Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 SMÁRALIND – KRINGLAN Búðu þig fyrir veturinn Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ljósmyndir Ragnars Th.Sigurðssonar eru áber-andi á sýningum þeimsem opnaðar voru í Perl- unni síðastliðinn laugardag, 1. desember. Myndir sem hann tók af vatnabjöllunni fjallaklukku og krabbadýrinu skötuormi eru á sýningu Nátt- úruminjasafns Íslands sem ber yfirskriftina Vatnið í náttúru Íslands. Myndir þessar eru tekn- ar með sérstakri tækni, þannig að dýrið allt sem er annars agnarsmátt sést í fókus enda er óteljandi mynd- um af því staflað saman í eina heild. Allur hringurinn Með sömu aðferð er unnin risa- stór panoramaljósmynd af útsýninu af Vatnajökli allan hringinn. Sú mynd er í jöklasýningu Perlunnar og er hluti sýningarinnar Undur ís- lenskrar náttúru. Í fordyri Perl- unnar er svo 66 fermetra mynd sem Ragnar tók í Fljótshlíðinni og sýnir hálfan sólarhring við Eyjafjalla- jökul; frá birtu til bragandi norður- ljósa með Eyjafjallajökul gjósandi í miðjunni. Loks má nefna að í kjall- ara Perlunnar eru tugir mynda sem Ragnar tók í eldgosunum í Eyja- fjallajökli árið 2010 og Holuhrauni 2014; heildstætt yfirlit um þær miklu náttúruhamfarir. Skapar andstæður „Mér finnst alltaf jafn gaman að mynda landið í öllum sínum fjöl- breytileika. Ljósmyndun hefur allt- af verið mitt hálfa líf og ég var að- eins tólf ára þegar mínar fyrstu myndir birtust í Vísi. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Ragnar. Fjöl sína fann hann í myndatökum af landi og náttúru í öllum sínum fjölbreyti- leika – og fátt finnst ljósmyndara í þeirri deildinni jafn áhugavert og eldgos. „Þegar byrjaði að gjósa í Holu- hrauni árið 2014 vildi svo vel til að ég var á Akureyri og var því fljótur á vettvang. Það voru búnar að vera jarðhræringar og ég hafði á tilfinn- ingunni að eitthvað væri að gerast þar, eins og kom á daginn,“ segir Ragnar, ljósmyndari í um hálfa öld. „Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt. Maður nær líka ekki góðri mynd nema vera í góðu skapi, forvitinn um tilveruna og geta séð myndefnin í listrænu ljósi.“ Ljósmyndir/Ragnar Th. Sigurðsson Sólargangur Horft til gjósandi Eyjafjallajökuls úr Fljótshlíð á samsettri mynd sem sýnir bjartan dag sem svo dvínar og þegar komið er inn í nóttina dansa norðurljósin á himninum. Myndirnar í Perlunni Brugðið er ljósi á náttúruna í sínum óteljandi blæbrigðum á sýningum þeim í Perlunni sem voru opnaðar nú um helgina. Þar eru myndir Ragnars Th. Sigurðs- sonar áberandi, en hann hefur myndað landið og náttúru þess í marga áratugi. Eldsumbrot Kraumandi gígur, glóandi hraun og flugvél sýnir hlutföll. Holuhraun Rauð hraunelfurin streymir fram og litadýrðin er einstök. Ragnar Th. Sigurðsson Alls 63 doktorar tóku 1. desember síðastliðinn við gullmerki Háskóla Ís- lands að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á árlegri Hátíð brautskráðra doktora í hátíðar- sal aðalbyggingar HÍ. Doktorarnir eiga það sameiginlegt að hafa braut- skráðst frá Háskóla Íslands á tíma- bilinu 1. desember 2017 til sama dags á þessu ári og er þetta í áttunda sinn sem HÍ heiðrar doktora frá skólanum með þessum hætti. Í dag stunda um 600 nemendur doktorsnám við skólann. Í námi sínu og með framlagi til kennslu og rann- sókna innan skólans leggja doktors- nemar mikið af mörkum, bæði til ís- lensks samfélags og í eflingu háskólans sem alþjóðlegrar rann- sóknastofnunar, segir í frétt frá skól- anum. „Doktorsnemar, í samstarfi við leiðbeinendur sína, leggja sömu- leiðis sín lóð á vogarskálarnar í leit hins alþjóðlega vísindasamfélags að lausnum við brýnustu viðfangsefnum samtímans,“ segir enn fremur. Á athöfninni 1. desember tóku doktorsnemar frá öllum fimm fræða- sviðum Háskóla Íslands við gullmerki skólans, alls 24 karlar og 39 konur. Það er til marks um hversu alþjóð- legur Háskóli Íslands er orðinn að 44% doktoranna sem brautskráðust síðasta árið eru með erlent ríkisfang. Við þetta má bæta að alls munu tæp- lega 60 nemar ljúka doktorsprófi á árinu 2018 og verður heildarfjöldi doktora sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands frá upphafi á sjö- unda hundrað í lok árs. sbs@mbl.is Hátíð í Háskóla Íslands að venju 1. desember Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Doktorar Lærdómsfólk ásamt rektor, forseta Íslands og fleira góðu fólki við hátíðina sem efnt var til, venju samkvæmt, á fullveldisdeginum 1. desember. Doktorarnir fengu gullmerki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.