Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Gullsmiðir Sérfræðingar í trúlofunar & giftingarhringum Skoðaðu úrvalið á www.acredo.is A-1488-34 Demantshringur miðjusteinn 0,40 ct 187.479,- A-1313-1 Hringapar með demöntum 183.115,- A-1489-17 Demantshringur miðjusteinn 0,30 ct 153.849,- A-1597-1 Hringapar með demöntum 247.616,- A-1601-2 Hringapar /demöntum, miðjust. 0,30 ct 335.321,- A-1684-2 Hringapar með demöntum 215.479,- A-1695-4 Hringapar með demöntum 180.326,- A-1754 Hringapar með demöntum 361.943,- A-1774-1 Demantshringur miðjusteinn 0,40 ct 301.069,- A-1790-1 Demantshringur miðjusteinn 0,15 ct 231.739,- A-2026-6 Hringapar með demöntum 337.584,- A-2057-1 Demantshringur miðjusteinn 0,20 ct 133.449,- A-2074-2 1Hringapar með demöntum 226.452,- A-3003-1 Hringapar með demöntum 346.594,- - A-2084-13 Demantshringur miðjusteinn 0,25 ct 129.349,- A-3021-1 Hringapar með demöntum 327.426,- A-6006-1 Hringapar með demöntum 321.776,- S-1086-1 Hringapar með demöntum 111.107,- Morgunblaðið/Sigurður Bogi Söngur Erna Hrönn Ólafsdóttir í mikilli sveiflu sem stjórnandi jólakórs sem gladdi gesti og gangandi nýlega, rétt eins og vera ber þegar hátíðin nálgast. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is A ðventan er besti tími ársins. Tilhlökkunar- efnin eru mörg og þessa dagana er ég með bókstaflega heilt fiðr- ildabú í maganum,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, söngvari og út- varpskona á K100. „Ég var byrjuð að syngja opin- berlega á heimaslóðum mínum norð- ur í Eyjafjarðarsveit tæplega tíu ára gömul, þá á allskonar jólasam- komum í sveitinni og inni á Akur- eyri. Söngvari nær aldrei til fólks nema gefa af sér af lífi og sál og fylla salinn af söng og gleði. Sjálfri finnst mér þetta vera hluti af náungakær- leiknum sem þarf að vera hluti af stemningu viknanna fyrir jól.“ Þessa dagana er snjóþungt fyr- ir norðan og bókstaflega allt á kafi. Það er alvanalegt þar um slóðir í desember og sumir segja ómissandi. „Jólin þurfa að vera hvít, því ræður uppruni minn og æskuminn- ingar að norðan. Skemmtilegast er náttúrlega þegar vegir eru ófærir svo fólk er teppt heima. Og þegar rafmagnið slær út svo kveikja þarf á kertaljósum er jólastemningin ekk- ert minna en fullkomnuð.“ Mörg undanfarin ár hefur Erna tekið þátt í ýmsum tónleikum á að- ventunni. Hún verður þó fjarri góðu gamni í ár þar sem 15. desember fer stórfjölskyldan í tveggja vikna jólafrí til Flórída í Bandaríkjunum og verður þar fram til 30. desember. „Við og börnin okkar sex ásamt tengdaforeldrum mínum og fleirum förum í sælulandið; nú verða það jól í sól. Því þarf undirbúningi fyrir há- tíðina að ljúka nokkuð snemma, en margar af hefðum fjölskyldunnar tökum við með okkur til Flóría. Samkvæmt íslenskri hefð verðum við með hátíðarmatinn og opnum gjafirnar á aðfangadagskvöld. Á jóladag, þegar hin eiginlega hátíð Bandaríkjamanna er, ætlum við hins vegar að bregða undir okkur betri fætinum og heimsækja Disneyland; ævintýraveröld og halda þar gleðileg jól.“ Aðventan er vissulega annatími en nóg er af ævintýrum sem gera dagana skemmtilega. Söngur, sögur og notaleg stemning. Undir okkur sjálfum er komið að skapa rétta andrúmsloftið, svo jólin verði okkur öllum gleðileg og góð. Ríkjandi náungakærleik- ur og með fiðrildi í maga Ljósum prýdd Jólalest Coca-Cola fer sinn árlega hring um höfuðborgar- svæðið í 23. skiptið í dag laugardag. Lagt verður af stað kl. 16 frá höfuð- stöðvum Coca-Cola að Stuðlahálsi í Reykjavík og þaðan farið víða um höf- uðborgarsvæðið. Ráðgerð stopp eru við Spöngina í Grafarvogshverfi kl. 16:30, við Hörpu kl. 17:30 og við Smáralind í Kópavogi kl. 19. Við Hörpu verður svo ljósum prýddur jólatrukkur frá kl. 17 til 18 og og þar er hressing boði. Fastur liður í jólaundirbúningi margra fjölskyldna er að fylgjast með Jólalestinni. Á meðan sumir safnast saman á fjölförnum stöðum þar sem lestin á leið um, kjósa aðrir að fylgj- ast með henni af svölum eða út um glugga heima hjá sér. Talið er að 10-15.000 manns fylgist með ferð lestarinnar á ári hverju og margir koma á viðkomustaði hennar. Hægt verður að fylgjast með ferða- laginu á rauntíma á www.jolalestin.is Jólalest Coca-Cola verður á ferðinni í 23. sinn Ljósum prýddir jólatrukkar Kókbílar Lestin brunar hratt. Tónajól, hátíðartónleikar nemenda í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða haldnir í Íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði í dag, laugardag. Tónleikarnir eru tvennir, kl. 14 og kl. 16 og fram koma alls 150 nemendur. Gestasöngvarar verða söngkonurnar Guðrún Árný og Margrét Eir sem báð- ar eru búsettar í Hafnarfirði og þekktar úr íslensku tónlistarlífi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við hér við skólann efnum til stórra sameig- inlegra tónleika nemenda í aðdrag- anda jólanna. Þetta lífgar upp á bæj- arbraginn og vonandi verður þetta árvisst héðan í frá,“ segir Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, deildarstjóri í forskóla- og tónfræðideild skólans, sem hefur umsjón með tónleikunum. Leikin verða jólalög, mörg í nýjum útsetningum kennara skólans. Fram koma sinfónínuhljómsveit, lúðra- sveit, hrynsveit, gítarsveit, trommu- sveit, flautusveit, nemendur úr eldri deild forskólans, kór söngdeildar skólans og nemendur í píanóleik. Tónajól haldin í Hafnarfirði í dag 150 nemendur koma fram Tónlist Leikið af bæði lífi og sál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.