Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum umáhættuog aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ibuprofen Bril Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Á hreint brilliant verði! Bólgueyðandi og verkjastillandi 400mg töflur - 30 stk og 50 stk Helsinki. AFP. | Hvað á að gefa þjóð, sem sett hefur heimsmet í læsi, í hundrað ára afmælisgjöf? Í huga stjórnmálamanna og almennings í Finnlandi var svarið einfalt: gríðar- stórt hágæðabókasafn, sem búið er nýjustu tækni, eða nýja „dagstofu fyrir þjóðina“ eins og það hefur verið kallað. Bókasafnið verður opnað á morg- un, á síðasta degi hátíðarhalda í til- efni þess að öld er liðin frá því að Finnland lýsti yfir sjálfstæði frá Rússlandi 6. desember 1917. Undir- búningur byggingarinnar hófst fyrir tuttugu árum. Hún er úr viði og gleri og var reist á eftirsóttri lóð í miðborg Helsinki, gegnt þinghúsinu. Finnska fyrirtækið ALA Archi- tects hannaði bókasafnið sem þykir mjög ólíkt þinghúsinu, tilkomumikilli byggingu úr graníti sem gefur henni ábúðarmikinn og þungbúinn svip. Bókasafnið er hins vegar úr finnsku greni og þykir mýkra og vinalegra ásýndum. Hús bókmennta og tækni Bókasafnið hefur verið nefnt Oodi, eða „óður“ á íslensku, og á að vera óður til þekkingar, lærdóms og jöfn- uðar í landi sem er í efsta sæti á lista yfir þau lönd þar sem hlutfall læsra er hæst samkvæmt skýrslu sem birt var árið 2016. Síðustu daga hafa verkamenn keppst við að ljúka frágangi bygg- ingarinnar að utan áður en hún verð- ur opnuð formlega. Uppsetning viðarklæðningarinnar reyndist vera erfiðari í vetrarkuldanum í Helsinki en gert hafði verið ráð fyrir. Frá- ganginum inni í húsinu er hins vegar lokið að mestu. Í byggingunni verða 100.000 bæk- ur en einnig hljóðver fyrir tónlistar- menn, myndver fyrir myndbands- upptökur, kvikmyndasalur og vinnustöðvar með þrívíddarprentara og tæki til að hanna og framleiða muni með geislaskurði. Almenningur fær ókeypis aðgang að allri þessari aðstöðu. Í byggingunni verður einnig gestamiðstöð sem Evrópusambandið fjármagnar. Þar verða veittar upp- lýsingar um starfsemi sambandsins og áhrif hennar á daglegt líf íbúanna. „Oodi gefur okkur nýja og nútíma- lega mynd af því hvað það er að vera bókasafn,“ segir Tommi Laitio, sem hefur yfirumsjón með menningar- og frístundastarfi á vegum Helsinki- borgar. „Þetta er hús bókmennta, en líka hús tækni, hús tónlistar, hús kvikmynda, hús Evrópusambands- ins. Og ég tel að allt þetta sameini hugmyndina um von og framfarir.“ Á meðal tækjanna í bókasafninu eru litlir, gráir róbótar, eða sjálf- akandi vagnar sem geta notað lyftur og farið um bókasafnið án þess að rekast á fólk eða veggi. Róbótarnir eiga að flytja bækur, sem skilað er, frá neðstu hæð hússins í réttan bóka- skáp. Starfsmenn sjá síðan um setja bækurnar á hillurnar. Skipuleggj- endur Oodi telja að þetta sé í fyrsta skipti sem róbótar eða sjálfakandi vagnar eru notaðir á bókasafni fyrir almenning. Hvattir til að hafa hátt Gert er ráð fyrir að dag hvern komi um 10.000 manns í safnið. Þeir sem vilja lesa í ró og næði geta verið í sérstökum lestrarsölum en á öðrum stöðum er ekki gerð krafa um þögn, ólíkt mörgum öðrum bókasöfnum. Reyndar eru gestir jafnvel hvattir til að hafa hátt og hlæja dátt á „nörda- lofti“ byggingarinnar þar sem fólk á öllum aldri er hvatt til að koma sam- an og fullnægja sköpunarþörf sinni. Gestir geta notað tæki í vinnustof- unum til að hanna og búa til muni, fengið hljóðfæri að láni eða notað leikjatölvur. „Við erum alltaf tilbúin að ræða við gestina og starfsfólkið um hvers konar hegðun sé æskileg hérna en þetta er svo sannarlega staður fyrir hávaða og hvers konar tiltæki sem andinn blæs gestunum í brjóst,“ sagði Katri Vänttinen, sem stjórnar bókasöfnum Helsinki- borgar. Hún kvaðst vera sérstaklega stolt af þeirri ákvörðun yfirmanna safns- ins að aðskilja ekki barnabókadeild- ina frá öðrum bókadeildum. Bæk- urnar eru allar á efstu hæðinni sem er 50 metra löng, með glerveggjum undir báróttu þaki sem minnir á ský. „Okkur finnst að hljóðin sem börnin koma með sér séu af hinu góða, við heyrum í framtíðinni og njótum þess að barnabækurnar og bækurnar fyr- ir fullorðna fólkið eru á sömu hæð- inni án veggja á milli þeirra,“ sagði Vänttinen. „Byggingin hefur verið hönnuð mjög vel hvað hljómburð varðar, þótt fólk hrópi í öðrum end- anum heyrist það varla í hinum end- anum.“ Byggingin kostaði 98 milljónir evra, jafnvirði tæpra fjórtán millj- arða króna. Laito segir að þótt dreg- ið hafi verið úr þjónustu bókasafna í mörgum öðrum löndum sé mikill stuðningur meðal Finna við nýja bókasafnið, enda meti þeir þjónustu safnanna mikils. Gáfu sér hágæða- bókasafn á afmælinu  Óður til þekkingar opnaður á 100 ára sjálfstæðisafmæli AFP Oodi Nýja bókasafnið í Helsinki verður opnað daginn fyrir þjóðhátíðardag Finna. Þá lýkur hátíðahöldum í tilefni af 100 ára sjálfstæðisafmæli þeirra. Óður til þekkingar, lærdóms og jöfnuðar Róbótar, eða sjálfakandi vagnar, verða notaðir til að flytja bækur að réttum hillum eftir að þeim er skilað. Mikil óvissa er enn um hvort við- skiptadeilur Bandaríkjanna og Kína leysist á næstu þremur mánuðum eins og stefnt er að samkvæmt sam- komulagi sem forsetar landanna náðu í Buenos Aires á laugardaginn var. Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, og Xi Jinping, forseti Kína, samþykktu þá að fresta því að leggja á nýja tolla meðan reynt verður að leysa deilurnar. Bandaríkjastjórn segir að náist ekki samomulag innan 90 daga ætli hún að hækka tolla á kín- verskan varning að andvirði 200 millj- arða dala úr 10% upp í 25%. Tolla- hækkunin átti að taka gildi í byrjun næsta árs. Trump skýrði frá því á Twitter í fyrrakvöld að Kínverjar hefðu sam- þykkt að „lækka og afnema tolla“ á innflutta bíla frá Bandaríkjunum, en hann útskýrði það ekki frekar. Kín- versk stjórnvöld höfðu ekki staðfest þetta í gær og ekki kom fram hvenær lækka ætti tollana. Kínverjar lækkuðu tolla á innflutta bíla úr 25% í 15% í júlí. Nokkrum dög- um síðar svöruðu þeir verndartollum Trumps á kínverskan varning með því að hækka tolla á innflutta bíla frá Bandaríkjunum í 40%. Mörg banda- rísk fyrirtæki smíða bíla sína fyrir markaðinn í Kína en tollahækkunin varð til þess að sala á bílum sem fram- leiddir eru í Bandaríkjunum minnk- aði, m.a. rafbílum Tesla, lúxusbílum BMW og bílum Ford. Trump gekk í „gildru“ Hermt er að Kínverjar hafi lofað að veita bandarískum fyrirtækjum auk- inn aðgang að kínverska markaðnum og sagt það lið í markmiðum þeirra um að koma á auknu viðskiptafrelsi. Fréttaskýrandi The Wall Street Journal segir að stjórnvöld í Kína hafi áður gefið slík loforð án þess að standa við þau vegna andstöðu þeirra sem hafa hag af óbreyttu ástandi, þeirra á meðal kínverskra ríkisfyrir- tækja. Blaðið hefur eftir bandaríska hagfræðingnum Peter Morici að Trump hafi „gengið í sömu gildru“ og forverar hans í forsetaembættinu í viðræðunum við Kínverja með því að trúa kínverskum stjórnvöldum þegar þau dragi lappirnar með innantómum loforðum. Fréttaskýrendur segja fátt benda til þess að erfiðustu deilumál ríkjanna verði leyst á næstu mánuðum, m.a. um verndun hugverkaréttinda, gagnastuld og afnám tæknilegra við- skiptahindrana. „Menn ættu ekki að vera með neina óskhyggju um að vopnahléið bindi enda á viðskipta- stríðið milli tveggja mestu efnahags- velda heims,“ hefur fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Philip Wee, sérfræðingi DBS-bankans í gjaldeyrismálum. David Dollar, sérfræðingur í kín- verskum efnahagsmálum, telur að framhald viðskiptastríðsins ráðist af því hvort hagvöxturinn í Bandaríkj- unum minnki á næstu mánuðum. Fari svo sé mjög ólíklegt að Trump leggi frekari verndartolla á kínverskan varning. Viðskiptastríðið geti hins vegar magnast ef efnahagur Banda- ríkjanna styrkist og samningaviðræð- urnar ganga illa. bogi@mbl.is Tollar sem hafa tekið gildi, eru ráðgerðir eða hefur verið hótað Tollar í Bandaríkjunum á kínverskar vörur FrestaðÍ gildi Tollastríð Bandaríkjanna og Kína Tollar í Kína á bandarískan varning Tóku gildi fyrr á árinu Tóku gildi 24. september Viðbótartollar sem Donald Trump hafði hótað Kínverjar samþykktu einnig að lækka tolla á bandaríska bíla, að sögn Trumps Tóku gildi fyrr á árinu Tóku gildi 24. sept. 50* 200 267 50 60 Áttu að hækka í 25% 1. janúar nk. 10% tollar 25% tollar *Verðmæti varnings sem tollarnir eru lagðir á, í milljörðum dollara Donald Trump og Xi Jinping náðu samkomulagi um að hækka ekki tolla næstu þrjá mánuði Óvissa um hvort deilurnar leysist  Sérfræðingar vara við óskhyggju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.