Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
✝ Lára JónaÓlafsdóttir
fæddist í Ólafsvík
20. september
1931. Hún lést 27.
nóvember 2018 á
Landspítalanum í
Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru þau Ólafur
Björn Bjarnason, f.
5. ágúst 1906 í
Kötluholti, Fróðár-
hreppi á Snæfellsnesi, d. 5. mars
1973, og Laufey Þorgríms-
dóttir, f. 17. desember 1911 í
Ólafsvík, d. 16. nóvember 1992.
Lára átti fjögur systkini og
var hún elst þeirra. Systkini
hennar sem eru látin voru Ing-
unn, f. 2. apríl 1933, d. 16. febr-
úar 1986, Hulda Erla, f. 9. des-
ember 1941, d. 18. mars 1997,
og Hilmar, f. 30. mars 1950, d.
24. júlí 2013.
Eftirlifandi eru Sigrún, f. 24.
september 1936, og Sólveig Jó-
hannesdóttir, uppeldissystir, f.
31. janúar 1943.
Orri Freyr. 5) Laufey, f. 28.
febrúar 1960, maki Reynir V.
Georgsson, f. 21. janúar 1954.
Börn þeirra eru Regína Val-
björg og Birkir Viðar, Reynir
átti fyrir soninn Ívar Örn. 6)
Jónas, f. 16. júlí 1965, maki
Kristín Kristófersdóttir, f. 17.
september 1968. Börn þeirra
eru Hildigunnur, Þorbjörg og
Þórkatla, sem er látin. Lang-
ömmubörnin eru 35 talsins auk
þess sem tvö eru látin.
Lára var fædd og uppalin í
Ólafsvík og bjó þar nær alla
sína ævi fyrir utan þann tíma
sem þau hjónin fluttu með fjöl-
skylduna til Reykjavíkur vet-
urinn 1956 til 1957 en þar
stundaði Jónas eiginmaður
hennar nám í Stýrimannaskól-
anum.
Lára vann við ýmis störf
tengd fiskvinnslu og útgerð.
Eftir að börnunum fjölgaði var
hún að mestu heimavinnandi
húsmóðir.
Lára og Jónas bjuggu alla
sína sambúð í Ólafsvík. Eftir að
Jónas dó 2015 fluttist Lára á
Dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík
þar sem hún bjó til æviloka.
Útför Láru verður gerð frá
Ólafsvíkurkirkju í dag, 8. des-
ember 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Eiginmaður
Láru var Jónas Ell-
ert Guðmundsson
útgerðarmaður og
skipstjóri, f. 3. maí
1930, d. 22. maí
2015. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Katarínus
Gíslason og Ágústa
Jónasdóttir.
Börn Jónasar og
Láru eru: 1) Björn
Erlingur, f. 6. janúar 1950, maki
Kristín G. Vigfúsdóttir, f. 27.
febrúar 1949. Börn þeirra eru
Vigfús Kristinn, Lára Jóna og
Gyða Hlín. 2) Hreinn, f. 28. maí
1951, maki Ingunn J. Gunnars-
dóttir, f. 28. nóvember 1952.
Börn þeirra eru Gunnar, Vignir
og Ellert. 3) Ágústa, f. 4. októ-
ber 1953, maki Stefán Hjalta-
son, f. 11. apríl 1953. Börn
þeirra eru Halldóra, Sigurður
og Jónas. 4) Magnús, f. 3. sept-
ember 1955, maki Sædís Einars-
dóttir, f. 12. október 1956. Börn
þeirra eru Heiðar, Elva Ösp og
Elsku amma okkar Lára J.
Ólafsdóttir hefur nú kvatt þetta
líf fyrr en við áttum von á.
Amma var einstök perla sem
okkur þótti endalaust vænt um.
Hún fór ekki mikið út en þegar
hún mætti í veislur og önnur
mannamót var hún hrókur alls
fagnaðar og var með þeim síð-
ustu til þess að fara heim.
Hún var alltaf svo glæsileg og
vel tilhöfð enda elskaði hún að
punta sig. Hárið varð að vera vel
greitt, varalitur á vörunum,
naglalakk á nöglunum, skart um
háls og á hendi. Aldrei voru
spegillinn og greiðan langt und-
an hvert sem hún fór. Ilmvatni
eða vellyktandi eins og hún kall-
aði það úðaði hún á sig hátt og
lágt og dugði eitt ilmvatnsglas
ekki út mánuðinn.
Hún var mikill fagurkeri og
vildi hafa fallegt í kringum sig og
áttu þau afi falleg heimili. Afi
kom með marga fallega hluti úr
siglingunum erlendis og færði
ömmu, enda dekraði hann mikið
við drottninguna sína alla tíð.
Hún elskaði góðan mat, kökur
og ís. Ein kaka var þó í miklu
uppáhaldi hjá henni en það var
Lúlla rjómaterta og hélt hún
ekki boð eða afmæli án þess að
bjóða upp á eina slíka ásamt
heitu súkkulaði. Við barnabörnin
höfðum stundum gaman af því að
biðja hana að gefa okkur kakó í
bollann en þá sagði hún strax að
þetta væri nú ekki kakó, heldur
alvöru heitt súkkulaði.
Amma var nú ekkert hrifin af
því í byrjun að fara á dvalar-
heimili en þegar hún var svo
loksins komin á staðinn naut hún
þess og var svo glöð og ánægð
með litlu íbúðina sína á Jaðri.
Þar eignaðist hún góðar vinkon-
ur og vini sem eiga eftir að sakna
hennar mikið enda lífgaði hún
upp á heimilislífið og var dugleg
að sitja og spjalla við heimilis-
fólkið.
Kveðjum við þig með söknuði
og djúpri virðingu elsku amma. Í
hjarta okkar vitum við að afi
Jónas tekur vel á móti þér er þið
sameinist á ný.
Minning þín lifir með okkur
og börnum okkar um ókomin ár.
Hvíl í friði elsku amma okkar.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Þín barnabörn,
Elva Ösp, Heiðar og
Orri Freyr.
Í dag þegar ég kveð ástkæra
ömmu mína og nöfnu streyma
fram í hugann margar ljúfar
minningar sem henni tengjast.
Amma var glæsileg kona og
hafði gaman af því að hafa sig til
og ekki var spegillinn og greiðan
langt undan. Ég varla minnist
þess að hafa séð hana án þess að
vera með varalit og vel tilhafða.
Ég á margar góðar minningar úr
fataherberginu hennar sem var
eins og framandi heimur fyrir
mér, ungri stelpu í Ólafsvík. Allir
fínu kjólarnir og leðurstígvélin
sem hún átti, enda voru amma og
afi dugleg að ferðast til útlanda
og í þeim ferðum keypti hún sér
glæsileg föt.
Amma var mikil húsmóðir og
bakaði heimsins bestu kökur og
bar rausnarlega á borð. Ekki
skemmdi fyrir að fá danskt app-
elsín og annan framandi varning
sem afi kom með heim úr sigl-
ingum. Einnig minnist ég þess
að alltaf var farið á aðfangadags-
kvöld til ömmu og afa. Þar var
boðið upp á heitt súkkulaði,
rjómatertu frá Lúlla að ógleymd-
um loftkökunum sem enginn
gerði betur en hún.
Amma var gamansöm og sá
mjög oft spaugilegu hliðarnar á
lífinu. Hún var hreinskilin og
sagði nákvæmlega það sem
henni fannst og hafði skoðun á
mönnun og málefnum. Við nöfn-
urnar gátum oft setið saman og
spjallað um heima og geima og
ekki leiddist henni þegar ég kom
með amaretto sem við dreyptum
á. Oftar en ekki minntist hún á
það hvað hún sæi eftir því að
hafa ekki lært veðurfræði og
endurnýjað ökuskírteinið. Amma
minnti mig oft á það þegar ég
var lítil og skammaðist út í nafn-
ið mitt en þá spurði hún mig
hvað ég vildi heita og ég svaraði:
„Katla María eða Rut Reg-
inalds“. Alltaf skammaðist ég
mín jafnmikið þar sem ég hef
ávallt verið stolt af því að bera
nafn ömmu.
Nú kveð ég ömmu hinstu
kveðju og ég veit að afi mun taka
vel á móti henni með þakklæti
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur.
Lára Jóna Björnsdóttir
og fjölskylda.
Elsku amma Lára.
Það er skrýtið að kveðja þig
þar sem þú fórst svo óvænt frá
okkur en svona er lífið óútreikn-
anlegt. Ég veit að afi Jónas hefur
tekið vel á móti þér, sé fyrir mér
fallegu fagnaðarfundina.
Þegar ég hugsa til þín, þá
brosi ég því ég sé þig alltaf fyrir
mér brosandi, alltaf svo stutt í
skemmtilega hláturinn þinn. Þú
varst mikill húmoristi og við
Hermann höfðum gaman af því
að spjalla við þig um heima og
geima, þú lumaðir alltaf á
skemmtilegum sögum. Hermann
átti það til að grínast mikið í þér,
því þú tókst því svo vel og vissir
aldrei hverju þú gætir átt von á
næst frá honum.
Þú varst alltaf svo fín og flott.
Neglurnar lakkaðar, hárið vel
greitt, varaliturinn á sínum stað
og alltaf í þínu fínasta pússi. Svo
var þetta alltaf toppað með góðu
vellyktandi eins og þú kallaðir
ilmvötnin alltaf, enda þurfti
reglulega að uppfæra lagerinn.
Þú varst algjör drottning, amma.
Ég sem var búin að kaupa handa
þér svo fallega „Ömmu Láru
blússu“ í jólagjöf, veit að þú
hefðir verið ánægð með hana,
hún glitrar svo vel og er agalega
lekker.
Þegar ég var yngri fannst mér
svo gaman að vera hjá ykkur afa
í pössun. Húsið ykkar í Stekkjar-
holti var mikill ævintýraheimur
fyrir mér, ég leit á það sem kast-
ala enda stórt og fallegt. Það var
gaman að fara í feluleiki þar,
skoða allar bækurnar hans afa
því þær voru sko margar og fjöl-
breyttar og kíkja í sána á köldum
vetrarkvöldum. Skemmtilegast
þótti mér þó að sitja við plötu-
spilarann og skoða og spila plöt-
urnar ykkar. Spilaði Simmsala-
bimm út í eitt, enda var hún
uppáhalds. Svo var ekki leiðin-
legt að borða allar kræsingarnar
sem þú bauðst upp á í kvöld-
kaffinu og þegar þú fléttaðir á
mér hárið áður en ég fór að sofa.
Margar góðar minningar sem
ylja manni svo sannarlega um
hjartaræturnar. Takk, amma
mín, fyrir allar góðu stundirnar.
Þín
Regína.
Lára Jóna
Ólafsdóttir
✝ Ragna GuðrúnAtladóttir
fæddist í Reykjavík
29. janúar 1953.
Hún lést á heimili
sínu 15. nóvember
2018.
Foreldrar Rögnu
Guðrúnar eru
Ragnhildur Berg-
þórsdóttir, fædd á
Mosfelli 27. mars
1928, dóttir hjón-
anna Rögnu Sigríðar Ingibjargar
Björnsdóttur, f. 22. júlí 1899, d.
21. júní 1976, og Bergþórs Njáls
Magnússonar, f. 29. ágúst 1900,
d. 5. september 1990, og Atli
Hólm Elíasson, f. 11. apríl 1926,
d. 16. nóvember 2009, sonur
hjónanna Elíasar Hólms Finns-
sonar, f. 26. nóvember 1894, d.
13. ágúst 1960, og Guðrúnar Sig-
urlaugar Sigurðardóttur Hólm, f.
21. september 1902, d. 4. nóv-
ember 1984.
Jónína Kristmanns giftist Valdi-
mar Þór Svavarssyni 20. júlí 1996
og eignuðust þau tvö börn; Svav-
ar Inga, f. 3. september 1997, og
Lenu Margréti, f. 3. maí 2000.
Jónína og Valdimar slitu sam-
vistum.
Jónína giftist Ara Gunnarssyni
11. ágúst 2012 og eignuðust þau
eina stúlku, Rögnu Mist, f. 8. des-
ember 2008. Þau slitu samvistum.
Ari Gunnarsson átti fyrir
Gunnar Val, f. 5. september 1989,
í sambúð með Guðrúnu Sif, f. 2.
september 1988, og eiga þau son-
inn Mikael Ara, f. 8. júní 2010,
Söndru Ósk, f. 22. maí 1996, í
sambúð með Ara Má, f. 11. nóv-
ember 1996, Arnór Mikael, f. 22.
janúar 2003.
Ragna Guðrún lauk gagn-
fræðaprófi frá Vogaskóla og hóf
þá strax störf við Landsbanka Ís-
lands og starfaði hún þar í 23 ár
eða til ársins 1993. Ragna Guð-
rún fékk heilablóðfall tæplega
þrítug, sem hafði áhrif á starfs-
getu hennar vegna skertrar sjón-
ar. Ragna Guðrún átti við mikinn
heilsubrest að stríða síðasta ára-
tug.
Útför Rögnu hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ragna Guðrún er
næst yngst fimm
systkina. Elst er
Bjarghildur Atla-
dóttir, f. 28. sept-
ember 1946, Berg-
þór Atlason, f. 30.
júní 1948, Margrét
Atladóttir, f. 27. nóv-
ember 1949, Valdís
Atladóttir, f. 18.
febrúar 1959.
Ragna Guðrún
trúlofaðist Inga Kristmanns gull-
smið þann 31. desember 1970 og
eignuðust þau eina dóttur. Þau
slitu þó samvistum. Dóttir þeirra,
Jónína Kristmanns, f. 23. sept-
ember 1974, lauk sveinsprófi í
hárgreiðslu 1994, varð raun-
greinastúdent frá Tækniskóla Ís-
lands 2003, lauk byggingar-
tæknifræði frá HR 2007 og fékk
réttindi sem viðurkenndur bókari
2012. Í dag starfar hún sem aðal-
bókari hjá Lely Center Island.
Elsku mamma.
Þú hefur loksins fengið hvíld-
ina sem þú hefur þráð svo lengi
þrátt fyrir að vera svona ung.
Síðustu ár hafa ekki verið þér
auðveld. Það sem þú hefur mátt
þurfa að ganga í gegnum er
með ólíkindum. En upp á fæt-
urna fórstu alltaf aftur. Þú
sýndir það strax þegar þú
komst í þennan heim, sjö merk-
ur og 43 cm, að þú værir jaxl þó
þú værir svona agnarsmá. Á
sama tíma og ég samgleðst þér
fyrir hvíldina þá finn ég til mik-
ils saknaðar eftir henni múttu
minni með rauða naglalakkið
sitt, ljósu strípurnar og háu
hælana.
Við vorum ekki alltaf sam-
mála en við elskuðum hvor aðra
skilyrðislaust. Þannig vorum
við, elsku mamma.
Ég get ekki sleppt því að
rifja upp ferðirnar okkar upp í
Selvík á Bjöllunni. Við fórum
mörg sumrin saman og nutum
þess að vera í náttúrunni. Í
minningunni var nánast alltaf
sól og blíða og þú í sólbaði. Þol-
inmæðin sem þú hafðir að liggja
í sólbaði, ég skil hana ekki enn.
Þolinmæði þín hefur líklega
hjálpað þér í gegnum öll ósköp-
in sem dundu á síðustu ár. Ég
vil meina að það hafi gleymst að
gefa mér þolinmæði í fæðing-
argjöf, en þú hefur líklega haft
þörf á mínum skammti líka. Ég
skal lifa með því áfram.
Seztu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
– Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
(Davíð Stefánsson)
Elsku mamma, ég mun halda
minningu þinni lifandi um
ókomna framtíð.
Þín dóttir
Jónína (Jónka).
Ragna Guðrún
Atladóttir
Það voru áhuga-
samir sjómenn sem
völdu sameiginlega
kennslustofu þegar
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
var settur haustið 1975. Í þá
daga raðaði skólinn ekki niður í
bekki fyrir fyrsta árs nemend-
ur og því var það tilviljun ein
sem réð hvernig menn röðuðust
saman í bekki.
Okkar bekkur samanstóð
bæði af ungum, lausum og lið-
ugum mönnum sem og harð-
Sæmundur Þór
Guðmundsson
✝ Sæmundur ÞórGuðmundsson
fæddist 30. júní
1946. Hann lést 20.
nóvember 2018.
Útför hans fór
fram 3. desember
2018.
giftum fjölskyldu-
mönnum.
Sæmundur Þór,
eða Sæmi eins og
við kölluðum hann,
var einn þessara
harðgiftu fjöl-
skyldumanna sem
nú voru sestir á
skólabekk í þeim
tilgangi að öðlast
skipstjórnarrétt-
indi. Það var aðdá-
unarvert að sjá fjölskyldumenn
setjast á skólabekk en Sæmi
var þá kominn fast að þrítugu
þegar við hófum námið en þó
langt í frá að vera aldursforseti
bekkjarins. Áttu þau hjónin
eina dóttur sem þá var á þriðja
ári og því stórt skref fyrir fjöl-
skyldumanninn að leggjast í
nám.
Hann var meðal þeirra sem
höfðu hvað lengstan siglinga-
tíma í bekknum og hafði víða
komið við á sínum sjómennsku-
ferli.
Við komum hver úr sinni átt-
inni með mismunandi reynslu
og lífssýn. Næstu þrjú árin átt-
um við, meginþorri hópsins,
eftir að vera saman í bekk og
útskrifast með full réttindi til
að stjórna kaupskipum af ótak-
markaðri stærð.
Síðastliðið vor áttum við því
fjörutíu ára útskriftarafmæli úr
farmannadeildinni. Sæmi sigldi
öll skólaárin hjá skipafélaginu
Hafskip og svo skjótt sem hann
öðlaðist skipstjórnarréttindi
hóf hann að sigla þar sem stýri-
maður.
Sýndi það vel hversu vel
metinn hann var hjá sínu skipa-
félagi. Eftir að námi okkar lauk
varð hann fastráðinn sem stýri-
maður hjá Hafskipum og átti
hann eftir að komast þar til
æðstu metorða sem skipstjóri á
skipum félagsins.
Þegar Hafskip var lagt niður
árið 1986 lá leið hans í land og
átti hann ekki afturkvæmt á
sjóinn.
Vinskapur þessa hóps sem
hófst árið 1975 og þeirra sem
bættust í hópinn þar til við út-
skrifuðumst hefur haldist alla
tíð og voru alltaf fagnaðarfund-
ir þegar leiðir okkar lágu sam-
an. Þrátt fyrir að Sæmi hafi
ekki um árabil sett út í kort og
tekið stefnur þá hefur hann
engu að síður hafið þá för sem
við öll eigum fyrir höndum og
hefur nú sett stefnuna út fyrir
gráðubogann sem við höfum að
leiðarljósi í okkar siglingum á
sjónum.
Þar munu leiðir okkar allra
liggja saman á nýjan leik.
Um leið og við kveðjum okk-
ar gamla bekkjarbróður send-
um við fjölskyldu hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hilmar Snorrason.