Morgunblaðið - 04.12.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.12.2018, Qupperneq 11
Hvatningarverðlaun Guðni Bergs- son, Þorsteinn Guðmundsson og Rúnar Björn Þorkelsson Herrera tóku á móti verðlaununum. Hvatningarverðlaun Öryrkja- bandalags Íslands 2018 voru afhent í tólfta sinn í gær við hátíðlega at- höfn á Grand hótel í Reykjavík að viðstöddu fjölmenni. Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin, en hann er jafnframt verndari þeirra. Þrír hlutu verð- launin að þessu sinni. Rúnar Björn Þorkelsson Her- rera, formaður NPA miðstöðvar- innar, hlaut verðlaun í flokki ein- staklinga fyrir baráttu sína fyrir málstað fatlaðs fólks. Bataskólinn hlaut verðlaun í flokki fyrirtækja og stofnana fyrir þátttöku í því að skapa úrræði fyrir þá sem þurfa stuðning við að koma lífi sínu í rétt- an farveg og þá hlaut Knattspyrnusamband Íslands verðlaun í flokki umfjöllunar eða kynningar fyrir ómetanlegan stuðning við kynningarátak Parkinsonsamtakanna: Sigrum Parkinson.  Verðlaunin af- hent í tólfta sinn Þrír hlutu hvatningar- verðlaun ÖBÍ í gær FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Saksóknari fór fram á 8-12 mánaða óskilorðsbundinn dóm yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa í Reykjavík, fyrir meint peningaþvætti sem hann er ákærður fyrir. Þetta kom fram við aðalmeðferð peningaþvættismáls gegn honum í héraðsdómi í gær. Júlíus viðurkenndi að hafa ekki greitt skatta af umboðslaunum sem komu til vegna viðskipta bifreiða- umboðsins Ingvars Helgasonar á árunum 1982 til 1993. Fóru fjármunirnir, sem í dag nema um 131-146 milljónum króna, inn á sjóð þar sem hann var rétt- hafi ásamt eiginkonu sinni og börn- um. Hann segir brotin hins vegar fyrnd og að peningaþvætti eigi ekki við í þessu tilfelli. Júlíus óskaði við upphaf aðal- meðferðar eftir að ávarpa dóminn en þegar Arngrímur Ísberg, dóm- ari málsins, fékk að vita að ræða Júlíusar væri fimm blaðsíður neit- aði hann honum um að flytja hana og sagði að hann mætti ávarpa dóminn stuttlega en gæti ekki ver- ið með svo langa framsögu. Varð úr að beint var farið í yfirheyrslu yfir Júlíusi og hætt við framsög- una. Engin vitni komu fram við aðalmeðferðina, heldur var skýrsla tekin af Júlíusi og síðar farið í mál- flutning saksóknara og verjanda. Í málinu er tekist á um fjármuni sem liggur fyrir að hafi komið til vegna umboðsgreiðslna sem bárust vegna reksturs Ingvars Helga- sonar á sínum tíma. Árið 2005, þegar afskiptum Júlíusar af starf- semi fyrirtækisins lauk, voru fjár- munirnir á reikningi í hans nafni. Júlíus viðurkenndi að hann hefði ekki getið fjármunanna á framtali á þessum tíma, en sagði það ekki hið sama og að hafa brugðist skatt- skyldu. Deilt um peningaþvætti Ljóst er að meint skattbrot eru löngu fyrnd, en árið 2014 færði Júl- íus fjármunina yfir á svokallaðan „Trustfund“ í Julius Baer-bankan- um í Sviss. Var Júlíus þar rétthafi ásamt eiginkonu og börnum. Sak- sóknari telur að með þessari færslu fjármunanna hafi Júlíus gerst sek- ur um peningaþvætti með svoköll- uðu sjálfsþvættibroti. Það þýðir að hann hafi þvætt fjármuni með því að umbreyta, flytja, senda, leyna eða geyma ávinning af broti. Saksóknari telur að með þessu hafi hann framið peningaþvættis- brot og það sé óháð meintu frum- broti sem sé skattbrotið á níunda og tíunda áratugnum. Sagði hann að um væri að ræða umboðslaun greidd vegna reksturs hlutafélags sem hefðu verið flutt á reikning Júlíusar og hann hefði svo þvætt þá fjármuni sjálfur yfir á fyrr- nefndan sjóð. „Það liggur fyrir að ekki voru greiddir skattar af þess- um fjármunum,“ sagði saksóknari og bætti við: „Leikurinn gerður til þess að komast hjá því að greiða skatta.“ Verjandi Júlíusar útlistaði í mál- flutningi sínum röksemdir fyrir því að um fyrnt frumbrot væri að ræða og að miða ætti við fyrningardag- setningu sem miðaðist við öflun fjármunanna en ekki hvort þeir hefðu verið hreyfðir eins og gert var árið 2014. Sagði hann málið sprottið af fjölmiðlaumfjöllun og deilum innan fjölskyldu Júlíusar sem hefði gengið fram með raka- lausar ásakanir. Sagði verjandi að málflutningur saksóknara byggðist á því að hafa reglur sakamálalaga og reglur um fyrningu að engu. Þannig væri reynt að láta peningaþvættismál lúta öðrum lögmálum en önnur mál. Spurningar um vanhæfi Meðal þess sem Júlíus nefndi í greinargerð sinni í málinu var að einn rannsakandi málsins hjá lög- reglunni hefði verið þingmaður fyr- ir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Sagði verjandi hans það í besta falli óheppilegt að sá maður hefði verið fenginn til að rannsaka málið í ljósi þess að Júlíus hefði í áratugi verið í stjórnmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá hefði lög- reglumaðurinn einnig lýst opinber- lega yfir skoðun sinni varðandi skattaskjól. Saksóknari sagði þess- ar ásakanir um mögulegt vanhæfi rannsakandans fráleitar og ekki til- efni til nánari umfjöllunar. Fer fram á 8-12 mánaða dóm yfir Júlíusi Vífli  Aðalmeðferð peningaþvættismáls í héraðsdómi í gær Morgunblaðið/Hari Í héraðsdómi Júlíus Vífill Ingvarsson í héraðsdómi við aðalmeðferð í pen- ingaþvættismáli á hendur honum. Krafist er 8-12 mánaða fangelsisdóms. Verð 8.900.- Str. 38-50/52 Litir: Petrolblár og svartur Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Síð peysa Audi Q7 e-tron er umhverfismildur tengiltvinnbíll sem sameinar krafta dísilvélar og rafmagnsmótors með drægni allt að 56 km. (skv. NEDC). Verð frá 10.990.000 kr. Audi Q7 e-tron quattro Rafmagnaður Eigum nokkra Audi Q7 e-tron quattro hlaðna aukahlutum á einstöku tilboðsverði. Til afhendinga r strax! Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akranesi og Geitungarnir, vinnu- og virkni- tilboð í Hafnarfirði, hlutu í gær Múr- brjótinn 2018, viðurkenningu Lands- samtaknna Þroskahjálpar, sem veitt er á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Ruth og Þorpið á Akranesi fengu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu margbreytileikans og jafnra tæki- færa, fyrir að hafa þróað tómstunda- starf með margbreytilegum hópum sem byggist á samvinnu. Þorpið sinnir frístundastarfi og forvörnum með börnum og ungmennum. Ruth er þroskaþjálfi og aðjúnkt við Menntavísindasviðs HÍ. Hún hefur rannsakað sérstaklega frístunda- starfið þar sem meginmarkmiðið var að skapa vettvang fyrir samvinnu barna og leiðbeinenda. Geitungarnir fengu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu aukinna tæki- færa fatlaðs fólks á vinnumarkaði. „Nýbreytnin í starfi Geitunganna felst í því að einstaklingar með mikl- ar stuðningsþarfir fá tækifæri til að reyna sig á almennum vinnumarkaði með stuðningi aðstoðarmanna,“ segir í frétt Þroskahjálpar. Ljósmynd/Þroskahjálp Múrbrjótshafar Viðurkenningar voru veittar á Alþjóðadegi fatlaðs fólks. Fengu viðurkenn- inguna Múrbrjótinn  Verðlaun fyrir mikilsverð framlög

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.