Að sögn hennar dvelur faðir hennar enn á Landspítalanum frá því í desember 2017. Búið sé að tæma herbergi hans á Kirkju- hvoli á Hvolsvelli. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands beið hans herbegi þar til hann kæmist á hjúkrunarheimilið Lund á Hellu. Sólarhring áður en kynningarfundur um flutningana átti að fara fram í lok október kom í ljós að ekki væri unnt að flytja föður hennar á Selfoss fyrr en samningar tækjust milli heilbrigðisráðuneytisins og Lundar. Þegar þeir samningar séu í höfn geti hann flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á með- an unnið er að ráðningum fólks og undir- búningi fyrir flutninginn á Lund. „Nýjasta sem við heyrðum er að flytja eigi pabba á Droplaugarstaði í Reykjavík. Þremur vikum fyrir jól eru pabbi og fjöl- skyldan í fullkominni óvissu um hvar fjöl- skyldan geti sameinast um jólin,“ segir Berglind. Sveitungar Tryggva vilja aðgerðir  Tæp 1.900 styðja Tryggva Ingólfsson á Hvols- velli  Lundur á Hellu í boði ef samningar takast Ljósmynd/Finnur Bjarki Tryggvason Óvissa Tryggvi Ingólfsson hefur búið fjarri fjölskyldu sinni síðan í desember 2017. Hin svokallaða kranavísitala Vinnueftirlitsins hefur gjarnan þótt ágætis mælikvarði á umfang framkvæmda hér á landi. Skoða þarf hvern bygg- ingarkrana við uppsetningu og svo á árs fresti eftir það svo tölurnar gefa nokkuð góða mynd af fjölda krana sem eru í notkun hverju sinni. Í gær stóð kranavísitalan í 364 krönum í ár, sem er jafnmikið og hið fræga framkvæmdaár 2007. „Þetta er í sjálfu sér ánægjulegt því þetta bendir til mikillar starfsemi, sem er grundvöllur velmegunar. Það sem við horfum hins vegar til er að vinnuslysum í byggingar- og mannvirkjagerð, framkvæmdum opinberra aðila og rafmagns- og hitaveitum hefur fækkað frá þessum tíma,“ segir á vef Vinnueftirlitsins. 170 vinnuslys hafa verið skráð í ár en voru 659 árið 2007. Morgunblaðið/Hari Fjöldi byggingarkrana hér á landi jafn metárinu 2007 Kranavísitalan í hæstu hæðum Spölur hefur ákveðið að framlengja skilafrest vegna veglykla og af- sláttarmiða um hálfan mánuð, eða til föstudagsins 14. desember. Áður hafði verið ákveðið að lokadagurinn yrði 30. nóvember. Miklu var skilað í síðustu viku nóvember og síðustu dagana fyrir mánaðamót var ös á afgreiðslustöð- um sem minnti á verslanir á Þorláks- messu, segir í frétt á heimasíðu Spalar. Fyrirtækið vill gjarnan sjá fleiri skila og ná þannig í inneignir sínar. Þess vegna er skilafresturinn framlengdur. Hins vegar verður afgreiðslustöð- um fækkað. Tekið verður við veg- lyklum og afsláttarmiðum fram til 14. desember hjá Olíudreifingu við Hólmaslóð og á skrifstofu Spalar á Akranesi. Hjá N1 í Ártúnshöfða verður einungis tekið við veglyklum. Samkvæmt upplýsingum Önnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Spalar, var í nóvemberlok búið að greiða 140 milljónir út af viðskipta- reikningum af 231 miljón króna sem viðskiptavinir áttu inni fyrir ónotað- ar ferðir. Greitt hafði verið skila- gjald fyrir um 69,5 miljónir eða rúm- lega 23 þúsund veglykla Greiddar höfðu verið 21,5 milljónir fyrir afsláttarmiða sem eru rúmlega 34 þúsund miðar. Þúsundir erinda bíða afgreiðslu og afar ósennilegt að takist að afgreiða þau öll fyrir jól, að mati starfsmanna Spalar. sisi@mbl.is Ösin eins og á Þorláksmessu  Spölur framlengir skilafrestinn fyrir veflykla og kort um hálfan mánuð Morgunblaðið/Ernir Hvalfjarðargöng Enn er hægt að skila inn lyklum og afsláttarkortum. Eimskip hefur birt auglýsingu þar sem óskað er eftir umsóknum um starf forstjóra félagsins, en nýverið lét Gylfi Sigfússon af því starfi. Sjaldgæft er að rótgróin stórfyrir- tæki auglýsi forstjórastöður lausar en þess eru þó einhver fordæmi. Hagvangur sér um ráðningar- ferlið fyrir Eimskip. Katrín S. Óla- dóttir, framkvæmdastjóri Hag- vangs, segir að við ráðningu sem þessa sé hægt að fara margar leið- ir. „Að þessu sinni var ákveðið að hafa ferlið opið og faglegt. Gefa sem flestum kost á að koma sér á framfæri og tryggja á þann hátt að hæfasti einstaklingurinn hljóti starfið,“ segir Katrín. Umsóknarfrestur um starfið er til 16. desember nk. Skulu umsókn- ir fylltar út á hagvangur.is og með fylgi kynningarbréf og ítarleg fer- ilskrá. Í auglýsingu um starfið segir að umsækjendur þurfi að búa yfir „framsýni og krafti til að leiða fyr- irtækið áfram inn í framtíðina“. Nýr forstjóri Eimskips þarf m.a. að búa yfir háskólamenntun, hafa ótvíræða leiðtoga- og stjórnunar- hæfileika, vera heiðarlegur og með traust orðspor. bjb@mbl.is Eimskip auglýsir eftir forstjóra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eimskip Félagið leitar að forstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.