Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 fyrir alla fagurkera... Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is HEIMILI & HUGMYNDIR Ívar Pálsson viðskiptafræðingurskrifar á blog.is: „Áherslur borg- arstjórnarmeirihlutans í umferðar- málum Reykjavíkur skila sér í þrem- ur dögum á ári í umferðartöfum. Milljarði króna á ári heldur áfram að vera sóað í að reyna að fá strætó-elítu- hópinn sem fer 4% ferðanna, til þess að stækka, en það ger- ist ekki. Fyrst ár- angur af því er eng- inn, þá er bætt um betur og tugir millj- arða króna settir í Borgarlínu, sem mun auka tafirnar enn frekar.    Bílafloti Reykvík-inga stækkaði ört og fólk mun ekki skilja nýja bílinn eftir heima næstu árin, hvort sem hann er drif- inn áfram af rafmagni eða af öðru. Framlag til vegabóta og aukins um- ferðarflæðis er skammarlegt á sama tíma, auk þess sem áhersla Dags borgarstjóra er enn á það að hægja á umferð (með frábærum árangri), ekki að hámarka flæði, sem t.d. tölvukerfin geta gert.    Djöfullinn finnst alltaf í smáatrið-unum og nú er að koma í ljós hvernig Borgarlínan er: stærðar svæði tekið undir strætó, hjól og gangstíga, en ein akrein fyrir bíla, sem fara 70-80% ferðanna.“    Við þetta bætist að þeir sem verðasvo óheppnir að búa nálægt Borgarlínunni svokölluðu fá að greiða hærri skatta; sérstaka inn- viðaskatta.    Breytir engu í því sambandi hvortþeir nota áfram eigin bíla, sem er líklegast, eða taka allt í einu upp á því að ferðast um með strætó á sterum. Ívar Pálsson Búsetuskattur Borgarlínunnar STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Moskvu, tilkynnti um stofn- un sameiginlegs viðskiptavettvangs á milli íslenskra og rússneskra fyr- irtækja í móttöku sem haldin var í vikunni í tilefni 100 ára afmælis full- veldis Íslands. Einnig var minnst 75 ára stjórn- málatengsla á milli Íslands og Rúss- lands en í miðri heimstyrjöldinni síð- ari, haustið 1943, var tekið upp stjórnmálasamband á milli Íslands og Sovétríkjanna. Berglind sagði í ávarpi sínu að við- urkenning Sovétríkjanna hefði verið mikils virði fyrir unga þjóð. „Alla tíð síðan hafa samskipti landanna skipað veglegan sess í ut- anríkisstefnu Íslands. Tvíhliða sam- skipti ríkjanna á dögum kalda- stríðsins voru yfirleitt góð og um margt nánari en gerðist í samskipt- um austurs og vesturs,“ sagði Berg- lind. Tuttugu íslensk fyrirtæki hafa þegar tilkynnt þátttöku í viðskipta- vettvangnum. Um er að ræða fyr- irtæki tengd sjávarútvegi, ferða- mennsku, landbúnaði, samgöngum og fleiru. Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir hafa valdið verulega minni viðskiptum landanna frá árinu 2015 þegar Rússar brugðust við þátttöku Íslendinga í refsiaðgerðum vegna deilna um Úkraínu. Þess er vænst að umræður og viðskiptavett- vangur sem þessi geti orðið til þess að efla viðskipti landanna á ný. Rússland Fulltrúar íslenskra fyrirtækja á Rússlandsmarkaði og starfsfólk sendiráðs Íslands, fyrir miðju er Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra. Samræður um við- skipti við Rússland  Sameiginlegur viðskiptavettvangur Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, efnir til opinnar tveggja þrepa sam- keppni um nýjan leikskóla á Sel- tjarnarnesi. Áætluð stærð leikskól- ans er um 2.400 fermetrar. Nýr leikskóli skal byggður á nú- verandi svæði leikskólans, ásamt svæði sem gengið hefur undir nafn- inu Ráðhúsreitur. Á þessum reit er nú bráðabirgðahúsnæði sem reist var í haust vegna mikillar fjölgunar í leikskólum bæjarins. Tillögum í fyrra þrepi skal skila til trúnaðar- manns samkeppninnar þriðjudaginn 19. febrúar 2019. Dómnefnd velur allt að fimm tillögur til þátttöku í seinna þrepi samkeppninnar. Er miðað við að seinna þrep hefjist 4. mars 2019 og tillögum sé skilað 15. apríl 2019. Í dómnefnd eru fimm manns og er Gestur Ólafsson arki- tekt formaður. Við ákvörðun þessa reits undir nýjan leikskóla var haft að leiðarljósi gott aðgengi að þessum þjónustu- kjarna og gildandi aðalskipulag Sel- tjarnarnesbæjar, sem gerir ráð fyrir að á reitnum verði samfélagsþjón- usta. „Seltjarnarnesbær leggur áherslu á metnaðarfullar hugmyndir um byggingu leikskóla á þessum stað sem myndar sterka byggingar- lega heild með núverandi umhverfi og byggingum á svæðinu,“ segir á heimasíðu bæjarins. sisi@mbl.is Nýr leikskóli rís á Seltjarnarnesi  Samkeppni meðal arkitekta  Leikskólinn verður 2.400 fermetrar að stærð Morgunblaðið/sisi Lóðin Bráðabirgðahús reist í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.