Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 36
Enzymedica býður uppá öflugustu meltingarensímin á markaðnum en einungis eitt hylki með máltíð getur öllu breytt. Betri melting – betri líðan ● Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. ● Betri melting, meiri orka, betri líðan! ● 100% vegan hylki. ● Digest Basic hentar fyrir börn Gleðilega meltingu Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Lúðrasveit Reykja- víkur heldur stór- tónleika til heið- urs Páli Pampich- ler Pálssyni, sem varð níræður fyrr á árinu, í Kalda- lóni í Hörpu í kvöld kl. 20 undir stjórn Lárusar Halldórs Gríms- sonar. Á tónleikunum verða ein- göngu flutt tónverk og útsetningar eftir Pál Pampichler. Hann var ráð- inn til Íslands sem stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur 1949 og gegndi þeirri stöðu í 24 ár. Hann var 1. trompetleikari hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands frá stofnun og til 1960. Eftir Pál liggja fjölmargar tónsmíðar. Páli Pampichler níræð- um fagnað með tónum ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 338. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Valur vann sinn sterkasta sigur á leiktíðinni til þessa er liðið lagði Hauka, 26:24, á heimavelli í Ol- ísdeild karla í handbolta í gær- kvöldi. Með sigrinum fór Valur upp í 16 stig og upp að hlið Hauka og Sel- foss í toppsætinu. FH er þar á eftir, með stigi minna. Toppbaráttan er því æsispennandi þegar deildar- keppnin er hálfnuð. »3 Sterkur sigur hjá Val gegn Haukum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Nú sjáum við fram á að fá að keppa um sæti á HM. Það hefur afar jákvæð og hvetjandi áhrif á kvennahandboltann þegar lands- liðinu gengur vel og það sér fram á að við getum hugsanlega komist inn á stórmót eins og við gerðum þrjú ár í röð, 2010, 2011 og 2012. Að ná árangri og brjóta ísinn eins og við gerðum í gær ýtir undir áhugann. Á því leikur enginn vafi,“ segir Arna Sif Pálsdóttir, reyndasti leikmaður íslenska kvennalandsliðs- ins sem komst í umspil HM um helgina á ævintýralegan hátt. »1 Hefur afar jákvæð og hvetjandi áhrif Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég hef alltaf verið áhugasamur um matreiðslu og vann á kaffihúsum með námi um helgar og á sumrin. Ég fór í háskólanám í heimspeki þegar ég bjó í Belgíu en matreiðslan kallaði á mig, þannig að ég hætti í heim- spekinni og hóf kokkanám,“ segir Daníel Rittweger, 24 ára kokkur, sem nýverið vann silfurverðlaun í ungliðakokkalandskeppni í Þýska- landi. Daníel hefur búið í Lettlandi, Þýskalandi, Japan, Belgíu og á Ís- landi með föður sínum, Peter Ritt- weger, þýskum diplómat, og móður, Svanhvíti Valgeirsdóttur listakonu. Eftir að hafa unnið silfurverðlaunin í Þýskalandi flutti Daníel til Íslands og starfar nú í Veisluþjónustu Múla- kaffis. „Ég lærði á Michelin-veitinga- staðnum Hotel Louis Jacob í Ham- borg hjá sjónvarpskokkinum Tomas Martine og vann í eitt ár á Michelin- veitingastað í Belgíu hjá Thierry Theys, sem einnig er sjónvarps- kokkur. Í ungliðakokkalandskeppn- inni fá bestu nemendur Þýskalands að keppa. Að vinna silfrið segir mér að það hafi verið rétt ákvörðun að læra kokkinn,“ segir Daníel og bætir við að það sé mikil áskorun að taka þátt í slíkri keppni. Í stað þess að skipuleggja í marga daga eða vikur hvernig matseðillinn á að líta út þurfi á einum degi að vinna allt hráefni frá grunni í frekar einföldu eldhúsi. Ný áskorun á hverjum degi Daníel segir starfið í veisluþjón- ustu Múlakaffis gefa sér tækifæri til að vinna við fjölmennar veislur en líka fámennari þar sem hann fái meira að ráða matseðlinum. „Það besta við kokkastarfið er að það eru engir tveir dagar eins. Alltaf eitthvað nýtt að fást við; nýr matseð- ill, nýir réttir, öðruvísi gestir. Fólk spáir meira í það hvað það borðar og það er áskorun fólgin í því að búa til veganrétti og glúteinfría rétti, nota lífrænt hráefni og hráefni úr nær- umhverfinu. Það er mikil gerjun í gangi í matreiðslunni,“ segir Daníel, sem finnst vinna um helgar og á há- tíðisdögum galli við kokkastarfið en það venjist og það sé ákveðin stemn- ing að gleðja gesti með góðum mat á hátíðarstundum. Daníel á sér þann draum í framtíð- inni að opna veitingastað. Í fyrstu hafi draumurinn snúist um veitinga- stað með „geggjaða“ hamborgara en nú snúist hann meira um fínni mat- seðil. Þegar Daníel á frí spilar hann á básúnu en hann hefur bæði spilað með Ungfó, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, og Belgíska básúnu- kórnum. Kokkur Daníel Rittweger tekur við verðlaunum úr hendi Andreas Beckers, forseta þýska kokkalandssambandsins. Silfurverðlaun ungliða- kokka í Þýskalandi  Daníel Rittweger lærði kokkinn og vann á Michelin-stöðum Páll Pampichler Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.