Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Widows, Ekkjur, fellur íflokk þeirra kvik-mynda sem segja afþaulskipulögðum stór- ránum, „heist“ eins og þau heita á ensku, ránum sem eru svo flókin og áhættusöm að allar líkur eru á að þau misheppnist og að illa fari fyrir glæpamönnunum. En hún er óvenjuleg sem slík og fylgir um margt ekki formúlunni því Ekkjur er líka saga af spilltum stjórnmála- mönnum, stéttaskiptingu, sorg, kyn- þáttahatri og fleiru. Þeir sem búast við hreinræktaðri „heist“-mynd á borð við Ocean’s Eleven verða mjög líklega fyrir vonbrigðum því hér er mun meira púðri eytt í flest annað en spennu og hasar. Hvort það er gott eða slæmt er auðvitað smekks- atriði. Ekkjur er fjórða kvikmynd enska leikstjórans Steve McQueen sem á að baki mikinn fjölda stuttmynda en var framan af þekktur sem mynd- listarmaður og hlaut sem slíkur ensku Turner-verðlaunin. Þykjast margir gagnrýnendur sjá hand- bragð eða sýn myndlistarmanns í kvikmyndum hans og eflaust er eitt- hvað til í því, mikið lagt upp úr sjón- ræna þættinum og kvikmyndatakan í Ekkjum er athyglisverð og oft óvenjuleg. Má til að mynda nefna at- riði þar sem spilltur stjórnmálamað- ur, leikinn af Colin Farrell, sest upp í bíl með aðstoðarmanni sínum og keyrir að loknum útifundi í fátæk- legu hverfi Chicago, borgarinnar sem er sögusvið myndarinnar, yfir í yfirstéttarhverfi þar sem hann býr í glæsihýsi. Á leiðinni hellir hann úr skálum reiði sinnar eftir ágengar spurningar blaðamanns og allan tímann hvílir myndavélin á skyggðri framrúðu bílsins þannig að persón- urnar sem eru að tala sjást ekki, að- eins umhverfið sem bæði speglast í rúðunni og sést til hliðar við bílinn. Þannig fær áhorfandinn bæði að sjá hið breiða bil milli ríkra og fátækra í borginni og hugarheim hins ógeð- fellda stjórnmálamanns sem er al- gjör ljúflingur frammi fyrir kjós- endum en lætur allt flakka þegar enginn heyrir til hans nema aðstoð- armaðurinn og bílstjórinn. Kvikmyndin byrjar með látum. Liam Neeson og Viola Davis, sem leika glæpamanninn Harry og eigin- konu hans Veronicu, liggja uppi í rúmi í undarlega táningalegu kossa- flensi. Harry bregður á leik, urrar og þykist ætla að bíta Veronicu. Brestur þá óvænt á með miklu has- aratriði, glæpamenn í sendibíl á hröðum flótta undan laganna vörð- um, greinilegt að þeir hafa framið rán en flóttinn ekki tekist sem skyldi. Inn í þetta æsilega atriði fléttast kynning á glæpamönnunum og eiginkonum þeirra. Þessi byrjun er bráðsnjöll, persónur kynntar stuttlega til leiks en með þeim hætti að maður áttar sig strax á sambönd- um hjónanna. Frekari lýsingar óþarfar. Flóttinn endar með því að ræn- ingjarnir, fjórir talsins, láta allir lífið og skilja eftir sig eiginkonurnar Veronicu (Davis), Lindu (Rodrig- uez), Alice (Debicki) og Amöndu (Coon). Fljótlega kemur í ljós að glæpagengið, leitt af Harry, rændi tveimur milljónum dollara af fyrr- verandi dópsala, Jamal Manning (Henry), sem hefur snúið við blaðinu og er nú í framboði til borgarráðs. Manning er ekkert lamb að leika sér við og hans hægri hönd er bróðir hans, Jatemme (Kaluuya), sem vílar ekki fyrir sér að limlesta menn og myrða. Jamal heimsækir Veronicu og tilkynnir henni að vegna ránsins skuldi hún honum tvær milljónir dollara og gefur henni mánuð til að greiða peninginn, annars verði hún drepin. Veronica finnur í öryggis- hólfi dagbók sem Harry hélt yfir öll sín rán og ránsáætlanir og í stað þess að selja bókina, líkt og henni býðst, ákveður hún að framkvæma rán eftir lýsingu í bókinni. Hún fer á fund hinna ekknanna og fær þær til liðs við sig. Ein þeirra fær hins veg- ar ekki að vita af ráninu þar sem hún er með nýfætt barn. Víkur þá sögunni að fyrrnefndum spilltum stjórnmálamanni, Jack Mulligan (Farrell), sem er aðal- keppinautur dópsalans fyrrverandi, Manning, og er einnig í framboði til borgarráðs í sama hverfi. Þeir elda grátt silfur en hvers vegna þessi persóna er fyrirferðarmikil í sög- unni kemur í ljós síðar. Betra að fara ekki nánar út í þá sálma því ýmislegt óvænt kemur upp úr kaf- inu. Mulligan er sonur vellauðugs og spillts stjórnmálamanns, Tom Mul- ligan, sem er þar að auki kynþátta- hatari. Duvall fer mikinn í því hlut- verki. Nú kann mörgum að þykja full- mikið sagt um söguþráð myndarinn- ar en ég get fullvissað lesendur um að margt er enn ósagt. Líkt og fyrri myndir McQueen, að 12 Years a Slave undanskilinni, hans bestu mynd, er þessi býsna hæg og það kemur niður á spennunni. Ekkj- urnar eru allar í vanda staddar, í fjárhagskröggum og meta ástandið svo að þær verði hreinlega að fremja þetta rán. Það kemur á óvart hversu lítill hluti myndarinnar fer í skipulagningu ránsins og undirbún- ing og eiginlega furðulegt hversu svellkaldar ekkjurnar eiga að vera og harðsvíraðar. Þegar loksins kem- ur að ráninu, eftir langa bið, er það vissulega spennandi og vel útfært en alltof stutt. Og eftirmálin sömu- leiðis, án þess að farið verði nánar út í þau, þau eru fullhratt afgreidd. Þá þótti mér sagan einnig flækt heldur mikið með óþörfum útúr- dúrum og fléttum, hliðarsögum sem þjóna litlum tilgangi og lengja bið- ina eftir uppgjörinu. McQueen virðist vilja forðast formúluna í lengstu lög, ,,heist“- formúluna góðu, með aukalögum af dramatík og spillingu. Nálgunin er raunsæisleg og því heldur ótrúlegt að ekkjurnar taki þessa ákvörðun eftir frekar litla umhugsun, að fremja stórrán sem gæti leitt til þess að þeim yrði öllum stungið í steininn eða þær drepnar. Þegar við bætist svo flóttabílstjóri, spretthörð hárgreiðslukona sem er ekki ekkja eins ræningjanna heldur barnfóstra einnar þeirra, fer trúverðugleikinn eiginlega út um gluggann. Margt er þó gott við Ekkjur. Leikarar standa sig allir með prýði, sérstaklega Davis og Debicki, en mismikið er lagt í persónusköpunina og sumar persónur eru heldur klisjukenndar, sérstaklega vondu karlarnir. Reyndar eru allir karlar myndarinnar vondir og allar kon- urnar góðar (nema kannski ein). Farrell er þaulvanur að leika skít- hæla og Duvall sömuleiðis, fátt nýtt þar á ferð en heldur þykja mér þess- ir leikarar ólíklegir feðgar, svona út- litslega séð. Af öllum vondu körlun- um er Kaluuya eftirminnilegastur í hlutverki hrikalegs sadista. Mynda- takan er glæsileg og oft óvenjuleg, mikið um nærmyndir, óvenjuleg sjónarhorn og speglanir og hljóðið er líka flott og svo kraftmikið stund- um að manni bregður við. McQueen er mikill listamaður, það verður ekki af honum tekið og í raun merkilegt að hann hafi fært sig yfir í þennan afþreyingarflokk, stórránsmyndina, sem hingað til hefur ekki þótt mjög „artí“. Með þessu stækkar hann eflaust áhorf- enda- og aðdáendahóp sinn en hrá- efnin í kökunni eru aðeins of mörg. Pólitík, kynþáttahatur, sorg, ofbeldi, glæpir, stéttaskipting (mögulega er ég að gleyma einhverju í uppskrift- inni), öllu er þessu hrært saman. Ekkjur er 129 mínútur að lengd og maður finnur fyrir lengdinni í seinni hlutanum. Gjarnan hefði mátt stytta myndina um 20-30 mínútur til að auka spennu og eyða meira púðri í undirbúning ránsins í stað fyrr- nefndra hliðarsagna og útúrdúra. Stundum er formúla betri en frum- legheit. Drama á kostnað spennu og hasars Hörkutól Viola Davis og Cynthia Erivo í Widows, nýjustu kvikmynd leikstjórans Steve McQueen. Háskólabíó, Borgarbíó, Smára- bíó og Sambíó Kringlunni Widows/Ekkjur bbbnn Leikstjórn: Steve McQueen. Handrit: Steve McQueen, Gillian Flynn. Aðalleik- arar: Viola Davis, Michelle Rodriguez, Elizabeth Debicki, Cynthia Erivo, Colin Farrell, Brian Tyree Henry, Daniel Kaluu- ya, Jacki Weaver, Carrie Coon, Robert Duvall og Liam Neeson. Bretland og Bandaríkin, 2018. 129 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Ralph Breaks the Internet Ný Ný Creed 2 Ný Ný Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald 1 3 The Grinch 2 4 Bohemian Rhapsody 3 5 A Star Is Born (2018) 4 9 Widows 5 2 Plagi Breslau (Plagues of Breslau) Ný Ný Overlord 9 4 The Nutcracker and the Four Realms 6 5 Bíólistinn 30 .nóvember–2. desember 2018 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Tekjuhæsta kvikmynd bíóhúsanna um liðna helgi var teiknimyndin Ralph rústar internetinu, framhald teiknimyndar sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Miðasölutekjur námu um 5,7 milljónum króna. Næst- tekjuhæst var hnefaleikamyndin Creed 2 með um 3,1 milljón króna en hún er óbeint framhald kvikmyndanna um Rocky. Bíóaðsókn helgarinnar Teiknimynd á toppnum Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Með þér í liði Alfreð Finnbogason Landsliðsmaðu attspyrnu „Tækifærið er núna.“ r í kn Registered trademark licensed by Bioiberica ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.