Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Dagný Guð-mundsdóttir fæddist 23. janúar 1951. Hún lést 23. nóvember 2018. Hún var dóttir hjónanna Guð- mundar Eysteins- sonar, f. 7.6. 1920 á Hrísum í Víðidal, d. 24.4. 1985, og Vig- dísar Ámundadótt- ur, f. 10.10. 1925 í Dalkoti í Vestur-Húnavatns- sýslu, d. 27. nóvember 2014. Dagný var þriðja í hópi sex systkina. Aðalsteinn, f. 12.7. 1945, maki Ragnheiður H. Jó- hannsdóttir, þeirra börn eru þrjú. Sævar, f. 4.4. 1947, d. 4.12. 1994. Eysteinn Gunnar, f. 7.2. 1953, hann á tvær dætur með fyrri konu sinni, Auðbjörgu f. 28.2. 1986, saman eiga þau soninn Arnór Breka, f. 29.2. 2008, fyrir átti Harpa soninn Jó- hann Pétur, f. 11.11. 1994. Dagný átti fyrir dótturina Vig- dísi Sæunni Ingólfsdóttur, f. 27.8. 1969, sem Ingólfur ætt- leiddi seinna meir. Vigdís á tvö börn, Sævar, f. 8.12. 1995, og Dagnýju Evu, f. 23.8. 2003. Ragnar Þór sonur Dagnýjar og Ingólfs fæddist 17.5. 1973. Hann á þrjú börn úr fyrra sambandi, þau Daða Má, f. 28.6. 2000, Daní- el Dúa, f. 6.3. 2004, og Sóleyju Dís, f. 14.8. 2009. Eiginkona Ragnars er Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir. Fyrir átti hún börnin Loga Þór, f. 23.11. 2008, og Emmu Lísu, f. 28.2. 2012. Dagný útskrifaðist sem sjúkraliði árið 1970 og vann eft- ir það á Barnaspítala Hringsins í fjölda ára. Við stofnun Bráða- móttöku barna flutti hún sig þangað yfir og starfaði þar þar til hún veiktist sumarið 2017. Útför Dagnýjar fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 4. desember 2018, klukkan 13. Kristvinsdóttur. Með sambýliskonu sinni, Kristínu Mar- ínu Siggeirsdóttur, á Gunnar tvo syni. Aðalheiður Gréta, f. 7.10. 1954, maki hennar er Friðrik Jónsson og eiga þau tvær dætur. Valgerður Ásta, f. 25.2. 1959, hún á þrjú börn með fyrr- verandi manni sínum Jan Inge Lekve. Eiginmaður Dagnýjar er Ing- ólfur Þórður Jónsson, f. 9.8. 1950. Hann átti fyrir dótturina Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur, f. 8.12. 1969. Hún er gift Ivon Stef- áni Cilia og á hann tvö börn úr fyrra sambandi, þau Stefán Má, f. 19.11. 1980, og Olgu Margréti, Það er erfitt að kveðja ástina sína í hinsta sinn. Konuna sem hefur gengið við hlið mér í gegn- um stóran hluta lífs míns og verið stóra ástin mín og besti vinur. Við bjuggum okkur heimili og stofn- uðum fjölskyldu saman, lifðum góðu lífi. Minningarnar eru óteljandi og engan veginn hægt að koma orð- um að því hversu söknuðurinn er mikill og sár. Efst í huga mér er þakklæti. Þakklæti fyrir alla ástúðina, um- hyggjuna, dásamlegu minning- arnar sem við bjuggum til saman og einlægu vináttuna. Minning þín lifir áfram í okkur ástvinum þínum. Sofðu rótt, ástin mín. Ég elska þig. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Ingólfur Jónsson. Hún mamma okkar var dásam- leg manneskja. Frá því við mun- um eftir okkur hefur hún umvafið okkur ást og umhyggju og gefið okkur svigrúm til að þroskast og verða að þeim manneskjum sem við erum í dag. Við gátum alltaf leitað til hennar og hún var góður hlustandi og vinur þegar við þurftum á því að halda. Sem barn eru foreldrar manns fyrirmynd í einu og öllu, og þar vorum við systkinin ákaflega lán- söm. Foreldrar okkar voru ungir þegar þeir eignuðust okkur. Mamma var 18 ára árið 1969 þeg- ar dóttirin fæddist og var hún ein- stæð á þeim tíma. Hún kynntist Ingólfi Jónssyni föður okkar þeg- ar ég (Vigdís) var aðeins nokk- urra mánaða, og hefur hann alið mig upp eins og sína eigin dóttur síðan þá. Árið 1973 fæðist svo Ragnar Þór sem blés svo sann- arlega lífi og fjöri inn í litlu fjöl- skylduna. Barnæska okkar var góð og hamingjurík. Hún einkenndist af gleði og öryggi, þar sem við vor- um auk foreldra okkar umvafin stórri fjölskyldu. Það var mikið ferðast um Ísland á þessum tíma, farið með stórfjölskyldunni í sum- arbústaði, tjaldútilegur og veiði- ferðir. Þó að mamma hafi unnið mikið hjá Barnaspítala Hringsins, þá var nóg eftir af umhyggju og ást fyrir okkur fjölskylduna. Hún naut vinnu sinnar í botn og gaf af heilum hug mikið í allt starf sitt þar. Við systkinin lærðum mikið af þessari sterku fyrirmynd sem mamma var. Sterk réttlætis- kennd, fordómaleysi, kærleikur, góðmennska og ekki má gleyma kímnigáfunni. Hún var t.d. ein- staklega lagin við að plata á 1. apríl og var þá alsaklaus faðir okkar oft fórnalambið. Það var al- veg sama hvað hann tautaði oft fyrir munni sér 1. apríl á leiðinni í vinnuna, að varla var hann lentur þar þegar mamma hringdi í hann og bað hann um greiða. Og þar sem elsku pabbi er einstaklega greiðvikinn maður fór hann yfir- leitt strax af stað til að bjarga sinni heittelskuðu, hvort sem það var bilaður bíll í Mjóddinni, eða sækja páskaegg á Bylgjuna sem hún sagðist hafa unnið. Eitt sinn plataði hún alla bræð- ur sína í einu þar sem hún sagðist vera bensínlaus á Breiðholts- brautinni. Þar hittust þeir svo allir með bensínbrúsann. Þetta fannst mömmu ákaflega fyndið og voru atvik eins og þessi ekki sjaldgæf í kringum hana. Mamma og pabbi eiga sumar- hús á Skeiðunum ásamt Grétu systur mömmu og Friðriki bróð- ur pabba. Sá staður hefur verið okkar annað heimili síðan þau keyptu jörðina þar. Þar höfum við eytt mörgum stundum í gleði og stundum sorg, en alltaf hefur ver- ið gott að geta verið saman og fundið fyrir samheldninni og um- hyggjunni frá fjölskyldunni. Það fyrirfinnst varla betri amma en amma Dagný. Barna- börnin voru mömmu afar mikil- væg og voru þau öll mjög tengd henni. Hún gat gantast endalaust með þeim, lék við þau og huggaði þegar við átti. Hún var vinur þeirra og bandamaður í öllu og tók afar nærri sér ef eitthvað var að hjá þeim eða börnum hennar. Hún ásamt pabba hélt vel utan um hópinn sinn og var heiti faðm- urinn hennar alltaf opin fyrir okk- ur. Líf okkar allra verður einkar tómlegt án yndislegu mömmu okkar. Hún á stóran stað í hjarta okkar og mun minning hennar lifa áfram um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku mamma. Við elskum þig. Vigdís Sæunn Ingólfsdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson. Elsku tengdamóðir og amma okkar. Hvað lífið getur verið ósanngjarnt. Fyrir nokkrum árum hitti ég strák sem varð svo að eiginmanni mínum. Fyrir nokkrum árum hitti ég yndislegt fólk austur í sveit og í framhaldi af því hittu börnin mín þennan strák og þetta yndislega fólk. Margt hefur gerst á þessum árum en það helsta er að eignast yndislega tengda- foreldra og eiginmann, börnin mín ömmu og afa. Elsku tengdamamma. Síðasta kveðjan okkar er mér svo minn- isstæð. Einlægni í faðmlagi þínu, orðum og kossum. Þú varst svo stolt af því að geta kallað mig al- vörutengdadóttur og ég sömu- leiðis, mín yndislega tengda- móðir. Síðustu stundir okkar saman, Dagný, gáfu mér svo ótrúlega margt. Þegar þú stóðst okkur við hlið á brúðkaupsdegi okkar Ragnars. Þegar þú geymdir blómvöndinn minn á meðan við settum á okkur hringana. Kvöldið sem þú áttir með okkur þrátt fyr- ir að vera orðin svo þreytt. Mikið sem okkur þótti vænt um þessa stund. Aðeins tveimur vikum seinna kvaddir þú okkur. Logi og Emma elskuðu þig jafn heitt og ég. Þau fengu yndis- lega ömmu og afa óvænt upp í hendurnar. Þegar Obba amma þeirra, móðir mín, lést þá tókstu svo vel utan um okkur og leyfðir þeim að finna að þú værir hér fyrir þau. Þú varst svo mikil amma, alltaf til staðar og fljót að knúsa og þurrka tárin burt. Þú ert farin frá okkur nú en þær minningar sem við eigum um þig og alla samveruna okkar sam- an munu lifa í hjarta okkar um alla tíð. Elsku Dagný okkar. Ég veit að mamma tekur vel á móti þér og þið eigið eftir að fylgjast með okk- ur og halda vel utan um okkur öll. Við elskum þig, mín kæra. Guðbjörg, Logi Þór og Emma Lísa. Við systkinin erum afar þakk- lát fyrir þann tíma sem við höfum átt með ömmu Dagnýju. Hún hef- ur alla tíð verið stór hluti af okkar lífi og eigum við henni margt að þakka. Þær eru óteljandi sögurn- ar og frásagnirnar sem hún hefur sagt okkur og við munum aldrei gleyma hlýja og kærleiksríka faðminum hennar. Hún var ástrík amma, skemmtileg og hug- myndarík og var alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt með okkur barnabörnunum. Hún var okkur líka traustur og góður trúnaðarvinur. Við munum sakna hennar mikið og mun hún fylgja okkur í hjartanu út í lífið. Við elskum þig, dásamlega amma okkar. Sævar Snorrason og Dagný Eva Snorradóttir. Elsku Systa. Mikið verður skrýtið að hafa þig ekki hjá okkur lengur. Tóma- rúmið sem þú skilur eftir verður okkur öllum óskaplega erfitt. Mín besta vinkona, systir og sálu- félagi. Ég er búin að vera að rifja upp lífsleið okkar, það sem við höfum brasað í gegnum árin og minningarnar sem við sköpuðum. Mjög ungar urðum við óað- skiljanlegar vinkonur og fylgd- umst að í gegnum lífið, giftar bræðrum. Við kynntumst bræðr- unum á rúntinum 1970 og þar með voru örlögin ráðin. Við tóku mörg skemmtileg ár, heimili, börn og allt sem því fylgir. Við ferðuðumst mikið saman bæði með og án barna innanlands sem utan. Þú varst alltaf svo skemmtileg, hress og til í allt. Samverustundir okkar systkina og fjölskyldna voru þér og okkur ómetanlegar. Við áttum einnig okkar góðu vinahópa, Þreyttar húsmæður, Býflugurnar, Lykkjufallið, Mið- næturhraðlestina, Þorrablóts- og Þórsmerkurhópinn. Við fórum í margar ferðirnar saman og minn- ingarnar úr öllum þessum ferðum eru mér og Frikka ómetanlegar og munu ylja hjörtun okkar um ókomna tíð. Við byggðum saman sumar- húsið okkar Systrasel og bjugg- um til umhverfi sem okkur leið vel í. Systrasel er okkar líf og yndi sem og aðalsamkomustaður okk- ar og fjölskyldunnar. Þar vorum við með hestana á sumrin ásamt okkar yndislegu vinum Þórnýju og Skafta. Mörgum stundum höf- um við eytt þar í gróðursetningu, spil og að njóta lífsins öll saman. Við höfum brallað svo margt og gert mikið af prakkarastrikum sem hægt er að hlæja að um ókomna tíð. Fyrsti apríl var þinn dagur og við biðum alltaf spennt eftir að heyra hvert þú sendir Ingó þinn, sem alltaf hljóp fyrsta apríl. Þú varst alltaf svo ráðagóð og gott að leita til þín. Stelpurnar okkar litu á þig sem aðra mömmu og barnabörnin okkar dýrkuðu þig. Þetta lýsir svo vel hversu góður og yndislegur einstakling- ur þú varst. Síðustu ferðalögin okkar sam- an voru til Brighton með Býflug- unum og til Tenerife, við allar systurnar og makar. Þú varst orðin mjög veik en krafturinn í þér var ótrúlegur. Þessar ferðir eru okkur mjög dýrmætar. Þakka þér, elsku mágkona, systir og vinkona fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og Guð varð- veiti þig. Minning þín er ljós í lífi okkar allra. Innilegar samúðarkveðjur elsku Ingó, Dísa, Raggi og fjöl- skyldur. Missir ykkar er mikill, saman munum við styðja hvort annað. Gréta og Friðrik (Frikki). Elsku yndislega Dagný frænka er nú farin frá okkur. Söknuður okkar er mikill enda var Dagný einstök manneskja. Eftir sitja margar góðar og skemmtilegar minningar um okkar samleið sem fá mann til að brosa í gegnum tár- in. Fjölskyldan okkar er náin og hefur átt margar skemmtilegar samverustundir í gegnum árin sem er gott að hugsa til, eins og ættarmótin, veiðiferðirnar, ýmis ferðalög innan- og utanlands að ógleymdum gamlárskvöldunum og nýársnóttunum. Dagný og Ingó hafa verið mér sem aðrir foreldrar þar sem ein- stakt samband hefur verið milli foreldra minna og þeirra, enda systur sem giftar eru bræðrum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgja þeim frá barnsaldri í sameiginlegu áhugamáli okkar hestamennskunni og sem barn var ég einnig mikið með þeim í Systraseli. Síðar byggðum við Bjarki okkar eigið sumarhús skammt frá þeirra og nutum við og krakkarnir þess að geta rölt á milli í mat eða kaffi. Það verður tómlegt að koma yfir í kaffi án þess að hitta Dagnýju. Að eiga að eins yndislega konu og Dagný var eru forréttindi. Hún tók alltaf vel á móti manni, hlustaði vandlega á það sem lá manni á hjarta, dæmdi aldrei en gaf ómetanleg og góð ráð. Ég og við vorum alltaf velkomin sem sýndi sig þegar ég byrjaði í Fjöl- braut í Breiðholti en þá þótti ekk- ert sjálfsagðara en að fá lykil heima hjá þeim hjónum, sem var í næsta húsi við skólann, ef ég skyldi þurfa að fá mér að borða, hvíla mig eða bara til að kíkja í smá spjall. Það er svo margt sem kemur upp í huga manns þegar leiðir skilur. Dagný var mikill mann- þekkjari og næm á líðan fólks, spádómur í bolla var henni því ekki flókið mál en við hin sátum eftir með galopinn munn og átt- um ekki orð yfir öllu sem hún sá í bollanum en hún glotti bara út í annað. Stríðnari konu var erfitt að finna og fékk elsku Ingó oftar en ekki að kenna á því okkur hinum til mikillar skemmtunar. Hendur hennar voru töfrum líkastar, hit- inn og straumurinn sem streymdi úr þeim þegar hún lagði þær á axlir manns tóku burt alla spennu og endurnærðu líkama og sál. Eftir að við áttum börnin okkar var Dagný alltaf sú fyrsta sem var hringt í ef eitthvað bjátaði á. Áratuga reynsla hennar frá barnaspítalanum var okkur ómet- anleg, alltaf vissi hún hvernig væri best að snúa sér og hvað ætti að gera. Í augum okkar barna var Dagný „læknirinn“ þeirra. Þau minnast þess hve góð og skemmtileg frænka Dagný var. Hún var alltaf svo áhugasöm og ljúf við þau, til að mynda horfði hún á margar dans-, fimleika-, söng- og töfrasýningar þeirra í stofunni heima eða í bústaðnum af mikilli einlægni og áhuga, þeim til ómældrar ánægju. Ófáar stundir höfum við setið og spjallað um allt og ekkert, hlegið og haft gaman. Það er erf- itt að hugsa til þess að þessar stundir verða ekki fleiri. Innra með okkur eigum við þó yndisleg- ar minningar um dásamlega manneskju sem munu lifa með okkur um ókomna tíð og hjálpa okkur í gegnum söknuðinn. Takk fyrir allt, elsku frænka. Elsku Ingó, Dísa, Raggi og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásta og Bjarki. Elsku Dagný. Mikið skilur þú eftir þig stórt skarð, ekki bara í mínu hjarta heldur okkar allra. Allt á eftir að verða svo skrýtið án þín og erfiðir tímar framundan hjá okkur öllum sem eftir lifum. Þú varst svo einstök, hjartahlý, óeigingjörn, ráðagóð, góður vin- ur, skemmtileg, fyndin og alltaf til í allt. Ég hef hugsað svo mikið um þegar við vorum á síðasta ættar- móti. Þér leið svo illa að ég vildi hringja á lækni. Þú harðneitaðir, sagðir að þetta mundi líða hjá. Svo líkt þér að kvarta aldrei og harka allt af þér. Daginn eftir sagðir þú við mig að þú hefðir séð afa þinn við kirkjugarðshliðið og þú værir viss um að hann væri að sækja einhvern. Ég held að þú hafir vitað að það værir þú, ég sá það í augunum á þér. Þetta er búið að sitja mjög sterkt í mér þar sem þú greinist með krabbameinið eftir þessa ferð. Þú sást nefnilega annað og meira en við hin sáum. Þú varst svo næm, sérstaklega á tilfinning- ar annarra. Skemmtilegu stundirnar sem við áttum þegar þú varst að spá í bolla fyrir okkur og ég held að það séu einu skiptin sem að þú náðir að láta okkur þegja. Ég keypti spábolla sem þú gætir lesið úr og eru þeir vel geymdir fyrir austan og hvað þetta var skemmtilegt. Hvað ég elskaði að hlusta á sögurnar þínar. Þú sagðir mér sögur af þér, systkinum þínum og fólkinu í kringum þig. Við eldhús- borðið og þú að strauja enda besta húsmóðir í heimi. Hjálp- söm, úrræðagóð og traust. Börnin mín elskuðu þig og dáðu. Ef eitt- hvað var að hjá okkur þá var sagt „hringdu í Dagnýju“ eða „ég hringi í Dagnýju, hún veit það“. Yndislegu stundirnar á morgn- ana áður en allir vöknuðu, við stelpurnar að spjalla um lífið og tilveruna. Það var svo endalaust gaman að tala við ykkur, svo ómetanlegt. Allar samverustund- irnar, hlátursköstin og ferðalögin saman. Skemmtilegasta ferðin sem við höfum farið í var þegar við fórum til Danmerkur til Dísu. Sú ferð var okkur minnisstæð og við grenjuðum úr hlátri í hvert sinn sem við rifjuðum upp þessa ferð. Og húmorinn fyrir sjálfri þér. Það lýsir þér og mömmu svo vel og ykkar sambandi þegar ég var að fermast og þið bökuðuð hjá þér Dagný Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.