Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 VERÐ FRÁ 89.900 KR. NÁNAR Á UU.IS SKÍÐAFERÐIR TIL MADONNA, ÍTALÍU SÍÐUSTU SÆTIN Á SKÍÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjárlög óvenjusnemma í ár  Þingforseti segir að nýtt fyrirkomulag virki  Næg verkefni í næstu viku Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er einsdæmi að fjárlög hafi verið samþykkt eftir þriðju umræðu 7. desember, eins og í ár. Það gerðist sama dag á árinu 2012 og á sama tíma eða jafnvel 1-3 dögum fyrr á árunum 2002 til 2007. Ef litið er á tímabilið frá aldamótum sést að fjárlög hafa almennt ekki verið afgreidd fyrr en um miðjan desember og jafnvel ekki fyrr en rétt fyrir jól. Á síðasta ári voru fjárlög samþykkt 30. desember en þá voru sérstakar aðstæður. Þetta má sjá á samantekt sem starfsmenn þingsins gerðu fyrir Steingrím J. Sigfússon, for- seta Alþingis. „Í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma erum við með venjulegan þingvetur og vel und- irbúið þing og engar kosningar að trufla.“ Hann segir að það hjálpi til að fyrsti samkomudagur þingsins hafi verið færður fram, sé nú annar þriðjudagur í september, en fjármálaráðherra á að leggja fram fjárlagafrumvarp þann dag. Segir Steingrímur að það hafi verið gert til þess að fjárlagavinnan hefði rýmri tíma í þinginu og menn lentu ekki í því að afgreiða fjárlög rétt fyr- ir jól. Áður kom þingið yfirleitt saman í byrjun október. Þá segir Steingrímur að ný lög um opinber fjármál hafi í för með sér að búið sé að vinna meiri vinnu fyrirfram en áður og meiri tími fari í umfjöllun um ríkisfjármál. Hann nefnir að ný ríkisstjórn leggi fram fjármálastefnu í upphafi kjörtímabils og að vori sé lögð fram þingsálykt- unartillaga um endurskoðun fimm ára áætlunar. Vinnan við fjárlagafrumvarp snúist frekar um að fylla inn í þá ramma sem settir hafi verið upp áð- ur. „Ánægjulegt er að sjá að þetta virkar eins og til var ætlast,“ segir Steingrímur. Andrúmsloftið mætti vera betra Samkvæmt starfsáætlun verður þingi frestað á föstudaginn í næstu viku. „Enn sem komið er bendir ekkert til annars en það ætti að ganga vel,“ segir Steingrímur. Hann segir að mörg mál séu að koma úr nefndum, meðal annars fjárlaga- tengd frumvörp. Eftir sé þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp. Viðamestu málin sem enn er unnið að í nefndum eru samgönguáætlanir. Spurður um vinnuandann í ljósi Klausturmála, svarar Steingrímur: „Störfin hafa gengið furð- anlega vel, þótt andrúmsloftið mætti vera betra.“ Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Íslands, hefur ákveðið að víkja úr því embætti. Hann segir það enga bið þola að ná á nýjan leik víðtækri samstöðu innan félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jónas sendi fjölmiðlum í gær. Þar segir hann m.a. að fjölskyldu sinni hafi verið fléttað, „með grímu- lausum hætti“, inn í umfjöllun fjöl- miðla. Jónas fullyrðir að áhlaupi, sem ætlað hafi verið að yfirtaka félagið, hafi verið hrundið. Vísar hann þar til formannsframboðs Heiðveigar Mar- íu Einarsdóttur. „Í þeirri varnarbaráttu var í einu og öllu farið að lögum félagsins. Ef- laust eru skiptar skoðanir um ein- hver ákvæði í lög- unum. Til stend- ur að skipa sérstaka nefnd til þess að endur- skoða lögin með heildstæðum hætti og leggja tillögur sínar fyr- ir aðalfund árið 2019,“ segir Jónas og bætir við að fé- lagið hafi verið borið þungum sök- um. „Flestar þeirra ásakana voru beinlínis rangar. Þeim var slegið hverri á fætur annarri upp í þeim fjölmiðlum sem mest lögðu sig fram í umfjöllun um deilur innan félagsins. Minni áhugi hefur verið á að leið- rétta þær rangfærslur jafnóðum og sýnt var fram á upplognar sakir.“ Fullyrðir Jónas að í þessum efn- um hafi persóna hans sjálfs verið sett sérstaklega í sviðsljósið. Þá segir hann að það verði verk- efni nýrrar forystu, „að sameina á nýjan leik þann styrk sem felst í víð- tækri samstöðu innan Sjómanna- félags Íslands og lagt hefur grunn að þeim mikla árangri sem náðst hefur á undanförnum árum. Sú vinna þolir enga bið“. Til þess að flýta fyrir því ferli hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins. Jónas víkur sem formaður Sjómannafélags Íslands  Segir að brýnt sé að ná víðtækri samstöðu innan félagsins Jónas Garðarsson 0Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, hefur óskað eftir launalausu leyfi næstu tvo mánuði. Í síðustu viku fékk Ágúst Ólafur áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna óviðeigandi fram- komu við konu og ákvað í kjölfarið að leita sér faglegrar aðstoðar. Ágúst Ólafur greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði þar að umrætt atvik hefði átt sér stað kvöld nokkurt í byrjun sumars. Hann hefði nálgast konuna óum- beðinn, hún hefði hafnað honum og í kjölfarið hefði hann látið „mjög særandi orð falla um hana“. Nokkru síðar tilkynnti konan framkomu Ágústs Ólafs til trúnaðarnefndarinnar þar sem bæði lýstu atburðarásinni og í kjölfarið var honum veitt áminning. Vildu vísa til siðanefndar Ágúst Ólafur og tveir aðrir þingmenn Sam- fylkingarinnar voru meðal þeirra níu þing- manna sem óskuðu eftir því að forsætisnefnd Alþingis tæki upp mál þingmannanna sem kenndir eru við veitingastaðinn Klaustur, strax eftir að fjölmiðlar fóru að birta upp- tökur þaðan, og vísaði til siðanefndar. Fram- kvæmdastjórn Samfylkingarinnar fordæmdi ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í umræddum samtölum í sérstakri samþykkt í fyrradag og sagði þau ekki sæm- andi þingmönnum. „Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar telur að vegna fram- göngu sinnar og viðbragða séu viðkomandi þingmenn rúnir trausti. Óskandi væri að þeir settu virðingu Alþings og traust á stjórn- málum í landinu ofar eigin hag, og segðu af sér þingmennsku.“ „Það getur vel verið að einhver óski þess,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylk- ingarinnar, þegar hann er spurður að því hvort hann telji ástæðu til að siðanefnd Al- þingis taki málið til skoðunar. Bendir hann á að málið hafi farið í gegnum siðanefnd Sam- fylkingarinnar og Ágúst Ólafur hafi gengið lengra en hún leggur til með því að óska eftir leyfi frá þingstörfum. Spurður að því hvort ástæða sé til að Ágúst segi af sér þing- mennsku vegna málsins segir Logi að hann virði ákvörðun Ágústs. Hann hafi upplýst um áminninguna og óskað eftir að taka sér leyfi frá þingstörfum tímabundið og leita sér að- stoðar. Tíminn verði síðan að leiða í ljós hvað verður. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, for- seta Alþingis, í gærkvöldi til að spyrja hvort mál Ágústs Ólafs væri þess eðlis að rétt væri að forsætisnefnd tæki það til umfjöllunar og eftir atvikum vísaði því til siðanefndar sem hefur verið virkjuð vegna Klausturmálsins. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, er 1. varamaður Samfylkingarinnar í Reykja- vík suður. Fer í leyfi frá þingstörfum Ágúst Ólafur Ágústsson  Ágústi veitt áminning Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Há- skóla Íslands, hlaut í gær heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu. Brynhildur fékk verðlaunin fyrir brautryðjendastarf sitt í rannsóknum í vist- og hagfræði, sjálfbærni, þró- un orkukerfa og á sviði loftslagsmála. Hún hefur m.a. rannsakað samspil umhverfis og lífríkis og áhrif mannanna á hvort tveggja. Verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright eru veitt þeim íslenskum vís- indamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sínu sérsviði í vís- indum eða fræðum. Brynhildur fékk verðlaun Ásu G. Wright Morgunblaðið/Eggert Hefur unnið brautryðjendastarf í rannsóknum á vist- og hagfræði, sjálfbærni og á sviði loftslagsmála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.