Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 9.12. kl. 15. Fjölskylduskemmtun: Grýla og Leppalúði og Reykjavíkurdóttirin Steiney Skúladóttir Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur í Bogasal Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal Heiða Helgadóttir – NÆRandi á Vegg Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 Lífsblómið – leiðsögn sýningarstjóra, 9. desember kl. 14. VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is ÆÆÆ Æðisgengileg ævintýrajól. ÓÓÓ Ómótstæðileg lamadýrajól. Svona eru tvær síðustu ljóðlínurnar í jólalaginu sem Hjörleifur Hjartar- son, kórfélagi í Söngfjelaginu, samdi sérstaklega fyrir áttundu jólatón- leika kórsins síns. Að sögn Hilmars Arnar Agnarssonar kórstjóra er lag og texti í anda þeirrar suðuramer- ísku stemningar sem verður á tvennum tónleikunum kórsins um helgina. Annars vegar kl. 16 laugar- daginn 8. desember í Skálholts- kirkju og hins vegar kl. 20 sunnu- dagskvöldið 9. desember í Lang- holtskirkju. Yfirskriftin er Lama- dýrajól og þema tónleikanna kemur frá Suður-Ameríku. „Við höfum alltaf verið með þemu á jólatónleikum okkar. Í ár höldum við suðuramerísk jól með hljóm- sveitinni INTI Fusion og brasilísku söngkonunni Bruna Santana. Hljómsveitin er skipuð sjö manns, sem flestir eru frá Suður-Ameríku, en allir búsettir í Osló – sem er mjög hentugt fyrir Söngfjelagið með tilliti til flugfarseðla. Gamall kórfélagi, Hjörleifur Valsson fiðluleikari, er í hljómsveitinni og kynnti hana fyrir okkur á sínum tíma. Sjálfur kemst hann ekki með í þetta skiptið,“ segir Hilmar Örn og upplýsir að hljóm- sveitin sæki innblástur til Andes- fjalla en einnig í evrópskan og afr- ískan menningararf. Á efnisskrá Lamadýrajóla eru tvö verk eftir argentínska tónskáldið Ariel Ramirez, hin þekkta Kreóla- messa „Misa Criolla“ og helgisagan um fæðingu Krists, „Navidad Nu- estra“. Einnig verða flutt nokkur vel valin suðuramerísk jólalög. Og sam- kvæmt hefð Söngfjelagsins verður nýtt jólalag frumflutt, „Lama- dýrajól“ eftir Hjörleif Hjartarson, sem margir þekkja úr tvíeykinu Hundur í óskilum. Þemajólalög fyrri ára hafa m.a. verið eftir tónlistar- mennina Þóru Marteinsdóttur og Georg Kára Hilmarsson. „Jólatónleikarnir okkar eru með svolítið öðru sniði en undanfarin ár. Síðustu þrjú árin höfum við verið með keltnesk jól, fengið til okkar keltneska söngvara og hljóðfæra- leikara og lært þjóðdansinn þeirra, svokallaðan „riverdance“ eða fljóta- dans,“ segir Hilmar Örn. Að þessu sögðu er ljóst að Söngfjelaginu er ýmislegt til lista lagt. Eitt er að syngja og annað að dansa og hvort tveggja ekki á hvers manns færi. Dansað og sungið „Við förum mjög djúpt og viljum undirbúa okkur vel. Undanfarið höf- um við verið að læra að syngja á spænsku og æfa okkur í að dansa salsa,“ segir Hilmar Örn, sem sjálf- ur mun taka nokkur létt salsaspor samhliða því að stjórna kórnum. „Ég hef þurft að læra alveg nýjan ryþma, þetta er ekki hefðbundin að- ferð við að stjórna kór,“ viðurkennir hann. Spurður hvort fleiri hefðir hafi skapast kringum jólatónleika Söngfjelagsins í áranna rás nefnir hann að kórfélagar kappkosti að vera í líflegum klæðnaði, annað væri enda ekki við hæfi á svona fjörugum tónleikum. Suðuramerísk jólastemning  Söngfjelagið heldur tvenna jólatónleika um helgina, annars vegar í Skálholtskirkju og hins vegar í Langholtskirkju  Þema frá Suður-Ameríku  Frumflutt verður íslenskt jólalag, Lamadýrajól Morgunblaðið/Árni Sæberg Á æfingu Eins og aðrir í Söngfjelaginu mun Hilmar Örn kórstjóri taka nokkur salsaspor á tónleikunum. Útvarp Mýri kallar Sigtryggur Bjarni Baldvinsson myndlistar- maður sýninguna á nýjum mynd- verkum sem hann opnar í Hverfis- galleríi neðst við Hverfisgötu í dag, laugardag, klukkan 16. Hann segir um að ræða eins konar framhald af fyrri sýningum sínum í galleríinu, sýningin sé tvískipt, en í landslags- verkunum sem tengjast heiti sýning- arinnar megi sjá vaxandi meðvitund um þá vá sem vofir yfir jörðinni vegna hlýnunar andrúmsloftsins. „Ég sé betur og betur að þessi náttúruverk mín tengjast þessari vá,“ segir hann þar sem við skoðum umrædd verk; nærmyndir af gróðri sem stingst upp úr blautri mýri. „Þessi verk búa yfir vissri fegurð en það er líka ákveðinn tregi í þeim vegna þeirrar tilfinningar sem við höfum fyrir því að við höfum ekki farið nógu vel með náttúruna. Þessi verk verða sífellt natúralísk- ari hjá mér, ég er farinn að skoða hvert strá og hvert lauf og nota við það þann dásamlega fjörutíu þúsund ára gamla miðil sem málverkið er. Á vissan hátt finnst mér ég vera að gera mitt í því að hlusta á náttúruna – sem er nokkuð sem mönnunum hefur mistekist síðan um iðnbylt- ingu; þetta er mín tilraun til að setj- ast í auðmýkt niður í mýrina, nema það sem ég sé og varpa því áfram. Það er mitt útvarp úr mýrinni.“ Sigtryggur segist hafa unnið í marga mánuði að stóru málverkinu sem er fyrir framan okkur og bygg- ist á ljósmynd. „Því það tók mig marga mánuði að sjá almennilega það sem er á myndinni, ég þurfti að gera hverjum einasta fersentimetra skil. Og það er ennþá meira áber- andi í þessum þremur verkum hér á móti,“ segir hann og bendir, „hvern- ig hringrásin er í mýrinni. Gróður- inn berst fyrir því að þrauka, að halda sér upp úr vatninu, og það má sjá sem táknmynd fyrir það sem er að gerast í raun. Ég er bara að mála en þetta er mín túlkun á því sem er að gerast í náttúrunni,“ segir hann og bætir við að þessi verk séu í raun bjartsýnis- legri en verk sem hann hefur sýnt á síðustu árum og fást líka við breyt- ingu á náttúrunni. „Sjáðu, hér spretta enn fram spriklandi ferskir grænir sprotar, þótt önnur lauf séu sölnuð og að sökkva. Það er töluverð vonarglæta hér líka.“ Á endavegg fremri salar Hverfis- gallerís er röð fjórtán abstraktverka á pappír og er hvert málað með bláum lit úr einni litartúpu sem var í eigu Karls Kvaran listmálara sem Sigtryggi áskotnaðist. Í innri saln- um eru fimmtíu slík verk en minni, úr öllum túpunum. „Ég særi þessa liti úr túpum Karls sem hafa að minnsta kosti legið óhreyfðar í 30 ár og aðrar sannan- lega í 60 ár. Margir litanna eru ekki framleiddir lengur. Með þessum verkum sýni ég Karli og gengnum kynslóðum virðingu en þau snúast líka um það nýta verðmæti, eins og þessir litir eru. Mig langaði að hleypa andanum úr þessum túpum og gera ný verk úr þeim.“ efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Þetta er mín tilraun til að setjast í auðmýkt niður í mýrina, nema það sem ég sé og varpa því áfram,“ segir Sigtryggur Bjarni um málverkin af gróðri í votlendi. Til vinstri er röð abstraktverka í bláum tónum. Varpað beint úr mýrinni  Sigtryggur Bjarni Baldvinsson opnar sýningu í Hverfis- galleríi  Fegurð og tregi mætast í málverkunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.