Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 17
tveimur hæðum og því hafi tillaga
hans hóps, líkt og flestra, verið að
minnsta kosti að hluta upp á þrjár
hæðir.
„Það kom því í raun mjög á óvart
undir lok samkeppninnar þegar
dómnefndin virtist opna á að þátt-
takendur gætu í veigamiklum atrið-
um hnikað til rýmisáætluninni og
minnkað með því ákveðin rými all-
verulega. Það stenst ekki skoðun að
gera það svo seint í ferlinu þegar
langflestir eru búnir að vinna sínar
tillögur og leggja í verkið allt að
700 vinnustundir.“
Þar vísar Aðalsteinn til svars sem
dómnefnd keppninnar veitti við
spurningu í svokölluðum síðari
fyrirspurnatíma samkeppninnar,
aðeins 20 virkum dögum áður en
keppendur þurftu að skila fullmót-
uðum tillögum. Í því svari segir:
„Dómnefnd hefur ákveðið að
keppendum sé frjálst að meta
hvernig þeim niðurskurði og/eða
samnýtingu rýma verði best hagað
með tilliti til bestu útfærslu þeirrar
heildarlausnar sem hugmynd þeirra
byggist á.“
Spurður út í ofngreint svar segist
Aðalsteinn líta svo á að með þessu
hafi dómnefndin í raun breytt for-
sendum keppninnar.
Opnuðu á of miklar breytingar
Undir þetta taka fleiri arkitektar
sem Morgunblaðið ræddi við í gær
en flestir vilja þeir ekki koma fram
undir nafni. Segja þeir að með
ákvörðun sinni hafi dómnefndin
opnað á mun meiri breytingar á
þeim rýmum sem koma hafi þurft
fyrir í byggingunni og að það hafi
verið skilningur flestra sem þátt
tóku í samkeppninni að sú opnun
hafi verið umfangsmeiri en ganga
hefði mátt út frá að yrði heimilað á
fyrri stigum málsins. Í því tilliti vís-
uðu viðmælendur blaðsins til svars
dómnefndarinnar úr fyrri fyrir-
spurnatímanum þar sem ítrekað
var að þátttakendur skyldu fylgja
þeim forsendum sem lagðar voru í
keppnislýsingunni. Svarið var gert
opinbert 23. maí síðastliðinn og
merkt númer 3.11 í opinberum
gögnum um samkeppnina. Þar hafði
verið spurt hvort keppendur gætu
skilað tillögum sem færu yfir upp-
gefna heildarstærð húsrýmisáætl-
unar, þ.e. 1.794 brúttófermetra og
hvort slíkar tillögur yrðu teknar til
dóms, hvort þeim yrði vísað frá
dómi og hvort þær ættu möguleika
á að skipa verðlaunasæti. Svar
nefndarinnar er fortakslaust:
„Ætlast er til þess að keppendur
fylgi húsrýmisáætlun eins og fram
kemur í grein 3.13. Kostnaðarvið-
mið og að framsettar tillögur inni-
feli öll þau rými sem tilgreind eru
og í þeirri nettóstærð sem er upp-
gefin.“
Einn viðmælenda blaðsins segir
að þetta svar hafi í hans huga gert
það ljóst að tillögur sem ekki tækju
tillit til húsrýmisáætlunarinnar
yrðu ekki teknar gildar.
Í þessu sambandi benti einn við-
mælenda Morgunblaðsins einnig á
að í samkeppnisreglum Arkitekta-
félags Íslands væri kveðið á um það
að dómnefndir væru bundnar af
þeim samkeppnislýsingum sem
settar væru fram.
„Ekki dæmt eftir samkeppnis-
lýsingu og settum leikreglum“
Meðal þeirra sem Morgunblaðið
leitaði viðbragða hjá vegna málsins
var Kristján Garðarsson hjá And-
rúmi arkitektum en tillaga fyrir-
tækisins varð í öðru sæti í sam-
keppninni. Kristján vildi ekki tjá
sig efnislega um keppnina að öðru
leyti en því að hann teldi að ekki
hefði verið farið eftir settum
reglum.
„Að okkar mati er óeðlilegt að
ekki sé dæmt eftir samkeppnislýs-
ingunni og settum leikreglum og
þannig ekki gætt jafnræðis.“
Morgunblaðið leitaði viðbragða
hjá nefndarmönnum í dómnefnd
samkeppninnar við þessari gagn-
rýni. Taka þeir ekki undir þá gagn-
rýni sem hér að ofan er lýst. For-
maður nefndarinnar var Stefán
Thors, sem starfar hjá forsætis-
ráðuneytinu. Hann segir að það hafi
verið ljóst frá upphafi að þátttak-
endur hafi haft svigrúm í tillögu-
gerð sinni og að dómnefndin hafi
ekki verið að breyta forsendum
keppninnar með svari 6.1 í síðari
fyrirspurnatímanum. Undir þau orð
tekur Margrét Harðardóttir, arki-
tekt hjá Stúdíó Granda sem sat í
nefndinni með Stefáni.
„Allir þeir sem taka þátt í sam-
keppnum af þessu tagi takast á við
þann sama vanda að það reynist
nær ómögulegt að skila tillögum
sem samræmast rýmisáætlunum
sem lagt er upp með. Það er nær
alltaf þannig að tillögurnar eru mun
stærri. Þegar við bentum á að þátt-
takendur hefðu frelsi til að meta
sjálfir hvernig best væri að haga
niðurskurði á rýmum þá vorum við í
raun aðeins að árétta að þar var um
viðmið að ræða,“ segir hún.
Aðalsteinn Snorrason tekur ekki
undir þá túlkun Margrétar og segir
að þótt þátttakendur reyni í
ákveðnum tilvikum að minnka eða
stækka rými eilítið umfram mörkin
sem sett séu þá séu takmörk fyrir
því hversu langt megi ganga í því.
Morgunblaðið leitaði einnig við-
bragða hjá þeim sem hlutskarpastir
urðu í keppninni en það voru arki-
tektar á arkitektastofunni Kurt-
ogpí. Fyrir svörum varð Steinþór
Kári Kárason, annar tveggja höf-
unda tillögunnar.
Aðeins árétting nefndarinnar
„Það er alveg ljóst að þegar
nefndin tiltekur þetta atriði í seinni
fyrirspurnatímanum þá er hún að-
eins að árétta það sem allir máttu
vita. Þegar maður vinnur tillögu af
þessu tagi þá víkur maður oft veru-
lega frá því sem lagt er upp með,
enda er það hlutverk arkitektsins
að finna lausnir á því hvernig best
sé að hanna húsið.“
Steinþór áréttar að svar nefndar-
innar undir lok samkeppnistímans
hafi ekki haft áhrif á útfærslu Kur-
togpí.
„Fljótlega var ljóst að við ætluð-
um að skila tillögu að rými á tveim-
ur hæðum en um leið áttuðum við
okkur á að það gæti orðið ansi snú-
ið og að erfitt væri að uppfylla ýtr-
ustu kröfur í samkeppninni. Þegar
húsrýmisáætlunin er skoðuð þá
kemur það skýrt fram að þar er að-
eins um viðmið að ræða. Mér finnst
alveg ljóst að dómnefndin hafi ekki
breytt keppnisreglunum á seinni
stigum þótt hún hafi áréttað að
menn hefðu frelsi til að túlka upp-
gefnar stærðir enda var þarna um
viðmiðunartölur að ræða.“
Teikning/Kurtogpí
Rými Gagnrýni hefur komið fram á aðgengi fatlaðra inn á skrifstofur á 2.
hæð fyrirhugaðrar byggingar. Þær eru í sumum tilvikum 1,9 m á breidd.
2.1 2.2 2.2
2.3
2.4
2.5
2.6 2.6 2.6
2.7
2.10
2.9
2.11
2
.1
3
2.5
2.5
2.5
2.4
2.4
2.4
2.4
2.4
2.4
2.4
2.6
2.6
2.6
2.6
2.6 2.6 2.6 2.6 2.6 2.6 2.6 2.6
2.6 2.6 2.6 2.6
2.6
2.6
2.6
2
.1
1
2
.1
2
2.11
2.10
2
.1
2
17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
0
8
5
8
Renault
NÝR RENAULT CLIO
MEÐ VETRARPAKKA
*M
ið
að
við
up
pg
ef
na
rt
öl
ur
fra
m
le
ið
an
da
um
el
ds
ne
yt
isn
ot
ku
n
íb
lö
nd
uð
um
ak
st
ri
Renault Clio
Verð frá: 2.650.000 kr.
VEGLEGUR VETRARPAKKI
Verðmæti allt að 300.000 KR.
Með nýjum Renault í desember
Fyrsta ábyrgðarskoðun · Keramik lakkhúðun fyrir veturinn
Gæða vetrardekk · Vönduð gúmmímotta í skott
OPIÐ Í DAGFRÁ12–16