Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Innan við sólarhring eftir að slitnaði upp úr viðræðum um kaup Icelandair Group á WOW air barst tilkynning um að náðst hefði samkomulag milli Skúla Mogensen, eiganda WOW air, og bandaríska fjárfestingarfélagsins Indigo Partners um að Indigo hygðist fjárfesta í félaginu. Það yrði gert að undangenginni áreiðanleikakönnun. Í tilkynningunni var sérstaklega til- greint að Skúli Mogensen yrði áfram leiðandi hluthafi í félaginu (e. princi- pal shareholder). Ljóst má vera, bæði af þeim ástæð- um sem gefnar voru upp fyrir við- ræðuslitunum við Icelandair Group, og einnig af bréfi sem Skúli sendi þeim sem þátt tóku í skuldabréfaút- boði WOW air í september, að félagið er í brýnni þörf fyrir fjármagn. Aðrar yfirlýsingar félagsins undirstrika einnig að sú þörf er yfirvofandi og að vinna þurfi hratt að því að tryggja fé- laginu aukið fjármagn í formi láns- eða aukins hlutafjár. Má ekki eiga meirihluta Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir hvort af viðskiptunum verður eða hver hlutdeild Indigo Partners verður. Hins vegar er ljóst af þeim lögum sem í gildi eru og varða flug- rekstrarleyfi WOW air, að Indigo Partners getur aldrei orðið meiri- hlutaeigandi að félaginu, að minnsta kosti ekki á meðan það er rekið á hinu íslenska flugrekstrarleyfi. Því ráða ákvæði í reglugerð Evr- ópuþingsins og Evrópuráðsins „um sameiginlegar reglur um flugþjón- ustu í Bandalaginu“, eins og hún er nefnd. Í 4. gr. hennar, sem fjallar um skil- yrði fyrir veitingu flugrekstrarleyfa kemur fram að „aðildarríki og/eða rík- isborgarar aðildarríkja eigi meira en 50% í fyrirtækinu og stjórni því í raun, beint eða óbeint, fyrir tilstilli eins og eða fleiri annarra fyrirtækja nema eins og kveðið er á um í samkomulagi við þriðja land sem Bandalagið er aðili að.“ Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá Samgöngustofu um hvort heimilt væri að víkja frá þessu skilyrði þegar kemur að útgáfu flugrekstrarleyfa til fyrir- tækja sem hyggjast stunda áætlunar- flug milli landa. „Ekki er að finna heimild í reglu- gerðinni til þess að víkja frá því skil- yrði né fordæmi fyrir slíku hjá Sam- göngustofu. Við yfirferð gagna frá umsækjanda flugrekstrarleyfis eða tilkynningu um breytt eignarhald er farið yfir öll skilyrði reglugerðar- innar, þ. á m. um eignarhald,“ segir í svari lögfræðings stofnunarinnar. Þjóðerni eigenda flækist fyrir Það er ekki aðeins meðal ríkja Evr- ópu sem stífar reglur gilda um að heimamenn ráði umtalsverðum hlut í þeim fyrirtækjum sem byggja rekst- ur sinn á útgefnum flugrekstrar- leyfum í hverju landi. Það sást t.d. í kjölfar þess að breska fjárfestingafélagið Virgin Group, sem stofnað var af Bretunum Sir Richard Branson og Nik Powell, ákvað að stofna dótturfélagið Virgin America árið 2004. Það gekk ekki þrautalaust að afla félaginu flugrekstrarleyfis í Bandaríkjunum og stóðu samgöngu- yfirvöld ítrekað í vegi fyrir að það gæti gerst. Leyfið fékkst ekki fyrr en yfirvöld höfðu fullvissað sig um að eignarhaldið væri að 75% hluta inn- lent, en þar í landi er erlent eignar- hald á flugfélögum takmarkað við fjórðungshlut. En í því tilviki stóð fleira í yfirvöldum og þurfti Virgin m.a. að skipta út einum af fram- kvæmdastjórum fyrirtækisins sem var af erlendum uppruna. Þá gerðu stjórnvöld á einum tímapunkti kröfu um að forstjóri félagsins, Fred Reid, yrði látinn víkja. Hann er reyndar Bandaríkjamaður en stjórnvöld ótt- uðust að hann uppfyllti ekki skilyrðin um aðkomu erlendra ríkisborgara þar sem Richard Branson hafði valið hann til starfa. Frá þeirri kröfu hurfu stjórnvöld á einum tímapunkti og fé- lagið fékk flugrekstrarleyfið. Að lok- um náðist lausn um að hann hyrfi frá félaginu árið 2008. Flugrekstrarleyfi bundin skilyrði um íslenskt eignarhald Morgunblaðið/Eggert 50% Lögum samkvæmt þurfa Skúli Mogensen og eftir atvikum aðrir íslenskir fjárfestar að eiga meirihluta í WOW.  Tilkynnt var fyrir helgi að Indigo Partners hygðist fjárfesta í WOW air 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 TWIN LIGHT RÚLLUGRDÍNA Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is Fullkomin birtustjórnun – frá myrkun til útsýnis 4. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.36 122.94 122.65 Sterlingspund 155.98 156.74 156.36 Kanadadalur 91.85 92.39 92.12 Dönsk króna 18.625 18.733 18.679 Norsk króna 14.275 14.359 14.317 Sænsk króna 13.454 13.532 13.493 Svissn. franki 122.72 123.4 123.06 Japanskt jen 1.0771 1.0835 1.0803 SDR 169.11 170.11 169.61 Evra 139.01 139.79 139.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.436 Hrávöruverð Gull 1220.45 ($/únsa) Ál 1934.5 ($/tonn) LME Hráolía 59.28 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í nóvember síðast- liðnum námu 60 milljörðum króna sem er 53% hækkun frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Kaup- hallarinnar. Einnig segir þar að við- skiptin í mánuðinum hafi verið 25% meiri en á sama tíma á síðasta ári. Mest viðskipti voru með bréf Ice- landair Group, eða 9,6 milljarðar, þar á eftir kom Marel með 9,4 milljarða við- skipti og Festi var með þriðju mestu viðskiptin, eða 5,4 milljarða króna. Úrvalsvísitalan (OMXI8) hækkaði um 0,5% á milli mánaða og stendur nú í 1.631 stigi. Í viðskiptayfirlitinu kemur einnig fram að í lok nóvember hafi hlutabréf 23 félaga verið skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Heildarviðskipti með skuldabréf í Kauphöllinni námu 150,1 milljarði í mánuðinum, sem er 50% hækkun frá fyrri mánuði, og 14% hækkun frá fyrra ári. 53% aukning í hluta- bréfaviðskiptum STUTT Tíu einstaklingar bjóða sig fram til stjórnarsætanna fimm sem kosið verður um á hluthafafundi VÍS föstu- daginn 14. desember næstkomandi. Boðað var til fundarins að kröfu Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna í kjöl- far þess að tveir stjórnarmenn sögðu sig frá trúnaðarstörfum á vettvangi félagsins í tengslum við trúnaðar- brest sem kom upp, m.a. í tengslum við verkaskiptingu stjórnarinnar. Allir núverandi stjórnarmenn fé- lagsins bjóða sig fram til áframhald- andi starfa. Það eru þau Valdimar Svavarsson stjórnarformaður, Gestur Breiðfjörð Gestsson varafor- maður og Svanhildur Nanna Vigfús- dóttir meðstjórnandi. Þá bjóða sig einnig fram til aðalstjórnar báðir nú- verandi varamenn stjórnarinnar, þau Sveinn Friðrik Sveinsson og Ólöf Hildur Pálsdóttir. Aðrir frambjóðendur eru Elvar Árni Lund, framkvæmdastjóri Íspól- ar ehf., Hlynur Hreinsson, fram- kvæmdastjóri xp Iceland ehf., Magn- ús Jónsson, framkvæmdastjóri Aktor ehf., Marta Guðrún Blöndal, yfirlögfræðingur ORF líftækni, og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskól- ans á Bifröst.Tilnefningarnefnd mun nú fara yfir framboðin og leggja fram rökstudda niðurstöðu sína um heppilegustu samsetningu stjórnar- innar. Svanhildur Nanna Vigfúsdótt- ir átti sæti í nefndinni en sagði sig úr henni 30. nóvember þar sem hún er sjálf í framboði. Í nefndinni á m.a. sæti Helga Hlín Hákonardóttir, sem sagði sig úr stjórninni í október. Með henni sitja þrír nefndarmenn. Þeir hafa allir tengingu við félagið Óska- bein ehf. sem m.a. er í eigu Gests Breiðfjörð Gestssonar. ses@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Stjórnarkjör Átök hafa einkennt starfsemi stjórnar VÍS síðustu árin. 10 takast á um 5 stjórnarsæti í VÍS  Svanhildur Nanna segir sig úr tilnefningarnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.