Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Óttast er að handtaka Meng Wanzhou, fjármálastjóra kín- verska tæknirisans Huawei, magni spennuna í samskiptum Bandaríkj- anna og Kína og torveldi tilraunir landanna til að binda enda á tolla- stríð þeirra. Hermt er að handtakan tengist rannsókn á meintum brotum Hua- wei á refsiaðgerðum Bandaríkj- anna gegn klerkastjórninni í Íran. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa einnig haft áhyggjur af því að Kín- verjar geti notað fjarskiptatæki frá Huawei til að njósna eða trufla fjarskipti á Vesturlöndum, að sögn bandarískra fjölmiðla. Gat ekki gerst á verri tíma Meng er dóttir forstjóra Huawei og var handtekin í Vancouver í Kanada á laugardaginn var að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum sem hafa óskað eftir því að hún verði framseld þangað. Sama dag ræddi Donald Trump Bandaríkja- forseti við Xi Jinping, forseta Kína, á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Argentínu og þeir sammæltust þá um að fresta því að leggja á nýja tolla meðan reynt verður að leysa viðskiptadeilur ríkjanna tveggja næstu þrjá mánuði. „Þetta hefði ekki getað gerst á verri tíma og varpar líklega skugga á komandi samninga- viðræður,“ hefur fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Vinesh Motwani, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins Silk Road Research í Singapúr. Hann segir handtökuna kynda undir efasemdum á fjár- málamörkuðum um að hægt verði að leysa viðskiptadeilur Bandaríkj- anna og Kína á næstu mánuðum. Fréttaskýrendur óttast að hand- takan auki enn á spennuna í sam- skiptum ríkjanna, einkum ef Trump reynir að nota handtökuna til að knýja fram tilslakanir af hálfu kínverskra stjórnvalda í við- skiptadeilunum, að sögn The Wall Street Journal. „Ég hef miklar áhyggjur af því að þetta magni við- skiptastríðið og torveldi mjög samningaviðræðurnar,“ hefur blaðið eftir Gary Locke, fyrrver- andi sendiherra Bandaríkjanna í Kína. „Ég tel að þetta sé mál sem veki hörð viðbrögð, eiginlega eins og sprengja í viðræðurnar næstu þrjá mánuði.“ Líklegt er að kínversk stjórn- völd líti á handtökuna sem árás eða „gíslatöku“, að sögn rithöfund- arins Elliotts Zaagmans sem hefur fylgst grannt með vexti Huawei síðustu tvo áratugi. „Kínverjar hafa getið sér orð fyrir að gera samninga og standa síðan ekki við þá, fylgja þeim ekki eftir,“ hefur fréttavefur BBC eftir Zaagman. „Komið hefur fram sú kenning að þetta sé leið fyrir Bandaríkin til að láta Kínverja standa við orð sín í viðskiptastríðinu.“ Tæknin notuð til njósna? The Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingum í öryggis- málum að handtakan ýti undir bar- áttu bandarískra yfirvalda fyrir því að farsíma- og netþjónustu- fyrirtæki á Vesturlöndum kaupi ekki tæki frá Huawei sem Kínverj- ar gætu hugsanleg notað til að njósna. Huawei er stærsti framleiðandi fjarskiptatækja í heiminum, m.a. farsímamastra. Fyrirtækið er einnig næststærsti framleiðandi snjallsíma í heiminum, á eftir Sam- sung, og skaust nýlega fram úr Apple á þeim markaði. Huawei hefur verið í mikilli sókn í þróun tækni fyrir næstu kynslóð farneta, G5, sem gert er ráð fyrir að tengi fleiri tæki við netið en nú- verandi farnet, svo sem tæki í verksmiðjum, sjálfakandi bíla, heimilistæki og ýmsan búnað sem fólk hefur á sér, svo sem heilsu- mælitæki. Bandarísk yfirvöld ótt- ast að framfarir tæknirisans á þessu sviði verði svo miklar að fyrirtæki í Bandaríkjunum og sam- starfslöndum þeirra neyðist til að nota G5-tæki frá Huawei. Helstu keppinautar fyrirtækisins á þessu sviði eru Ericsson í Svíþjóð og Nokia í Finnlandi en ekkert bandarískt fyrirtæki er framarlega í framleiðslu á slíkum fjarskipta- tækjum. Bandaríkjamenn óttast að fjar- skiptatækin geti gert Kínverjum kleift að njósna eða trufla fjar- skipti á Vesturlöndum ef til átaka kemur þegar fram líða stundir. Stjórnendur Huawei neita þessu, segja að fyrirtækið sé í eigu starfsmanna þess, lúti ekki stjórn ráðamanna í Kína og hafi aldrei notað tækni sína til að njósna eða ógna öðrum löndum. Forstjóri Huawei var verkfræð- ingur í kínverska hernum áður en hann stofnaði Huawei árið 1987 og þau tengsl hans við herinn hafa kynt undir grunsemdum um að kínversk stjórnvöld kunni að reyna að nýta sér tækni fyrirtækisins. „Eins og sprengja í viðræðurnar“  Handtaka fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei sögð geta torveldað samkomulag um að binda enda á tollastríð Bandaríkjanna og Kína  Óttast að hægt sé að nota tækni Huawei til njósna Notkun fjarskiptatækja frá Huawei hefur verið bönnuð eða takmörkuð í nokkrum löndum í ár Vöxtur fyrirtækisins Hlutdeild Huawei á snjallsíma- markaðnum í heiminum Bandaríkin Áform um samstarf við AT&T fara út um þúfur Ástralía bannar Huawei að koma upp 5G-farneti af ótta við að það geti stefnt þjóðaröryggi í hættu. Óttast er að Kínverjar geti notað tæki frá Huawei til njósna Bandaríkin hvetja sam- starfslönd til að forðast að nota fjarskiptatæki Huawei Nýja-Sjáland Leyniþjónusta landsins hindrar notkun 5G-tækni Huawei Bretland BT fjarlægir tæki frá Huawei úr 4G- fjarneti sínu Jan. 2018201720162015 5% 10% 15% Ágúst Nóv. Des. Þjarmað að kínverska tæknirisanum Huawei Heimild: IDC/Trendforce Japan bannar ríkis- stofnunum að nota fjarskiptatæki frá Huawei Markaðshlutdeild í júlí-sept. í ár Samsung 20,3 Huawei 14,6% Apple 13,2 Xiaomi 9,7 Oppo 8,4Önnur 33,8 Kanada Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Vancouver á laugardaginn var 2018 „Prinsessa“ Huawei » Meng Wanzhou hefur verið nefnd „prinsessa“ Huawei en hún virðist nú vera orðin að peði í deilum Bandaríkjanna og Kína eftir handtöku hennar. » Meng er fjármálastjóri og varaformaður stjórnar tækni- risans og dóttir stofnanda fyrirtækisins, Ren Zhengfei. Gert hefur verið ráð fyrir því að hún taki við af honum sem for- stjóri ræknirisans. » Um 80.000 af 180.000 starfsmönnum Huawei eru skráðir eigendur fyrirtækisins. Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóri Kristilegra demókrata, var kjörin leiðtogi flokksins í stað Angelu Merkel kanslara á landsfundi í Hamborg í gær. Merkel hafði sagt af sér sem flokksleiðtogi en hyggst gegna kanslaraembættinu út kjörtímabilið sem lýkur árið 2021. Þótt Kramp- Karrenbauer sé hærri vexti en kanslarinn hefur hún verið kölluð „litla Merkel“ vegna þess að póli- tísk viðhorf þeirra hafa verið áþekk. Hún er 56 ára og fyrrver- andi forsætisráðherra Saarlands, minnsta sambandslandsins. Hún telst til miðjumanna í flokknum. Kramp-Karrenbauer fékk 51,7% af 999 atkvæðum á landsfundinum. Hún sigraði kaupsýslumanninn Friedrich Merz, sem gert hafði ver- ið ráð fyrir því að myndi færa flokkinn til hægri. ÞÝSKALAND AFP Nýr leiðtogi Annegret Kramp- Karrenbauer og Angela Merkel. „Litla Merkel“ kjörin leiðtogi Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR 100% Merino ull Þægileg ullarnærföt á góðu verði Stærðir: S – XXL Þinn dagur, þín áskor OLYMPIA Gefðu hlýjan pakka um jólin Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Heimkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Höfn • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.