Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Við Antonía Hevesi píanóleikari vorum að velta fyrir okkur hvaða „Ave Mariu“ við ættum að flytja, en þær eru svo margar og skemmtilegar að við ákváðum að bjóða upp á fjórar mismunandi,“ segir Dísella Lárus- dóttir sópransöngkona um efnis- skrána á hádegistónleikum sem þær stöllur halda í Hafnarborg í dag klukkan 12. Yfirskrift tónleikanna þurfti ekki að vera flókin, Maríur og fleiri. „Síðan tökum við „Quando m’en vo“ úr La bohème eftir Puccini og endum á jóla-jólalagi, „The Christ- mas Song“,“ heldur Dísella áfram og syngur fyrstu laglínuna, „Chestnuts roasting on an open fire“, og spyr hvort lagið hljómi ekki kunnuglega. Og það er alveg rétt, sumir gætu meira að segja þegar í stað tekið undir næstu laglínur: „Jack Frost nipping at your nose/Yuletide carols being sung by a choir/And folks dressed up like Eskimos.“ Syngur í Metropolitan-óperunni Aðventan er gengin í garð og að venju mun andi jólanna svífa fyrir vötnum á tónleikunum í Hafnarborg, síðustu hádegistónleikunum á árinu. Antonía hefur frá upphafi verið list- rænn stjórnandi þeirra og valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins. „Tónleikunum er ætlað að lyfta fólki upp í skammdeginu,“ segir Dísella. Hún hefur víða komið fram sem einsöngvari, m.a. í Carnegie Hall í New York, Disney Hall í Los Angeles og á fjölda tónlistarhátíða í Banda- ríkjunum. Nýlega þreytti hún frum- raun sína á sviði utan Íslands í Evr- ópu þegar hún fór með hlutverk Lulu í samnefndri óperu eftir Alban Berg í óperunni í Róm á Ítalíu. Það er ekki alveg sjálfgefið að sópransöngkonan geti notið jóla- hátíðarinnar heima á Íslandi í faðmi eiginmanns og sona, sem eru þriggja og átta ára. Hún er á ferð og flugi ár- ið um kring til að syngja í helstu óperuhúsum og tónlistarhátíðum heims. Aðallega liggur leið hennar þó til New York, þar sem hún hefur sungið í Metropolitan-óperunni mörgum sinnum á ári allar götur frá því hún fyrst kom þar fram árið 2011. „Ég var með fastráðningu á árunum 2013 og 2014. Síðan þá fer ég mis- munandi oft á ári til að taka þátt í óperuverkum. Núna er ég nýkomin þaðan, fer aftur út í mars til að syngja í óperunni „La Clemenza di Tito“ eftir Mozart og síðan í haust, en þá verð ég í hlutverki Queen Tye í óperunni Akhnaten eftir Philip Glass. Í millitíðinni syng ég í nýrri óperu eftir Silvia Colasanti á tveggja mán- aða tónlistarhátíð í Spoleto á Ítalíu,“ nefnir Dísella sem dæmi um næstu verkefni í útlöndum. Í gær söng hún á tvennum jóla- tónleikum Fíladelfíu og eftir hádegis- tónleikana í dag eru aðeins nokkrir klukkutímar þar til hún syngur á öðr- um tvennum hjá þeim sömu. „Svo ætlum við systurnar, ég, Þórunn og Ingibjörg, að troða upp og syngja vel valin jólalög fyrir tónleikagesti í Salnum í Kópavogi hinn 15. desem- ber.“ Heima um jólin Síðasta hlutverk Dísellu í Metro- politan-óperunni var í nútímaóper- unni Marnie eftir bandaríska tón- skáldið Nico Muhly. Íslendingum gafst kostur á að sjá uppfærsluna í beinni útsendingu frá Metropolitan í Sambíóinu í Kringlunni í liðnum mánuði. „Gríðarlega skemmtilegt verk, sem byggist á sögu eftir Win- ston Graham og Alfred Hitchcock gerði samnefnda kvikmynd eftir. Mér fannst stórkostlegt að kynnast tónskáldinu, sem var á staðnum, en við í klassíska bransanum fáum af augljósum ástæðum ekki oft að upp- lifa slíkt. Marnie var sjónræn veisla sem höfðaði til margra og var mjög vel tekið. Isabel Leonard söng titil- hlutverkið en sjálf var ég skuggi Marnie, sem speglaði mismunandi tíma og raddir í kollinum á henni.“ Dísella þurfti að vera óvenju lengi fjarri strákunum sínum og eigin- manni þegar Marnie var sett á fjal- irnar því æfinga- og sýningatímabilið stóð yfir í níu vikur. Áður fyrr tók hún gjarnan eldri son sinn með sér í vinnuna, en eftir að hann hóf nám í grunnskóla segir hún synina annað slagið heimsækja sig þegar hún er að vinna í útlöndum. „Mér finnst dásam- legt að fá að vera heima um jólin, setja upp jólatréð, baka svolítið og slaka á með fjölskyldunni,“ segir hún. Jólaleg upplyfting í hádeginu  Dísella Lárusdóttir sópransöngkona kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara og listrænum stjórnanda Ljósmynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir Í jólaskapi Antonía Hevesi og Dísella Lárusdóttir verða í sannkölluðu jólaskapi á hádegistónleikunum í dag. Hin nýja hljómplata Víkings Heið- ars Ólafssonar píanóleikara með verkum eftir Johann Sebastian Bach, sem Deutsche Grammophon gaf út, er plata mánaðarins hjá tón- listartímariti BBC í Bretlandi. Fær útgáfan þar fimm stjörnur, er sögð framúrskarandi og segir gagnrýn- andinn Michael Church plötuna „opna dyrnar að nýjum mögu- leikum“ fyrir tónlist hins merka tónskálds. Gagnrýnandinn segir að eftir að hafa heyrt til Víkings Heiðars á tónleikum og hrifist af hafi hann búist við því að platan væri góð en hversu góð hún reyndist hafi komið á óvart. Þá er hann afar ánægður með skrif píanóleikarans sem fylgja útgáfunni úr hlaði, þar sem hann útskýrir afstöðu sína til verkanna og leiðina sem hann hefur kosið að fara að þeim. Church segir að sú markvissa blanda þekktra umritana á verkum Bachs, prelúdía, partíta og varía- sjónanna BWV 989, sem sé eins- konar hryggjarstykki plötunnar, láti plötuna hljóma eins og eins- konar performans; sem hrífandi tónlistarlegt flæði. Öll verkin séu áhugaverð og flutningur margra meistaralegur, segir rýnirinn. Plata Víkings Heiðars hefur hlot- ið afar lofsamlega dóma víða og iðulega fullt hús stiga eða stjarna. Rýnir Politiken í Danmörku var þó ekki alveg svo hrifinn og gaf fjögur hjörtu af sex mögulegum. Morgunblaðið/Einar Falur Víkingur Heiðar Rýnir tímarits BBC dásamar túlkun hans á Bach. Valin plata mánaðarins  Plata Víkings Heiðars lofuð hjá BBC Hópur virtra bandarískra lista- manna úr ólíkum listgreinum tók á sunnudag á móti hinum kunnu menningarverðlaunum stjórnvalda vestanhafs sem kennd eru við Kenn- edy-listamiðstöðina í Washington- borg. Þetta var í 41. skipti sem verð- launin voru afhent. Verðlaunahafar að þessu sinni voru söng- og leikkonan Cher, tón- skáldið og píanóleikarinn Philip Glass, sveitasöngkonan Reba McEntire og djasssaxófónleikarinn og tónskáldið Wayne Shorter. Þá voru sérstök heiðursverðlaun veitt höfundum hins umtalaða og vinsæla söngleiks Hamilton, höfundinum og leikaranum Lin-Manuel Miranda, leikstjóranum Thomas Kail, dans- höfundinum Andy Blankenbuehler og tónlistarstjóranum Alex Laca- moire. Verðlaunin voru veitt þeim sem brautryðjendum með mikilvægt verk sem erfitt væri að fella í ein- hvern ákveðinn flokk. Við athöfnina flutti Miranda lagið One Last Time úr söngleiknum. Hefð er fyrir því að forseti Banda- ríkjanna sé viðstaddur afhendingu viðurkenninganna en til þess er tek- ið í fjölmiðlum að Donald Trump hafi hvorki mætt nú né í fyrra. Glass, Cher og Shorter meðal hinna heiðruðu AFP Lukkulegir Fjórmenningarnir að baki söngleiknum Hamilton voru kátir; danshöfundurinn Andy Blankenbuehler, tónskáldið Lin-Manuel Miranda, leikstjórinn Thomas Kail og tónlistarstjórinn Alex Lacamoire.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.